Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.09.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 14.09.1907, Blaðsíða 2
 220 REYKJAVIK Oliver Twist er heimsfraeg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún fæst nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifærisgjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, lcerðu þeir eitthvað af henni. Sama má segja um Oliver Twist: hversu oft sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg. að verða afgangs kostnaði, og innan skamms að nægja til þess að borga renturnar af láninu, eða vel það. Að kalla þessa lántöku „tekjuhalla“ getur samkvæmt þessu ekki náð neinni átt. Þá mætti einnig nefna það „fjárhagsvoða", eða „tekju- halla“, er útvegsmaður tekur lán til að auka útveg sinn, framkvæmdar- bóndi lán til þess að bætajörð sína, eða þegar atvinnustofnun, verzlun eða banki hagnýtir sér lánstraustið til þess að auka verksvið sitt og gróðavon. En hvað sem um það er, þá er það í öllu falli bersýnilega rangt, að telja þessa lántöku með tekjuhalla á næsta fjárhagstímabili, eins og þing- maðurinn (V. G.) hefir gert, þar sem það er beint tekið fram í íjárlögun- um, að af láninu á ekki einu sinni að greiða afborgun á því fjárhags- tímabili, heldur á það að endurborg- ast á 15 árum frá 1. Júní 1910 að að telja. Um það leyti sem hann hélt ræðu sína, var afborgunarfrest- urinn jafnvel settur 20 ár. Það er því með fullri vissu hægt að segja, að umraæli þingmannsins um, að eng- um öðrum en fjármálastjórn vorri mundi detta annað í hug, en að telja þessa lánsupphæð með tekjuhalla ijárlagafrumvarpsins, er fjarstæða ein, furðulegur misskilningur eða íeimnis- lítil brella. Það má því óhætt draga frá tekjuhallaupphæð hans þessar 500,000. 2. Þá kem ég að næstu viðbótinni hans, því fé, sem nú er veitt í fjár- lögunum fyrir 1606 Qg 1907, ogþví sem væntanlega verður veitt fyrir sömu ár á næsta þingi. Það má vissulega furðu gegna, að maður, sem hefir spjallað eins mikið um fjármál eins og h. þm., og jafnvel verið fram- sögumaður fjárlaganefndar í n. d., eins og þingmaðurinn var einu sinni á sínum fyrri vona- og tilraunaárum, skuli geta látið sér sæma, að bera það fram hér í þingsalnum, að gjöld, sem hann sjálfur játar að tilheyri árunum 1906 og 1907, eigi jafnframt að teljast í tekjuhalla fyrir fjárhags- tímabilið 1908 og 1909! Væri ekki nægar tekjur fyrir hendi til þess að greiða þessi fjáraukalagagjöld á yfir- standandi fjárhagstímabili, þá kæmu þau auðvitað til frádráttar í viðlaga- sjóði við lok þessa árs, samkvæmt beinum fyrirmælum 19. greinar í nú- gildandi fjárlögum, en gætu undir engum kringumstæðum orðið til að auka tekjuhalla fjárlaganna á næsta tímabili. En þetta snertir nú fremur form en efni. Aðalatriðið er það, að þessi gjöld, sem hér er um að ræða, þau eru sumpart þegar útborguð á árinu 1906, sumpart verða þau full- borguð af tekjum yfirstandandi árs, og meira til. Eins og ég þegar hefi skýrt frá við 2. umræðu, er þegar borgaður á árinu 1906 allur kostnaður við rit- símalagninguna í fyrra, þar á meðal einnig umframgreiðslan, sem þing- maðurinn hyggur að muni nema um 60 þúsund kr., og ýmislegur annar kostnaður, sem aukatjárveitingar mun verða leitað fyrir þegar landsreikn- arnir koma til samþyktar, þar á með- al t. d. 52,000 kr. til innkaupa á baðtóbaki, sem mest er til í birgð- ÚRSMÍÐA-YINNIJSTOFA. Vönduð ír p og 14 1 u k k u r. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. •-------------------------• um enn. Verði tekjur þessa yfir- standandi árs eins miklar eins og tekjurnar í fyrra, og um það þarf vart að efast, síst er síldartollshækk- unar- og bitterskatturinn kemur til í viðbót, þá munu tekjurnar fyrir tjárhagstímabilið nema umfram áætl- un að minsta kosti.......... 670,000 Af þessari upphæð borgast: 1. Hinn áætlaði tekjuhalli 1909—1907 ... 210,589 2. Umfram-greiðsl- ur.semleita þarf aukafjárveiting- ar fyrir á þingi 1909 (áætlun V. G.)............ 120,000 3 Upphæðin, sem veitteráfjárauk- alögum á þessu þingi..........• 144,462 475,051 Eftir 194,949 Það væri því vissulega að bera í bakkafullan lækinn, að telja upp- hæðir þessara tveggja fjárauka- laga líka til tekjuhalla 1908—1909, og ber því hér aftur að draga frá tékjuhalla-upphæð þingmannsins 264 þús. 462 kr. 3. Þá kemur að upphæðum þeim, er þingmaðurinn telur gleymdar í fjárlögum og fjáraukalögum. Ein af þcssum upphæðum er kostnaðurinn við móttöku konungs og ríkisþings- manna í sumar, »heimboðskostnað- urinn«, er hann svo nefnir, og áætl- ar 150 þúsund kr. Eins og gefur að skilja, kemur þessi upphæð til greiðslu á yfirstandandi fjárhagstímabili, verð- ur færð til gjalda í landsreikningnum 1907, og væri ekki fé af tekjum fjár- hagstímabilsins til þess að greiða hana, þá kæmi hún til frádráttar í viðlagasjóði nú í árslokin, eins og fyr greinir, en gæti undir engum kringumstæðum færst yfir sem tekju- halli á fjárlögunum fyrir 1908 og 1909, þótt þingmaðurinn leggi sig allan til. En eftir því sem til tald- ist áðan, voru eftir 194,949, kr af tekjum fjárhagstímabilsins, þegar á- ætlaðir tekjuhallar og fjáraukalaga- upphæðirnar voru frá dregnar, og ætti því að vera til fyrir þessari upp- hæð líka. Hér ber því enn að draga frá tekjuhalla-upphæðinni hans 150,000 krónur. Þá er önnur upphæð, sem hann nefnir, 20,000 kr. sektafé fyrir ólög- legar fiskiveiðar, sem hanntelur rang- lega fært til tekna í fjárlagafrumvarp- inu, segir, að landsjóður verði að borga það nær alt út aftur, 2/3 í rík- issjóð og V3 > fiskiveiðasjóð. Við þetta er það að athuga, eins og ég þegar mun hafa tekið fram við 2. umræðu, að í ríkissjóð á að eins að greiða 2/3 sekta fyrir ólöglegar fiski- veiðar þeirra útlendra skipa, sem eftirlitsskiþið handsamar og dregur fyrir dóm á íslandi, en nú er aJlmik- ið af skipum handsamað eða sektað, án þess þau séu dregin fyrir dóm af eitirlitsskipinu, og af þeim sektum fær ríkissjóður ekkert. Auk þess hef- ir þingmanninum sést yfir það, að í 19. gr. fjárl.frumvarpsins eru áætl- aðar 10,000 kr. meðal annars ein- mitt til þessarar greiðslu í ríkissjóð- inn, eins og beint er tekið fram í greininni, og mun því upp- hæð sú, sem landsjóði er ætluð til hreinna tekna af sektum fyrir fiski- veiðabrot í 2. gr. 18 cfr. 19 gr. fjár- lagafrumvarpsins alls ekki vera of hátt sett. í ár er hluti landsjóðs þegar orðinn talsvert meiri en þessu nemi. Það er því engin á- Orsmíðavinnustofa Carl F. Hnrtel* Laugavegi 5. Talsími 137. stæða til að draga þessa upphæð frá tekjum eða tæra hana til gjalda, og ber því enn að draga frá tekjuhalla- upphæð þingmannsins 20,000 krónur. Ennfreniur ber að draga frá þeirri hallaupphæð 10,000 kr. tillag, sem hann telur til hins sameiginlega brunabótasjóðs fyrir sveitabæi, sem er alls ekki stofnaður enn. Aftur á móti er það rétt hjá þingmanninum, að í fjárlagafrumvarpinu vantar að færa til útgjalda 6000 kr. á ári til fiskiveiðasjóðsins, tillag samkvæmt lögum 10. Nóv. 1905; en þar sem fisldveiðasjóðurinn er eign landsjóðs — að eins deild af honum, sem var- ið er til sérstakra landsþarfa, þá gerir það naumast fjárhagnum til eða trá, snda verður bætt úr þessu í dag. Viðvíkjandi 14,000 kr. til tveggja milliþinganefnda, sem þingm. telur sem gleymda upphæð, er það að segja, að hvorug þessara nefnda var til þegar stjórnin samdi fjárlagafrum- varpið, enfjárlaganefnd efri deildar var búin að taka þessa upphæð upp, þegar þingm. hélt tölu sína, svo þá aðfinslu hefði hann getað sparað sér. Af þeirn „gleymdu" gjöldum, sem þingmaðurin telur, eru þannig að eins I4-J-I2 == 26 þúsund sem til út- gjalda koma á fjárhagstímabilinu 1908 til 1909, en ekki 206 þúsund, eins og hann segir, og lækkar því upp- hæð gleymdu gjaldanna og þar með tekjuhalla-upphæðin hans þar enn um 180 þúsundir króna. 4 Þá er komið út að fjárgreiðslum eptir lagafrumvörpum, sem enn eru ekki orðin að lögum, og sum alls ekki einu sinni tilbúin frá þing- inu. Fjárgreiðslur eptir nýjum frum- vörpum, sem ekki eru orðin að lög- um, hafa aldrei til þessa verið taldar með í tekjuhalla fjárlaga, og er því bezt að láta hér staðar numið í svip, og líta aptur fyrir sig, hvað nú stend- ur eptir af bollaleggingum þing- mannsins. Hann stansaði og þar við sjálfur og sagði, að með fjárauka- lagagjöldum og gleymdum gjöldum væri tekjuhallinn kominn upp í eina milíón, tvö þúsund og fimm hundruð og fjörutíu krónur. Samkvæmt því sem sýnt er og sannað hér að framan, ber að draga frá þessari upphæð hans, sem rang- talið af honum, 500,0004-264. 462 4- 180,000 = 944,462 kr. Mismun- urinn er 58,078 kr., semer hin áætl- aði tekjuhalli neðri deildar að við- bættum þeim 26 þús. kr. til milliþinga- nefndanna og fiskiveiðasjóðsins, sem ég nýskeð nefndi. Eftir reikningsspeki þingmannsins átti þessi eiginlegi tekju- halli að vera of lágt talinn um 970,462 kr., en reynist að vera of lágt talinn um 26 þúsund krónur. Máltækið segir, að fáir ljúgi meira en helming þ. e. ioo°/o; en hér hefir síðari þingmaður Gullbringu og Kjósarsýslu gert kjósendum sínum þann sóma, að slcara langt fram úr öllum slíkum reglum; hann hefir þarna krítað lið- ugt um 3733°/°i e9a liðlega þrjátíu og sjö faldað sannleikann þegar áður en kemur að örgustu fjarstæðunum hans. Alt í alt hundraðfaldar hann, eins og áður er á vikið. Fjárhæðirnar, sem þingmaðurinn telur eftir lögum, er samþykt verði á þessu þingi, eru flestallar í lausu lofti, og sumar eru svo fráleitar, að ekki verður séð að honum geti hafa gengið annað til að nefna þær, én þörfin á því að láta það eitthvað heita. Langstærsta upphæðin, sem hann nefnir til þessa flokks, er i5oþúsund krónur til launa og eftirlauna sóknar- presta. Þetta er samkvæmt tillögu í e. d., sem hann hlaut að vita að n. d. vildi ekki samþykkja. En í öllu falli hlaut maðurinn að vita, þegar hann kom fram með þetta, að e. d. ætl- aði sér aldrei að demba þessari upphæð á landsjóðinn án þess að hækka tekjur hans að því skapi með nýrri tollhækkun og samþykkti frurn- varp um það jafnframt. Að telja samt þessa upphæð til tekjuhalla á næsta fjárhagstímabili er einhver hærri stjórnmálavizka, sem ég fyrir mitt leyti á bágt með að skilja. Einnig telur þingmaðurinn sem ný útgjöld laun til stjórnar fræðslumála, þótt hann hljóti að vita, að á Irum- varpinu stendur upphæð fyrir sams- konar starf, sem fellur niður, ef al- þýðufræðslufrumvarpið verður sam- þykkt og fræðslumálastjóri skipaður. En ég sé ekki til neins að vera að fara frekara út í þessar lausaloftsupp- hæðir, meðan ekki er séð fyrir end- ann á lagafrumvörpum þeim, sem þær eru gripnar úr. Ég held þó að óhætt sé að sleppa nú þegar alveg 51 þúsundi, sem hann áætlar til hús- mæðraskóla, úr því hann er sofnaður í nefnd; kcnnaraskólakostnaðinn er víst bezt að setja heldur ekki fyrir sig að svo stöddu, enda skiptir þar talsverðu, hvor deildin yrði ofan á, ef nokkuð verður úr málinu yfir höfuð. Viðvíkjandi vitabygginga- kostnaðinum er það að segja, að lík- lega verður talsvert af honum borgað á þessu ári, og kemur það ekki til gjalda — ogþáekki heldur til tekjuhalla — á næsta fjárhagstímabili. Hugsan- legt er, að það, sem borgað verður af honum í ár, valdi heldur ekki miklum tekjuhalla á yfirstandandi fjár- hagstímabili, ef ekki verða óvænt gjöld, og hinar nýju tekjugreinar greiðast vel. Eitt er víst, og það er það, að oft hafa verið fyrir hendi fult eins mikil útgjöld utan fjárlaga eftir nýjum lögum eins og nú er út- lit fyrir að verði, og hefir ráðist vel fram úr, af því tekjurnar hafa farið fratn úr áætlun, sérstaklega á síðasta undanförnum fjárhagstímabilum. Tekjuáætlunin er enn gerð eftir sömu grundvallarreglu, tekið meðaltal af meðaltölum tekna á síðastliðnum fimm ára og þriggja ára tímabilum, að við- bættum tollauka, og sé ekki því meira harðæri og óáran fyrir hendi, er því mjög sennilegt, að eins kynni að reynast enn, að útgjöldunum eftir nýjum Iögum fleyttist af án tekju- halla, þó að það sé auðvitað engin vissa. En mjög miklumtekjuhalla gætu þau undir engum kringumstæðum valdið, því svo mikið má í öllu falli þegar segja með vissu, að þessi gjöld nema varla helmingnum af því, sem h. þingmaður telur; fyrir víst 203,500 kr. má þegar draga írá upphæðinni, sern hann nefnir, ef til vill betur síðar. 5. Þá eru láninl Auðvitað nær það undir engum kringumstæðum neinni átt, að telja sem tekjuhalla lánsheimildir, sem standa í fjárlög- unum — 0: leyfi þingsins til þess að fé sé lánað út af landsjóði gegn veði og vöxtum, ef það er fyrir hendi. — Lánin eiga, eftir beinum orðum heimildanna, aðveitastaf viðlagasjóði, þ. e.: af samanspöruðum tekjuafgangi landsjóðs, og hafa engin áhrif á tekju- halla fjárlaganna. En úr því þing- maðurinn áleit það ekki sóma sín- um óskylt, að hrúga upp þessu hrófatildri ofan á hinar mis- sagnirnar sínar, sem búið er að hrekja, að eins til þess að gera fjárhaginn ægilegan og stjórnina og meiri hlut- ann tortryggilegan í augum fávísra manna, þá hefði honum ekki átt að vera ofraun að fara rétt með tölurn- ar. Hefir hann þó ekki gert það f Ó-nei. Ekki fremur en fyrra dag- inn. í trumvarpinu, eins og það kom frá n. d., stendur með berum orðum, að lánsheimildir til sýslufélaga til símaframlaga sé alt að 60,000 kr., N <

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.