Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 16.11.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 16.11.1907, Blaðsíða 2
260 R E Y K J A V I K Oliver Twist er hcimsfræg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún fæst ntí í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifærisgjöf fyrir unga fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, lœrðu þeir eitthvað af henni. Sama má segja um Oliver Twist: hversu oft sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg. fuglinn á stélið á sjálfum sér, og svo missir hann sjónir á öllu öðru. Augu hefir G. Fr. til að sjá með og eyru til að heyra með. Rökleiðslu- gáfu til ályktana hefir hann lit.la sem enga. En hann hefir ímyndunarafl og svo mikið vald á móðurmáli sínu, að hann gæti ritað margt vel, ef hann væri ekki svo spiltur að smekk, að hann fyrirliti látlaust mál. í þess stað setnr hann hverja hugsun og mynd á pínubekk í skrúfstykki tilgerðarinnar og sérvizkunnar. Því verða úr fram- setning hans þær skrípamyndir, sem lesandinn fær ýmist andstygð á eða skellihlær að upp úr lestrinum, þar sem höf. ætlaði að verða hvað hátíð- legastur. í stað þess að segja blátt áfram um ömmu sína : „Hún var sú fyrsta mann- eskja, sem ég man eftir í barnæsku minni", lætur höf. Ólöfu segja : „Hún er fyrsta markið á lífsleið minni, fyrsta vaiðan — fyrsta lifandi varðan“. í stað þess að rita: „Foreldrum mínurn unni ég lítið og þótti ekki mikið til þeirra korra; en ömmu minn- ar minnist ég glögt og hiýlega", þá heitir þettað á skrúfstykkjamáli höf.s: „Þau [foreldrarnir] sitja ekki né búa í björtu ijósi ástar né aðdáunar. En amma mín situr í vafurloga minninga minna'M! En að hún skuli ekki bæði „sitja og búa“ þar. Eða hvað segja menn um aðra eius sælgætisbita og þetta: „Amma mín geiði mig næma fyrir hugrænum[!!!] áhrifum með sögum sínum, á þann hátt, að hún ,stemdi'[!!!J strengi vit- undar minnar og gerði þá viðkvæma"? Allir vita, að ísl. orðið „sternma" þýðirað „stýfla" [„aðósiskalástemma“, sagði Þór]. Err eigi það að vera danskt orð, hví er höf. þa að ata með því móðurmál sitt, sem á svo ágætt orð: að stilla strengi? „Þeim varð sundurorða út af smá- munum" getur G. Fr. ekki fengið af sér að segja, af því að það er daglegt mál (þó fornt sé) og óbrotið. Nei hann verður að segja: „smámunir urðu þeim að sundur-orði“, af því að það segir enginn lifandi maður né hefir nokkru sinni sagt, enda er það vitleysa. Orð eins og „harma“ getur hann ekki tekið sér í munn; það er of ó- skrúfað; hann verður sífelt að segja „harmsakir" í staðinn, af því að eng- inn maður kemst svo að orði, þótt orðið komi fyrir á einum stað í Njálu. Sem dæmi þess, hversu hljómurinn er höf. alt, svo að hann lætur efnið víkja úr sæti íyrir honum, er það, er hann lætur Ólöfu segja: „Mér fanst ég skrælna og trénast eins og haust- blásin holtasóley". „ ífaustblásin /rolta- sóley" fellur i stuðla, en hefir nokk- ur maður séð holtasóley trénast? Ég hefi séð hana sölna, en það er annað. Hefði hann sagt „skrælna eins og kal- inn kvistur", þá náði hann í einu bæði stuðlamáli og réttri samlíking. Heilli samlíking getur hann ekki »——------------------------------• fRSflÍBA-YINS USTOFA. Vönduð lí p og 14 S *i k k u r. Bankastræti 12. Helcii HanMessors. v-------------------------------->íi haldið þrjár línur á enda. Dæmi: „En oft kemur hláka í Snælandinu [o: íslandi] og telcur fannkyngjuna. En aldrei ldánaöi í landinu mínu — í snjóalandi harmsaka[!!!] rninna. Snjó- þungann rigndi að eins af — þegar gráthviðUrnar komu yfir mig“. — Aldi ei hlánaði, en snjóþungann rigndi af! Er það eklci einmitt að hláni þá er snjóinn rignir af?!! „Þá svaf ég eins og ónd á eggjum“ segir Ólöf, er hún viil lýsa því, að húrr hafi sofið fast. Eru endurnar svo annálaðar fyrir, að þær sofi fastara þá er þær liggja á eggjum? Skyldu þær síður hafa andvara á sér þá, en þegar þær hafa ekkert afkvæmi að annast? Höf. þykir svo fyrirlitlega einfalt að nefna tittlings-„hreiður“, að hann verður að kalla það „ungadyngju" á sínu skrúfstykkjamáli. „Sat hjá unga- dyngjum títtlinganna og mataði þá, gerði sér tæpitungu við þá, blístraði, svo að þeir glentu upp ginin“. Hverja þá? Hverjir þeir? Eftir orðskipun- inni á það við (fullorðnu) tittlingana, en eftir efninu við ungana. Höf. tekst ekki að (,,stemma“=) stilla hér sam- an orð og efni. „Litbrigðin þeirra [endui minning- anna] hurfu í þokumyglu liðinna tíma“. Skelfing gerspillir maðurinn cllum feg- urðaráhrifum setningarinnar með þeirri smekkleysu að hengja mgglu aftan í þokuna. „Hann fyrirleit ástamál, sem leiddu í Ijós öreigagiftingar"!! Hver skilur nú? Manni dettur ósjálfrátt í hug orð Jóns Þorlákssonar: „Hver skilur heimsku-þvætting þinn? Þú ekki sjálfur, ............!“ „Hijómana, sem ég heyri til — beyri óminn af inni í álfheimum andar minn- ar“ !!! „Hugsanirnar streymdu í hug mér . . . hálfduldar af móðublámanum, sem leggur upp af vötnum lífsins fjar- lægum, en fagurbláum" !!! (Niðurl. næst). „Fram“. Fundur 2. og 4. Fimtudag í hv. mán. kl. 8^/2 síðd. í Templara-liúsinu. íslenzkir dómarar og ísienzkar ofsóknir. III. Dómarnir í Einars-málinu. Út af greininni „Lárus skiftir búi“, sem út kom í ísafold 28. Ág. 1901, höfðaði Lárus sýslumaður mál gegn höfundinum, Einari Hjörleifssyni. En Einar fluttist vistferlum til Akureyrar fám dögum eftir útkomu blaðsins, og þar var því málið sótt og dæmt í aukarétti Akureyrarkaupstaðar 21. Apr. 1903. 22. Ágúst s. á. er það dæmt í yfirdómi, og loks 20. u ní í vor í hæstarétti. Eftir því sem frá er skýrt í dómi yfirdómsins, hefir Lárus átalið þessi umrnæli sem ósónn og meiðandi og heimtað þau dæmd dauð og ómerk : 1) „Að fletta ofan af atlerli hans [L.H.B.] sem skiftaráðanda í dánarbúi fyrii'renn- ara hans i embættinu11. 2) „Að hann, skiftaráðandinn sjáifur, mundi fara að hafa af búinu“. 3) „Meðan óséð var, hverjar ráðstafanir w. 1. ihi . ■ h I'. 11 ;vw.'. ....1 ■ ■ I'. iTr^rnTrrrrnT;; Úrsmfðavinnustofa Csirl Bartels i Laugavegi 5. Talsími 137. i 'i þeir læknir og prestur gerðu til þess að afla sér húsnæðis. dró sýslumaður málið á langinn, þóttist að sönnir ætla að kaupa húsið, en vera neyddur til að frésta kaupunum fyrir peningaþröng, og gerði auðvitað enga gangskör að því að fá annan kaupanda. En þegar þessir emb- ættismenn, læknirinn og presturinn, höfðu ráðið af, að reisa sér hús sjálfir, lét sýslu- maður það loks uppi á skiftafundi í bú- inu, að ekkert boð hefði komið í hús- eignina11. 4) Að „hann [sýslum.] hafi fengið hrundið frá atkvæðagreiðslu um málið einum af umboðsmönnum þeirra er að búinu stóðu, líklega, vegna vitneskju um, að sá um- boðsmaður væri sér andvígur“, 5) n°g þó að ótrúlegt sé, fékk hann hina umboðsmennina, tvo borgara í Stykkis- hólmi, til þess að fallast á þessa kröfu sina. Það er nokkur bending, og hún ekki sem fegurst, um ástandið þar vestra". 6) „Ut af þessu, að hann getur ekki svift búið lOOOkrónum, verður Lárus svo æfur“. 7) „Fyrir þetta heliir nú Lárus yfir hann [séra S. G.] ókvæðisorðum i hverri Þjóð- ólfs-greininni eftir aðra fyrir það, að pró- fastur hefir ekki viljað hilma yfir atforli hans, jafn-óskaplegt og það hefir verið“, 8) „og ekki lætur troða réttlætið undir fótum“. 9) „Að fá Lárus rekinn frá embætti fyrir þessar aðfarir11. 10) „Að hann [I, H. B.] hafi ekki ástæðu til að óttast núverandi yfirboðara sína. Það talast væntanlega svo til milli þeirra, að engin hætta er á rekistefnu, þó að eitthvað kunni að koma upp úr kafinu, sem blaðamönnum og öðrum embættis- leysingjum lcann að þykja kynlegt“. Öll þessi ummæli, sem hér hafa verið talin upp (undir tölul. 1 —10), dæmdi héraðsdómarinn dauð og mark- laus undantekningarlaust, og það alveg réftilega, því að orðin eru ærumeið- andi, þar sem þau bera L. H. B. á brýn athæfi, er hefði hlotið að gera hann óverðan virðingar manna, ef sönn hefðu verið. Nú segir 217. gr. hegningarlaganna: „Ef maður meiðír æru annais manns ... með því að drótta að honum ástæðu- laust, að hann hafi framið þau verk, sem mundu gera hann óverðugan virð- ingar samþegna hans .... varðar sek- tum frá 10 rdl. til 200 rdl. [=20— 400 kr.] eða einföldu fangelsi hálfan mánuð eða lengur, alt að 6 mánuð- um“.—En 218. gr. segir : „Sé þotta gert á prenti .... varðar það einföldu fangelsi ekki skemur en 3 mánuði, eða sektum ekki minni en 50 rdl.“ [=100 kr.]. — 219.gr. segir: „Fyrir annan ástæðulausan áburð, sem hlýtur að verða virðingu þess er fyrir verður til hnekkis, og fyrir ókvæðisorð eða skammaryrði. . . skal gjalda sektir alt að 200 rdl. [400 kr.] eða það varðar einföldu fangelsi alt að 6 mánuðum". Héraðsdómarinn heimfærði nú brot Einars Hjörl. undir 219. greinina, sem er langvægust, og dæmdi hann því í 50 kr. sekt og 12 kr, málskostnað. E. H. hafði dróttað að L. H. B. fjár- drætti, þ. e. að hann hefði misbeitt freklega embættisstöðu sinni sjálfum sér til ávinnings, enda gefur í skyn, að hann hafi unnið til embættismissis (samkv. 142. gr. hegn.l.). Hann ber honum á brýn, að hann troði réttlœt- id undir fótum; að atferli hans hafi verið ósltaplegt — auk margra annara meiðyrða, sem hér eru að framan talin. Héraðsdómararium hefir þvi mis- sýnst í því, að heimfæra brotið undir rétta grein, því að á því liggur ekki efi, að brotið heyrði undir 218. gr. hegn.ú eu hún leggur fyrst og fremst ÍJndÍi*lt"it*ið tilkynnir hér með sínum fyrri viðskiftamönnum og öðr- um, að ég er nú á ný byrjuð að „8 trau Reykjavík, Austurstræti Í7, w/u 1907, Telefón 126. Isafold Haalkonssen. fangélsis-hegning við slíku broti, nema málsbætur sé eða í minna lagi kveði að brotinu, og þá er þó lægsta sekt 100 Jcr. Að svo sé rétt álitið, að bi'otið hefði átt að heimfæra undir 218. gr., það gefur hæstiréttur berlega í skyn í dómi sínum, sem síðar mun sjást. Einar Hjörleifsson áfrýjaði héraðs- dóminum til landsyfirdóms. Lárus gagnáfrýjaði ekki dóminum til herð- ingar — líklega af meinleysi; hefir litið svo á, að það væri aðalatriðið, að allur óhróðurinn væri ómerktur, en hitt stæði á minna, hvort Einar að öðru leyti fengi hærri eða lægri refs- ingu. En fyrir þessa sök, að hann gagnáfrýjaði ekki, gat hann ekki í yfir- dómi krafist meira en að héraðsdómpr- inn yrði staðfestur. Og af sömu á- stæðu gat hann heldur ekki krafist meira fyrir hæstarétti, því að þar má ekki bera fram nýjar kröfur, sem ekki hafa gerðar verið fyrir yfirdóini. En hvað gerir svo yfirdómurinn við málið ? [Jón Jensson hafði verið leidd- ur vitni í málinu, og varð því að víkja sæti. En Eggert. Briem skrifstofustj. var setudómari í yfirdómi í Jóns stað]. Landsyfirdómur féllir úr gildi ómerlc- ingu allra meiðyrðanna, að undan- teknum orðunum, sem til greind eru í 7. og 9. tölulið hér að framan, færir niður sekt Einars úr 50 kr. niður í 30 kr., en dæmir hann í 15 ,kr. máls- kostnað fyrir yfirdómi. Og hvernig fer dómstóllinn að röb- styðja þennan merkilega dóm ? Yfirdómurinn telur fyrst upp öll meiðyrðin, sem hér hafa nefud verið að framan, óg segir svo um þau: „Þessi ummæli gt'einarinnar, sem hér hafa verið til greind, ,miða að því og eiga að réttiætast við það, að stefndi [L H. _B.] hafi sem skiftaráðandi í áðuráminstu dánarbúi Jagt kapp á það, að fá keypta. húseign bús- ins fyrir 7000 kr, pótt í hana hafi verið boðið frá annari liálfu 8000 kr. Það virð- ist og nægilega sannað með gögnum peim sem fram eru komin í málinu, að stefndi hafi lagt kapp á petta, bæði meðan hann enn var skiftaráðandi ■ því og einkanlega eftir að hann yék sæti sem skiftaráðandi í því“. Tvent virðist mega heimta af hver- jum dómstóli: 1. að hann lesi skjölin í því máli, sem hann á að dæma í; 2. að hann spinni ekki sjálfur upp ó- sannindi um það, að eitthvað standi í „gögnum þeim sem fram eru komin í málinu", sem ekki að eins ekki stend- ur þar, heidur er jafnvel alveg gagn- stætt því sem þar stendur. Eins og hæstiréttur tekur fram í dómi sínum (sjá síðar), þá sést á gögnum þeim, sem fram komu í mál- inu, að Lárus Bjarnason bauð i húsið 7000 kr. og að hann þá afsalaði sér öllum skiftaráðum búsins og bað um að settur yrði annar skiftaráðandi; að ekkcrt annað boð var þá framkomið í húsið — 8000 kr. hiliiboðið kóm ekki fxam fyrri en eftir þetta. Samkvæmt „gögnum þeim.sem fram eru komin í, skjölum málsins" var Lárusi óinögulegt, að ieggja kapp á „méðan hann var skiftaráðandi", að fá kéypta huseignina fyrir 7000 kr. þótt f=þrátt’ fyrir það] að í hana hafi verið boðið frá annari hálfu 8000 krF', /

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.