Reykjavík - 26.05.1906, Síða 3
REYKJAVIK
93
OLIVER TWIST,
In heirrisfrœt*:a sbílldsatí;a eítir Charles
lDicliens, kemur nú út i vandaðri islenzkri
þýðingu. Saga þessi heíir verið gefin út á flest-
um öðrum tungumálum og hvervetna verið vel
tekið. Oliver Twist er jafn vel fallin til lest-
urs fyrir fullorðna sem bórn. Það mun óhætt
að fullyrða, að þeir, er lesið hafa sögu þessa, telja
hana agæta. Hún er þannig skrifuð, að hún
hlýtur að glæða alt gott og göfugt hjá hverjuni
manni — ungum og gömlum — en vekja við-
bjóð á öllum smásálarskap og varmensku í hverri
mynd sem er. Höfundurinn, Charles Dickens,
•r heimsfrægur og mesta uppáhald allra ment-
aðra manna, sem hann þekkja.
Hver sem vill eignast góða og spennandi skáld-
sögu til að lesa, ætti að kaupa OLI"VE!R.
TWIST.
af yfirstandandi árgangi þess, — ný-
komið vestur hingað, — og um sumt,
sem þar er ritað, má með réttu segja,
að svo líti út sem vitfirring stari þar
út úr hverri iinu; að minsta irosti
verður vissuiega ekki til þess ætlast,
að sú ritstjórn er lætur þess háttar
frá sér fara, geti fyllilega borið sið-
ferðislega ábyrgð á gerðum sínum.
Af þeim ástæðum er skiljanlegt, að
„ísafold" geti leikið sér að því að
stela o. s. frv.
OMáínflósirnar frá Bessastaöakyrkju.
Nú hefir þá séra Jens prófastur reynt
að þvo hendur sínar í „Lögréttu“ og þó
einkum i 1. hefti „Skírnis11 í ár. Það hefði
verið betra fyrir hann að reyna það ekki.
Ég vil sleppa prófastinum og handaþvotti
hans. Upprunalega var alls ekki minst á
þetta dósamál til þess að gera honnm nokk-
urn vansa; því miður hefir það, að mál-
inu var hreyft, orðið til þess, að hann
skrifaði þessa „Skírnis“-grein.
En sakir kyrkjugripamálsins i heild sinni
og sakir þess, að það er látið í veðri vaka,
að það megi nsegja, að hr. Jón Yídalín
hugsi til að ánafna forngripasafninu alla
sína íslenzku kyrkjugripi og megi þvi allar
kærur út af því máli niður falla, virðist
enn full ástseða til að halda málinu í fersku
minni.
Fyrst er að athuga: Hefir hr. J. Vída-
lín ótakmörkuð eiguarráð yfir þessum grip-
um? Ég held því enn hiklaust fram, að
hann hafi þau ekki, heldur megi, hvenær
sem er, skylda hann til að skila kyrkju-
gripunum aftur endurgjaldslaust,
eins og hverjum öðrum ranglega fengnum
hlut.
í annan stað; Hefir það nokkra þýðingu,
að h a n n tali um að ánafna forngripasafn-
inu þetta safn ísleuzkra muna, sem hann
hefir látið sér svo ant urn að safna? Þyrfti
frúin ekki að gera það? Svo hefir verið
að sjá af dönskum blöðum sem hún telji
alla þessa dýrgripi s í n a eign.
í þriðja lagi: Þó að þau hjón hugsuðu
sér nú að gefa alt sitt gripasafn íslandi,
og þó að þau iafnvel gerðu það nú, að á-
nafna íslandi það eftir sinn dag, þá er
engin trygging fyrir því, að ísland fengi
safnið nokkurn tíma. Dánargjöfum má
breyta, eins og hver maður veit.
Og enn er það að athuga, að enda þótt
hjónin gæfu n ú þ e g a r alt sitt gripa-
safn til forngripasafnsins, þá er engan veg-
inn rétt, að gera sig ánægðan með þá ráð-
stöfun. Þeir gripir, sem eru „frjálsir og
vel fengnir“, er eðlilegt að geti verið lög-
lega gefnir aftur hverjum sem vera skal.
Eu þeim. sem fargað hefir verið frá kyrk-
junum þvert ofaní skýlaus fyrir-
mæli gefendanna, og lögum gagn-
stætt, virðist sjálfsagt að skila
kyrkjunum aftur tafarlaust — og
endurgjaldslaust.
Mér vitanlega hefir ekki verið kært yfir
förgun annara kyrkjugripa en oblátudós-
anna frá Bessastaðakyrkju. Kærendur halda
væntanlega fast fram kröfu sinni um, að
þær verði nú þegar afhentar Bessastaða-
kyrkju. Óskiljanlegt er, að sú bending
verði tekin til greina, að „hlutaðeigandi
yfirvöld“ láti forngripasafníð hafa skifti
við kyrkjuna á frumgripnum og eftirlíking-
unni, þegar það er orðið eigandi lians, þvi
að það er alls óvist, að forngripasafnið
verði nokkurn tíma eigandi að honum.
Enda torvelt að sjá, hví fremur beri að
svifta forngripasafnið góðum grip, sem það
er vel að komið, heldur en prívat mann,
sem er ranglega að honum kominn.
S. M.
ooooooooooooo
0 af öllum tegundum, floiri 0
0 þúsund stykki, verður $
0 seldur með miklum a í> 0
^ slætti til Hvítasunnu J
J í ÞlNGHOLTSSTRÆTI 4. £
ooooooooooooo
Raddir almennings.7
“ -" 1 ----------
Herra ritstj. — Þér -eigið miklar
þakkir skilið fyrir allan andróður yðar
gegn andatrúarfarganinu, því ég þyk-
ist viss um, að blað yðar hefir bjarg-
að mörgum manni frá því að ánet-
jast í þorskanetjum andaloddaranna.
„Fróðárundrin nýju“ vóru og þjóðinni
sannarl. þörf og holl sending, enda
heyrist sagt, að andatrúin sé nú sem
óðast að dvína og deygja út nál. al-
staðar þar sem einhver vísir af henni
var íarinn að kvikna. Það sýnist líka
svo sem það só eitthvað þarfara til
að halda að íslenzku þjóðinni, nú
um þessar mundir, en þeirri frámuna-
legu kenningu, að aðal-andaloddari
landsins, séra E. H., se að „leiða í
ljós iífið og ódauðleikann." — Þegar
óg heyri talað um að „kalla fram
anda,“ þá dettur mér ósjálfrátt í hug
maðurinn, sem fyrir svo sem aldar
fjórðungi var að gera lilraunir til
að „kalla fram,“ — vitanl. ekki anda
úr dauðra ríkinu, heldur — holdug-
ar heimasætur úr kotunum kringum
Rvík með þessum orðum, sem karrn
ske einhver kannist við írá þeim árum:
„Er m jólk til?“
Yðar vinur og velunnari
Memor.
Reykjavík og grend,
Lögfræðinga-styrk, þann er Alþingi
veitti til þess „að búa sig undir að verða
kennari við lagaskólann1', 2.500 kr. hvort
árið (1906 og 1907) hefir sýslum. Lárus
H. Bjarnason fengið frá 1. Júlí þ. á. Að
eins einn annar maður (cand. jur. Magnús
Jónsson 1 Kmh.) sótti auk hans um
styrkinn.
Yfirdóms-málflytjandi Guðm. Eggerz
gegnir embætti fyrir Lárus meðan hann
er fjarverandi.
Jón Sveinbjörnson. aðstoðarmaður
3. skrifstofu stjórnarráðsins, atsaláði sér
þeirri stöðu og fór alfarinn til Kaupmh.
með »Ceres« með fjölskyldu sinni.
,To Venner*. eldgamall skipskrokkur
er Hannes Hafliðason bæjarfulltrúi og
skipaskoðunarmaður átti, sökk hér úti í
flóanum að kvöldi 19. þ. rn. Var að
flytja vörur til lausakaupa. Skipskrokk-
urinn vátrygður (4800 kr.) og vörurnar
(8000). Skipið var komið n. v. af Akra-
nesi, er lekans varð vart; stinningskaldi
var af norðri. Skipverjar (þrír tals)
stefndu þá til Rvikur aftur, en skömmu
síðar lygndi og gerði lognvelting. Varð
það skipverjum til lífs, komust í báti til
lands.
„Islonds Falk (íslands-valur) tók
botnvörpung („Arthur" frá Hull) og flutti
til Vestm.eyja. 1440 kr. sekt. Ekkert
upptækt.
Ritsíma-pn’ófi hafa þeir nú lokið
landarnir allir (4), er það stunduðu í
Höfn. Höfum vér heyrt, að þeir Gísli
J. Olafsson og Magnús Thorberg hafi
reynst þar beztir. Allir fara þeir nú til
annara borga til frekari verklegra æfinga.
Kvennaskóli Reykjavíkur. Stofn-
andi og forstöðukona hans, frú l'hora
Melsted, er raeð frábærri umönnun hefir
veitt honum forstöðu ti! þessa, sagði nú
af sér í vor þvf starfi. Er ungfreyja
Ingibjorg H. Bjarnason kvödd til for-
stöðukonu framvegis,
f Jóh. G. Sigurðsson stúdent and-
aðist úr tarring á Landak.-spítalanum
20. þ. m. (f. 1. Febr. 1882), mæta-vel
látinn og prýðis-vel gefinn maður.
Ósjálfráð trylling.
[,,Vínland“, Apr. 19061-
Dæmalaust mun það vera til
þessa, að hjátrúarmálefni hafi rutt
sér svo til rúms hjá mentaðri þjóð,
að flest helztu blöð hennar og tíma-
rit hafi það að aðal-umtalsefni.
Þó er nú svo komið með anda-
trúna á íslandi. Hún virðist nú,
eftir blöðum þaðan að dæma, vera
orðin ið mesta áhugamál þjóðar-
innar.
Þegar sú hjátrúaralda reis fyrst
hér í landi, varð hún á skömmum
tíma ægilega mikil, en aldrei reis
hún þó svo hátt, að dómgreind
heilskygnra manna væri hætta bú-
in, og aldrei urðti mörg af helztu
hérlendum blöðum til þess að taka
neinn alvarlegan þátt í þeirri hé-
gilju; enda leið ekki á löngu áður
en heilbrigð skynsemi fékk aftur
yfirhönd, og andatrúin skreið aftur
í launkofa þá, sem siðan hafa ver-
ið hæli hennar hér í landi.
Hún hefir ekki komist til íslands
fyr en á elleftu stundu — en fund-
ið hefir hún þar vissulega frjóan
jarðveg.
Hjátrú er að vísu nafn, er hefir
mjög ótakmarkaða og ónákvæma
merkingu, en í rýmstum skilningi
táknar það orð átrúnað á eitthvað,
sem ekki er átrúnaðarvert, og í
þeim skilningi má með fullum rétti
nefna andatrú því nafni.
Það er eitt af einkennum sann-
rar og þroskaðrar trúar, að hún
vekur fulla meðvitund hjá mann-
inum um tilveru trúarlífsins í sálu
hans, svo hann játar það hiklaust,
að hann hafi trú. En hjátrúin
vekur sjaldan glögga trúarmeðvit-
und í sálu mannsins, en kemur
þar vanalega í stað skynbærra
athugana, svo hann hyggur trú
sína vera reynslu-vissu. Það hjá-
trúareinkenni er hyrningarsteinn
andatrúarinnar. Hún nefnir sig
vísindi en ekki trú, og »vísindi«
hennar ríða bág við þau vísindi,
er mannleg reynsla heíir tekið gild
alt til þessa, og þessvegna hlýtur
lreilbrigð skynsemi að heimta af
henni sérstaklega ótvíræðar og ó-
hrekjanlegar sannanir fyrir því,
að þær kenningar, er hún flytur,
hafi vísindalegt gildi. En þær
sannanir hefir andatrúin aldrei
getað leitt í ljós; lrún hefir frá
upphafi vega sinna aldrei haft
neitt annað en »dulaifull fyrir-
brigði« fram að bjóða ti! sönnun-
ar kenningum sínurn, og meðan
hún hefir ekkert gildara sönnunar-
gagn en þau, hlýtur heilbrigð skyn-
semi að skipa henni á bekk með
hiátrú og hindurvitnum.
Andatrú þessi er reynsluvísind-
um miklu fjarstæðari en drauga-
trú. Þegar helkaldur draugur, með
náfroðu á vitum, rís upp úr gröf
sinni, þá er inn dauði mannslik-
ami að öllu leyti óbreyttur og eðli-
legur, og þegar hann fer á kreik,
er það að eins hreyfingin og af-
leiðingar hennár, sem ekki kemur
heim við neina reynsluþekking, og
það raskar engu náttúrulögmáli,
sem menn þekkja. En þegarand-
ar íklæðast lifandi holdi, og mann-
legur líkami, með öllum sínum
margbreyttu líffærum, myndast á
svipstundu og hverfur jafnskyndi-
lega, þá eru vissulega brotin þau
náttúrulög lífseðlisins, sem mönn-
um hafa verið kunn til þessa.
Svo virðist sem andatrúin hafi
svo að segja á svipstundu, eftir
að hún náði fótfestu á íslandi,
náð ótrúlega miklu valdi á hug-
um manna. Sú trylling væri hlægi-
leg, ef ekki fylgdi henni sá alvöru-
þungi, er að líkindum mun hafa
töluverð áhrif á andlegt líf þjóð-
arinnar. Viðtökurnar bera vott
um andlega veiklun hjá þjóðinni.
Heilbrigður mannsandi gleypir
aldrei tálbeitu með þvílíkri græðgi.
Eftir sögn þeirra manna á íslandi,
sem um það eru fróðastir og fær-
astir um að dæma, höfurn vér það,
að taugaveiklun og andlegir kvill-
ar, sem henni eru samfara, séu
þar engu sjaldgæfari, ef ekki al-
mennari, en í flestum öðrum lönd-
um ins mentaða heims. Sé svo,
þá er þar fundið aðalskilyrði þess,
að kynjakenningar heilli hugi
manna, og hjátrúarofsjónir trylli
tilfinningar þeirra og beri skynsem-
ina ofurliða. Það skiftir engu
hvort maðurinn er hálærður eða
fáfróður; sé taugakerfi lians að
einhverju leyti svo veiklað, að það
raski jafnvægi andlegra krafta, þá
hefir það jafnan reynst svo, að
hann verður hér um bil jafn-mót-
tækilegur fyrir dularfullar kenning-
ar og táldrægar skynjanir, hvort
sem hann annars veit margt eða
fátt. (Niðurl. næst).
c^arm ing arRort
skrautleg og falleg. Iíinnig alls
konar önnur kort.
l»ifandi blóiíi 044 rósir
fást á Skólavörðustíg 6.
Svanlaug Benediktsdóttir.
Leikfélag Reykjavíkur
1 e i k u r
á morgun (Sunnnd. 27. Maí)
lcl. 872:
Bálför unnustubréfa
o S
V illidýrið.
Permingargjöf falleg og
góð handa stúlku er kven-lindarpenni,
skraut-silfraður, með nafnplötu. Kostar
17 kr. 50 au. —
•fón Olaf’wNon, hóksali.
■Iandspeg;lar,
ljósniynda-statív (stór og smá)
Ifósinynda-öslijur (tir saffí-
anskimri, visit- og cabinet-),
soöla-vesRi (fin),
peninifabuddur,
linífár o. fl., 0.. fl.
.IÓN ólapsson,
Laufásvegi 5.
Kj ólasa 11111
tek ég undirrituð að mér nú þegar.
Verk vandað. Saumalaun lægst i bænum.
Ragnh. Clausen Jónsson, Laugavegi 1.
W&W~ Kaupendnr, sein skíft
liafa uin hústaói, setfi til
seni fyrst.