Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 06.04.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 06.04.1907, Blaðsíða 2
78 REYKJAVÍK Bókin verður íull 5 ár að koma út og verðið verður um 55 kr. (í hæsta lagi 62 kr. 50 au.). Það verða um 11 —12 kr. á ári. Bókin kemur mjög reglulega út, og upphafið verður ekki nema 5 ára, þegar endirinn er kominn. Til íslands er sérstaklegt tillit tekið, og að öllu samtöldu má fullyrða, að hókin verður einhver in allra-bezta í sinni röð eftir stærð og verði. In út komnu hefti eru til sýnis hjá Jbni Olafssyni bóksala og ritstjóra, sem tekur við áskrifendum. Nokkrir hafa þegar gerst áskrifendur og má búast við, að margur Islendingur, sem hefir efni á því, vilji eignast bókina. Dagbók. Aflahrögð. 2. þ. m. kom „Jón for- seti“ (botnvörpuskip þeirra Thor Jen- seDS og félaga) inn í Hafnarfjörð með talsvert yfir 30,000 af þorski. Af því hafði hann fengið 10,000 daginn áður í Miðnessjó. — Þann dag (1. þ. m.) fengu menn úr Garði og Leiru frá 300 til 1100 á skip í Garðssjó (Þorvaldur í Kothúsum hæstur). Úr Keflavík á- líka aflabrögð í Garðssjó. En lítið vart í Leirusjó og innar síðan veðrið. — Á Þriðjudaginn, er „Tananger“ var að fara af stað úr Keflavík, var fyrsti sexæringur að koma að úr Leirusjó, hlaðinn. — Afla-útlitið er því ið bezta hér nú loksins, ef gæftir haldast, sem vonandi er. Frá Yestmanneyjuin fréttist með „Skálholti“, að hlutir væru orðnir þar, það sem af er vertíð, á opnum bátum um 150, en á beztu mótorbátum um 6000 (í hlut). „Tananger", millibils-báturinn til Flóa-ferða hér, er enginn annar en „Hjálmar“ gamli, sem kallaður var „Sleðinn“ og hér var á ferð fyrir 10 árum, en hefir nú verið skírður upp. „Sleða“-nafninu heldur hann þó enn í manna munni, og á það enn með rentu. Hann fór á dögunum upp í Borgarnes og var 8 daga á leiðinni fram og aftur. Dáinn að morgni 3. þ. m. stud. theol. Gunnar Sœmundsson (úr Skaga- firði), kvæntur maður. E/s „Jolanta" fer aukaferð frá Sam- ein. eimsk.fél. frá Kaupmannahöfn 9. þ. m. (næsta Þriðjud.) beina leið til Rvíkur. Húsbrunar. Aðfaranótt Föstud. langa brann í Stykkishólmi hús Sveins Jónssonar snikkara og bóksala (bróður Bjarnar ritstj. Jónssonar) til kaldra kola og varð engu bjargað, nema fólkinu með naumindum — Guðrún kona Sveins borin dauðveik út úr eldinum. Annað hús til (Guðbjarts Andréssonar) brann og svo að ónýtt er. Bæði hús- in og innanstokksmunir í vátryggingu. — Þetta er fyrsta sinn sem húsbruni verður í Stykkishólmi svo menn muDÍ. Smáhús (þurrabúð) brann á Bakka- gerði í Borgarfirði 1. þ. m. (Jóns Jó- hannessonar), vátrygt fyrir 500 kr.; innanstokksmunir fyrir 500 kr. „Flenza“ (inflúenza) gengur í bæn- um ; sömul. rauðir hundar, hvorttveggja vægt enn. Sumir fá hvorttveggja í einu og fer þá flenzan „í hundana". Úrsmíðavinnustofa Carl' F. Bartels Langavegi 5. Talsími 137. Strok í embættismönnum. Allir vita, að embættismenn mega ekki hlaupast á brott úr embættum sínum í leyfisleysi yfirboðara sinna. Hefir það ekki verið látið óátalið áður. Ef oss minnir rétt, var Skúli Thoroddsen ein- hverntíma sektaður fyrir að fara á Þingvallafund án leyfis (og sýndist þó enginn bráður háski af standa), en Skúla var nú vandlifaðra en öðrum embættismönnum undir þáverandi landsstjórn. — Nú hefir sýslamaður Rangvellinga hr. Einar Benediktsson komið hingað suður aftur — ekki til að sýna iandsstjórninni, hve greiður hann sé í ferðalögum, heldur til að láta hana vita, að hann geti ekki ver- ið að bíða eftir lausnarveitingunni og ætli sér ekki austur aftur til að þjónq, embættinu. Stjórninni er því einn kostur nauðugur, að senda austur mann til að gegna sýslunni, og mun hr. cand. jur. Sig. Eggerz eiga að fara austur þessa daga. í annan stað er hér kominn í bæ- inn héraðslæknir Þóröur Fálsson, er hefir 2 læknisumdæmum að gegna norður þar, víðlendu svæði, og nú í sjúkfeldri tíð. Hann hefir hlaupið frá embætti sínu ekki að eins í leyfis- leysi, heldur í forboði yfirboðara sinna — hafði sótt um ferðaleyfi, en verið neitað um það nú, enda hafði hann engan fyrir sig að setja til að gegna embættisstörfum sínum. Dáinn er hér í bæ Felix Guðmunds- •son háaldraður maður, fyrrum bóndi á Ægissíðu í Holtum. Fjárkláðl hefir komið fram í vetur í Húnavatnssýslu á 3 stöðum, envarð læknaður. Mcð „Ccres“ í dag fer ráðherrann utan á konungs-fund með frumvörp, sem fyrir Alþingi á að leggja. „Skálholt" kom frá útl. 3. þ. m. og með því Amundsen höfuðsmaður, er tekur við forustu á „Isl. Falk“, Guðm. Jónasson kpm. í Skarðsstöð og Kristj. Jónasson kpm. í Búðardal, o. fl. „Sterling" lagði af stað héðan að- faranótt Páskadags og með honum tóku sér far Sig. Guðmundsson af- greiðslum., Sveinn Sigfússon, kaupm., frú E. Hallgrímsson með syni, frú Sig- þrúður Kristjánsson, járnsmiðirnir Gísli Finnsson með dóttur, og Bjarnhéðinn Jónsson, blikksmiður Bjarni Pétursson, verzlunarm. Kjartan Gunnlaugsson o. fl. Barnaskólahúsið hér var of lítið þegar er það var bygt, hvað þá nú. Við það á að bæta í sumar allstórri álmu (48 X 20 ál. ?). Það gerir P. Ingimundsson snikkari fyrir 32,400 kr. — Þennan kumbalda hálf-gerðan, ó- hólfaðan, á að nota til veizlusals í sum- ar, er konungur kemur og þingmenn. Þar ættu líkl. 240—300 manns að geta matast í einu. Hannes Thorsteinsson cand. jur. og banka-assistent varð umboðsm. alm. brunab.félags kaupstaðanna 1. þ. m. Slys það varð 23. þ. m., að gafl á gömlu geymsluhúsi, sem verið var að rífa, féll ofan á Sigurð Arnason snikk- ara hér í bænum og beið hann bana af næstu nótt. Hann var atgervis- maður og sæmdarmaður. Iláðherrann er nú fluttur í sitt nýja hús suðvestan við tjörnina. Hart er orðið um mjög hjá búlausu •-------------------------------• ÚRSMÍÐA-YINNIJSTOFA. Vönduð llr og Hlnkknr. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. fólki eða búlitlu ausfanfjalls, einkum í Stokkseyrarhverfinu, enda hefir þar á þessum vetri aflalaust verið. „Marz“, botnvörpungur þeirra Jes Zimsen, Hjalta & Co., kom inn hingað í gærmorgun; hann hafði aflað full 30,000, að talið er víst. Annars vita menn aldrei tölii aflans á botnvörp- ungum, en hún er áætluð, og sjálfsagt ekki oftalið, því að skipstjórar fara varlega í áætlanir. Hann hafði verið úti hálfan mánuð, en mest af þeim tíma óveður og óvært við fiski. Á þiljum hafði hann 6000, er inn kom, afla síðasta kvölds. Röskur sýslumaður. Magnús sýslum. Jónsson í Vestmanneyjum er röskur eftirlits með botnvörpungum, og á þó oft illum viðtökum að mæta, eins og í fyrra, er einn slíkur enskur kastaði kolum á bátinn, er sýslumaður var í, og spýtti á þá heitu vatui. Nýlega sást til 9 botnvörpunga í land- helgi milli lands og eyja. Sjór var illur og sunnanrosi. Pá fóru 6 mótorbátar að tilstilli sýslumanns til að vita nöfn þeirra og sjá, hvort þeir væru á veið- um. Menn voru skotvopnaðir í bátun- um. Nöfnum náðu þeir af 6 brotlegum botnvörpungum. — Næsta dag, er skip vóru á sjó frá Eyjunum í góðu veðri, náðust enn nöfn tveggja hollenzkra botnvörpunga, er vóru að veiðum á sömu stövðum;þau hétu „Baldur“ nr. 143 og „Anna“ nr. 34, bæði frá Ymuiden. Á Páskadag komu þessi tvö skip og lögðust fyrir akkerum við Heimaey í rosaveðri. Fór þá sýslu- maður út tveim mótorbátum og var sjálfur í öðrum. Tók hann báða skip- stjóra með sér í land; játtu þeir á sig brot sín og vóru sektaðir um 1080 kr. hvor, en afli og veiðarfæri dæmt upp- tækt. Sýslumaður hélt þeim í landi um nóttina, ætlaði að láta flytja afla. og veiðarfæri í land næsta morgun, en þá vóru skipin á bak og burt; struku um nóttina og skildu eftir skip- stjórana og skipskjölin. — Sýslumaður kom hingað með „Skálholti“ og hafði skipstjórana með sér. Hollenzki kon- súllin hér (Jes Zimsen) simaðist á við útgerðarmennina í Hollandi, og greiðir hann sektirnar hér. — Borgun fyrir aflann og veiðarfærin reynir stjórn vor væntanl. að fá utanríkisstjórnina dönsku til að innheimta. Ætti að vera auð- gert að láta danska konsúlinn næsta í Hollandi leggja drög fyrir, að skipin verði tekin þar, er þau koma út. Róiö á Eyrarb., Stokkseyriog Þorl.- höfn 2. þ. m. í Porláksh. 7 í hlut hæst, á Eyrarb. 16 (í 2 róðrum), minna á Stokkseyri. Fjárkláða er vart orðið á austustu bæjum í Ölfusi (fyrst í Árbæ). Jón Magnússon skrifst.stjóri fer utan með „Ceres“ í dag fyrir viðtöku- nefndina. Símskeyti til Blaðskeytasamlagsins f„Austri“, „Frækorn“, ,,Reykjavik“). Kaupmannahöfn, 1. Apríl. Rúmenía. Eftir voðalega bardaga er nú bændauppreistin nokkurn veginn bæld niður. Biilow hefir átt fund við utanríkis- mála-ráðgjafa Ítalíu, og skýra stjórnar- málgögn svo frá, að þeir hafi rætt Úr og klukkur, að eins frá vönduðum verksmiðjum. Hvergl ódýrara eftir gæðum. JÓS IIIlUItl VWSSOY. Hverfisgötu 6 með sér öll helztu pólitísk mál, sem nú eru mest á dagskrá, og hafi þeir orðið ásáttir í öllum greinum. Kaupmannah'öfn, 5. Apríl. Rúsland. í dúmunni hafa umræð- ur um fjárlögin orðið mjög ákafar. Sósíalistar réðust á stjórnina með þungum orðum. Hægri menn gengu af fundi. — Inn þjóðlegi stjórnarskrár- flokkur hafði sett nefnd til að rann- saka það mál, hvert viðurværi bjarg- þrota alþýða ætt.i, og komst að þeirri niðurstöðu, að mikill skortur væri á korni til brauðgerðar, en nú má álita að úr þessu sé bætt í hallærishéruð- unum. Danmörk. Bæjarstjórnarkosning- arnar hér 26. f. m. fóru svo, að lög- réttumenn (sósíalistar) og rótnemar hlutu alla bæjarfulltrúana, 8, sem kjósa skyldi. Stjórnllokkurinn og hægrimenn þorðu ekki einu sinni að hafa nein fulltrúaefni á boðstólum. Ove Bode [annar ritstj. Politiken’s] er einn inna kosnu. [5 hafa verið endurkosnir, en 3 nýir. — 5 munu vera lögréttumenn, en 3 rótnemar]. Veðurathuganir eftir Ktiud Zimseiu Marz 1907 Loftvog millim. Hiti (C.) -4-3 *o K ■s *o <X> Þ- Cð -44» 'CÖ £ *o <D > Fö. 29. 7 741.0 -i-0.4 ASA 2 Skj.jað 1 740.0 0.7 ASA 3 Snjór 4 739.9 0.6 SA 3 Alsk. 10 739.5 -4-1.0 SA 3 Snjór Ld. 30. 7 736.6 -t-0.7 ASA 2 Alsk., 1 739.1 4.0 SA 2 Hálfsk. 4 738.6 3.6 SA 3 Hálfsk. 10 734.8 0.1 SA 3 Alsk. Sd. 31. 7 782.7 0.0 VNV 1 Snjór 1 734.0 3.6 NNE 3 Snjór 4 738.1 1.0 N 4 Smásk. 10 745.6 -5-1.9 NNV 1 Alsk. Má. 1. 7 748.4 -5-1.9 A 3 Alsk. 1 747.7 2.8 ANA 5 Skjjað 4 746.8 2.0 ANA 6 Smásk. 10 744.2 -5-1.0 ANA 3 Hálfsk. Þd. 2. 7 735.9 2.9 A 4 Alsk. 1 734.9 4.5 ANA 4 Regn 4 733.0 5.1 A 5 Alsk. 10 731.9 4.0 A 1 Regn Mi. 3. 7 733.6 3.7 A 3 Skjjað 1 732.7 7.7 SA 6 Háífsk. 4 740.4 8.0 ASA 3 Skjjað 10 744.7 4.5 SA 1 Alsk. Fi. 4. 7 743.7 6.5 A 6 Alsk. 1 746.6 7.6 SA 8 Regn 4 748.0 7.0 SSA 3 Alsk. 10 748.8 4.6 A 2 Alsk. Flagg’ið. Vér undirritaðir kaupmenn og út- gerðarmenn á ísafirði lýsum hér með yfir því, að oss hefir aldrei komið til hugar að hafna verzlun- arflaggi alríkisins og taka upp annað ólögleyft tlagg í staðinn. ísafirði, í Marz 1907. pr. A. Ásgeirsson: Árni Jónsson. pr. Leonh. Tang: Jón Laxdal. Björn Guðmundsson. F. Thordarson. pr. Verzl. Edinborg: Karl Olgeirsson. Árni Jónsson. Jón Laxdal. Pétur M. Bjarnason. Ingólfur Jónsson. Ekkert húmbúg engar óútgengilegar vörur! Frá 3. April til 10. Apríl gef ég sannarlegan 10°/o til 20°/o afslátt af öllum mínum nýju úrvalsvör- uni, sem allar eru með lægsta verði. Hvergi svo ódýrar, hvergi svo góöar vörur. Notið ið góða tilboð og yður mun aldrei iðra þess. Cgill dacoBsen, vefnaðarvöru-verzlun. Telefón 119. Telefón 119.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.