Reykjavík - 23.11.1907, Page 2
264
R EjjY K J A V í K
Oliver Twist
er heimsfiæg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún fæst
nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land
alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifærisgjöf fyrir unga
og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem
þeir litu í hana, lœrðu þeir eitthvað af henni. Sama má
segja um Oliver Twist: hversu oft sem hann er lesinn, finst
nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg.
fram fór á Seyðisfirði nóttina áður en
konungur kom þar ? Þá var skorið- á
alla dannebrogsflaggs-strengi og auk
þess rifln niður smá-dannebrogsflögg, en
hvergi biáflögg.
Höíulöíö af skömminni
bíta þeir þó Benedikt Sveinsson og
Ari Jónsson er þeir gefa í skyn í
„Ingólfi" síðasta, að félag heimastjórn-
armanna „Fram“ hafi lagt þessa sví-
virðingu undir á fundi.
Á fundinum í „Fram“ vóru við-
staddir nokkrir heiztu embættismenn,
andlegir og veraldlegir, ýmsir vand-
aðir og mikilsmetnir alþýðumenn, þar
á meðal einn eða tveir bláfeidungar,
en ekki nokkur einn maður sem nokk-
rum manni mundi detta i hug að
bendla við götustrákaskap og óþverra,
nema þeim Benedikt og Ara, sem,
eins og „Lögr.“ bendir á, hafa ef til
vill unnið fúlvirki þotta sjálfir, til þess
að geta komið með svívirðilegar get-
sakir á hendur mótstöðumönnum sin-
um, þá þurfa þeir eðlilega að geta
komið þessum grun af sér yfir á sak-
lausa mótstöðumenn.
gV* Heflrðu borgað „Rvík ?“
m
A
Stórtíðindi í hraðskeytaflutningi.
17. Október 1907.
En almenningi ekki ætlað að kom-
ast að fyr en eftir 8—10 daga.
Stórtíðindi þessi flutti enskur botn-
vörpungur hingað í gær, í Lundúna-
blaði frá 18. og 19. f. m., The Day-
ly Mirror, er ísafold heflr fengið í
hendur fyrir góðvild Mr. Newmans
Marconistöðvar-varðar hér. Ritsíma-
skrifstofunni dönsku, Ritzaus Bureau,
hefir ekki þótt þau frásagnarverð!
Hálfa leið um Atlanzhaf tókst
fyrir nokkrum missirum að koma
loftskeytum reglulega og að staðaldri
en ella ekki nema orði og orði, er
vel stóð á, fyr en nú. Þeir hafa,
Marconi og hans félagar, verið að
berjast við það alla tíð síðan, að
koma á greiðum, reglulegum og á-
reiðanlegum skeytasendingum þá leið
alla. Vald. Poulsen inn danski kom
með í fyrra sína nýju umbót á loft-
rituninni og hugðist mundu skjóta
Marconi langt aftur fyrir sig.
En svo hefir ekki orðið.
Þetta gerir stórkostlega byltingu í
öllum þeim inum mikla ritsíma-at-
vinnurekstri og bakar sjálfsagt öllum
ritsímafélögum í heimi geysitjón. Er
því meira en skiljanlegt, að þeim sé
ekki vel við þessa nýjung. Enda
tekur Marconi eða hans félag ekki
nema 38 aura (5 d.) á orðið, en
ritsímafélögin 90 aura (1 sh.) milli
Englands og Ameríku. Hlutabréf
Marconifélagsins gerðu meira en tí-
faldast í verði fyrsta sólarhringinn,
sem haldið var uppi loftritun um
þvert Atlanzhaf. Stöðvarnar send-
ust þá á 14,000 orðum.
(»ísafold«).
Þann dag, 17. f. m., hafa orðið
stórtíðindi í heimi liraðskeytalistar-
innar, ef svo mætti að orði kveða.
Þá hefir Marconi tekist að koma
ótakmörkuðum orðafjölda reglulega
og viðstöðulaust um þvert Atlanz-
haf, milli Nýja-Skotlands og írlands,
1940 mílur enskar, sama sem hér
um bil 415 vikur sjávar eða dansk-
ar mílur.
Það er meiri vegarlengd en 6 sinn-
um alt ísland af enda og á.
Marconi var sjálfur á nýreistri
loftskeytastöð í Nýja-Skotlandi, þar
sem heitir Glace Bay, og sendi það-
an 30 orð til viðtökustöðvar þeirrar,
er hann hefir reisa látið á írlandi
vestast, í Clifden í Connemarahéraði.
Skeytið barst alla leið á tæpum 2
mínútum.
Það var kveðja til blaðs í Dýfl-
inni, Dublin Evening Mail, fyrsta
blaðsins, sem hagnýtti þráðlaus skeyti
fyrir 9 árum, segir þar.
Þetta var snemma morguns, og
var síðan haldið áfram loftrituninni
milli fyrnefndra stöðva um daginn,
send 40—50 orð á mínútu.
Um miðjan dag fékk eitt meðal
helztu blaða í Lundúnum, Daily
Mail, samfagnaðarskeyti frá blaðinu
Times í New Yoi'k, loftleið til ír-
lands og þaðan með ritsíma.
Fáeinir stórhöfðingjar fengu að
loftrita hjá þeim Marconi þann dag'
■----—------------------------•
ÚRSMÍÐA-YINNUSTOFA.
Vönduð Íí r og Klukkur.
Bankastræti 12.
Helgi Hannesson.
Hinn 29. I. m. var fyrsta þing
verkmannasambandsins sett í Báru-
húsinu og var því slitið 5. þ. m.
Samband þetta er stofnað af ýms-
um verkmanna- og iðnaðarsveinafé-
lögum hér í bænum, og er ætlast
til þess, að það síðar meir nái yfir
ait landið. Hvatamenn að stofnun
sambandsins voru formenn nokkurra
félaga hér í bæ (Dagsbrún, Báran
og Prentarafélagið), og var fyrsti
undirbúningsfundur, þar sem rætt var
um mál þetta, haldinn 17. marzþ. á.
og voru þar mættir 25 menn, er allir
voru stjórnendur ýmsra félaga hér
í bæ; þar var kosin nefnd til að
semja lög o. s. frv., og síðan hefir
málið vérið í undirbúningi hjá fé-
lögunum, og loks komst það svo
langt, að sambandið var stofnað og
fulltrúar mættu á hinu fyrsta þingi
verkmannasambands íslands.
Eins og eðlilegt er, þá var mikið
af starfinu á þessu þingi falið í laga-
smíði fyrir sambandið, en þó voru
mörg fleiri mál afgreidd þar.
í 2. gr. laganna erstefnuskrá Verk-
mannasambandsins, og sýnir hún
ljósast stefnu þess. Hún hljóðar svo:
x. Að vinnan sé móðir allrar vel-
megunar, og að arðurinn af vinnunni
gangi til þeirra, er taka þátt í henni.
2. Að ailir menn, karlar og kon-
ur, bæði giftar og ógiftar, sem eru
21 árs, hafi óbundinn kosningarrétt.
3. Að kvenmenn hafi jafnrétti á
við karlmenn í stjórnmálum, atvinnu-
málum og mentamálum.
4. Að ríki og kirkja sé aðskilið,
enda sé og hverjum frjálst að hafa
þá trú, er honum sýnist og sann-
færing hans býður.
5. Að uppfræðsla og mentun sé
sameiginleg fyrir aliar stéttir fram að
vissu aldurstakmarki, og kostuð af
almannafé.
6. Að gjafsóknarréttur sé öllum
frjáls.
7. Að öll gjöld til þess almenna
hvíli að öllu ieyti á fasteignum, arði
af atvinnu og peningaforða einstakra
manna.
8. Að erfðagjald til lándsjóðs fari
hækkandi, og hækki því meir, sem
arfurinn er stærri.
9. Að arðvænleg fyrirtæki, er miða
til aimenningsheilla, svo sem sam-
göngur á sjó og landi, námugröftur
o. s. frv., séu rekin með fé hins al-
menna og undir umsjón þess.
10. Að öryrkjastyrkur sé veittur
öllum, er ekki geta séð fyrir sér
sjálfir, og án þess þeir missi nokk-
urs í af réttindum sínum.
11. Að séð verði um, að þeir, er
þess óska, geti fengið land til rækt-
unar með sem beztum kjörum, og
ódýr lán til að rækta með landið.
12. Að aðflutningur og tilbúning-
ur áfengra drykkja sé bannaður.
13. Að sjúkrasjóðir verði stofnaðir
og styrktir af almannafé.
14. Að engir aðrir en búsettir
menn í landinu eigi fasteignir, fossa,
ítök, námur eða reki aðra atvinnu í
því eða landhelgi þess.
15. Að íult sjálfstæði Islands sé
viðurkent".
En auk þeirra mála, er hér eru
talin, þá hefur sambandið mörg fleiri
mái til meðferðar (5. gr. laganna),
og eru þau aðallega þessi:
1. Samtök vinnukaupenda gegn
verkamönnum til að þröngva kosti
þeirra.
2. Atvinnuleysi innan sambandsins.
3. Kaupfélagsskapur eða samtök
til vörukaupa.
4. Fræðsla og mentun barna og
unglinga verkamanna.
5. Sjóðstofnanir til þarflegra fyrir-
tækja og fyrir félögin.
6. Nægilegar húslóðir handa verka-
mönnum í kaupstöðum.
7. Kosningar í bæjarstjórnir.
8. Kosningar til alþingis.
9. Útgáfa blaða eða blaðs, er ræði
málefni og hugsjónir félagsmanna.
Eins og sjá má, eru hugsjónir
sambandsins taisvert miklar, og eigi
að búast við, að þær komist allar til
framkvæmda þegar í stað.
Þau mál, er þingið nú aðallega
hafði með höndum, voru kaupfélags-
mál, bæjarstjórnarkosningar og blaða-
málið. Öllum þessum málum var
vísað til Sambandsráðsins til fram-
kvæmda og úrslita. Kaupfélagsmálið
er komið svo langt á veg, að öll
astæða er til að álíta, að það kom-
ist í framkvæmd, áður en langt líður
og er enginn efi á því, að það verður
mikill hagnaður að því fyrir marga.
Slíkur félagsskapur er einkar þarfur,
einkum eins og nú stendur á. Lög
fyrir væntanlegt félag eru fullsamin
— voru útbúin á þinginu — og er
meginregla þeirra- engin lán, engar
skuldir, hvorki innlendar eða útlendar.
annars er fyrirkomulag þess að nokkru
svipað t. d. Verzlunarfjelagi Stein-
grímstjarðar og fél. Ingólfur á Stokks-
eyri.
Um bæjarstjórnarkosninger hér í
Reykjavík er það að segja, að Sam-
bandsráðinu var falið, í samvinnu við
stjórnir félaganna í sambandinu, að
semja lista fyrir það.
Blaðamálið er máske stærsta og
þýðingarmesta málið út á við. Það
var að öllu falið Sambandsráðinu, og
er vonandi, að því takist að hrinda
því í framkvæmd, því undir því er
þróun og velgengni þess mikið komin.
Annars er verkefni Sambandsráðs-
ins allmikið, þannig á það t. d. að
leitast við að koma í veg fyrir verk- .
föll og koma á sættum, ef unnt er,
ef verkfall verður o. fl.
I sambandsráðinu eru 7 menn, og
er herra Þorvarður Þorvarðsson prent-
ari formaður þess.
P.
Hálfyrði um verkmanna-sambandið.
Vór höfum tekið upp í dag eftir
tilmælum sambandsins skýrslu um það
og stefnuskrá þess.
Vér gerum það því fúslegar sem
samtök þessi eru í sjálfu sér þörf og
nauðsynleg, og þeir menn, sem hafa
komið þeim á, eiga þökk og virðing
fyrir skiiið.
Það eru engin tiltök um höfunda
stefnuskrárinnar, sem ekki munu vera
neinir fræðimenn, þó að þeir þekki
ekki stafróf viðslciftafrœðinnar („econo-
miks“, „Nationalokonomi").
Því má finna fáeina agnhnúa á
stefnuskrá þeirra, sem rétt væri fyrir
þá að laga sem alira-fyrst.
Af þessum agnhnúum er langlakast-
ur sá í 1. tölul. stefnuskrárinnar:
„að vinnan sé mbðir allrar velmegunar“.
Þetta er 131 árs gömui villikenning,
nú marghrakin og úrelt. Hún er eins
fáránleg nú í augum fræðimanna eins
og sú skoðun, að steinn(l) só í elding-
unni („skruggusteinn"), er í augum
náttúrufræðinga nú.
Vór skulum gera stuttlega grein
fyrir, hvernig þessi kenning um vinn-
una sem einka-uppsprettu auðs, er til
komin. Sá skóli viðskiftafræðinga, sem
kaliaðir vóru fysíokratar, en Arnljótur
Ólafsson nefnir búauðunga, kenndi, að
enginn annar auður væri til, en líkam-
legar afurðir jarðarinnar. Þeir héldu
því fram, að vinnan væri alls ekki
auðsuppspretta, því að hún yki engu
við auð heimsins, þó að hún yki verð
einstakra hluta. Þeir játuðu það, að
t. d. timburhúsið væri meira vert, en
timbrið, sem í því er, hefði verið í
skóginum. En alt um það neituðu
þeir því, að vinnan við að fella trén,
koma þeim á markað, saga þau, hefla
og byggja úr þeim húsið, hefði aukið
einu hæti við auðlegð heimsins. Þetta
kæmi af því, að meðan verkamenn-
irnir hefðu unnið að öllu þessu, þá
hefðu þeir til fæðis, klæða og annara
nauðþurfta sér og sínum eytt nákvæm-
lega jafnmiklu af líkamlegum afurðum
jarðarinnar, og minkað þannig auð
heimsins um nákvæmlega jafnmikið
með eyðslu sinni, eins og þeir hefðu
aukið hann með vinnu sinni.
Þetta var nú svo auðsæ fjarstæða,
að siík villukenning gat ekki lengi
staðið.