Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 26.10.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 26.10.1907, Blaðsíða 1
1R e$ k j a v í fc. VIII, 80 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir* 3000. Laugardag 26, Október 1907. Áskiifendur ylir í b æ n u m 1000. VIII, 80 ygr ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. Ofna eldavélar selur Kristján Þorgrímsson. Ofnai* oo eldavélar Neita?tnSÍÍ,^i?Soha'"* „REYKJAYÍK11 oooooooooooooooo 8 8 o o o 8 o o OOOOOOOOOOOOOOOOOQOOOOO V erzlunin Edinborg o 8 o í Reykjavík. 8 O Með s/s »Viking« fengum viö aftur miklar O birgðir af inu velþekta 8 o 8 margarine E. Yerö 50 anra pr. pund. í vefnaðarvörudeildina höfum við einnig O o O 8 O o ð fengiö mjög mikið af álnavöru, sem við vonum að geta sýnt okkar viðskiftamönnum snemma í Q næstu viku. 0 O )0000000000000000 0000000000000000000000 Árg. [60—70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendis kr. 3,00—3 sh.— 1 ioll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,60; 5. og 4. bl8. 1,26 — Útl. augl. 33*/»°/° hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Jón Ólafsson. Afgreiðala Laufásvegi 5, kjallaranum. Ritstjórn: ---„ stofunni. Telefónari 29 ritatjóri og afgreiðsla, 71 prentamiðjan. Akkeri og keöja (15 faðma) af botnyörpuskip. Oliver Cromwell til sölu. Semja ber við Björn Hannesson Akra- nesi eða Kristinn kaupm. Nlagnússon í Reykjavík. Mannfrelsið á íslandi. Ofurlítið í áttina. Það mundi þykja djúpt tekið í ár- inni og freklega mælt, að segja, að á íslandi hafi verið þrælahald fram á síðasta tug 19. aldar, og þó er þetta dagsanna, og eimir jafnvel nokkuð eftir af því enn. Þrælahald getur verið með fleiru en einu móti, t. d. alveg mannúðarlaust, svo að þrælar eru keyptir og seldir sem annar fónaður og má lífláta þá að ósekju. Þetta þrælahald þekkjum vér af fornsögum vorum, og það á sér stað á stöku stað í heiminum enn, en þar sem það á sér enn stað, eru það þó ekki hvítir menn, sem þessu þrælahaldi sæta. En svo er til þrælahald mildara og nokkuð mannúðlegra. Hverjir eru þrælar? Þrælar eru hver sú stétt manna, sem eigi er leyft að leita sér atvinnu á ráðvandlegan hátt, eigi leyft að selja vinnu sína á óbundnum markaði, hver- jum sem kaupa vill, en annaðhvort þvingaðir til að vinna annari stétt manna fyrir alls ekkert, eða þá fyrir lægra verð, en þeir gætu fengið fyrir vinnu sína á frjálsum markaði. Eru nokkrir slíkir menn til á íslandi? Já, allir þeir sem lögin þvinga til að vera hjú. Þeim er bannað, að við- lagðri lagarefsing, að vinna öðruvís en að ráða sig í drsvist. Því minni varning, sem maður á til að verzla með, því meiri þörf er honum á að geta fengið fult verð fyrir varning sinn. En hvað er fult verð? Það er það verð, sem framboð og eftirspurn skapa. Það er það verð, sem þeir er varning vilja kaupa, bjóða eða gefa fyrir hann af fúsum og frjáls- um vilja á óheftum markaði, þar sem öllum frambjóðendum er heimilt að bjóða fram vöru sína til sölu. En hverjum er þá meiri þörf á að fá fult verð fyrir varning sinn, heldur en þeim sem engan annan varning eiga, en vinnu sína? Hún er þeirra aleiga. En þessir menn eru einmitt einu menn- irnir á þessu landi, sem lögheftir eru frá því að seija varning sinn á frjáls- um markaði og fá þannig fult verð fyrir hann. Nei, ef verkamaðurinn á íslandi á ekki svo miklar eignir, að hann hafi 200 kr. ársarð af, eða hann á ekki 17 kr.i) 1) til að kaupa sér vinnufrelsi með (15 kr. fyrir lausamenskubréf, og 2 kr. í iandssjóð að auk), þá má skylda hann til að verða hjú, árshjú, hjá bónda eða öðrum heimilisráðanda. Yaldsmaður má bjóða hann upp, ef hann fær ekki vist sjálfur — halda uppboösþing á manneskjim! (Tilsk. 26. Maí 1863, 8. gr.). Þessir menn eru ekki þrælar ein- staJclinga, en þeir eru vinnu-þi'ælar stéttar — þrælar húsbændastóttarinnar. Verzlunar-þrælar vóru flestallir lands- menn á verstu einokunartimunum. Þá var öllu landinu skift í verzlunar- umdæmi, er lágu umhverfis hvern verzlunarstað. Enginn maður mátti verzla við nokkurn kaupmann utan verzlunarumdæmis þess sem hann var í, hann var bundinn við sinn kaup- mann. Hólmfastur frá Skildinganesi átti að verzla í „Hólmsins kaupstað" (nú Reykjavík); en af því að hann við sjóróðra syðra varð matarþurfi, keypti hann sér hrauð í Hafnarfirði fyrir 4—5 ýsur. Hann var húðstrýktur við staur fyrir það suður á Bessastaða- sandi, unz hann var aðfram kominn. Var þessi maður ekki verzlunar- þræll kaupmannastéttarinnar? Og maður, sem nú er sektaður og settur í fangelsi, ef hann getur ekki borgað sektina, fyrir að verzla frjáls með vinnu sína, er hann ekki vinnu- þræll húsbóndastéttarinnar? Sannarlega er hann það. Þá er annað þrælabandið: maður, sem ekki er bóndi, kaupmaður,iðnaðarmaður eða stúdent, má ekki setjast að í neinni sveit eða kaupstað til að leita sér at- vinnu í þurrabúð eða húsmensku eða sem daglaunamaður, nema hann fái leyfi sveitastjórnar (bæjarstj.) til þess. En þessu verður nú breytt í næsta mánuði. Þingið síðasta samþykti stjórnarfrumvarp, er heimilar slíkum i) Fyrir 1894 var gjaldið 1 imdr. á landsvísu. mönnum (ef þeir annars hafa leyfi til að „vera lausir* þ. e. ekki í þrælbandi hjúalaga) að setjast að hvar sem þeir vilja, ef þeir tilkynna það bæjar- (sveitar-) stjórn 4 vikum fyrir fram, og færa sönnur á, að þeir eigi „vísan samastað" þar um 1 ár. Ofurlítið er þetta í áttina. En því þessi bönd? 4 vikna fyrirvarinn — til hvers er hann? Og 1 árs vissa fyrir „samastað" — til hvers er það? Því má maðurinn ekki leigja sér hús til mánaðar, missiris eða þvíuml., einsog tíðkast í kaupstöðunum? Alveg er þrælahaldið ekki afnumið enn — ekki fyrri en hverjum manni er heimilt að vinna fyrir sór með hverju ráðvöndu móti sem hann bezt. getur, og eiga heimili hvar sem hann vill um svo stuttan eða langan tíma, sem hann vill. Gangi maður verð- gangi eða betli, þá á að láta lögin taka til hans — en ekki fyrri. Úá fyrst, er svo er komið, er fult mannfrelsi á íslandi. PP Heíirðu borgað „Rvik?" Canðsréttinði íslanðs. (Framh.). Ritgerð Orluff's. 3. kafli. Siöferöilegan rétt, til enn meiri ein- angrunar, heldur en ísland hefir þegar öðlast með lögunum 2. Jan. 1871 um ina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu, reyna aðskilnaðarmenn að rökstyðja á ýmsan hátt, mest þó með sérrænum hugleiðingum1), sem gagnslaust er að ræða. Hvert siðferðisgildi sjálft vilja- magnið í aðskilnaðartilraununum hafi, er ekki gott að meta meðan menn vita ekki, að hve miklu leyti það er á hugsjón bygt, að hve miklu leyti á algengum sveita-sérgæðingsskap og hvað mikið á slægð. Af því að að- skilnaðarforkólfarnir eru flestallir menn með æðri skóla mentun, kynnu há- skólagengnir Danir að leiðast til, að spyrja fyrst og fremst eftir inni and- legu hlið aðskilnaðar-hreyfingarinnar, en hagsýnir menn munu líka taka eftir því, að sérhverri kröfu í aðskil- naðaráttina fylgir jafnan tillaga um fjölgun æðri embætta á íslandi. Slík- um kröfum geta menn auðveldlega barist fyrir með miklu viljaþreki, án þess að þær sé sprottnar af þeirri víð- tæku umönnun fyrir velferð landsins, sem ein er rétt mælistika siðalög- málsins. Ef menn vísa til sjálfstæðis íslenzkr- ar tungu gagnvart öðrum Norðurlanda- tungum, og vilja á því reisa kröfu um stjórnarfarslega eínangrun, þá verður að leiða rök að því, að bókmenta- þjóðveldið íslenzka öðlist betri skiiyrði við að lifa, þá er það er afskorið öll- um háskóla-styrk og dönskum ríkis- embættum, afskorið fjárlögunum dönsku og öllum dönskum styrktarsjóðum. En enginn íslenzkur aðskilnaðarmaður virðist hugsa svo langt; og þó væru þessar afleiðingar óhjákvæmilegar. En íslenzk menning þyldi þær naumlega. l) Þ. e. hugleiðingum, sem að eins hafa gildi fyrir mann (hugsandan) sjálfan, en okkert alment gildi. Þýð.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.