Reykjavík - 25.09.1906, Side 2
170
R E YK J A V í K
Lcekningar-aðferd min við
berklaveiki í útlimum.
Nú eru mörg ár síðan að ég átti
einu sinni að lækna ungan mann,
sem hafði mjaðmarbólgu. En með
því að ég hafði illa raun af berkla-
veiki að undanförnu, hugsaði ég
um ngtt, og, ef verða mœtti, betra
ráð.
Heitir bakstrar hafa um ómuna-
tíð þótt gott ráð við bótguveiki og
sjávarvatn við berklaveiki; fyrir
því notaði ég hvorttveggja sem
bakstra úr þangi. Hér um slóðir
er ekki annað þang, það ég hefi
séð, en blöðruþang. Pað lét ég
skera, þó ekki smátt, bœði til þess
að það gœti legið voðfeldara og
til þess, að safinn úr því gœli kom-
izt að skinninu. Síðan var tekinn
poki úr mjög gisnu lérefti, svo
stór, að hann náði yfir alt bólgu-
svœðið og nokkuð út fyrir, en
ekki inn undir, til þess að hlífa
liðnum fyrir hreyfingu, og þá var
skorna þangið látið i pokann, svo
mikið, að lagið varð um í þml.
á þykl. Siðan var pokinn velgd-
ur i potti og svo lagður á. Eftir
reynslu um nokkurn tíma komst
ég að þeirri niðurstöðu, að tveir
timar tvisvar á dag vœru hœfi-
legasti timi, sem skinnið gœti þol-
að og sjuklingurinn, án þess að
þreytast. Sama bakstur nota ég
tvisvar. Sjálfsagt varð unglingur-
inn að liggja grafkgrr, en honum
batnaði og hann varð heill heilsu,
að öðru leyti en því, að hann var
nokkuð stirður í mjaðmarliðnum.
Síðan hefi ég haft þessa aðferð
við berklaveiki í öllum utlimum,
og jafnan lœknað alla á lengri
eða skemmri tíma; en lengdin fer
eftir því, hve mikið limunum hefir
verið misboðið á undan; einnig
hvort nœsti liður verður stjarfur
(ósveigjanlegur) eða liðast sem
áður. Prír mánuðir eru það
minsta, og Ph ár það lengsta, sem
liggja hefir þurft, til að verða heil-
brigður af sjúkdómi í mjöðmunum
eða knjám; en alls engrar legu
hefir þurft við sjúkdóm i örmum,
og séð hefi ég barn,sem hafði berkla
í ristinni, verða heilbrigt, þótt það
vœri nokkuð á fótum. Aldrei hefir
neinn dáið, sem að eins hefir haft
berkla í útlimum. En ef lengi
hefir verið beðið, getur ýmislegt
komið fyrir; en það þarf maður
ekki að óttast, heldur fara með
sem það ekki væri berklaveiki.
Ég nota einnig þangbakstra við
bólgu í kirtlum og hjaðna þeir
miklu ftjótara en bein.
Á síðari árum gef ég berklaveik-
um einnig joðjárn og þykir betra
en ekkert. En ef ég væri þar, sem
hœgt vœri að ná í söl, mundi ég
láta þá neyta þeirra.
Svaneke Borgundarhólmi, 4. Sept. 1906.
Guðni Guðmundsson.
Járnbraut.
Langt er síðan „Rvík“ og „Þjóð-
ólfur" skýrðu frá því, að landsstjórn-
in ætlaði að láta inn nýja lands-verk-
fræðing skoða svæðið héðan austur
í Árness- og Rangárvalla sýslur til að
láta uppi álit sitt um járnbrautar-
lagning þangað, hvort hún væri til-
tækileg og hvað hún mundi kosta.
Verkfræðingurinn (hr. Þorvaldur
Krabbe) hefir ferðast austur lauslega,
en ekki getað gert neinar veruiegar
mælingar eða nákvæma áætlun —
til þess hefir hann verið of-hlaðinn
öðrum störfum í sumar og orðið að
þeytast landshornanna milli. Getur
verið álitamál, hvort stjórnin hefði
eigi átt að taka færra fyrir í einu
og gefa honum tóm til að vinna
rækilega að hverju um sig, þó eitt-
hvað biði þá næsta árs eða næstu
ára.
Engir óviðráðanlegir erfiðleikar eru
á því að leggja braut austur; að
eins vafamál, hvar heppilegast sé að
hún liggi, og hver kostnaðurinn verður.
Helzt talin líkleg einhver af þess-
um þrem leiðum: Lágaskarð, Hellis-
heiði eða Mosfellsheiði (og þá um
Grafninginn).
Lágaskarð er óbrattara en Hellis-
heiði, en meiri snjóþyngsl á því.
Leiðin yrði yfir Ölfusið alt, því lengri,
en þá og gegn um mikla bygð.
Hellisheiði er brattameiri að aust-
an, hvar sem brautin yrði lögð og
langur atlíðandi hér megin, sem all-
an yrði að skásneiða.
Aðalmótbára hr. Þ. Kr. gegn þess-
um leiðum er þó helzt sú, að þær
liggja svo mikið um óbygð og ó-
byggileg svæði.
Er það hvervetna reglan, að leggja
járnbrautir sem mest um bygð hér-
uð, eða þá óbygð lönd, sem eru byggi-
leg og geta bygst, er brautin kemur.
Því vill hann helzt velja Mosfells-
heiði, þannig, að brautin liggi inn
Mosfellsdalinn, upp Gullbringur, yfir
þvera Mosfellsheiði yfir að Heiðarbæ
eða Hagavík við Þingvallavatn, svo
um Grafninginn niður með Iugólfs-
fjalli að Ölíusárbrú. Með þessu móti
lægi brautin öll um bygt iand, nema
þverspottinn yfir Mosfellsheiði, sem
yrði stuttur.
Þessi leið er um */s lungri en
Hellisheiðar-Jeiðin, en miklu meira
þarf að skásneiða á þeirri leið, og
gæti svo farið, að hún með öllum
sneiðingakrókum yrði lítið eða ekki
styttri.
Um kostnaðinn er ekki auðið að
segja neitt að sinni. „Lögr.“ talar
um 187,000 kr. fyrir míluna (danska),
en það er úr' lausu lofti gripið. Það
er eitthvað það lægsta sem tekist
hefir að fá lagða fyrir járnbraut er-
lendis yfir torfærulaust sléttlendi; en
slíku er ekki hér að heilsa. Yega-
lengd þessi, austur að Ölfusárbrú
Mosfellsdalsleiðina, ®r um 75 kíló-
metur1). Ef kílómetrið kostaði 350,000
kr., sem sízt mun of í lagt, þákost-
aði brautin þessa leið austur ^ð brú
2,625,000 kr:, eða yfir hálfa þriðju
milíón króna.
Mörgum mun það í augum vaxa,
en ekki ægir það oss í sjálfu sór.
Enginn efi er á því, að undirlendið
hér austanfjalls gæti komist í þá
rækt, að 70—80,000 manns gætu
lifað þar, og þá yrði nóg að flytja
til þess, að brautin gæti svarað
kostnaði. En til þess þarf fyrst og
fremst áveitur dýrar og mikil mann-
virki, og þau þarf að vinna, en til
þess skortir fólk. Og til þess að
borgi sig að vinna þessi verk, verð-
ur að vera til fólk til að byggja
héruðin.
Og hvaðan fæst það?
Það flytur ekki hingað, svo að
stórmiklu nemi, úr öðrum héruðum.
Til þess eru menn of vanafastir og
venjubundnir við átthagana, enda eigi
æskilegt í sjálfu sór, að leggja alt
hitt landið í eyði.
Innflutning fólks þurfum vér að
fá. Hann má fá frá Noregi, Þýzka-
landi og víðar að. En því að eins
fáum vér fólk hingað — ekki sel-
setumenn eða farfugla, heldur land-
námsmenn, er hér vilja setjast að og
samlagast þjóðinni, að þeir eigi kost
á að ná hér þegnrétti með auðveldu
móti, t. d. eftir 3 ára búsetu, svo
að þeír fái þegnleg réttindi (kosning-
arrétt og kjörgengi) eins og hórborn-
ir menn, og þurfi ekki að vera ófull-
veðja menn.
Þeir yrðu að þýðast lög vor og
læra mál vort; niðjar þeirra yrðu
íslendingar. Það væri vafalaust holl
þjóðblöndun, eftir því sem annarstað-
ar hefir reynst. Þannig gæti þjóð
vor aukist, fljótara en auðið er af
sjálfrar sín stofni einvörðungu, og þá
yxi henni fiskur um hrygg til flestra
framfara.
Hæða ráðherrans
við
tornsteiDSlapiDg bókasafnsMssins.
„Háttvirta samkoma!
„Hálfnað er verk þá hafið er“,
segir gamalt máltæki. Það er svo
Það nœr engu tali, að kalla kílómetur
„röat“; röstin var miklu lengri (og þó
vafasöm). Nær sanni væri að kalla myría-
metur (10 kílóm.) röst, en kílómetrið „mílu“
eins og Hollendingar gerðu, er þeir tóku
upp meturmál, eða þá „nýmílu“.
jafnan um öll nauðsynjamál og góð
fyrirtæki, að aðalerfiðleikarnir eru í
byrjuninni, enda „varðar mest til allra
orða, að undirstaðan rjett sje fundin".
En sje undirstaðan fundin og hyrn-
ingarsteinninn lagður í fullri meðvit-
und um tilgang og takmark, í ein-
lægum vilja og einbeittri trú á mál-
efnið, þá lánast að jafnaði að Ijúka
því sem eftir er. —
I dag eigum vjer að leggja hyrn-
ingarstein að mikilsvarðandi og merki-
legu húsi, stórhýsi, er á að geyma
fjársjóðu, sem vjer vonum, að eigi
fyrir sjer að vaxa með vaxandi
viðgangi og menning þessarar þjóð-
ar, eins og safn það, sem þetta
hús sjerstaklega er ætlað til að varð-
veita, hefur eflst og aukist með
vaxandi mannrænu, sjálfsdáð og
sjálfstæði þjóðar vorrar á öldinni sem
leið.
Saga landsbókasafnsins er ekki löng.
— Byrjun þess var sú, fyrir 88
árum síðan, árið 1818, að danskur
maður, 23 ára gamall lögfræðiskandí-
dat, Carl Christian Bafn, er síðar
varð svo kunnur fræðimaður og ís-
landsvinur, sneri sjer til Bókmentafje-
lagsins með tillögu um, að stoL bóka-
safn í Reykjavík, til þess aðrSTend-
ingar ættu kost á að kynnast bók-
um og mentum, sem þeim annars
væri svo erfitt að ná til vegna fjar-
lægðar landsins frá öðrum mentalönd-
um. Hann hafði þegar safnað nokkr-
um bókum í þessu skyni, og gaf þær
um leið og hann bauðst til þess að
vinna að efling safnsins eftir megni.
Reykjavíkurdeild Bókmentafjelagsins
átti nú brjefaskriftir um þetta mál
við stiftsyfirvöldin, þau aftur við
stjórnarvöld ríkisins, og árið 1821,
II. apríl, gaf konungur 840 ríkisdali
reiðu silfurs til þess að útbúa herbergi
með hyllum og öðru, er til þurfti, á
loftinu yfir dómkirkjunni hjer í Rvík.
Þetta safn var nefnt Stiftsbókasafn.
Arið 1826 var safnið orðið um 2000
bindi, og var þá gefin út reglugerð
fyrir það, og útlánsreglur. Eftirþað
jókst safnið smátt og smátt, mest af
gjöfum góðra manna, en að starfsemi
þess hafi ekki aukist afarfljótt, sjest
á því, að 30 árum síðar, 1856, eru
árslaun bókavarðarins nýhækkuð úr
30 rdl. upp í 40 rdl. Árið 1868
bættust safninu 2,800 bindi frá kgi.
bókasafninu í Kaupmh., auk gjafa
frá F. A. Krieger ráðherra o. fl.,
sem of langt yrði upp að telja
hjer. En af almannafje hafði bóka-
safnið engan styrk, alt þangað til
Island fjekk sjálft fjárráð sín. En þeg-
ar 1875, á hinu fyrsta löggjafarþingi, í
fyrstu fjárlögum, sem alþingi samdi,
var veitt fje til stiftsbókasafns-
ins, að vísu ekki nema 400 kr. á ári,
en það var þó byrjun, er markaði
nýja stefnu. Safnið var þá enn geymt
á kirkjuloftinu. En þegar alþingis-
húsið var byggt, 1880, var stiftsbóka-
safninu ætlað rúm þar, og á alþingi
1881 var tillagið til bókasafnsins fært
upp í 2050 kr. á ári, og jafnframt
afnumið notendatillagið, sem til þess
tírna var 2 kr. á ári. Um það leyti
var komið inn í safnið bókasafn ffóns
Sigurðssonar, sem keypt var fyrir
25,000 kr. samkvæmt fjárveiting frá
1877, og er safnið upp frá þessu
nefnt Landsbókasafn.
Síðan hefur safnið aukist tiltölu-
lega fljótt, og á nú um 50,000
bindi, eða fleiri þó, ef alt smælki
er með talið. Framlag landsjóðs hef-
ur og aukist smám saman, og er
eftir núgildandi fjárlögum 11,760 kr.
á ári. —
Síðan safnið fór að stækka hafa
menn fundið mjög til þess, að hús-
næði þess í alþingishúsinu er allsendis
ónógt og ófullnægjandi; auk þess
vantar landsskjalasafnið, sem stofnað
Stumpasirz
og margar tegundir af
Handsápu
nýkomið með „Yesta" í
verzl. Godthaab.