Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.09.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 24.09.1907, Blaðsíða 1
e ? 1M a vtk. r 15 löggilta blaö til st|órnarvalda-birtinga á. Islandi. VIII, 74 Utbrciddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Þriðjudag 24 September 1907. Aski ifendur i b æ n u m yfir 1000. VIII, 74 agg* ALT FÆST 1 THOMSENS MAGAStWI. “338 Oflia 0»’ eldavélai’ sclur Kristján Þorgrímsson. „REYKJAYÍK“ Þráðlaus firðritun. Árg. [60—70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; orlondis kr. 3,00—3 8h.—1 áoll. Borgist fyrir l.Júli. BUa 3 kr. Auglgsingar innlendar: & 1. bla. kr. 1,50; 3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33'/»0/* hærra. - A/sláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: IUutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Jón Ólafsson. Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum. Ritstjórn: ----„ stofunni. Telefónar: 29 ritstjóri og afgreiðsla. 71 prentsraiðjan. Er lai elvara? Nokkrir auglýsendur hafa þverskall- ast svo lengi við að borga „Rvík“ skuldir sínar — einir þrír eða svo alveg neitað því —, að vér finnum á- stæðu til að spyrja þá, hvort þeim sé alvara að neyða oss til að stefna fyrir skuldirnar. Dýrt verður þeim það. Því mega þeir trúa, því að dæmdir verða þeir til að greiða bæði skuldina og máls- kostnað. Auðvitað er ekki að tala um neinn afslátt af skuldum, sem ekki eru greidd- ar góðmótlega. Afgr. „Rvíkur44. Borgið „Reylijíivík“! Yér höfum til þessa ekki heimt meira en 2 kr. fyrir þ. á. „Rvíkur" af neinum, sem borgað hefir til þessa. En verðið cr 3 kr„ ef borgað er síðar eu 1. Júlí. Yér höfum ekki heitið eftirgjöf á verðhækkuninni nema til 1. Sept. — Þó viljum vér enn taka 2 kr. sem fulla borgun hjá þeim sem borga nú innan 30. þ. m. (sjómönnum, sem eru fjarverandi gefst frestur til mánaðar- loka). Aðrir bæjarmenn verða að sæta hækkun, ef þeir borga ekki fyrir 30. þ. m. Kaupendur eiga sjálfir að senda eða færa borgunina á afgreiðslu blaðsins. Þeir sem lesa ina fyrri af eftirfar- andi greinum (I), eru beðnir að lesa síðari greinina (II) líka. Ritstj. I. Hr. ritstjóri. — Þann 19. f. m. (Ágúsl) stendur í „Politiken11 grein um loftritun, sem ég sendi yður hér með og skora á yð- ur að birta liana í blaði yðar á íslenzku. Það furðar mig, satt að segja, að þér skulið ekki hafa getið hennar þegar. En það er máske ekki eftir kokkabók yðar lieimastjórn- armanna að birta framgang loftritunarinnar? En illa þykir mér blað yðar yerðskulda að nefnast „málgagn sannsöglinnar11, ef það reynir að „þegja í hel“ þann sannleik, sem pví er illa við að útbreiða. Yðar Sljórnarandstœðingur. Greinin í „Politiken" er þannig: „Sá þráftliiusi — Baráttan miJli Marconi og Ponlsens. Árlangt heflr nú staðið hörð barátta milli þriggja helztu aðferðanna til þráð- lausrar flrðritunar: Marconi, Télefun- Iten og Poidsen, og er það auðsætt hverjum þeim sem fylgt hefir málinu með athygli, að nú er að draga til úrslita. Sem stendur er baráttan að mestu orðin einvígi milli Marconi og Poulsens, og takmarkið er að ná Ame- ríku. Allir aðrir smásigrar og smá- ósigrar hafa ekkert að þýða upp frá þeirri stund, er annarhvor aðili getur lýst yfir því, að nú nái menn með skeyt.i frá írlands-ströndum til Canada eða Newfoundlands. Sú aðferðin, sem fyrst nær að spenna yfir þvert Atlants- haf, verður það sem til frambúðar verður, og hluthafar í því verða stór- auðugir menn. Það er nokkuð síðan að Marconi sendi út hálfgerða sigurfregn, og nú má sjá, að Poulsens-félagið boðar, að siguraugnablik sitt sé 1 nánd. Ráð má gera fyrir, að bæði félögin færist nú í ásmegin til að keppast við. I3að sem um er að gera, er að fullgera stöðvarnar og gera áhöldin nógu kröft- ug. Að menn með Poulsens-aðferð- inni muni ná að senda skeyti frá Európu til Ameríku, á því er enginn vafl. Eina spurningin er, hvort þeir Poulsens-menn verða ekki of seinir. Svona stendur nú málið og nú er framkvæmdarstjóri Poulsens-félagsins hr. Carl Philipp gózeigandi nýfarinn aftur til Lundúna, bæði til að veita móttöku þeim £ 100,000 (1 mil. 800 þús. kr.), sem félagið á að fá fyrir einkaleyfl í Ameríku, og jafnframt til að koma hlutabréfum félagsins á mark- að á kauphöllinni í Lundúnum, svo að gangverð þeirra verði þar opinberlega ákveðið. Fyrri en það tekst er ekki auðið að segja, hvers virði hlutabréfin eru. Annars eru þau iítið sem ekki á gangi manna á meðal. Eins og áð- ur heflr getið verið eru uppfundninga- meiinirnir báðir Vald. Poulsen og P. 0. Pedersen, ásamt Blecliingberg heildsala, Tesdorpf landsþingismanni og Hendr. Bille-Brahe kammerherra, eigendur að flestöllum hlutabréfunum, og þessum fimm mönnum dylst það ekki, að á sama augnabliki og fregnin kemur um það, að skeytin fljúgi örugt fram og aftur yfir Atlantshaf, þá flmmfaldast, eða ef til vill tifaldast verð hlutabréf- anna.1) En nú er um að gera að verða á undan, og þeir sem bjartsýnastir eru, telja að það muni taka að rninsta kosti 2 mánuði enn“. II. Þarna höfum vér þá, „stjórnarand- stæðingnum til geðs og gleði, þýtt og birt. greinina í „Polit." Vér höfðum hana í höndum áður, en hr. „St,j.a.“ sendi oss hana. Vér höfum, meira að segja, sóð fjölda af gum-greinum um Poulsens-aðferðina, alveg eins og sást á sínum tíma um hinar aðferðirnar. í enska blaðinu Electrical Indus- tries er 11. þ. m. birt þýðing af grein- inni í Polit. Það er hr. Capito (sem var hór erindreki Marconi-fél. í hittið- fyrra), sem heflr sent blaðinu ensku þýðinguna. Hann segir um greinina meðal annars: „Þetta er sýnishorn aí allmörgum grein- um, sem birzt hafa í ýmsum Hafnarblöðum eíðustu 5 mánuðina. Þær allra-kynlegustu komu út frá Marzlokum til Maíbyrjunai2).... Það er óþarfi að vitna í neina af þessum greinum, vér þurfum ekki annað en minnast á ný þeirra tíma, er Mr. Marconi var að gera fyrstu tilraunirnar sínar til að senda þráðlaus skeyti yfir sjó.. .. Það er torvelt að hugsa sér að ætlast hafi verið til, að greinar þessar væru teknar fyrir alvöru.... En hversu sem það er geta fáfróðir lesend- ur auðvoldlega leiðst i villu við þessar af- lögufærðu skýrslur“. Hann minnir á, að blaðið Electrician (21. Dec. f. á.) sagði um þennan skyndi- lega básunublástur fyrir aðferð þeiri'a Poulsens og Pedersens, að þetta væri aðallega ekki annað en verzlunarbrella, og „ætti á engan hátt neitt' skylt við heppilega uppfundning á nýrri leið í hagnýttri eðiisfræði". Út af Pofo’f.-greininni og athugasemd- um Mr. Capito’s ritar ritstjórn blaðs- ins Electr. Industríes um málið. Þar er gert napuit háð að þessum dönsku greinum. Blaðið byrjar svo : ,,‘Þráðlausa stríðið1 er miklu ægilegra að sjá frá Kaupmannahöfii heldur en frá eius ómerkilegu skúmaskoti eins og Lundúna- borg.... Annars er greinin (í Polit.) vel verð þess að lesa hana, þótt ekki sé nema sakir gamansins, sem af henni má hafa. ... 7) Nafnverð þeirra er nú £ 1 (18 kr.) hvert. Ritstj. »Rvk«. 2) Menn muna ef til vill eftir einhverju af þeim úr ísaf. og öðrum halarófu-blöðum hennar. Ritstj. »Rvk.« Það er ekki nóg að verða fyrstur- Eins og hlutabréfamarkaðinum er nú farið, efum vér stórlega, að peningamennirnir standi á önd- inni og bíði eftír að þráðlausu skeytin fljúgi ,fram og aftur1, og að það verði merkið til þess, að hlutabréf Amalgamated Radiotele- graphic Co’s [Poulsens-féiagsinsj þjóti úr £ 1 (18 kr.) upp í £ 5 (90 kr.) eða £ 10 (180 kr.)....“ Síðan getur greinin þess, að það sé svo fjarstætt, að hugsa, að 2 mánuðir hrökkvi til að koma upp öflugum At- lantshafs-stöðvum og sannprófa, að þráðlaus flrðritun geti kept við sæsím- ana til almennings-nota, að 2 ár só allra-skemsti tími, sem til þess gangi. í vor setti enska þingið nefnd út af loftritasamninga-málinu, og segir í skýrslu hennar (8. Júlí 1907), að eftir því sem að nefndin hafi getað komist að raun um, þá só Poulsens-aðferðin, að vitnisburði allra, sem yfirheyrðir hafi verið, enn alveg í barndómi. „Engin skýrsla kom fram um, að nokk- ur einasta stöð með þessari aðferð væri enn til í heiminum, sú er ætluð væri til almenningsnota". Það er kunnugt, að þegar enska parlímentið skipar sérnefnd (Select Conwutee), þá á það úr ólíku mann- vali að veija á móts við Alþingi.’ Auk þess neytir slík nefnd ávalt aðstoðar beztu sérfræðinga, sem Bretland (þ. e. heimurinn) á kost á, en vér höfum, á að skipa, Valtý og Skinna-Birni með sérfróðri aðstoð Dyrhóla-gatistans. Ekki skulum vér ætla oss þá dul að leggja • neinn dóm á það, hvorir bærari sé um mál þetta að dæma: beztu sérfræðileg blöð og tímarit Breta og sérnefnd brezka þingsins með þeirri þekking, sem hún getur hagnýtt, eða stjórnarandstæðingar vorir og málgögn þeirra. Úr því vandamáli verðum vér að ætla lesendum vorum að ráða sjálfum. Heimsendanna miili. Vilhjálmur Stefánsson á líf?. Mikkelsen og förunautar heilir á hófí. Frá Fort Youken (Alaska) kom fregn til Winnipeg 10. þ. m., að maður ungur hefði hitt eimskipið „Joyukuk" 3. þ. m. og var sá maður próf. Vil- hjálmur Stefánsson úr föruneyti Mi- chelsens, og var með bréf frá Mikkel- sen. Þeir félagar höfðu farið á ísi norður frá Fiaxmaneyju og vóru svo hepnir að flnna ný lönd áður ókunn. Vilhj. Stef. hafði farið frá Herschel ey upp Mackenzie-elfi og niður Porcu- pine-fljót, og segja kunnugir að það sé in mesta afreksför, leiðin varla menskum mönnum fær. Laugard. 7. þ. m. fékk Landfræði- félag Ameríku símskeyti frá Vilhjálmi Stefánssyni, er hann sendi frá Earle City (er liggur ofarlega við Youkon-elfi), og segir hann þar Mikkelsens-töruneyt- ið heilt á hófi.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.