Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 02.11.1907, Síða 2

Reykjavík - 02.11.1907, Síða 2
252 REY K JAVIK Olívei- Twist er heimsfræg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún fæst nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifærisgjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, lœrðu þeir eitthvað af henni. Sama má segja um Oliver Twist: hversu oft sem hann er lesinn, fins1 nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg' 1262, er ísland gekk Noregskonungi á hönd. Þá er vór Danir fengum Noreg, fylgdist ísland þar með. En vór öðiuðumst ekki önnur né meiri réttindi yfir íslandi, en þau sem lands- menn höfðu af frjálsum vilja og um óákveðinn tíma játað Noregskonungi- Skyldi sú raun á verða, að megin- þorri íslendinga óski nú að halda ó- slitnu sambandinu við danska alríkið, þá verður það að eins hyggileg for- sjálni, sem kemur íslendingum til þess, en alls ekki nokkur snefill af ást á oss Dönum. Þeir álíta það þá hag- kvæmast sér — svona fyrst um sinn — að yfir sér ríki konungur, sem hefir svo góð sambönd við önnur ríki eins óg Friðrik 8. Má vera, að íslendingar leggi nú fullmikið upp úr hagsmunum þeim sem samfara eru konungsættinni, sem nú situr á veldisstóli. En ég hygg, að þeir Eíkisþingsmenn, sem nú eiga að „íhuga“ afstöðu íslands og Dan- merkur, ættu að sýna ina mestu varkárni". Umræður höfðu orðið talsverðar, og flestar sanngjarnar i vorn garð. Meðal þeirra er til máls tóku, var Jul. Schiött, er eitt sinn var ritstjóri blaðsins „Illustr. Tidende", en er nú forstöðumaður dýragarðsins {Zool. Have) í Höfn. Hann mælti meðal annars svo: „Betur að þeir góðu (og miður góðu) menn ríkisins, sem nú eiga að fara að greiða úr flækjunni, vildu hafa það hugfast, að með því að vernda frelsi sögueyjarinnar, greiðum vér skuld af hendi við umliðna tíð! Þeir ættu að minnast réttinda íslands áður en þeir fara að hugsa um meir eða minna réttmæta hagsmuni vora!" „Fram“. Fundur 2. og 4. Fimtudag í hv. mán. kl. 8'/2 síðd. í Templara-húsinu. Næst: Nýtt skattmála-umtalsefni. Bókmentir. Lesbók handa börnum og uuglingum I. Guðm. Finn- bogason, Jóhannes Sigfús- son, Pórhallur Bjarnarson gáfu út að tilhlutun lands- stjórnarinnar. 160 bls. 8vo. Reykjavík 1907. [Á kostnað „Unga íslands"]. Lesbók þessi er merkt „I“, og á því auðvitað að vera fyrsta lesbók, er við tekur af staírófskverinu. Ætla mætti, að hún væri góð bók og nýtileg, er landsstjórnin hefir svo mikíð við að skipa þrjá menn í nefnd til að sjóða saman jafn-lítið kver, því að menn hefðu mátt við búast, að stjórnin hefði ekki valið af verri end- anum. Af þessum mönnum hefir að eins einn (Jóh. Sigf.) áður sýnt nokkurn hæfileik til að gefa út barnabók, eða bók við unglinga hæfi („Samtíningur"). Annar (Guðm. Finnb.) hefir ekkert sýnt, og séra Þórhallur hefir sýnt, að hve mikill gáfumaður sem hann ann- m------------------------------o ÚRSMÍBA-YINNUSTOFA. Vönduð íTr og Hlukknr. Rankastræti 12. Helgi Hannesson. •------------------------------• ars er, þá er honum alveg ósýnt um, hvað er við barna hæfi. 1 „Fornsögu- þáttum" hefir hann ætlað börnum að skilja orð, sem enginn barnakennari á íslandi skilur og efast má um að hann skilji sjálfur. Ekki skortir ágætar fyrirmyndir fyrir lesbókum; inir alkunnu „Readers" Breta og Ameríkumanna mega allir heita fyrirtaks-bækur í þessari grein; sumir hrein snild. Ýmislegs er að gæta við samningu eða útgáfu slíkra barnabóka, bæði að því er til máls kemur og efnis. Les- bók er ekki að eins til að kenna börn- um að lesa, heldur einnig til að kenna þeim móðurmálið. Og þar sem ræða er um heilan flokk eða röð af lesbók- um, þar sem sú fyrsta tekur við af stafrófskverinu og svo hver af annari, þá verður sífelt að hafa þroskaskeið barnsins í huga við hverja bók. Þetta tekur bæði til máls og efnis. Efnið má ekki vera fyrir ofan sjóndeildar- hring barnsins, en það má smáþyng- jast á þann hátt, að það sjálft (efnið) víkki smám saman sjóndeildarhringinn með því að fræða barnið. Að því er til málsins kemur verður að hafa það í huga, að fyrsta bókin hafi sem mest inni að halda þau ein orð, sem hvert barn á því reki skilur, sem er að Ijúka við stafrófskverið sitt. En þau orð, sem líklegt er að hvert barn á þessu reki skilji ekki, þarf að skýra á undan hverjum les- kafla líkt og gert er í Barnavini Jóns Ólafssonar, 1. og 2. hefti. Sama er, ef ætla má að barnið kunni, ef til vill, ekki að beygja orðið rétt, þá á að sýna beyginguna í orðskýringunum. Þessi orð, sem börnin skilja ekki sjálf- krafa, verða að vera sem fæst í byr- jun, en mega svo smáfjölga, þó ekki óðara en svo, að minni barnsins só ekki ofboðið. Orðskrípi mega helzt ekki koma fyrir; en ef þeim má ekki breyta sakir blæsins, eins og „for- stöndugur", „bókarament" og „for- framaður" hjá Jónasi Hallgrímssyni í ævintýrinu „Leggur og skel“, þá ber að benda á í skýringunum, að þetta sé orðskrípi. Útlenzkuslettum og röng- um orðmyndunum verður að breyta, hvaða höfundur sem í hlut á, í því sem tekið er í lesbók. Lesbókin á að geta verið barninu fyrirmynd, sem því sé óhætt að fara eftir. Ef vér nú fyrst htum á efnið í þessari Lesbók I, þá er mikið af því létt og við barna hæfi, og þó nokkuð misjafnlega. En það er sýnilegt, að engin regla (plan) hefir vakað fyrir út- gefendunum, eða að minsta kosti er engri fylgt. Margt, sem þyngra er, er framar en annað, sem léttara er. í sögunni „Tryggur hundur" (51.—53. bl.) mun ekkert barn skilja í því, hvernig á því stóð, að kaupmaðurinn taldi það vísan vott þess, að hundurinn sinn væri orðinn vitlaus, að hann vildi ekki drekka, er hann kom að læk. Og trúlega er margur sá barnakennarinn, ekki að tala um fólk á kennaralausum heimilum, sem ekki hugkvæmist, eða hefir ekki vit á, að skýra þetta fyrir barninu. Hundæði, það er nefnt er öðru nafni vatns-skelkur, er óþekt hér á landi. Þótt því barnið skynji aðal- efni sögunnar, þá skilur það ekki þetta. Orsmíöavinnustofa Carl F. Bartels j Laugavegi 5. Talsími 137. j Hér hefði því þurft efnis-skýringu. Islands-vísan hans Jónasar, sem kverið byrjar á, hefði heldur átt að standa siðast í því, eða jafnvel ekki fyrri en í næstu bók. „Dýraþingið" er góð grein, og yfir- leitt mjög vel þýdd. En heldur mundi hún eiga sæti í II. eða III. bindi Lesbókar, heldur en í inu I. Greinirnar um „Penna“ og „Pappír" eru af þeim sem helzt hefðu mátt bíða síðari binda. Yfirleitt eru frumsömdu kaflarnir beztir; en eins er um þá sem hina, að engin viðleitni er á því höfð, að hafa þá framar, sem óbrotnastir og barnalegastir eru, en hina síðar, sem hugsanaríkari eru eða íullorðinslegri. Aí því sem höfundarnir hafa sjálfir til lagt frumritað, virðist oss miklu betra það sem séra Þórhallur hefir ritað, heldur en Guðm. Finnbogason (Jóhannes hefir ekkert frumritað). Hon- um lætur vel að skrifa fyrir börn sjálfur, miklu betur en að velja fyrir þau eftir aðra. Ekki getum vér sagt, að þeim út- gefendum takist vel, þar sem þeir fara að yrkja upp eftir eldri skáld. Gáta Gestumblinda er rétt þannig: Fjórir ganga, fjórir hanga, tveir veg vísa, tveir hundum varða, einn eftir drallar ævi-daga, sá er jafnan saurugur. En útgef. yrkja um og segja: „tveir hundum verja, einn eftir drallar og oftast óhreinn". Afgömlu vísuna: „Ap, Jún, Se, Nóv þrjátiger" yrkja þeir upp þannig: „Ap, Jún, Sept, Nóv þrjátíu hver“. Vísan er svo gömul og alþekt, að henni á ekki að breyta. Það var auð- velt að skýra börnunum, að „þrjátiger" væri miðalda-orðmynd fyrir „þrjátíu", sem nú er sagt. Rangar orðmyndir, orðskrípi og út- lend orð og útlenda setningaskipun ætti að varast eins og heitan eld í barnabók. Sumar rangmyndanir eru orðnar svo algengar í málinu, að vanaföstum mönnum þykir óþarfi og ógerningur að hrófla við þeim. En sé rétta myndin auðlærð, þá virðist oss einsætt að kenna börnunum hana rétta frá byrjun. Ef allar barnabæk- ur og kennarar gerðu það, þá hyrfi ranga myndin i gröfina með eldri kyn- slóðinni. Svo er t- a. m. um orð- myndina „volæði" (128. bls.) fyrir „volað“ (beygist eins og „hérað“, „for- að“, sem nú er oft afbakað í „foræði", þótt rétta myndin heyrist enn á stund- um). „Melur" þýðir á voru máli sandslétta eða smágrýlt siétta; einnig korntegund, sú er óræktuð vex í Skaftafells-sýslum. En „mölur“ er ormur, sem skemmir dúka og vefnað. Nú mætti ætla, að séra Þórhallur og Jóhannes væru svo biblíufastir, guðfræðingarnir, að þeir könnuðust við þau auðæfi, sem „hvorki mölur né ryð fær grandað", og þyrftu því ekki 6 sinnum í 9 línum að láta „mel“ (fyrir ,,möl“) éta vef kerlingar. — Hér og víðar í bókinni verður fyrir oss orðið „titlingur" (=spörr); það er hér sem oftast nú orðið rangritað; á að vera „tittlingur"; ,,-lingur“ er smækkunar afleiðsluending. Það táknar eitthvað, sem lítið er (titt-lingur—lítill tittur; fuglinn heitir tit á ensku); eins V 1 11 ................. ! 1 M ..II, er vett-lingur=Iítill vöttur. — Meinlegt er að sjá (65. bls.) í þessari bók talað um, hvað „samvizkan bíður“ [bíður= þolir] í st. f. „býður“ (segir fyrir). — Eignarfall af „ær“ er „ár“, en ekki „áar“ (69. bls.) — „Hver sem er fyr á fætur" (77. bls.) er herfileg málleysa í st. f. „fyrri“. — „Stallur" þýðir m. a. jata, sem hesti er gefið hey í. Því er talað um að leiða hest að stalli, setja hest á stall. En „stallur" þýðir aldrei í voru máli „hesthús" (á dönsku: Stald). Því er það örg dönsku- sletta að tala um að „loka hest inni í stalli“!!! (bls. 78). — „Öðruvís" er betri orðmynd en „öðruvísi" (97. bls.). — „Slanga" er band, sem menn hafa til að kasta steini úr, eins og Davíð gerði, er hann rotaði Golíat. En að kalla höggorm „slöngu" (eins og gert er á 105. bls.), er argasta dönskusletta. — Leiðjnlegt er að sjá inn leitt í bók- málið orðskrípi eins og teista (kvk., 116. bls.), þótt það sé sagt sumstaðar á ís- landi. Rétta myndin er „þeisti" (karlk.) og er tíðkuð víða um land. — Tepru- skapur er það, að nú þykir ekki „fínt“ lengur að segja á réttu íslenzku xnáli „að éta“; það verður að heita „að borða". Þó þýðir „að borða“ að eins að sitja við borð (til matar). Prest- arnir eru þó svo „grófir" enn að hafa um hönd orð biblíunnar og segja: „takið og etið“. Skyldi ekki dreng- urinn, sem rifur kökubita af systur sinni (32. bls.) blátt áfram éta hann? Hann setst varla að borði með hann, til að borða hann. - „Indæll" (141. bls.) er röng stafsetnir.g; á að vera með tveim n-um. (Ekki ind-æll, heldur inn-dæll). — Á 153. bls. er sagt um Öskudaginn: „Pápískir halda hann“ o. s. frv. Það er ekki íslenzka að hafa þannig lýsingarórð í nafnorðs stað: „pápískir" f. „pápískir menn“, eða öllu heldur „kaþólskir menn“, því að „pápískir" er uppnefni. Betra hefði verið að sleppa „Skrift- arreglum" Sigurðar Breiðfjörðs (143. —144. bls.), heldur en að láta karlinn dauðan vera að kenna nútíðar-börnum þýzk-danska stafsetning aldar-gamla (að rita nafnorð öll stórum upphaísstaf). Myndirnar „eg“ og jeg“ viðhafa út- gefendurnir einlægt í graut. Fyrst hugðum vér, að „eg“ hefðu þeir að eins í Ijóðum, en „jeg“ í sundurlausu máli. En það reyndist ekki svo: á 10. og 19. bls. t. d. er „jeg“, en á 72. og 108. bls. „eg“ — hvortveggja í ljóðum. Svo hugðum vér að „eg“ ætti að vera tígulegra, en „jeg“ lítil- mótlegra. En þá rákumst vér á að krakkinn segir „eg“ á 132. bls., en Washington hershöfðingi „jeg“ á næstu bls. á eftir. Þá datt oss í hug, að „eg“ væri haft á annari hverri síðu bókar- innar, en „jeg“ á annari hverri, til að venja börnin við hvortveggja jöfnum höndum. En það brást líka; stundum er „jeg“ einlægt á mörgum bls. sam- felt; stundum er „jeg“ og „eg“ á sömu bls. í sama kvæðinu með 1 línu milli- bili, án þess a.ð kveðandi heimti frem- ur aðra myndina en hina (108. bls.). Engin regla, alt eintómur hringlandi! Yfir höfuð er ekki auðið að sjá, að nokkur frumregla um nokknrn skap- aðan hlut hafi vakað fyrir útgefend- unum. Yér þekkjum enga þá megin- reglu, er sjálfsagt væri að fylgja við samning og val slíkrar lesbókar, sem ekki sé brotin á bak aftur í þessari bók. Til þess að temja við lestur börn,

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.