Reykjavík - 23.11.1907, Qupperneq 1
VIII, 84
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Laugardag 23. Nóvember 1907.
Áskrifendur í b æ n u m
yf ir 1000.
VIII, 84
ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI.
Ofna og eldavélar selur Kristján Porgrímsson.
Ofnar o<» eldavélar Neía^nokk^þvifchau
ooooocoooooooooo
ooooooooooooooooooooocg
EDINBORG.
Horace Greeley sagði einhvern
tíma, að ef þér væri eins vel geflð að sjá
fyrirfram eins og að sjá eftirá, þá vær-
irðu skollans miklu skarpskygnari.
Neytið forsjálni yðar í því, að kaupa
þar varning, sem hann er beztur að gæð-
um, þar sem tegundir eru margar og verð-
ið hæfilegt, og þá mun reynslan sýna yð-
ur, að ekki er í annað hús betra að
venda en til vor.
8
g Vér erum nú að búa oss undir
8 Jóla-sýningu
Q vora, og búumst við, að opna hana inn-
Si an fárra daga, og mun þar verða ágætt
Ö úrval af nytsömum og árstíðarhæfum
O munum.
O
mun aldrei verða eftirsjá
O að því, að eiga kaup við
1 verzl. EDINBORG.
o
o .
ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooí
„REYKJAYlK"
Árg. [60—70 tbl.] ko8tar innanlands 2 kr.; erlendis
kr. 3,00—8 ah.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr.
Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50;
3. og 4. bla. 1,26 — Útl. augl. 8S1/#0/0 bœrra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Bitstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri
Jón Ólafsson.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum.
Ritstjórn: ---„ stofunni.
Telefónar s
29 ritstjóri og afgreiðsla,
71 prentsmiðjan.
Bakbit.
„Nú er af, sem áður var“.
Hannes Hafstein var varla óðara
stiginn á skipsfjöl á ferð til útlanda,
en blað eitt hér, sem fram undir síð-
asta Nýár heflr verið heimastjórnarblað
og fylgt ráðherranum fast, snýst að
því að dubba upp einurð sina til þess
að gera hann tortryggilegan í augum
pjóðarinnar og jafnvel bera honum
miðlungi vandað athæfl á brýn.
Blaðið er „Þjóðólfur". Þar ritar
ritstjórinn undir nafninu „Herrauður"1)
grein um „taflið við Dani“ og eiga það
að vera hugleiðingar um væntanlega
framkomu þeirra þingmanna, er Island
að sínu leyti kaus í samkomulags-
nefndina við Dani.
„Það verður vitið og þekkingin, sem
þar mun sigri hrósa“, segir blaðið;
. . . . ég er smeykur um, að Danir
verði betur undirbúnir .... Þá er
Matzen kemur rogandi með ríkisrétt-
inn sinn og skákar fram sinni margra
ára háskólavizku með Goos sem
’adjutant’, þá treysti ég elcki Hafstein
okkar til að kveða þá í kútinn. Mundi
ég í hans sporum þá helzt bregða
Lárusi fyrir mig með Skúla að baki“
o. s. frv.
Ágætlega treystum vér Lárusi Bjarna-
syni í nefnd þessari, og Skúla Thor-
oddsen sömuleiðis. Yér viljum ekkert
draga úr lofsorði „Þjóðólfs“ um þá.
En ómaklegt þykir oss það í alla staði,
að nota það fyrir átyllu til að lýsa
vantrausti á Hannesi Hafstein. Hann
hefir á engan hátt verðskuldað það.
Yér höfum oft áður sagt það, að vér
Þættumst hafa ástœðu til að ætla, að
Hafstein ráðherra muni halda eins fast
á rétti vorum eins og nokkur annar
íslendingur.
!) Orðtækin sverja sig í ættina: „einhver
óheppilegur samkomulags-bræðingur, eitt-
hvert hrófatildurskák um samband landanna11
er sýnilega úr alkunna orðasafni ritstjóra
blaðsins.
Hvað þekkir „Þjóðólfur" það til
skoðana hans, er gefi honum minstu
átyllu, hvað þá heldur rétt, til að efa
það, að Hannes Hafstein muni gæta
vel sögulegra og þjóðlegra réttinda
vorra.
Og hvaða ástæðu heflr blaðið til að
ætla, að Danir „verði betur undirbúnir"
þ. e. hafl betri þékking á sögulegum
og réttarfarslegum grundvelli þjóðrétt-
inda vorra, heldur en íslendingarnir í
nefndinni?
Það verður þá í fyrsta sinni í viður-
eign vorri við Dani, sem það kemur í
Ijós.
Yíst eru þeir vitsmunamenn miklir
Matzen og Goos.. En ekki eru þeir svo
skyni skroppnir, sem af vorri hálfu
eru í nefndinni (þó að ritstj. „Þjóðólfs"
bæri ekki traust til að vera í hana
kosinn), að ætla þurfi að þeir láti fleka
sig, þar sem þeir munu hafa til brunns
að bera meiri þekking á málinu og
betri málsstað.
Auk þess efum vér, að þeir Goos
og Matzen hafi mikið fylgi meðal landa
sinna í nefndinni. Danir þekkja rikis-
réttar-skýringar Matzens, og hafa þær
ekki í hávegum, svo að vér segjum
ekki meira.
Hrein ástæðulaus getsök virðist oss
það, hvort heldur til Hannesar Haf-
steins, eða að óreyndu til nokkurra
annara nefndarmanna, að þeir muni
láta fleka sig á „dulklæddu afsali ein-
hverra einkaréttinda vorra“. Yér ber-
um engan kvíðbeyg fyrir, að nefndar-
menn vorir munu ganga að samning-
um um neitt annað en það, er auka
má viðurkenning landsréttinda vorra
og oss er í hag, og vór treystum því,
að þeir gangi ekki að samningum um
þau atriði einu sinni, ef því verður
samfara nokkurt afsal á réttindum
voruin, hvort heldur beinlínis eða ó-
beinlínis.
Þetta traust berum vér til allra
nefndarmanna undantekningarlaust,
hvorum flokknum, sem þeir tilheyra.
Annað samir ekki að óreyndu gagn-
vart einvalaliði flokkanna.
í lok greinarinnar talar blaðið um
„róg óvina“ ráðherrans „um Danadað-
ur og óþjóðrækni" og heldur áminn-
ingarræðu yflr honum, að láta nú ekki
þessi illmæli rætast.
Öll ummæli blaðsins um þetta eru
svo löguð, að allir verða að álíta, að
blaðið telji þó eitthvað hæft í þessum
rógi, úr því að blaðið álítur þörf á að
ögra honum, til þess að vera þjóðræk-
inn og einarður.
En vér þekkjum ekki Hannes Haf-
stein að því, að hann hafl sýnt skort
á þessum eiginleikum.
*
* *
Síðustu viku flytur ritstj. „Þjóðólfs"
nýja sök á hendur ráðherra H. Haf-
stein. Hún er sú, að hann stryki út
úr þingræðunum, eins og skrifararnir
skrifa þær, það sem hann heflr sagt,
en setji þar inn aftur það sem hann
hafl ekki sagt.
Að þingmaður breyti ræðu sinni,
og það ef til vill að mun, frá því sem
skrifarar hafa eftir honum, getur kom-
ið og kemur oft af því, að skrifararn-
ir (alloft ungir menn og þjóðmálum ó-
kunnugir, sem ekki hirða heldur um
að kynna sór málin) misskilja stund-
um algerlega það sem sagt er og
skrifa alt annað, einhvern vaðal, eða
jafnvel alveg það gagnstæða við það
sem sagt heflr verið.
En það eru ekki slíkar breytingar,
sem „Þingmaður" [Árnesinga?] á við.
Því að hann gefur í skyn, að ýmsir
þingmenn „kannist ekki við“ að hafa
heyrt ræðurnar þannig fluttar. Með
þessu er gefið í skyn, að ræða sé um
verulegar e/msbreytingar, ekki að eins
frá því, er skrifararnir hafa látið ræðu-
mann segja, heldur og frá því sem
hann talaði. Þetta getur í einstöku
tilfellum komið af minnisleysi löngum
tíma á eftir. En varla oft. „Þingm.“
í „Þjóð.“ segir góðgjarnlega(?): „Stafar
þetta sjálfsagt mest af minnisleysi ráð-
herra“. Hér er eitruð dulklædd að-
dróttun fólgin í þessu orði „mest“.
Með því er sagt, að það stafi ekki á-
valt af minnisleysi, heldur í nokkrum
tilfellum af öðrum orsökum.
Hverjum þá?
Er þetta ekki aðdróttun um, að
stundum sé þetta gert víss vitandi, en
það væri óráðvendni, sem varla öðrum
en „Þjóðólfi“ mundi detta í hug að
bera Hannesi Hafstein á brýn.
Og þetta er gert meðan hann er
fjarverandi í öðru landi.
Slíkt á Hannes Hafstein ekki skilið!
„Fram“. Fundur 2. og 4. Fimtudag
í hv. mán. kl. 8^/2 síðd. í Templara-húsinu.
Skömm
er að þeim götustrákaskap, sem fram-
inn var hér um kvöldið 15. þ. m., þar
sem skornar vóru niður nokkrar flagg-
línur. Sama kvöldið (eða um nóttina?)
vóru ataðar skít rúður í ýmsum Ijós-
lausum gluggum og skíðgarðar fram
með lóðum. Slíkt atferli sem þetta
verður aldrei orðum vítt.
Höfuöskömm
er það, er ísafold leyfir sór að drótta
þessu athæfl að pólitískum mótstöðu-
mönnum sínum, enda þótt strengir
væru skornir líka úr dannebrogs-flögg-
um; þannig t. d. hjá konsúl Thomsen,
Verzlunarskólanum, og Jóni kaupm.
Brynjólfssyni. Þessir menn hafa þó
aldrei flaggað með flotaflagginu gríska.
Og ísafold er ekki nóg að gera þess-
ar ósönnu getsakir, heldur staðhæfir
hún þar á ofan þau vitanlegu ósann-
indi, að flaggi ríkisins (dannebrogs-
flagginu) hafi aldrei verið nein ókurteisi
sýnd hér á landi síðan flaggdeilan hófst.
Er blaðið búið að gleyma því, hvað