Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 16.11.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 16.11.1907, Blaðsíða 1
VIII, 83 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Laugardag 16. Nóvember 1907. Áskrifendur í b æ n u m yfir 1000. VIII, 83 ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. Oflia elílavolai* selur Kristján Þorgrímsson. Ofnar og eldaTélar Ndt«e?„Sm'?Ii?Sol,a" „RKYKJAYÍK" Árg. [60—70 tbl.] koatar innanlands 2 kr.; orlondig kr. 8,00—8 sh.— 1 Aoll. Borgist fyrir 1. Júli. Ella 3 kr. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,60; 8. og 4. bls. 1,26 — Útl. augl. 331/s°/o hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri •J6n Óltvfwson. Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum. Ritstjórn: ---„ stofunni. Telefónars 29 ritstjöri og afgreiðsla, 71 prentsmiðjan. hefir aukist, þrátt fyrir peninga- ekluna. Hvergi á landinu er úr eins miklu að velja og í inum ýmsu deildum Magasínsins. Hvergi eru vörurnar seldar ódjrrari og hvergi eru þær valdar betur né sam- vizkusamlegar, því Magasínið vill eiga það með réttu, að það selji landanum ósviknar vörur fyrir sanngjarnt verð. Kaupið því vörur yðar í þess- ari gömlu, íslenzku verslun, því þér fáið ekki betri kjör annar- staðar en í er Thomsens Magasín, og lang- elzt allra verzlana hér, stofnuð 1837. Arðurinn af henni er kyr í landinu; marga tugi þúsunda heíir hún útborgað viðskifta- mönnum, verzlunarmönnum, iðn- aðarmönnum og verkamönnum, sem hjá henni hafa starfað, og mörgu góðu hefir hún komið til leiðar. Reynt hefir hún að fylgj- ast með tímanum og oftast verið íjörugust á undan, þótt gömul sé. Ekki likar henni samt nýjasta tízkan, að selja verzlun íslands í hendur útlendingum, þegar útlit er fyrir að harðni í ári. Heldur en að selja sig og dætur sínar (deildirnar) útlendum auð- kýfmgum, kýs hún að draga úr seglum og minka um sig, á meðan hryðjan gengur yfir og peningar eru fáir og dýrir. Sparsemdarandi er kominn í kerlu, útgjöld öll eru lækkuð, út- lánum fækkað, skuldir kallaðar inn, bókfærslan einfölduð, óarðber- andi deildum lokað og ónotuð húspláss leigð út. Fljót er hún i snúninguin, eins og stúlkurnar í gamla daga. Aíleiðingin af þessari ráðdeild hennar hefir verið sú, að nýtt fjör hefir færst í allar aðaldeildir Magasínsins. Ágóðinn af vörun- um hefir verið lækkaður, vör- urnar seldar ódýrara en áður, og árangurinn er orðinn sá, að um- setning deildanna hefir verið meiri í haust, en að undanförnu, Jhomsens jVíagasíni. Bókmentir. Ólöf í Ási. Fært hefir til betra máls sögu sjálfrar hermar Giiðnuindur Frið- jónsson. Rvík. 1907. Er það ekki undarlegt? Þarna liggur hjá mér heill bunki af kverum og bókum, sem mér hafa send verið til umgetningar og ég hefi ekki komist yfir enn að lesa og minnast á. En hér tek ég bók, sem ég hefi orðið að kaupa, af því að hún var ekki send mér til umgetningar. Því er ekki að leyna, að vei ritað- ur ritdómur eftir Óiaf Dan Daníelsson vakti athygli mína á bókinni; ég vissi ekki af tilveru hennar fyrri. En sá ritdómur var samt svo ritaður, að þar var eingöngu getið um lesti bókarinn- ar, en ekki um kosti, og þótti mér undariegt, þótt hugskot Guðmundar sé auðsjáanlega mjög spilt orðið, ef þó væri ekkert nýtilegt í bókinni — og því vildi ég kynnast henni Nú hefi ég lesið bókina — mér til mikillar skapraunar, en þó haft ánægju af sumu. Ég skal, eins og mér er tamt, fyrst minnast á máhð á bókinni, þá á stýlinn, og loks á efnið og meðferð þess. Um málið er það að segja, að það er yfirleitt hreint, eins og vant er hjá Guðmundi, en þó með nokkrum göll- um. — Nafn bókarinnar er „Ólöf í Ási“. Svona mun vera talað sumstaðar á ís- landi (mig minnir Ólafur, faðir Björns augnalæknis, væri oftast nefndur Ólafur í Asi). En á Austurlandi segjum við ,,á Ási“, og er það réttara. „Séra Yígfús á Ási“ var jafnan svo nefndur g000000000000000 000000000000cxxxx50000cc o EDINB0R6. § o o Horaee Greeley sagði einhvern tíma, að ef þér væri eins vel geíið að sjá fyrirfram eins og að sjá eftirá, þá vær- irðu skollans miklu skarpskygnari. Neytið forsjálni yðar í því, að kaupa þar varning, sem hann er beztur að gæð- um, þar sem tegundir eru mai’gar og verð- ið hæfilegt, og þá mun reynslan sýna yð- ur, að ekki er í annað hús betra að venda en til vor. Vér erum nú að búa oss undir J óla-sýningu vora, og búumst við, að opna hana inn- an fárra daga, og mun þar verða ágætt úrval af nytsömum og árstíðarhæfum munum. Yður mun aldiei verða eftirsjá að því, að eiga kaup við verzl. EDINBORG. lOOOOOOOOOOOOOOOO-OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO í ungdæmi mínu, og er það réttara mál samkvæmt þeim reglum, er mál- ið virðist fylgja með forsetningar fram- an við bæjanöfn. Lakari ávirðing verður fyrir manni á 4. bls.: „ég þarf að taka mig saman og herða mig upp“ (á dönsku: „tage mig sammen"). Jafn-meinleg dönsku- sletta er á 14. bls.: „ég hafði það á tilfinningunni “; þetta er alveg friðrik- -bergmanska. — Kaupmenn tala um, á sinni dönsku, að „taka beholdning“. G. Fr. þýðir hér beholdning með „vöru- rannsókn Það orð mundi beturhlýða, ef ræða væri um að rannsaka gæði vöru. „Að taka beholdning“ er ekki annað en að „kanna birgðir“ sinar af varningi, og beholdning mætti því heita „birgðakönnun“ á voru máli. — „Hnoða“ lætur hann vera kvk.-orð (45. bls.) í stað kl. — „Vetur“ kann hann ekki að beygja; hefur eignarf. „veturs“, sem ekki er til, í stað „vetrar“. — „bak- hjarlið" er óskiljanlegt; »hjarl“ (kyn- laust) kemur að eins fyrir í fornljóð- um og merkir „jörð.“ „Bakhjallur" (karlk.) er alt-íða og vafalaust rétta myndin („balcjarl" er alt annað og í annari merking). — „leggja drögur fyrir e ð“ er vitleysa; á að vera: leggja drög (— net) fyrir e ð. „Drögur“ er trjádráttur (viður, sem fluttur er svo á hestum, að endarnir dragast). — „Foræði“ er röng mynd f. forað. — „leggja sig í límann" hygg ég sé rang- mæli 1 st. f. „í líma“ (án greinis). — „bera í bætifláka fyrir einhverjum" hefi ég aldrei heyrt og hygg það rengra heldur en „bætifl. fyrir einhvern,“ sem er altítt. — Hvað „laufgróinn skorn- ingur“ á að þýða (146. bls.) leiði ég minn hest frá að skilja. — „að lenda í flæðiskeri" er rangmæli, í st. f. „á flæðiskeri," sbr. inn algenga talshátt, að „vera ekki á flæðiskeri staddur11. Með „sker“ (ósamsettu) má hafa for- sögnina í, einkum ef skerið er stórt(„úti í Æðarskeri," varpey með því nafni); en á er oftast haft, ef skerið er lítið, og „flæðisker“ (sem flæðir yfir með flóði) er ávalt örlítið. — „kven-“ er réttur fyrri hluti orðs: kvenmaður, kveneðli, kvenlegur, kvenhringur, kven- vera; myndin „kvenn-“ er í slíkum samsetningum röng. Guðm. Friðjóns- son virðist hafa gert sér að reglu, að hafa réttu og röngu myndina á víxl. Mér telst, að orð, sem byrja á kven-, komi 10 sinnum fyrir í bókinni, 6 sinn- um rétt rituð (39., 70., 74., 129., 120 og 121. bls.), en 4 sinnum rangt (25., 63., 72. og 161. bls.). Alt um þotta er málið yfir höfuð gott á bókinni. Þá er nú stýllinn. Þar kastar alveg tólfunum. Guðmundur reit einkenni- legan og fjörugan stýl, fyrst er hann tók að rita. Hann notaði oft myndir líkamlegra hluta til að tákna andlega hluti, og fór það tíðum vel, eins og vel má verða, ef ekki er of mikið af því gert og myndirnar vel valdar. Hann reit og orkti oft í líkingum, sem snildar-vel fór á. Ég skal taka til dæmis þetta um gigtina: „í mjöðm- inni átti hún óðal og bú, | en ítak og selför í herðum“. En þessum einkennum stýls síns verð- ur hann sjálfur svo hrifinn af, að hann starir einlægt á þau síðan eins og pá-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.