Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 06.04.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 06.04.1907, Blaðsíða 1
1R e £ kj a vtk. Id löggilta blad til stj órnarvalda-birtinga á Islandi. 25 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Laugardag 6. Apríl 1907. Áskrifendur í b æ n u m yfir IOOO. VIII, 25 |g ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. C )íi 1M Og C1 (1 ÍI Ar tUíll* selur Kristján Porgrímsson. OOOOOOOOOOOOOOOOOOI V erzlunin Edinborg Hafið þið nokkurn tíma borðað Grape nuts? Ef ekki, kaupið eins punds pakka til reynslu af O okkur fyrir 65 aura. Einnig höfum við fengið nýja tegund af Brauðkexi, er heitir „T r i s c u i t“ 60 au, pr. pd. En sízt má gleyma: „Eiffel To"wei*Sí kjötseyðinu, sá heilnæm- asti morgundrykkur, sem fæst. 10 au. pr. pk. „REYKJ AYÍK“ Árg. [60 —70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendis kr. 3,00—3 sh.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,60; 3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33*/*°/o hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Jón Ólafsson. Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum. Ritstjórn: ---„ stofunni. Telefónars 29 ritstjóri og afgreiðsla. 71 prentsmiðjan. „yimerísk 1jerpinót“. Ný, ónotud amerísk herpi- nót rned nýjustu gerd, ser- staklega tilbúin fgrir íslands- veiðar, og 150 x 20 faðma stór, fúavarin („inpregneret“) til sölu ódýrt. cftóolf SanóGorg Aalesund, lor^e. [—28 Sólaruppkoma. Og dalurinn lá niðri’ í dimmunnar sjó, þótt dag-geislar brúnirnar kystu, því skuggarnir teygðu þar tröllvaxna kló frá tindunum út yfir lyngvaxinn mó og myrkrún á marklendur ristu, þars máttvana smáblómin gistu. Og þögnin í skugganum lamandi lá sem legsteinn á dáinna gröfum, >svo dapurt var yfir dalinn að sjá, þar deyfðin og hljóðleikinn hvísluðust á með ástleysis armleggja-vöfum í ísköldum dimmunnar köfum. Og náttdöggin lá þar sem likblæja köld á liljunum veikum og ungum, sem mændu í gegnum myrkursins tjöld, og mér fanst sem svifu þar kvein- stunu fjöld í húmskuggans drottnandi drungum frá dreymandi jarðlífsins tunguin. Ó, Sól, við biðjum þig, himinsins hnoss, að hrekja burt dalskuggann þunga, og láttu nú renna einn lífstrauma foss; úr ljósgeislans veigum við þráum einn koss, já, kystu burt dimmunnar drunga svo dátt kveði jarðlífsins tunga. Og samstundis hýrnaði heiðgeimsins kinn og hafið varð eldroða slegið, því sólguðinn steig þar í anddyrið inn á ársölum himins, er gullmöttul sinn í hafsbárum hafði hann þvegið, en húmtjaldið burtu var dregið. Og dýrðlegt og fagurt var sjón þá að sjá, er sólguðinn eldbogann stilti og ljósörvum skaut út um lofthvelin blá, svo leiftrandi glitstraumar knúðust þeim frá, sem geimdjúpið floggeislum fylti, en fjöllin með árroða gylti. Og landið ait blasti við bláheiðis lind með blikandi glótrafa-földum, svo náttúran öll varð af unaði krýnd, því ylstraumar runnu um dali og tind frá ljóskviksins logandi öldum, sem Ijómuðu’ á daggvöfum köldum. Og bládaggar perla á blómunuln hló í blíðmála vormorguns friði, en lilja hver brosti í Ijósgeisians frö, er ljómandi fegurð á hlíðarnar dró sinn lífhjúp í ársvalans iþi með ásthiýjum blæhörpu kliði. Og dýrðlegt þá var yfir dalinn að sjá: í daggfallsins glitrandi tárum skein lifsveig, er sólbrosið brynti sér á, en blómkrónur opnuðust liljunum á og léku í blæsvifsins bárum sem blikröst af demöntum klárum. Og lækurinn kvað þar svo kátur í hlíð mörg kvæði um rósirnar ungu, en blómgígjan ómaði þakkarljóð þýð, í þjótandi blænum svo viðkvæm og blíð, en fuglarnir sólarljóð sungu í samklið við jarðlífsins tungu. Svbj. Björnsson. Bókmentir. Gramalnorske bokverk, ut- gjevne av det Norske Sam- laget. — I. Soga um Vol- sungarne. öamalnorsk grunntekst og nynorsk um- setjing. Ved Torleiv Hannaas. Oslo. 1907. Það er Völsunga saga, sem hér er prentuð upp á ný á norrænu með norskri þýðing. Þýðandinn og útgef- andinn Torleiv Hannaas ferðaðist hér um land fyrir fám árum, vasklegur maður og skarplegur, og mælti þá svo vel á íslenzka tungu, að snild var að'. Hann er nú orðinn kennari við menta- skólann á Storð, og þá er ég ekki spá- mannlega vaxinn, ef hann verður ekki á sínum tíma háskólakennari í Kristí- aníu. Bókin er snotrlega prentuð á góðan pappír og mjög svo ódýr eftir stærð (184 bls. — 60 au.), og er sýnt, að Norska Samlagið vill mikið til vinna, að gera bækur sínar að alþýðubókum. Eigi er völ á jafnódýrri útgáfu af Völsunga-sögu, og munu íslenzkir al- þýðumenn ekki geta betri kaup, en að eignast þessa útgáfu. Margur mun og gaman hafa af að sjá þýðinguna, sem prentuð er jafnan á hverri hægrihandar- blaðsíðu andspænis frumtextanum. Þar gefur að líta mái það er frændur vorir í Noregi tala nú. Illustreret norsk Konver- sations-Leksikon. Hoved- redakttír Haakon Nghiuis. , 1.—7. h. á B0 au. [Kria. Aschehoug.]. Góð alfræði-orðbók (Konversations- Leksikon) er hverjum mentuðum manni ómissandi. En á dansk-norsku er eng- in slík bók til, er verulega góð megi heita, nema Salmonsens stóra verk, sem nú hefir verið að koma út nær 20 ár og er þó eigi lokið enn. En af því leiðir, að upphaf þeirrar bókar er úrelt þá er endinn er út kominn. Þessi bók verður miklu stærri heldur en Aller’s, en þó ekki nándarnærri eins stór og Salmonsens. Hún lætur sér ant um, að taka ait með og að hafa alt nýtt fram að því augnabliki er hver örk fer í prentun. Þannig er t. d. í greininni „Akureyri" getið brunans í vetur. Hún er liand- hæg að því leyti, að hún hefir ekki margra arka ritgerðir um einstök upp- sláttar-orð, en viðleitni er aftur til þess, að sem sjaldnast sé leita,ð árangurslaust. Auk þess efnis, sem venjulega er í slíkum bókum, eru útlend orð einnig tekin upp í stafrófsröðina, svo að bók- in inniheldur jafnframt „Fremmed- ordbog“. Neðanstryks á hverri blaðsíðu er orðabók: ensk-dönsk (norsk), fransk- dönsk, þýzk-dönsk, og dönsk "(norsk) með þýðingum á ensku, frakknesku og þýzku; með öðrum orðum; orðabók fjögurra tungumála, en orðunum öllum raðað í eina stafrófs-röð. Landabréf eru mörg og góð, stungin sérstaklega fyrir þessa bók. Litmynd- ir eru aðrar fjölmargar, og mörg hundruð heilsíðu-myndir aðrar og auk • þess margar þúsundir mynda í text- anum. Bókin kemur út í heftum, oger annað- hvort hefti 2 arka á stærð, en annað- hvort 3 arka (64 og 96 dálkaij, en stærð síðunnar er 93/4 og 71/., þuml. — í hverju 2 arka hefti eru að meðal- tali 1 litmynda-blað og minst 2 aðrar heilsíðu-myndir. Heftin koma út á 2—3 vikna fresti og kosta 50 au. hvert. Er áætlað, að bókin verði öll 110 hefti (6 bindi). En verði hún yfir 125 hefti, fá áskrifend- ur ókeypis það sem fram yfir er. Reynið og prófið, þá sannfærist þér. lteynslan hefir kent ölluni erreynt hnja, að bezt sé og ódýrast — það borgi sig bezt — að eiya öll vinkaup og brennivíns- kaup við vínverzlun Ben. S. Þórarinssonar.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.