Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 12.05.1906, Side 2

Reykjavík - 12.05.1906, Side 2
82 REYKJAYÍK fréttirnar úr andaheiminum. Einar ritstj. Hjörleifsson steig þar í stólinn með sarna hreinskilnislátæðinu og hann á vanda til og fór að lýsa fyrirbrigðum, þeim sem höfðu átt að birtast þeim öndungunum hér í bæ nú á árinu sem leið, fyrir til- stilli þessa „merkilega" miðils þeirra, Indriða Indriðasonar. Sögurnar eru flestar inar sömu og gengið hafa hér um bæinn 'mann frá manni í vetur og aðalinntak ræðunnar var um þau merkilegu fyrirbrigði, er handleggurinn hefði losnað af lndriða! Eftir því sem leið á fyrirlesturinn íór að ganga fram af mér, og ég sannfærð- ist enn betur um en nokkru sinni áður, að menn þeir sem fást hér við f„dular full íyrirbrigði," virðast nauðaókunnugir þeim vísindalegu rannsóknum, er farið hafa fram á svipuðum fyrirbrigðum 1 út- löndum, og að þeim veitti ekki af að fá töluverða træöslu í þeim efnum. Af lýsingu ræðumanns á þessum dul- arfullu fyrirbrigoum var nefnilega ekkert sýnna, ’en Jað hér væri að ræða um hystero-epileptisk fyrirbrigði samfara! dá- leiðsluáhrifum. Lýsing ræðumanns á „millibils-ástandi" miðilsins var þannig nákvæmlega eins og lýsingin á dáleiðsiu ástandinu, eins og því hefir verið lýst af erlendum sálarfræðingum og »suggesti onin“ (utanboð dáleiðanda) virtist eiga mikinn þátt í þessum fyrirbrigðum, þó ræðumanni virtist allsendis ókunnugt um, að utanboð þessi geta átt sér stað, með hugsuninni einni saman, án þess dáleiðandi tali til miðilsins eða hafi önnur bein áhrif á hann. Það sem auk lýsingarinnar á millibils- ástandinu færði mér heim sanninn um, að hér væri um hystero-epfleptisk fyrir- brigði að ræða, var meðal annars frá- sögnin um ilminn af höndum og örmum miðilsins. Öllum læknum og öllum sál arfræðingum, sem nokkuð vita um þessi fyrirbrigði, er kunnugt tim, að" sviti sá, er slær út á móðursjúkum og fallsjúkum mönnum, getur haft ýmiskonar daun eða ilm; stundum er það ódaunn og stundum er það áþekkt blómsturilm. En ræðu- maðurinn vildi í vanþekking sinni skýra það á þann hátt, að þetta væri ilmurinn af leyndarlyfinu í örmum og höndum miðilsins!!! Það sem enn' fremur færði mér heim sanninn um, að miðillinn væri móður sjúkur og fallsjúkur eða að minsta kosti eitthvað í þá áttina, er það sem mér hefir verið sagt um móður hans, að hún sé eða hafi verið, einkum um það leyti að hún giftist, móðursjúk. Hún hafði þá oft dottið í dá og legið í því lengri tíma. Auk þess bendir ástand miðilsins, er stundum virðist lýsa sér eins og dástjarfi (katalepsi) og stundum eins og svefnreik (somnambulismus), á ið sama. En í slíku ástandi geta menn eins og alkunnugt er meðal vísindamanna gripið hugsanir og tilfinningar annara og leikið þau hlutverk, sem dáleiðandi ætiar þeim, þó engin bein skipun um það komi frá honum. Hinn dáleiddi verður eins og bergmálið tómt af þeim, sem hafa mest áhrif á hann. Ekkert þetta virðist öndungum vorum kunnugt um, og einu varð ég hissa á, hve litlum rannsóknum hefir verið beitt, þegar fyrirbrigðin vóru sem „dularfylst" eins og þegar handleggurinn átti aðfara af Indriða. Það er eins og mennirnir hafi viljað láta blekkjast. Þeir þukl uðu að eins í kringum handlegginn á miðlinum, en datt ekki f hug að fletta hann klæðum. Þetta er ekkert vísindamanna æði. En kannske þeir hafi verið hræddir um, að slík rannsókn gæti varðað lif miðilsins?! Þaðerfjarri því, því þetta er fyrirsláttur. Aldrei hefir heyrst um það getið, að ýtarlegar rannsóknir á miðlin um yrðu honum að bana, en hitt er satt, að það hefir oftast nær varðað heiður hans, því svikin hafa þá komist upp. En öndungarnir hér hafa látið miðilinn alveg leika latisum hala f myrkrabyrginu sínti ogjafnvel leyft honum að ganga út, eins og þegar handleggurinn átti að hafa farið af honum f fyrsta skiftið. Það er rétt að þeir hafa leyft sér að bregða eld- spýtu upp að nefinu á honum! Engum virðist hafa dottið í hug að rannsaka, hvort Indriði hafi sett hand legginn á sér úr !iði, eins og sumir geta, og bundið hann svo að sér, að 1 hann fyndist ekki, en þeir láta Indriða með annarlegri rödd skipa sér að sitja og standa, eins og hann sjálfur vill, f stað þess að taka duglega á honum. Það verður því ekki annað sagt um menn þessa en að þeir v i 1 j i láta blekkjast af trúgirni sinni. En alveg er það makalaust, hve langt þeir eru leiddir af trúgirninni, og sorg- legt er það, að aðrir eins fyrirlestrar skuli vera bornir á borð fyrir alþýðu manna hér eins og þessi fyrirlestur Einars. Ég fyrir mitt leyti hefi aldrei heyrtann an eins „obskúrantismus" á borð borinn, þótt fyrirlesturinn væri að ytri búningi fluttur með mælsku og snild. Vonandi er þó, að inntak fyrirlestr- arins verði fest á prenti, svo að hægt sé að sýna fram á, að flest in sömu fyrir brigði koma fyrir 1 dáleiðsluástandi móð ursjúkra manna, án þess að öndum sé gefin nokkur sök á þeim. Á. B. Andatrúin krufin og skýrð. Tala eftir Ágúst Bjarnason. Hógværasta, fróðlegasta og bezt samda ritgerð, sem fram hefir komið gegn anda- trúnni liér. Efni. Inngangur. — I. Ágrip af sögu spiri- tismans.— II. »Fyrirbrigðin«: l.Borð- dansinn. 2. Höggandar og borð- spár. 8. Sálritinn. 4. Miðilsstörf- in. 5. Andabirtingar. 6. Andar afhjúpaðir. 7. Andaljósmyndir. 8. Talmiðlar og ritmiðlar. 9. Anda- skeyti Myers’. — Niðurlag. Kemur út á Mánudaginn og kostar 35 au. Jón ólafsson bóksali. i Breiðdal, en á að vera Flögu 1 Skriðdal. Vonandi er ekki margt. af þessleiðis lj-€S“€>-€>€S"0”£3-€> _A_ L L I R viðurkenna, að engin verzlun hefir staðið verzl- uninni „GODTHAAB" jafnfætis i því að bæta verðlag og vöru- gæði í þeim vörutegundum, er hún hofir verzlað með, enda hefir engin verzlun jafn ung, hlotið eins mikla hylli fólks og hún. Ntí sér verzl. sér fært að verða við ítrekuðum tilmælum margra viðskiftavina sinna að fjölga vörutegundum, og hefir hún i vetur látið stækka og prýða búð sína og hefir nú bætt við þessum nýju vörutegundum: Álnavöru, — prjónlesi, — glervarningi, — smærri járnvörum, — niðursoðnuin ávöxtum, - matvælum og m. m. fleira, sem oflangt yrði upp að telja. Allar vörurnar eru mjög vandaðar oð verðlagið ið alþekta lága Godthaabs-verð. Miklar birgðir eru þegar komnar og mikið á leiðinni og mun verzl. reyna að hafa ávalt nægar birgðir af þessum vörutegundum, svo ekki verði þrot þótt eftir- spurnin verði afarmikil, sem hún telur víst að verði, því Reyk víkingar kunna að meta að fá jafn vandaðar vörur fyrir jafn lágt verð eins og nú er á boðstólum í vcral. „fwodtliaalí.4* Bókmentir. Jóhann Kriatjánsmn: Alþingis mannatal 1845—1905. 77 bls. 8vo Rvik 1906 (Jóhann Jóhannesson). Hér eru taldir í stafrófsröð allir þeir alþingismenn (og á ráðgjafarþing unum varaþingmenn), er setið hafa á Alþingi og þjóðfundinum. í við- auka eru taldir konungsfulltrúar (á ráðgjafarþingunum), landshöfðingjar. ráðherra, nefndarmenn i embættis- manna-nefndinni (1839—41) og full- trúar íslands á stjórnarskrárþingi Dana (1818). Allra helztu ævi-atriða,, svo sem fæðingardags, dánardags, foreldra. kvonfangs, þingsetutíma, er getið við hvern mann. Æskilegt hefði verið, að ofurlitið meira hefði verið sagt um hvern mann; en þó er mesti fróð leikur að hafa þetta í einni heild, alt svo stutt það er. Höf. er maður vandvirkur og nákvæmur, og er því vonandi að litið sé áreiðanlegt i öll- um aðalatriðum. Varir höfum vér orðið ónákvæmni áþremstöðum, við að slá upp fáeinum nöfnum. Björn Pétursson er t. d. sagður hafa búið á Hallfreðarstöðum 1862—1877. En hann bjó þar aldrei, en mun hafa verið þar húsmaður 1870—77; 1862 ætlum vér hann væri á Valþjófsstað, og 1867—70 bóndi á Gíslastöðum. — Móðir séra Hallgríms á Hólmum, Þuríður, var Hallgrímsdóttir, og hefir föðurnaínið fallið úr á undan nafni afa hennar. — Einar móðurfaðir Páls Ólafssonar er kallaður bóndi á Flögu í kverinu. Annars er það mjög eigu- legt öllum, sem þurfa á að halda slíkum skilrikjum um menn, og irtn mesti stuðningur í sögunni. Heimsendanna milli. Friðrlk 8., konungur vor, ætlar að koma til íslands 1907. Þetta full- yrða dönsk blöð að sé alveg áreiðan- leg fregn. Daiimörk. Þar eiga nú kosning- ar fram að fara 29. þ. m., og má telja vist, að stjórnin (Ohristensen, Alberti og þeirra félagar) nái ekki meiri hluta í þjóðþinginu við þær. Hitt er og vafa.samt, að rótnemar („radikale") nái fleiri þingmönnum en stjórnliðar. Ekki einu sinni víst að stjórnarandstæðirigar (rótnemar og sísíalistaij nái samtals meiri hluta. Hægii menn verða varla taldir mót- stöðumenn stjórnarinnar algert og heldur ekki miðflokksmenn (hófsmenn, „moterate"). Er því vandséð, hvað stjórnin muni gera, fara frá völdum, (eins og sumir ráðgjafarnir hafa látið í veðri vaka) eða reyna að hanga við völdin með bandalagi við hægri menn eða hófsmenn eða. hvoratveggju. Mun það nokkuð komið undir liðfjöldahvers flokks um sig, ef enginn flokkurinn á þingi fær hreinan meiti hluta. Færevjar. Danastjórn hefir nú látið í Ijósi, að hún sé fyrir sitt leyti ekki ófús á að veita Færeyingum dá- lítla sjálfstjórn í sérmálum þeirra á þá leið, er Jóanes Patursson ríkis- þingsmaður þeirra hélt fram í riti sínu „Færosk Politik," er hann gaf út 1903.l *) Auðvitað mundi oss íslendingum nú að vonum þykja það frelsi, sem Færeyingum nú er boðið, vera af ærið skornum skamti. En stórt fyrsta spor er það þó í áttina til sjálfsforræðis fyrir þá frá því sem nú er. Jóanes Patursson er óefað nýtasti og þarfasti þingmaðurinn, sem Fær- eyingar hafa nokkru sinni átt. En fjarri fer þvi, að Færeyingar taki allir fegins hendi við því að mega fá meiri ráð sérmála sinna í hendur. Embætis- menn og gamlir afturhaldsmenn, og yfir höfuð allar ambáttarsálir, rísa öndvverðir gegn viðleitni Paturssons, og er talsverð tvísýna á, hvort hann nær nú endurkosning til ríkisþingsins. Ferðamaður, er þar var staddur í Þórshöfn, ritar oss á þessa leið: 6. Mai var „fólkafundur" haldinn í „Havn;“ var til hans boðað af inum frjálslyndari eða yngri Færeyingum, sem hafa, hærri hugsjónir um framtíð eyjanna en það, að þær eigi um aldur og ævi að lifa á skófum af botni kjöt- katla „stóra bróðursins," Dansksins. — Fyrir rrilligöngu ins áhugamikla frömuðar framfara og frelsis hér á eyjunum, Jóanesar Paturssons á Kirk- jubæ, ríkisþingsmanns, hefir stjórnin nú boðist til að leggja það til, að Færeyingum verði veittfrjálsara stjórn- arfyrirkomulag með fjárforræði (yfir tekjum af eyjunum), meiri þátt en nú í löggjafarvaldi sérmála sinna o. s. frv. Þessu fylgja hugsjónir og óskir inna frjálslyndari manna og víðsýnni, inna ungu Færeyinga, en íhaldsemin og ellin hafa slegið sér saman á móti þessu; eru þær hugdeigar og óttast hverja breytingu frá því sem nú er. Mál þetta hefir vakið mikla hreyf- ing í eyjunum, svo að vart mun áð- ur hafa verið þar nokkru sinni jafn- mikill stjórnmálaáhugi og líf sem nú, enda eiga nú fram að fara kosningar til þjóðþingsins danska, og hefir Pat- ursson. sem nú er þingmaður og vakið hefir þetta mál, boðið sig fram aftur. En móti honum sækir fram Effersoe sýslumaður. Honum fylgja allir hug- degír menn og afturhaldsamir. Patursson talaði fyrst á fundinum og rakti sögu eyjanna og sýndi fram á þörf þeirra og rétt til meira sjálfs- forræðis. Sagðist, honum vel, enda er hann vitur maður og fróður og hefir brennandi áhuga á velferð ætt- jarðar sinnar. — Næst talaði Even- sen prestur, ungur maður, frjálslyndur og prýðilega máli farinn; hann er víð- sýnn maður og margfróður, og sé hann jafn frjálslyndur og mælskur í kyrk- junni, þá eiga Færeyingar þar góðan klerk og góðan borgara. Hann studdi fast Patursson. — Þá talaði Effersoe sýsluniaður allskörulega; hann er maður, sem lítur mikið á sig, og þá er röksemdir jraut, var þrautalend- ingin hans mikla „ég,“ sem hann vill að Færeyingar treysti á; hét hann að „gera alt það bezta fyiir eyjarnar," og fái hann því ekki fram komið, eigi fólkið að sætta sig við það, enda sé það því fyrir beztu, og ekki sé það nema marglæti að vilja vera að breyta því fyrirkomulagi, sem nú er. — Enn talaði fullm. M. Winther, ungur mað- ur og efnilegur, fullur áhuga á fram- faramálum eyjanna og ótrauður fylgis- maður Paturssons. — Síðan talaði hver 1) Þá bók er fróðlegt aðlesanú. Hún fæst í bókaverzl. Jóns Olafssonar.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.