Reykjavík

Issue

Reykjavík - 26.03.1907, Page 2

Reykjavík - 26.03.1907, Page 2
70 REYKJAVIK að ef maður finnur sig hverfa frá aðal- ýrundvallar-h\igs)óimm þessara beztu ára, þá tel ég ástæðu til að fara að tortryggja sjálfan sig, og meiri líkur til að maður só farinn að komast á afturfararskeiðið. Því varð mér hermt við, er svo skynsamur maður og kalalaus í minn garð eins og G. H. bar mér þetta á brýn. Því fór ég að skygnast inn í sjálf- an mig enn á ný rækilega, þvi að satt að segja hefi ég einsett mér, að þeg- ar ég verði var slíkrar breytingar á fyrri skoðunum minum, þá skuli ég hætta — ef ekki við að skrifa hugs- anir mínar um almenn mál, þá samt við að birta þœr á prenti. En ég hefi ekki getað fundið, að ég hafi breytt neinni grundvaliarskoðun. Mér var mikil hugarhægð í því, að á borðinu hjá mér lá bréf til mín, dags. 1. Nóv. í haust, frá bónda í sveit, sem vera mun einn inna vitrustu alþýðumanna í landinu síðan Einar í Nesi ieið. Hann ritar mór svo: „Ég ætla að sæta þessu færi til að segja yður, að ég les blað yðar með mikilli á- nægju, legg það örsjaldan frá mér í illu skapi, eins og svo mörg af hinum oftast nær, og tel það mitt bezta blaðakaup. — Þetta er nú máske ckki svo undarlegt. Það mun vera líkt um aldur okkar, og ég minnist ekki að framkoma yðar \ þjódmhl- um okkar hafi nokkurn tima á inum breyti- legu tímum frá 1870 verið öðruvísi en ég mundi hafa kosið að koma fram sjálfur eftir atvikum í hvert sinni, og ég get ekki sagt þetta um marga aðra. Þar hefir ætt- jarðarást yðar verið yður óhvikul leiðar- stjarna. — Mér finst mér skylt að gera yður þessa játningu og tjá yður, að ég sakna yðar af þingi“. Þetta, og stöku orð úr öðrum átt- um, sum frá mér mikið yngri mönn- um, styrkir mig í þeirri trú, að þó að hr. G. H. sé skynsamur maður, ogþó að ég hafi fyrir satt, að mér só allvel gefið að skrifa sæmilega ljóst og vera ekki myrkur í máli, þá hafi þó hr. G. H. hlotið að misskilja eitthvað meira en minna, sem ég hefi skrifað. Því fremur trúi ég að svo sé, að hr. G. H., þrátt fyrir ágæta vitsmuni sína hafi getað misskilið mig, sem ég þyk- ist hafa gengið úr skugga um, að hann hafi allmjög misskilið sjálfan sig. Ég hlýt að minsta kosti að vera miklu óröksýnni, en ég hygg mig vera, ef mór missýnist það, að hann hafi hlotið að hafa alt aðra, og að sumu leyti nærri gagnstæða, skoðun bæði á sjálfstjórnarmáli og sjálfstæðismáli ís- lands, þegar hann settist niður til að byrja á 1. blaðsíðu „Aftureldingar", heldur en þegar hann endaði 132. blaðsíðuna. Hann hefir, að mér virðist, auðsjá- anlega verið gallharður aðskilnaðar- maður, er hann byrjaði að rita, og virðist mér lítiil efi leika á því, að hann hafi sezt niður fyrst að skrifa í þeim tilgangi, að styðja kröfur að- skilnaðar-postulanna. Hann hugleiðir og reynir að rökstyðja það, hve óger- legt sé að una við það sem er, og eins við þær breytingar á stöðu vorri i ríkinn, er fáanlegar muni, þótt sam- eiginlegum málum fækki, og jafn ó- gerlegt sé að vera sjálfstætt ríki í sam- bandi við Dani, og kemst svo að þeirri niðurstöðu, að við ekkert minna sé unandi en fullan aðskilnað. — En af IRSMÍÖA-YINN DSTOFA. Vönduð ÍI r og Hlukhur, Bankastræti 12. Helgi Hannesson. •----------------------• Frá Ameríku. og slétt og mótað, til þaka og húsklæðningar með fleiru þar tii þyktir Nr. 12—28. Í stör-heildum útvega ég þessa hluti á lægra verði en allir : 1. Stál í alls konar stöngum, til brúa og annara smíða og bygginga. 2. Þynnu-járn og þynnu-stál (galvaniserað) bárað heyrandi. — Margar gerðir, allar stærðir 5—12 fet, og allar 3. Vír úr stáli, til girðinga og hvers sem vera skal (galv.) með göddurn og sléttan. 4. Hveiti og flatvalzað haframél, beztu tegundir. 5. Fóðurmél (Maismé) o. fl.) góðar tegundir. Sölu-verðið á höfn hér við land, er : innkaupsverðið i New York, -j- alt niður að 35 kr. pr. tonn, fyrir flutning, sjóábyrgð og allan kostnað, að meðtöldum mínum ómakslaunum. Ég hefi t. d. útvegað allra fínasta hveiti, sem til er, fyrir innan við 12 aura pundið, sömu tegund og þá var seld hér í Evík á 18 aura pundið. Einnig hefi ég pantað stál í 30 feta langa brú (alt efnið nema gólfplankana) fyrir ca. 250 kr. hingað komið. — Býður nokkur betur? líverð er ákveðnara og sannara <-ii sjálft innkaupsverðið og viss npphæð að anki l'yrir :i 11 :m kostnað. Banka-ábyrgð fyrir sem næst fullri borgun verður að fylgja hverri pöntnn. Hver pöntun tekur minst 2*/2 mánaðar tíma. Slík pöntun er ævinlega send áleiðis með næstu ferð tíl útlanda frá Rvík. Minsta pöntun með þessum kjörum er : 500 (127 ®) pokar af méltegundum samtals, en 15 tonn af stálvörum. Minni pantanir, allt að V5 þessa megins, að eins lítið dýrari en hér segir. Þetta afarlága flutningsgjald, sem hér býðst, er akkorðs-verð á stór-flutningum milli New York og Reykjavíkur beina leið. — Ég segi beina leið, af því að það er með beinustu ferðum, sem falla, og án alls aukakostnaðar. — En það gjald er sem næst 1/3 vanalegs flutningsgjalds alla þá löngu leið; og að eias lítið hærra en það er nú á milli Skotlands eða Khafnar og íslands. En heildsöluverð á þessum vörum er ævinlega þeim mun lægra í New York en í Norðurálfunni, sem svarar flutningsgjaldinu yfir Atlantshafið og sölukostnaði í N.-A., enda er meginið af því hveiti, sem hingað kemur, flutt frá Ameríku með tvöföldum kostnaði. Ef ég hér byði þessar vörur að láni til 6 mánaða, með 2—4 aura framfærslu pr. ®, frá þessu verði, — og þær mundu þó verða ódýrari en alment gerist — þá mundu aliir landsmenn fagna þeim kjörum og sæta þeim, og blessa mig lífs og liðinn fyrir veglyndið og hjálpsemina. — Og þó þarf ekki nema V4 eyris framfærslu pr. ® til þess að bera 6 mánaða lánskostnaðinn að meðaltali. Sendið allar pantanir eftir þessari áritun: S. 13. Jónsson, HLoylíjavílc. (Box 15 A.). því að hann er eigi að eins maður skyn- samur, heldur líka hreinskilinn, þávill hann rekja hugsanir sínar á enda. Og er hann fer að hugleiða, hvernig bjall- an verði nú hengd á köttinn, þ. e., hvernig aðskilnaðurinn verði fram- kvæmdur, þá rekst hann (á bls. 126.— 127.) á konunginn og kemst ekki greið- lega fram hjá honum, sér, að eini vegurinn er uppreisn, og segir því, að það mál sé „þess eðlis, að það verður að minstu leyti rakið í riti1), og skal því ekki frekarfa] út í það farið “. En það er óneitanlega að taka sér aðalatriði málsins nokkuð létt, að „fara ekki frekara út í það“ ! Og aðalniðurstaðan á endanum verður því sú, að vér séum enn ekki vaxnir því að vera sjálfstætt ríki eða að losa oss undan konungsvaldinu. Eini vegurinn til fulls sjálfstæðis sé því sá, að vaxa npp í það smátt og smátt. Með öðrum orðum: efnalegt sjálf- stæði, verzlunarsjálfstæði (og fjöigun fólksins), það er þá þjóðráðið, það er leiðin, sem hann veit að kenna oss. Ég hafði ekki séð „Afturelding" hans, er ég reit greinina: „Betri er krókur en kelda“. En ég sé ekki betur, en að það sem fyrir mér vakti í þeirri grein, sé sama hugsunin, sem fyrir hr. G. H. vakir í niðurlagi bókar hans (frá 126. bls. ,út til enda). En fyrir mér er hugsunin ekki ný. Það er meira en þriðjungur aldar siðan ég kvað: „Notum þau öfl, sem að eru' okkur leyfð, þá skal ekkert í vegi’ okkur standa. Þið hugsið að Danskurinn hamli okkur a/ls, — hann hugsar, ef til vill, það sjálfur! Það er upp login afsökun. fegrunar-íals! En það fegrar oss aldrei neitt gjálfur. Er íslenzku kaupförin sigla um sjá og sjálfir vér kraftanna neytum, þá hlæjum að kúgun! — Því hver getur þá oss hamlað, að skipinu beitum? En þetta’ er að byrja! Og betur þó senn gefur byr, ef vér sporið ei letjum“. ') Af mjög skiljanlegum ástæðum! jf. 01. Það var því 1872, en ekki í fyrsta sinn 1906, að ég hafði reynt að hugsa hugsunina um sjálfstæði íslands til enda. Nú skal ég víkja dálítið að hverjum einstökum katla í „ Afturelding“, til að benda á, að ég hafi ekki mishermt eða misskilið hr. G. H. — hafi skilið hann betur en þeir skilnaðarmennirnir, sem hafa reynt að gera sér mat úr honum. Og reyna jafnframt að sýna, hversu niðurstaðan, sem hann virðist hafa œtlað að komast að, er hann byrjaði kverið, hefir snúist við í hönd- unum á honum eftir því sem hann rakti lengra, svo að hún varð að leiks- lokum alt að því gagnstæð í niðurlag- inu við það sem hún átti að verða í upphafi. (Framh.) Símskeyti tii „Reykjavíkur“. Seyðistirði, 25. Marz, kl. 9,35 árd. „Kong Trygve“ fórst Föstudagsmorgun 15 mílur suðaustur af Langa- nesi. Skipstjóri og farþegar fóru í 3 báta. Bátur skip- stjóra kom til Borgaríjarðar á Laugardaginn eftir 30 stunda siglingu. Á þeim báti vóru: Stefán Jónsson kaupmaður á Sauðárkróki, konahans, systir og systurdóttir, Árni Stefánsson, Tryggvi Aðalsteinsson af Seyðisfirði Karl Jónasson frá Svína- skála, Helgi ísaksson og móðir hans af Akureyri, jóm- frúin og 3 hásetar. Hina bátana vantar með 5 og 13 manns, þar af 4 íslenzka Orsmíðavinnustofa Carl I?\ Bartels ! Laugavegi 5. Talsími 137. j Úr og klukkur, að eins frá vönduðum verksmiðjum. Hvergi ódýrara ct'tir gæðum. .JÓm HEKMAII^OA, Hverfisgötu 6. kvenmenn og Jósef Jósefs- son kaupmann. „Morso“ fer að leita í dag. Seyðisfrði, 25. Marz, 8,20 síðd. „Morso" kom frá Borgarfirði í kvöld með fólkið, er bjargaðist af „Kong Trygve". — Bátsmaður Sundberg hafði klæðlítill setið við stýri á bátnum nær alla leiðina frá skipbrotinu til Borgar- fjarðar. Éessi sami maður (Sundberg) stýrði bát þeim er bjargaði strandmönn- um af eimskipinu „Norge“ til Færeyja 1904. — Fólkið er alt hrest. -- Með „Morso" fara í nótt til útlanda skips- menn fjórir, og svo Stefán Jónsson á Sauðárkróki með konu, systur og systur- dóttur. — Enn hefir ekkert frézt af hinum tveim bátunum. Lítil von tal- in um þá. 2 mótorbátar frá Eskifirði fara út að leita i nótt. — Sundberg er talsvert kalinn á höndum. Blönduósi, 25. Marz. 22. þ. m. varð úti á réttri leið, nærri kominn heim, Júlíus Guðmundsson frá Bergi á Skagaströnd í útsunnan hríðar- frosti. Hann lætur eftir sig konu og 7 börn á lífi, félaus. Akureyri, 25. Marz kl. 10,20 árd. „Iíoiiíi’ Trygve44 sokkiim í liafíö 22. þ. m. fimtán mílur undan Langa- nesi. Skipstjóri náði Borg- arfirði eftir 30 klukkustunda hrakning við 14. mann í stór- bátnum. Af farþegum v a n t a r séra JF»or*le*if á, Hkinna^tad og Jósef Jósefsson bókhaldara á Akureyri og 15 skip- verja. Símskeyti til Blaðskeytasamlagsins („Austri11, „Frækorn“, „Rcykjavik“). Kaupmannahöfn, 25. Marz. Riímenía. Bænda-uppreisnin í Kú- meníu er barátta útsoginna bænda gegn landsdrottnum (jarðeigendum) og um- boðsmönnum þeirra, gyðingum, og Rú- meníukonungi. — Enduibætur á iand- búnabarlöggjöfinni og gyðinga-löggjöí-

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.