Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 02.03.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 02.03.1907, Blaðsíða 1
1R e y> kj a vtk. Ið löggilta blað til stj órnarvalda-birtinga á íslandi. VIII,, 16 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Laugardag 2. Marz 1907. Áskrifendur í b æ n u m yflr IOOO. VIII., 16 i *LT FÆST I THOMSEHS MAGASlWI. Otaa og eidavélor KiUja l^fkaa Verzluiiiii Edinborg. Pað er engum efa undirorpið að^nú, þegar skipaeigenður og útgerðarmenn fara að útbúa skip sín til fiskveiða, ættu þeir fyrst af öllu að koma í verzlunina Edinborg,) því þar geta þeir fengið alt, sem þeir þarfnast, með b e z t u verði og kjörum. Kaðla af öllum teg. T^íiiiii* alls konar. Alls konar seglgarn og skipmannsgarn. Salt, beztu teg., og yfirhöfuð allarvörur, er til skipaútgerðar heyra. Svo og alls konar matvörur og k o 1. „REYKJAYÍK" Árf. [W—70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendis kr. 3,i0—3 sh.— 1 ioll. Borgist fyrir 1. Júlí. ■Aaglýsingar innlendar: & 1. bls. kr. 1,60; 3. •( 4. bls. 1,26 — Útl. augl. 33*/••/• hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík". Bitstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Jón ÓltifwHon. Afgreiðala Laufásvegi 5, kjallaranum. Sitstjórn: ---„ stofunni. Telefónan 29 ritstjóri og afgreiðsla, 71 prentsmiðjan. Sögnsajn „Rvíkur“ kom síðap en heitið var, og biðjum vér velvirðingar á því. En vér vonum að það sé bætt upp með því, að í stað 192. bls., sem lofað var, fá kaupendur nú 232 bls. Nú verður kaupendum sent safnið með fyrstu ferðum, öllum sem skuld- lausir eru fyrir blaðið fram að 1. Jan. þ. á. Nýir kaupendur fá sögusafnið ó- keypis og frítt sent sér jafnótt og ]>eir borga þennan árgang (með 2 kr. fyrir 1. Júlí). Ársfundur í hlutafélaginu „Reykjavík“ verður haldinn í Hotel Island Iiaugardag- ». narz kl. 4 síðd. þessu þarf að linna. s' Þau hafa lcngi tíðkast breiðu spjótin, að kornungir menn a bezta aldri veltast úr embættum og gerast lands-ómagar á eftirlaunum. Paö er ekkert leyndarmál, að ýmsir embættismenn, er gert höfðu sig ófæra til Þjónustu með drykkjuskap, vóru áð- ur látnir segja af sér embættum og velt- ast svo upp 4 landssjóð, í stað þess að vera settir af eftirlaunalaust. Vonandi er að núverandi landsstjórn haldi ekki áfram inni eldri tízku að gera landssjóðinn að töðugarðasiðferðis- legra þrotaflaka. ]-,n viö íleiru verður líka að sjá. Það er heldur ekkert leyndarmál, að læknar vorir sumir hafa gerzt helzt til bónpægir embættismönnum, sem af einhverjum á- stæðum hafa óskað að skifta embættis- atvinnuveginum við annan atvinnuveg sér geðícldari og arðsamarí, en langað til að Iata landssjóð eftirlauna sig, pótt lítið hafi verið að heilsu peirra. Komi slik vottorð fram frá einhverjum lækni um embættismann, sem grunsamt er um, að alls ekki sé ófær til að pjóna embætti fyrir heilsubrests sakir, pá er einsætt að láta einhvern þann lækni, er treysta má að samvizkusemi, skoóa lausnarbeiðanda. Pað er skylda lands- stjórnarinnar að verja álögum pyngt bak fátækrar alpýðu gegn óréttmætri ásælni á landssjóðinn. Vér skulum ekki dylja pess, að pað er alment umtal manna um lausnarbeiðni sýslumanns Rangvellinga, sem heflr vakið hjá oss hugleiðingar pessar. Ekki fyrir pað, að hann heyri til peirra manna, sem gert hafa sig ófæra til embættis- pjónustu með drykkjuskap. Ekki heldur fyrir pað, að vér viljum fullyrða né get- um fullyrt, að pað sé ósatt, að hann sé orðinn farlama heilsuleysingi, pótt eng- in ytri merki eða likur hafl verið til pess að sjá par til eftir að hann sótti um lausn frá embætti. Maðurinn er á bezta aldri, 42 ára gamall; pað eru ekki full 5 missiri síð- an honum var veitt embætti, langléttasta og ábyrgðarminsta sýslumannsembættið á landinu.1) Af þessum tæpum 5 miss- irum höfum vér heyrt kunnuga gizka á, að hann muni varla hafa dvalið 365 daga i sýslunni, en tíöum verið á skemtiferð- um eða öðrum ferðalögum, sem embætt- inu vóru óviökomandi, utan sýslu og stundum utan lands langtímum saman. Embættisferðir heflr hann sárlitlar, ef annars nokkrar, haft, aðrar en manntals- þingaferðirnar, sem eru stuttar og auð- veldar, og svo, ef til vill, að skreppa á sýslufund, svo sem hálfrar stundar ferð frá heimili sínu. Pað virðist mega vera sérstakt slys, að vér ekki segjum: ganga kraftaverki næst, að sýslumaður geti slasað sig á embættisferð í Rangárvallasýslu, ekki sízt ef hann hefir enga embættisferð þurft að hafa á vetrardegi. En á pví mun lausnarbeiðnin vera bygð, að svo hafl verið. Enginn liérlendur læknir heflr enn fengist til að votta um meiðsl pessi. — Auðvitað er pað ekki óhugsandi þó, aö maðurinn sé svo stórmeiddur, að hann geti hvorki riðið í hægðum sínum né látið aka sér um sléttlendiö i Rangárvallasýslu. En ekki er nema eðli- legt, er við liggur að demba ungum manni á eftirlaun ævilangt, ef til vill hálfa öld enn, að gengið sé úr skugga um, að svona mikið kveði að heilsu- bilun hans. Og órækar sannanir virð- ist eiga að heimta fyrir pví, að maður- inn hafl fengið petta ósýnilega meiðsl á embœttis-ierd. Lifsábyrgðarstofnanir eru einatt strang- ar í að heimta fullar sönnur fyrir að öll skiljæði eigi sér stað, þau er veita gjaldpega réttindi gagnvart peim. Ef sýslumaður Rangæinga hefði verið trygð- ui' gegn slysförum í einhverju vátrygg- ingarfélagi, pá heföi pað félag án efa vcrið strangt um fullar sannanir fyrir kröfu hans, og tæplega tekið gilda skýrslu einhvers og einhvers ópekts læknis úti í löndum, né tóma sögusögn sýslumanns um, hvar og hvenær hann hefði meiðst. En hvílir ekki jafn-rík skylda á ráðs- mönnum landssjóðs, að gæta réttar hans, eins og á forstjórum vátryggingarstofnun- ar að gæta réttar hennar? Annað er ekki gott að sjá. í því liggur engin tortryggni gegn sýslu- manni Rangæinga sérstaklega. Pað er skylda slíkra stofnana eða varðveitanda J) Pótt Vestmanneyjasýsla sé enn um- ferðarhægri, pá hefir sýslumaður þar ó- líkt meiri og ábyrgðarsamari störfum að gegna. almanna-fjár, að vera kröfustrangir við alla. Sé pví fylgt, pá tekur pað eigi til eins fremur en annars. Gerir heldur ekkert mein eða miska peim sem getur fært fullar sönnur á atvik pau er hann byggir málstað sinn á. En er eitt að athuga. Ef svo skyldi reynast, að ungan og annars hraustan embættismann bagaði í bili eitthvert meiðsl — eru pá lögin svo, að enginn vegur sé annar en að varpa honum sem œvilöngum ómaga á landssjóð? Er ekki auðið aö veita honum hvild um stund — og setja mann í stað hans — eða veita honum bíðlaun par til er útséð er um, hvort krankleiki hans sé langvinnur, t. d. árum saman, eða að eins um stundar sakir? Sé lögin svo, pá pyrfti að breyta þeim. Raddir almennings. Embættls-lielti. Það mun vera satt, sem mælt er, að sýslumaður Rangvellinga (Einar Ben.) sé að sækja um lausn frá embætti sakir meiðsla, er hann hafi orðið fyrir á em- bættisferðí?)1) Gárungarnir eru nú raunar að fleygja pví, að þetta séu engin veruleg meiðsl, heldur „mínister-grilla", er hann hafi gengið lengi með í maganum og sé nú sigin niður í mjöðm. Röntgens- geisla-rannsókn ytra kvað hafa leitt þetta í ljós. En gamanlaust — það er enginn smáræðisbaggi fyrir landssjóðinn að taka svona við manni í blóma lífs síns og gjaldahonum 2/s sýslumannslauna, r) Sumir segja: á sláttu-ferð. 2000 kr. á ári, fyrir ekkert, eða verra en ekkert, mundu sumir segja þar eystra. En hvernig víkur þessu nú við? Er maðurinn svo farinn að heilsu, að hann verði að fá Iausn? Og ekki lítur nú svo út. Hann fer allra sinna ferða hér og jafnvel staflaus.2) Og svo heíir hann nú upp á síðkastið ferðast á skip- um og á járnbrautum ytra. Ekki eru þær þó svo mjúkar viðkomu? Hvað er þá að manninum? Ja, — hann kvað ekki geta riðið! Er það þá svo nauðsynlegt eins og hagar til þar eystra, einmitt á Rangár- völlunum? Hefir sýslumaðurinn ekki ekið lieilu húsi austan undan Eyjafjöll- um að sýslumannssetrinu á Hofl? Gæti hann þá ekki ekið sjálfum sér um Rangárvellina? Nú og jafnvel þótt hann geti nú ekki ekið alstaðar, getur hann þá ekki, eí hann er ekki fær um að ríða klofvega, reynt að ríða' einvega stöku sinnum og látið sér enga læg- ingu að þykja? Þessum spurningum fyndist mér að landsstjórnin gæti beint til sýslumanns- ins, áður en hún veitir honum laus- nina. Annars gætu læknarnir liér lánað 2) Satt er það, að óhaltur gekk herra sýslumaðurinn í Höfn, og óhaltur á leiðinni upp hingað, og óhaltur eina viku eða meira eftir að hingað kom, en nú fyrir 4 — 5 dög- um er hann skyndilega orðinn draghaltur; en grein þessi var komin í vorar hendur áður, og hefir höf. því eigi vitað um heltina. Rilstj.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.