Reykjavík - 14.09.1907, Blaðsíða 3
REYKJAVIK
221
Sunlight
Blautasápa og aðrar vanalegar sápur skemma
fötin, þessvegna nota allar hag-
sýnar húsmæður ,,Sunlight” sápu,
sem bætir þvottinn og gerir hann
drifhvítann.
Fylgið fyrirsögninni
sem er á öllum
Sunliglit sápu
umbúðum.
Sápa
Lítið á
minn óviðjafnanlega skófatnað og þér munuð sannfærast um,
að hann er, auk þess að vera afar-ódýr, vandaður og'
smekJkleg'ur og úrvaiið stórkostlegt, þvi með síðustu skipum
hafa komið meiri birgðir en dæmi eru til áður. Vegna rúmleysis
er ekki hægt að telja upp inar mismunandi 170 tegundir,
en óhætt er að fullyrða, að hjá mér geta allir, ungir og gamlir,
karlar sem konur, fengið skó við sitt hæfi.
Svíkið ekki sjálfa yður með því að ganga fram hjá skóverzl.
minni, heldur hafið það fyrir reglu að leyta fyrst til mín.
Lárus G. Lúðvígsson.
ekki meira. Samt telur þingmaður-
inn þessa lánsheimildina I05,400kr.,
eða 45,400 kr. umfram sannleikann,
°g leggur saman eftir því. Hann
telur með lánsheimildir, sem stjórn-
in átti alls engan þátt í að styðja á
neinn hátt, og vissa var fyrir að
félli í e. d. sama dag, sem hann
var að tjalda þeim sem afgerðri sök
—- féglæfrasök, eða jafnvel landráða-
sök af stjórnarinnar hálfu. Hann tel-
ur 100 þúsund króna lán til gadda-
vírsgirðinga, eftir að tillagan um fram-
lenging lánsheimildar var fallin í n.
d. — Ég veit vel, að hann segist
ekki hafa vitað að það var um garð
gengið; en naumast trúi ég öðru, en
að hann hafi þá haft eitthvert hug-
boð um samtök í þá átt. — Hann
telur 270 þúsund kr. lán til bygg-
ingarsjóðsins, þó hann ætti að vita,
að ekki er lagaheimild til að verja
úr þeint sjóði nema samtals 210 þús-
und kr., og að þar af.hefir sjóður-
inn fengið nokkurt fé annarstaðar
frá, fyrir selda lóð og tillag frá
bankanum tvö ár, auk þess sem
sjóðnum á hverri stundu geta á-
skotnast tekjur af lóðasölu, svo að
þar bætir þingmaðurinn alt að því
100 þúsund krónum við. Þetta eru
svona smáýkjur, til þess að gera
sögulegra, og sýna betur óspilunar-
semi stjórnarinnar, eða á „Isafoldar-
máli": hve „dauðans-ósýnt henni sé
um alt, sem að fjármálum lýtur, ef
ekki annað verra". Hins getur hann
ekki, að hefði þingið ekki tekið fram
fyrir hendurnar á stjórninni með því
að ákveða lágmark lóðarverðs á Arn-
arhólstúninu miklu hærra en stjórnin
mæltist til, þá hefði sennilega minna
þurft á lánsheimildinni til byggingar-
sjóðsins að halda. (Niðurl.)
Mislingarnir
hafa, eins og við mátti búast, rutt
sér braut um bæinn; þeir eru komn-
ir á hér um bil 40 heimili, svo að
kunnugt só; óg geri mór ekki leng-
ur von um, að þeir verði stöðvaðir
hér í bænum.
Þó er ekki loku fyrir skotið, að
einstök heimili í bænum geti varið
sig. Og sveitunum á að vera innan
handar að verja sig.
Þess vegna verður haldið áfram að
merkja þau hús hór í bænum, sem
veikin kemur í, til leiðbeiningar öll-
um þeim, er varast vilja veikina.
Frekari aðgerðir geta ekki framar
komið til greina, verða ekki fram-
kvæmdar, svo að nokkurt lið sé í,
þegar veikin er komin um allan bæ-
inn.
Nú er um að gera, að bæjarmenn
og sveitamenn leggist á eitt, reyni
að haida veikinni innan takmarka
bæjarins.
Þess vegna er skorað á bæjarmenn
að varast og sporna við því eftir
megni, að ungt fólk, sem ekki hefir
haft mislinga, fari útúrhænum með-
an veikin gengur. Og þess vegna er
skorað á alla landsmenn utan Reykja-
víkur, að sporna við því eftir mætti,
að þeir menn fari ferðir hingað, sem
ekki hafa haft mislinga.
Vil ég að lokum minna menn á
þær leiðbeiningar, um varnir gegn
veikirmi og meðferð á sjúklingunum,
sem staðið hafa nýlega í flestum blöð-
um landsins.
Eg kann blöðunum þakkir fyrir
að hafa flutt þær leiðbeiningar og vil
mælast til að þau líka taki upp þessa
grein.
G. Björnsson.
Um lanðsréttinði Jslanðs
hafa ýmsir Danir orðið til að rita í
sumar.
Cand. Mag. XJssing reit í Det ny Aar-
hundrede grein all-ítarlega og mjög
velviijaða í íslands garð. En hún fór
lótt yfir og lagðist ekki djúpt að rann-
sóknum.
Aðra grein reit Dr. jur. Knud Ber-
lin í Gad’s Danshe Magazin. Sú rit-
geið var rit.uð af miklu meira lærdómi
og höf. reyndi sýnilega að vera óhlut-
drægur. Sú ritgerð fer ekki fult svo
langt sem Ussings í viðurkenning á
formlegum rétti vorum, en í raun réttri
vill hann að Danir láti oss verða í
reyndinni „frjálst sambandsland“, þótt
það verði ekki alt í einu stökki. Hann
rökstyður tillögur sínar betur en Uss-
ing frá lagalegu sjónarmiði.
Dr. Berlin er nú að rita heila bók
um landsréttindi vor, og verður þá
væntanlega, er hún er út komin, auð-
veldara að sjá, hve vel hann rökstyð-
ur mál sitt.
Nú eru í Ágúst-heftinu af Gad’s
Danslce Magazin enn tvær ritgerðir
um þetta sama efni — sín frá hvorri
hlið.
Önnur er „Um stöðu íslands í ríkinu“
eftir Cand. Mag. Fr. Orluff. Er það in
ósanngjarnasta ritgerð í vorn garð, sem
vér minnumst að hafa séð eftir nokk-
urn mann, sem í alvöru ritar og nokk-
uð hefir kynt sér málið. En sú er bót
í máli, að ósanngirnin, ranghermin og
iævísar affærslur á sannleikanum eru
svo bersýnilegar, að hverjum manni,
sem nokkuð þekkir til málsins, hljóta
að iiggja þær í augum uppi.
En auðvitað getur hún flekað grunn-
rista Dani eða aðra útlendinga, sem
ekkert þekkja til. Yér kunnum að
geta hennar lítillega í næstu blöðum,
ef til vill.
Hina greinina „Um íslenzka ágrein-
ingsmálið („Det islandske Spergsmaal“)
ritar Mag. Art. Holger Wiehe. Það er
að voru viti bezta greinin, sem um
málið hefir verið rituð af dönskum
manni. Yér segjum „bezta“ greinin
— ekki fyrir það, að vér höfum ekki
séð aðra danska menn láta í ijósi, að
þeir vildu ganga jafnlangt eða jafnvel
fult svo langt í því, að láta undan
ýtrustu kröfum frá íslendinga hendi,
helaur fyrir það, að Wiehe ritar svo
óhlutdrægt og af svo mikilli þekkingu
á málinu, að oss virðist líkiegt, að
grein hans geti haft meiri sannfærandi
áhrif á landa hans, en annað, sem vér
höfum sóð.
Hr. Wiehe skilur íslenzku eins og
íslendingur og les flest íslenzk blöð.
Hann skiiur því betur hugsanir vor ís-
lendinga en aðrir landar hans, og get-
ur því verið betri túlkur milli vor og
þeirra, en aðrir menn. Og velvild hans
til lands og þjóðar og bókmenta vorra
skín út úr hverri línu.
íslenzka ágreiningsmálið.
Eftir Mag. Art. Holger Wiche.
Mætti ég ekki hnýta nokkrum at-
hugasemdum við grein Dr. Knud Ber-
lin’s „ísland og Danmörk“ í Júlí-hefti
þessa tímarits?
Vafalaust hefði það, eins og margir
íslendingar hafa líka álitið, verið hyggi-
legt af íslendingum að starfa nú fyrst
um sinn, starfa að því að hressa
við sitt endurborna land, í stað þess
að kasta sér út í baráttu um stórpóii-
tíkina. Það er aldrei nema satt, að
íslendingar eru hneigðir fyrir að festa
sig í forms-atriðum, og að þeir mættu
vel treysta betur en þeir gera „trú og
drengskap" frá vorri hálfu. Alt um
það er þó hætt við, að vér verðum að
kannast við, að hjá oss sjálfum liggi
að nokkru leyti orsökin til þessarar
tortryggni íslendinga í vorn garð.
Svo mikið er að minsta víst, að
landvarnarflokknum — eina flokknum
á Islandi, sem greiddi atkvæði gegn
því, að ráðherra Islands skyldi bera
íslenzk lög upp fyrir konungi í ríkis-
ráðinu — virðist verða meira og meira
ágengt., að minsta kosti meðal æsku-
lýðsins. Og æskulýðurinn er framtíðar-
þjóðin; þess verða menn að gæta.
Auk þess hefir undirskrift forsætisráð-
herrans undir skipunarbréf íslands-ráð-
herra, ásamt ýmsum ummælum frá
danskri hálfu, skotið þeim geig í ís-
lendinga, að naumast er nokkur mað-
ur þar, sá er hrifinn sé af þessu rikis-
ráðs-ákvæði; menn gengu að eins að
því af því, að svo þótti þá vænleg-
ast. Annars er svo um þann flokkinn,
sem ekki óskar að hreyft sé við þess-
ari ákvörðun nú sem stendur, að hann
heldur því fram, að Alþingi og kon-
ungur sé þar einir málsaðilar, er geti
breytt henni, án þess að Ríkisþingið
eigi neitt atkvæði um það mál. Hins
vegar telur andstæðingaflokkur stjórn-
arinnar, að þetta só mál, sem snerti
allan grundvöllinn, réttar-afstöðuna
milli Danmerkur og íslands, og því
verði nefndin nú að útkljá það mál
jafnframt og skipað verður afstöðunni
milli Danmerkur og íslands. — Það
verður iíka torskilið, af hverju Dunzer
forsætisráðherra þurfti endilega, þvert
ofan í eindregna ósk íslendinga, að rita
undir skipunarbréf hr. Hannesar Haf-
steins til að vera ráðherra, úr því að
undirskrift þessi stendur á svo litlu,
sem sagt er. Því verður heldur ekki
neitað, að það mætti misbeita þessari
undirskrift. „Trú og drengskap“ geta
menn nefnilega rofið. Yar ekki [stöðu-J
lögunum 1871 neytt upp á íslendinga
þvert ofan í gefið loforð? Reglulegan
samning mundi hinsvegar lítið land
eins og Danmörk víst varast að brjóta.
(Frh. næst).
€ggert Claessen,
yfirréttariuálaflutningsmaður.
Lækjarg. 12 B. Talsimi 1».
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
?---------------------------•
SVEINN BJÖRNSSON
yfirréttarmálaflutningsm., Kyrkjustræti 10
tekur að sér öll rnálfærslustörf, kaup ogsölu
[ttl á húsum og lóðum o. s. frv.
Heima kl. 107»—II1/* 0 0 4—5.
• - •
Ostar
eru beztir í verzlun
Einars Árnasonar.
Aðalstræti 14. Talsími 49.
Hestur hefir tapast úr Reykjavík, gló-
fextur; mark: lögg aftan vinstra. Merktur
á lendum með E. E. Finnandi skili á Lauf-
ásveg 4 gegn hirðingarlaunum. ■
Til leigu
á Laugavegi 40: 3 herbergi, eldahús
og sölubúð á neðsta lofti. Enn frem-
ur á þriðja lofti: 3 herbergi og elda-
hús._____________________________[tf
Ibúð, 4 herhergi með eldhúsi, skúr-
geymslu og stúlkuherbergi er til leigu í góðu
húsi i miðbænum frá 1. Okt. Ritstj. ávisar.
Uppboð
verður haldið á Miðkud., 18. þ. m., kl.
11 árd. í Aðalstræti nr. 8.
Seldur verður húsbúnaður, fortepiano,
búðarvarningur og m. fl.
oooooooooocooo 000000
Klukkur, úr og úrfestar, §
sömuleiðis gull og silfurskraut- Q
gripi borgar sig bezt að kaupa á Q
Laugavegi nr. 12. 5
Jóhanii Á. Jóuasson. O
öooooo 00000000000000 000000
I