Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 26.10.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 26.10.1907, Blaðsíða 2
Oliyer Twist er heimsfræg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún fæst nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifærisgjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, loerðu þcir eitthvað af henni. Sama má segja um Oliver Twist: hversu oft sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg. íslenzk tunga stendur nú þegar mjög illa að vígi sem menningarmál, þrátt fyrir margháttaðan stuðning frá Dana hálfu. Þetta tungumál, sem ekki er einu sinni til orðabók yfir með dönsk- um þýðingum, hefir víst fengið sín fullu réttindi, þar sem það er réttar- mál, það sem öll löggjöf Alþingis er á samin, svo að Danir, sem í málum eiga við íslendinga, verða fyrir öllum íslenzkum dómstólum, og hæstarétti með, að hlíta dómum eftir lögum, sem þeir hafa engan veg til að skilja, nema leita liðs hjá mönnum, sem íslenzkir eru að fæðingu, eða leita uppi dansk- an mann, sem skilur íslenzku. Skilnaðarmenn halda því fram, að einangrun frá Danmörku hafi eflt fram- farir íslands, og því muni hún og framvegis efla íslands framför jafnvel meir en Danmerkur. En hagskýrsl- urnar benda í gagnstæða átt. Þá er Alþingi var stofnað 1843, var mannfjölda-hlutfallið milli íslendinga og Dana eins og 1 móti 22, en nú er það eins og 1 móti 33. íslendingum hefir því tiltölulega farið aftur, og það mjög hraðfara, hraðast eftir einangr- unina 1871. Frá 1840—1870 jókst mannfjöldi íslands með 13,000 manns, en Danmerkur með 50,000; frá 1870 til 1891 jókst mannfjöldi íslands að eins með 8000 manns, en Danmerkur aftur á móti með 670,000. Ef vér rannsökum verzlunarmagnið sem næst á sama tímabili, þá kom- umst vér að þeirri markverðu niður- stöðu, að áður en verzlunarfrelsið var lögleitt á íslandi (1855) og landið þar með losað að talsverðu við Danmörk, þá var meira rerzlunarmagn fyrir nef hvert á íslandi en í Danmörku, en nú er ísland orðið langt á eftir Dan- mörku í þessu efni. 1849 námu verzlunarviðskifti ísiands 3,340,000 kr. eða 57 kr. á nef hvert eftir mann- talinu næsta þar á undan (1845: 58,500 manns); en verzlunarviðskifti Dan- merkur árið 1847 (síðasta regluiegt viðskiftaár á undan stríðinu) námu 74 milíónum króna eða að eins 55 kr. fyrir nef hvert af íbúunum (1845: 1,350,000 manns). En 1905 var við- skiftaupphæð Danmerkur stigin upp í 1156 milíónir króna, eða 446 kr. fyrir nef hvert (1905: 2,588,000 íbúar), en viðskifta-upphæð íslands hafði þá að eins náð 22 miJ. kr., eða 275 kr. á nef hvert (1905: um 80,000 íbúar). Sé því mælt með viðskiftaupphæðinni, þá hefir velmegun íslands eftir lögleið- ing verzlunarfrelsisins og þeirrar los- unar við Danmörk, er þvi fylgdi, lækk- að í hlutfalli við Danmörk úr 104°/o niður í að eins 62%, og er það aftur- för, sem nemur 42°/o. Árangurinn fyrir ísland af starfsemi Jóns Sigurðssonar í þá átt, að Josa tengsl íslands við Danmörku, hefir því orðið afturför í mannfjölgun og tiltölu- legri velmegun. Það virðist engin á- stæða til að ætla, að enn meiri losun beri gagnstæðan árangur. En úr því að aðskilnaðarmennirnir samt sem áð- e------------------------------» ÚRSMÍÐA-'VINNUSTOFA. Vönduð tír og Rlukkur. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. ur álíta svo, þá geta þeir ekki haft á- stæðu til jafnframt aðskilnaðarkröfunni að heimta greidda úr ríkissjóði Dana D/í milíón króna, höfuðstó), þann sem 60,000 kr. árstillagið eru vextir af, það er ríkissjóður greiðir landssjóði íslands árlega síðan 1871. Annars er krafa þessi einnig í sjálfu ser mjög undarleg. Það hlýtur þó að vera fyrsta afleiðing- in af því, ef ríkistengslum verður slit- ið, að þá hætti öll peningaútlát Dan- merkur til íslands. En þetta tiilag á sér sögu á undan- genginni tíð. ísland hefir aldrei haft mikið af sköttum, og því nær sem leið vorum tímum með þeirra mörgu kröfum, sem fullnægja þurfti, því síður hrukku ís- lenzku tekjurnar. En stjórnin tók aldrei það ráð, að ieggja nýja skatta á landið. Auk heldur þá, þegar við- skiftaupphæð íslands var jafnvel hærri en Danmerkur, tókst þó íslendingum, sem vóru embættismenn í Danmörku, að lýsa íslandi svo fyrir stjórninni, að það væri svo fátækt og bjargarlaust, að það þyldi ekki ina allraminstu hækkun á þeim lítilfjörlegu og eld- gömlu sköttum, sem þá vóru, svo að jafnvel meðan á stríðinu stóð, þegar vér höfðum nóg óvenjuleg auka-útgjöld að bera, heimtuðu þeir peninga til venjulegra útgjalda íslands. Það var ekki fyrri en eftir 1864, þá er nauðsyn bar til að rétta við fjárhag ríkisins, að stjórnin þóttist verða að heimta, að íslendingar hækk- uðu á sér nokkra eldri skatta, svo að nægt fengist inn til að standast venju- leg útgjöld íslands, en þau fóru þá óðum vaxandi sakir ýmissa endurbóta, sem gerðar vóru. En Jón Sigurðsson, sem hafði Alþingið í hendi sér, vildi ekki veita oss lið í örðugleikum vor- um; hann lét Alþingið neila um skatta, þá er fram á var farið. Yið þetta óx tekjuhalli íslands — og því einnig fjár- tillag ríkissjóðs — svo gífurlega, að Ríkisþingið beiddist loks undan því, að hafa neitt með fjárhag íslands að sýsla; en þetta var einmitt það sem Jón Sigurðsson hafði viljað til leiðar koma. Þá er fjárhagsaðskilnaðurinn komst á (með 1. 2. Jan. 1871), þá ákvað Iiíkisþingið tillagið til Islands 60,000 kr., og miðaði þar beint við þá upphæð, sem tillagið hafði af ofan- greindum orsökum numið þessi síðustu ár. En þó að tillagið væri nú undir komið á þennan hátt, er ekki gat heimilað íslandi neitt frambúðar-tilkall til þessa fjár, þá heimtaði Jón Sigurðs- son þar á ofan, að tillagi þessu yrði breytt í fastan höfuðstól, og dró ekki mildar dulur á, að þessi krafa væri til þess gerð, að íslendingar stæðu óháð- ari gagnvart Danmörku á eftir. í þessu liggur skýringin á höfuðstóls- kröfu aðskilnaðarmanna. Það má heita að vera aðskilnaðar-erfikenning, að tigna minning Jóns Sigurðssonar með því að halda lífinu í inni djörfu höfuð- stóls-hugmynd hans. En siðferðileg rök verða tæplega leidd að kröfu þessari. Atluujasemdir Ritstj. nRvíkure við 3. (og síðasta) kafla. Þar er nú á enda ritgerð Orluffs (Hjörleifs danska). Má með sanni segja, OrsmíðaYinnustofa Carl F. Bartels Laugavegi 5. Talsími 137. að einna ósanngjarnastur, rangherm- astur og vitlausastur sé þessi kafli. Yér getum ekki leitt hjá oss að benda á, að höf. er einlægt að tala um aðskilnaðarmenn („Separatister"), en á þó auðsjáanlega með því nafni við alla þá sem ekki vilja innlima ís- land í Danmörku sem danskt hérað eða danskan landshluta undir dönsku grundvallarlögunum. En þá á hann við alla íslendinga, hvern einn og einasta, því að vér þorum að fullyrða, að sá íslendingur er enn óborinn í þennan heim, sem það vill. Þá er höf. fer að sýna, að ísland megi ekki án Danmerkur vera, fer hann að telja upp þau gæði, sem vér njótum þaðan og þolum ekki að missa. Telur hann þar fyrst hlunnindi þau er ísl. stúdentar njóta við háskólann í Höfn. Auðvitað vóru þau hlunnindi ekki veitt íslendingum fyrir ekkert; en höf. hefir ekki hugboð um það, að margir íslendingar, sem eru andstæðir aðskilnaði, telja það æskilegast, að þessi hlunnindi væru engin til, og álíta að þau hafi bakað íslandi margfalt meira tjón en gagn. Vér erum nú að vísu þrátt fyrir alt það tjón, ekki á þvi máli. Yér ætlum að gagnið hafi þó eins mikið orðið. En staðist gætum vér það auðvitað, að fara þessara hlunninda á mis. Danskir styrktar- sjóðir eru auðvitað ekki stofnaðir handa íslendingum, og fjárveitingar úr þeim til íslendinga eru venjulega veittar til einhverra þeirra fyrirtækja, sem Danmörku koma til gagns, þó að vér ef til vill höfum gagn af þeim lika; þeirra fjárveitinga, sem öðruvísi er farið, megum vér gjarnan án vera. En svo nefnir höf. einn stórarð, sem vér höfum af Danmörku: ís- lendingar fái dönsk embætti!!! Þeir eru nú teljandi, jeir íslendingarnir — eru þeir ekki eitthvað fjórir núna, sem stendur? Og eru þeim veitt embætti af því, að þeir eru íslendingar? Er það gert í íslandsþágu? Nei, og aft- ur nei. Það yrðu Danir sjálfir, sem hefðu skaðann af að missa þá. Var Konráði Gíslasyni eða Vilhjálmi Finsen veitt embætti til þess að gera íslandi þágu? Nei, af því að Danir áttu ekki sjálf- ir jafn færamenn eða betri á að skipa. Eða Finni Jónssyni? Áttu Danir jafn góðan mann eða betri í hans rúm? Ef ekki, hverra er þá þágan? Og hafi veitingarvaldinu danska einhvern tíma orðið sú skyssa, að skipa í embætti hjá sér íslending, sem síðar hefir reynst miður nýtur í embætti sínu, eins og Dr. Valtýr Guðmundsson (að háskólans dómi sjálfs), þá er oss í því engin þægð. Þvert, á móti. Oss er engin ánægja að landar vorir séu skip- aðir í þær stöður, er þeir eru ekki menn til að rækja svo, að oss sé sómi að. Annars gleymir höf. að geta þess, hver urmull af dönslcum em- bættismönnum hefir fengið embætti (atvinnu) á Islandi og að meiri hluti þeirra að töJunni til hafa hvorki verið oss til gagns né sinni þjóð til sóma, jafnvel komið fyrir, að embættisferiJl- inn hér hefir endað í betrunarhúsinu. Ef sniðnir væru burtu úr sögunni menn eins og Arngrímur lærði, Þor- móður Torfason, Árni Magnússon, Jón Eiríksson, Bertel Thorvaldsen, Konráð Gíslason, Vilhjálmur Finsen, Niels Fin- sen og jafnvel fleiri, þá sæist bezt, hvort Danir hafa haft vansæmd eða tjón af íslendingum í Danmörku. Ef hr. Orluff vill gera upp slíka reikninga, þá verður áhallinn ekki á íslands hlið. Iíöf. aumkar stöðu tungu vorrar, „þrátt fyrir margháttaða hjálp frá Dan- mörku“. í hverju er sú hjálp fólgin? Hún er oss ókunnug, og hennar er heldur ekki að vænta, þar sem sá danski maður, sem helzt ætti að geta haft vit á, Dr. Wimmer, neitar því að nokkrar íslenzkar bókmentir sé til síðan í fornöld. Þá hneykslast Orluff á því, að vér skulum ekki semja lög vor á dönsku (útlendu máli, sem íslenzkur almenn- ingur skilur ekki) og heyja dóma vora og réttarfar hér í landi alt á dönsku, til þess, að danskir menn, sem kynnu að vilja eða þurfa að fara hér í mál, geti notað sitt eigið mál! Ekki fer hann þó fram á, að Danir skuli hafa lög sín og réttarfar á íslenzku, svo að íslendingar, sem þurfa að fara í mál í Danmörku, geti notað sitt eigið mál. Hverjar orðabækur vér eigum til oss til nota, kemur hr. Orluff og Dön- um ekkert við. Ef þá skortir orða- bók til að nema af íslenzku, þá liggur óneitanlega næst fyrir þá, að sjá sér fyrir henni sjálfir. Yfir tekur með heimskuna (eða er það Jjúgsamleg lævísi?), þá er hr. Or- luff fer að sanna það, að verzlunar- frelsið hafi orðið oss til bölvunar og árangurinn af starfi Jóns Sigurðssonar hafi orðið afturför íslands. Lítum ofurlítið á sannanir(!) hans. 1843 var hlutfallið niilli íslendinga og Dana eins og 1 mót 22, segir höf., þ. e. Danir vóru 22 sinnum eins mann- margir og íslendingar; nú er hlutfallið eins og 1 mót 33. Af þessu sést, segir höf., að fólksfjölda íslands hefir farið tiltölulega aftur — saman borið við Danmörku. Síðar talar hann blátt áfram um „afturför" vora að fólks- fjölda, án þess að nefna neina tiltölu. 1855, er verzlunarfrelsið kemst á, er ibúatala íslands um 60,000. 1905, fimmtíu árum síðar, er íbúatalan 80,000. Það er 3373% fjölgun á 50 árum. Það er svo óvanaleg mannfjölgun, að þau lönd eru tiltöluJega fá, þar sem fólki fjölgar svo ört, að undanteknum ónumdum löndum eða hálfnumdum, með miklum innflutningi fólks. En nú er svo fjarri því, að ísland hafi átt innflutniugi að fagna, að sízt mun fjarri að út hafi flutt af íslandi á sama tímabili aðrar 20 þúsundir manna. íslandi heflr því stór-farið fram að fólksfjölda síðan verzlunin varð frjáls. Þó að einu landi öðru, Danmörku, sem er ágætisland af náttúrunnar hendi og er bygt einni af bezt mentu þjóðum heimsins, hafi farið enn meira fram á sama tíma, þá er framför ís- lands ekki síður mikilsverð fyrir það. SJíkur samanburður sannar því alls ekki það sem hr. Orluff ætlast til. Með annari eins meðferð á tölum, eins og hann hefir, má sanna hvern fjand- ann, sem vera vil]. Til dæmis: Danmörku hefir farið enn meir fram að fólksfjölda en ís- landi, síðan Danmörk sleppti verzlunar- einokuninni af íslandi; þar af leiðir, að Danmörk hefir haft enn meiri hagn- að en ísland af því, að íslands verzl- un var gefin frjáls! Annað dæmi: Danmörku hefir á allri sinni ævi aldrei farið eins stór- kostlega fram á jafnlöngum tíma að íólksfjölda og verzlun, eins og siðan hún misti hertogadæmin. Þar af leið- ir, að það hefir verið sú mesta bless- un, sem yfir Danmörku hefir komið,

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.