Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 05.01.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 05.01.1907, Blaðsíða 2
Samkomur í bænaTÍkuuni í „Betel“ verða haldnar eins og hér segir: Sunnudagana báða kl. 4 og kl. 6^/2 síðd., Mánud. til Föstud. kl. 8 síðd. Laugard. kl. 11 árd. og 8 síðd. 2 REYKJAYÍK Frá 1. Jan. þ. d, greiðir landsbankinn innlánsvexli 4°/0 (fjóra afhundraði) afþvi ú fé, er hann hefir lil dvöxtun- g | ar með sparisjóðskjörum. rö> - ..... ..... > Jafnvel mótstöðumennirnir játa, að vér eigum ekki liprari og þýð- ari mann til samvinnu og til að reka vor erindi, heldur en núver- andi ráðherra. En ég bæti þar við, að eftir því sem ég þekki eigum vév engan, sem réttur og vegur íslands liggur rík- ara á hjarta og hefir þar eftir festu og prek til að halda honum fram á jremsta hlunn, sem fært er á. Þetta mun reynslan sýna, og að leikslokum munu flestir verða að játa, að hvað sem vinst, það verð- ur honum öllum öðrum fremur að þakka. Ráðherra íslandsl Guð gefi yð- ur lán til þess að árangurinn af ársins starfi samsvari vilja yðar, hœfúeikum og œttjarðarást. Guð hlessi starf yðar í þjónustu landsins þetta nýbyrjaða ár og komandi tíð. Guð blessi þá sem yður standa næst, konu yðar og börn. Lengi lifi ráðherra Islands Hann- es Hafsteinl Nýárs-ræða ráðherrans. Ég þakka af alhug fyrir þau góðu orð, er til mín var beint, og Ijóðið, sem sungið var. Ég þakka ykkur öllum, sem hér eruð saman kom- in, fyrir það, að þið hafið viljað unna mér þeirrar sæmdar og gera mér þá gleði, að gefa mér tæki- færi til þess að verja ásamt ykkur þessum fyrstu augnablikum n)Tja ársins til þess að renna huga til hags og þarfa landsins okkar, sem við öll unnum. — Vissulega var liðna árið að mörgu leyti eftir- minnilegt ár fyrir ísland. Það hef- ir verið starfsár og framkvæmdaár. A því hafa verið störf hafin og •ii una'.ö tii iykta stórvirkjum, sem við vonum verði íslandi lil gagns °g geng*s- En árið hefir einnig að ýmsu leyti verið mótdrægt, lífsbar- áttan mörgum hörð og hæ'' og óvanalega margur, sem var glaður við byrjun ársins, heflr oiðið hrygg- ur áður en því lank. Kð er nú nýja ársins að þerra þau tar, rftir því sem unt er. —- Þegar í byrjun ársins átti ísland á hak að öjá sin- um góða, gamla konungi, sem svo oft og margvíslega hafði sannað trygð skia til þess og innar ís- lenzku jijóðar, og er Ijúft og skylt að minnast hans með heiðri og þökk. En hins er einnig skylt og Ijúft að minnast, að maður kom þar manns í stað, og að vor nýi Konungur hefir þegar á þessu ný- liðna ári rækilega sýnt það, að það er einlægur vilji hans og ásetning- ur, að vera ekki eftirbátur föður síns gagnvart íslandi og Islending- um. Honum er það fyrst og fremst að þakka, að vér nú getum gert oss góðar vonir um, að árið, sem i hönd fer, verði ekki síður merk- isár í sögu íslands heldur en árið, sem leið. Iíoma hans hingað til landsins og þær vonir, sem vakn- að hafa og glæðst við samfundi íslenzkra og danskra stjórnmála- manna, sem konungurinn sjálfur stofnaði til, er það sem einnig fyrst og fremst fyllir hugi vora, þegar vér lítum fram á þau verkefni, sem árið her í skauti. Ég þarf ekki að nefna þau verk- efni. Allir, sem hér eru, þekkja þau að meira eða minna leyti. ísland væntir þess, að allir geri skyldu sína. En skyldunni er ekki fullnægt með því að hrópa hátt og geisa mikið. Til jæss að geta gert skyldu sína í því sem ísland þarfnast nú sérstaklega, verður að vinna með samhug og stilling að sæmd og sannarlegu gagni íslands. En sannarlegt gagn íslands er fyrst og fremst menning og magnþróun þjóðarinnar, sem byg'gir það. Menn verða að læra að greina ið veru- lega frá inu óverulega, kjarnann frá hisminu, sannnefnt frelsi frá sjálf- stæði að nafninu til. Það er hver- velna reynsla manna í heiminum, að hverju góðu málefní er einna mest hætta búin af sinum eigin æstustu fylgifiskum. Það er oft þung byrði, að bera gott málefni heim til búðar, fram til sigurs. ótemjurnar, sem ekki kunna eða ekki vilja stilla sig, ausa af sér byrðunum, sem þeim er trúað fyrir að bera, í stað þess að koma þeim áleiðis, hvað þá í áfangastað. Vér megum ekki láta oss farast eins og veiðigarpinum Atla inum dælska, sem elti íkornann, þangað til hann var búinn að týna sleð- anum sínum með dýrmætu veiði- fangi, sem hann hafði afiað með miklum erfiðismunum, og fann hann aldrei aftur, en náði heldur ekki íkornanum. Vér eigum því miður líka íkorna til í þjóðlífi voru, seni lokkað gætu frá sleðanum, ef eftir væri hlaupið. ísland, móðir vor, er enn á því skeiði, að það. þarfnast fremur skjólfata en skartsfjaðra, fremur heilnæmrar og kjarngóðrar fæðu, andlegrar og líkamlegrar, heldur en gómsætrar fæðu, fremur stöð- ugrar hirtu heldur en smellandi fiugelda, þó að litfagrir og hrífandi kunni að vera i svipinn. Háttvirta samkoma! Öllum er hulið, hvað árið nýja her í skauti sípu, hvort það verður blitt eða strítt, árangursríkt eða árangurs- lítið. En vafalaust er það, að ið síðara er ekki alllítið undir sjálf- um os« komið. Menning íslands er mark vort, og merki vort, fáík- Uin hvíii, á að tákna þrávoraupp á við og fram á við í menningar- samkepni þjóðanna. Ef allir þeir sem fá að lifa hér næstu áramót, geta þá fundið það með sjálfum sér, að þeir liafi á árinu, hver cftir sínu megni, stefnt að þessu marki, og ekki látið leiðast til neins þess sem vilti af leið eða spilti fangi á þvi, sem fært hefði verið að ná, þá vérður árið merkisár. Með þessum ummælum og um leið og ég þakka öllum góðum drengjum, körlum og konum, fyrir alt það gott og þarft, sem þeir hafa unnið íslandi í hag á umliðnu ári, og' óska öllum landslýð, bænd- um og búþegnum, heilla og hag- sælla gæfta til lands og sjávar, hið ég ykkur sameina raddirnar í ní- földu árnaðarópi fyrir fslandi og framtíð þess. Óskum íslandi gleðilegs nýársl ísland lifi og blómgist. Sveinbjöra Björnsson. »IIver er Sveinbjörn Björnsson?« Margur hefir spurt oss þeirrar spurningar síðan fyrsta sinn að »Reykjavík« flutti kvæði með því nafni undir. Og það er ekki mót von. Því að enginn les þau án þess að veita þeim eftirtekt. Svo líta menn á nafnið, kannast ekkert við það og spyrja svo: »Hver er hann?« Hannervel miðaldra maður,fædd- ur suður á Vatnsleysuströnd. Ef spyrjandinn er hér í bænum, get- ur vel verið hann hafi oft gengið fram hjá honum án þess að þekkja hann, annaðhvort hérna inni í holtunum með steinsleggjuna sína í hendinni að hisa við steina, eða inni i bænum með járnkarl eða reku að grafa fyrir húsgrunni. Hann er enginn »-fræðingur«, ekki svo mikið sem »skafinn« né óskafinn búfrœðíngur, hefir aldrei á neinn skóla gengið. »Þegar ég óx upp á barnsaldri, man ég eftir að þrjár bækur vóru til á heimil- inu: Njála, Sturms-hugvekjur og VídaIíns-postilla«, sagði hann einu sinni við mig. Verra gat það verið. Ég skal ekki segja mikið um Sturms-hug- vekjur, því að ég þekki þær harla lítið, þó að þær urn eitt skeið ævi minnar væri sú bók, scm mér hefir verið verst við — af alveg sérstakri ástæðu. En Njála og gamli Vídalín. Þaö vóru gersemis-bækur fyrir unga sál. Ég er enn ekki nógu kunnugur honurn til að geta sagt mikið meira um hann en þetta, að hann er fátækur daglaunamaður, sem þjóð- félagið liefir ekki lagt neitt í söl- urnar fyrir, ekki svo mikið sem aðgang að barnaskóla, og hefir því orðið að afia sér þess sjálfur, sem hann veií. En forsjónin gæddi hann þeim anda, sem sjálfur lærði sundtökin kennaralaust. Visur hefir hann kveðið snemma, en fáu cða engu saman haldið, hefir orkt, eins og þar stendur »að eins mér til hugar-hægðar, en hvorki mér til lofs né frægðar«. Hugurinn meitlar vísur meðan höndin klappar stein. Það er hversdags-ævi Sveinbjarnar. Sveinbjörn er glaðlyndur maður og viðfeldinn. Hann er sólskins- barn og sumarið og Ijósið er líf hans og gleði. Við skammdegið og' myrkrið cr honum illa. Ef ég hefði þekt hann lengur en litla stund, hefði ég', ef til vill, getað sagt eitthvaö meira um hann. Hann er svo yfirlætislaus mað- ur sem fremst má verða, og ég gæti bezt trúað að hann kunni mér litla þökk fyrir að vera hér að gera hann að umtalsefni að honum fornspurðum. En ég vona hann fvrtist ekki við mig fyrir það, heldur virði það á betra veg. J. Ó. Gleðilegt Nýjár. Árið, sem teið, hefir að tíðarfari og atvinnuvegum verið alt að því meðalár, eða tæplega það til lands, en meðalár til sjávar; sjávarafli yfir- leitt meðalársafli, þótt sumarvertíð yrði rír hér syðra. En geisihátt verð á fiski bætti þar mikið úr. — Slys- farir ársins köstuðu, því miður, þung- um skugga yfir árið. Lagning ritsíma og talsíma um landið og tenging þess við umheiin- inn með sæsíma mun gera árið að einu sögulegasta merkisári í lífi þjóð- ar vorrar. Því að það hlýtur að verða upphaf nýs framfara-tímabils fyrir landið og breyta bráðum miklu í atvinnu og verzlun. — Það mun æ glöggvara fram koma með hverju ári, sem líður. Utanför þingmanna, til að sækja heimboð konungs, var og merkilegur viðburður, og verður vonandi þýð- ingarríkur, þar sem af þeirri utanför leiddi það, að sett verður nefnd, skipuð þingmönnum beggja löggjafar- þinganna í Danaveldi, Ríkisþings og Alþingis, til að semja um ný lög um .samband landanna. Arangur hennar má vænta að verði mikill og oss hagfeldur, svo framar- lega, sem vanhyggni og framhleypni sjálfra vor spillir ekki fyrirfrani ,ö\l- um góðum samvinnuskilyrðum. Nú á þessu ári, sem er nýbyrjað, eigum vér von á heimsókn konungs vors og 40 Ríkisþingsmanna, og verð- ur vafalaust mannkvæmara hér af útlendingum í sumar, en áður hefir verið. Að því styður meðal annars ritsíminn. Yér óskum, að íslands óheilladísir mættu nú festa blund þetta ár, og þá vonum vér að sú ósk megi ræt- ast, að þetta nýbyrjaða ár verði eitt ið heillaríkasta, sem þjóð vor hefir lifað — heillaríkara, en margir, ef til vill, gera sér enn í hugarlund. Rætist það! Allar heillvættir vaki nú yfir iandi og lýð. Exit Einar Hjörleifsson. Lesendum blaðs vors kemur fregnin ekki á óvart. Yér höfðum skýrt þeim frá, hvað í býgerð væri. Á Laugardaginn kom út síðasta tbl. „Fj.kon.“ af 23. árgangi. Þar skýrir hr. E. Ií. frá því, að þar með láti hann af ritstjórn. Hann kveðst gera það að nokkru leyti „með hliðsjón á“ heilsu sinni. En heilsan mun þó vera í svo góðu lagi, að vonandi er að þessi „hiiðsjón á“ henni sé elclú ástæðan til þessa tiltækis. Hnignandi heilsa blaðsins mun öllu fremur vera aðalástæðan. Væntanlega og vonandi er og hitt önnur ástæðan, sem hann og getur um, að hann langi til að beita fremur kröftum sínum í skáldskaparáttina.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.