Reykjavík - 23.11.1907, Side 3
Fööursystir Charley’s verður leikin annað kvöld.
R EjY K J A V1 K
265
Sunlight
Úr Sunlight sápu getur 12 ára barn hæglega
þvegið jafn mikinn þvott, og gert það betur
en fullorðinn, sem notar vanalegar sápur eða
blautasápu.
Fylgið fyrirsögninni sem er á öllum
Sunlight sápu umbúðum.
Sápa
ISXaililBBl
Adam Smith, inn frægi viðskifta-
fræðingur, sá hve fjarstætt þetta var,
og í bók sinni um „Auð þjóðanna"
(Wealth of Nations) 1776 hélt hann
því fram, alveg réttilega, að vinnan
væri auðsuppspretta. En honum fór
eins og oft vill verða, er menn hrekja
forna villu, hann fór langt yfir sann-
leiksmarkið, og vildi gera vinnuna að
einu auðsuppsprettunni („móður allrar
velmegunar"). Þetta er jafn-mikil fjar-
stæða. Vinnan er mikil, stórmikil
auðsuppspretta, en eina auðsuppsprett-
an er hún ekki.
Auður (velmegun) er alt það, og það
eitt, sem verður verði metið, keypt og
selt.
Engum hugsandi manni getur duiist
það, að líkamlegar afurðir jarðarinnar
eru lí/ca auðsuppspretta. Oftast þarf
einhverja vinnu til að hagnýta sér
þær, en stundum litla eða því nær
enga, svo að vinnan á lítinn eða eng-
an þátt í að gefa hlutnum verðgildi.
Tökum dæmi: maður er á gangi í
Brazilíu út á víðavangi og sér demant
fyrir fótum sér; hann beygir sig niður
og tekur hann upp, og er við það orð-
inn stórauðugur maður. Er það nokk-
ur vinna að beygja sig og taka stein-
mola upp í lófa sór? Alls ekki. Hér
er það ekki vinnan, sem varð móðir
velmegunar mannsins. Það er fágæti
demantanna, sem gefur þeim verð.
Annað dæmi: hval rekur á fjöru
mína; óg vinn ekkert að honum sjálf-
ur nó mínir menn, en ég leyfl öðrum
að skera hann og sel þeim hvalinn og fæ
mikið fé fyrir. Ekki er það vinna,
sem þar hefir auðgað mig, heldur réttur
minn sem landeiganda til hvalsins.
Það er því auðsætt, að mæður allrar
velmegunar eru þrjár: jörðin, vinnan
og réttindin.
Vinnan er því „móðir velmegunar",
en ekki „móðir allrar velmegunar“.
í 4. tölul. er fram haldið aðskilnaði
ríkis og kyrkju, og er það frjálsmann-
legt, en viðbótin „enda sé . . .“ 0. s. fr.
er alls óþörf, því að þetta stendur í
stjórnarskrá íslands (46. og 47. gr.).
6. liður er viðsjárverður i meira
lagi: „að gjafsóknarréttur sé öllum
frjáls". — Þetta getur ekki þýtt neitt
annað en það, að hver sem vill fara
í mál — hve tilefnislaust og vitlaust
sem það er —, skuli eiga rétt á að
leika sér að því á kostnað landssjóðs.
Með lögum frá siðasta þingi er
nefnil. gjafsóknarréttur öllum frjáls,
nema hvað „málstaður beiðanda kem-
ur til álita".
300000 00000000000000-1
Klukkur, úr og úrfestar,
j sömulciðis gull og silfurskraut-
1 gripi borgar sig bczt að kaupa á
Laugavegi nr. 12.
g Jóhann Á. Jónasson.
000000-0000000000000000000
7. tölul. sýnir, að höfundar hans eru
talsvert ruglaðir í máli viðskiftafræð-
innar. Þeir vilja að öll gjöld til „ins
almenna" (á ísl.: til almanna þarfa)
hvíli að öllu leyti á fasteignum, arði
af atvinnu og peningaíovðíí einstakra
manna.
Fyrst skulum vér athuga fasteignina.
Ekki svo að vór höfum neitt á móti
að leggja skatt á landið sjálft, jörðina.
En ef hún (samkv. 1. tölul.) væri alls
ekki móðir neinnar velmegunar, þá
væri það rangt að leggja á hana.
Og því á að leggja á peninga-iorða
fremur öðrum auðæfum. Ef maður á
50 kr. í gulli (peningum), þá á að
leggja á þessar vesalings 50 kr. En þótt
maður eigi 50,000 kr. i bankaseðluin
eða víxlum eða innieign í banka, þá
á ekkert að gjalda af því (því að banka-
seðlar, víxlar, hlutabréf, innieign hjá
öðrum, er ekki peningar, heldur rétt-
indi).
Þessir gallar eiga allir rót sína að
rekja til þess, að höfundarnir þekkja
ekki viðskiftamálið nógu vel né laga-
málið. Höf. eiga að lagfæra þetta sem
allra-fyrst.
Það er bráðnauðsynlegt fyrir þá.
Því miður geta þeir það likl. ekki fyrri
en að hausti samkvæmt lögum sínum.
Símskeyti til „Reykjavikur".
frá Ritzaus Bureau.
Kanpm.h. 20. Nóv.
Landsþingisniaður og justizráð
Hansen frá Gundesolille er skipað-
ur í milliþinganefndina í stað mála-
flutningsm. Kolding-Hansen.
íslenzk félög héldu á Laugardag-
inn minningarhátið um Jónas Hall-
grímsson. Hannes Hafstein hélt
ræðu fyrir minningu Jónasar og
fyrir góðu samkomulagi á íslandi.
Valtýr Guðmundsson hélt ræðu fyrir
ráðherranum (H. H.).
Höfnin á Jótlandsskaga var vígð
í gær hátíðlega af konungi. Hann-
es Hafstein var þar viðstaddur.
Kh. 21. Nóv.
Hákon konungur farinn til Eng-
lands. Var í heimsókn í dag í
Fredensborg.
Ástandið í Portúgal talið ískyggi-
legt. Lýðveldisflokkurinn eflist afar
inikið. Margir menn settir í varð-
hald.
Hitt og þetta.
„Vonin‘S skonnorta af Eyrar-
bakka, eign Lefolii-verzlunar, lá 4. f.
m. í Álasundi í Noregi og var verið
að skipa upp úr henni saltfiski (seld-
um Ronneberg & Sonner); er orð á
því gert, að það hafi verið góð vara,
vel verkuð.
Yfirlit
yfir tekjur landssímans í Ágúst-
mánuði 1907 :
Fyrir símskeyti innanlands kr. 695,00
íslands hluti af símskeyt-
um til útlanda........— 1698,80
íslands hluti af símskeyt-
um frá útlöndum ... — 784,01
Fyrir samtöl.............— 2868,50
Aðrar tekjur.............— 207,25
Samt. Kr. 6253,56
Dagbók.
23. Nóvbr.
t Séra Ólafur Ólafsson dóm-
kyrkjuprests Pálssonar varð bráðkvadd-
ur hér 17. þ. m. Hann var síðast
prestur í Saurbæjarþingum í Dalasýslu,
en í sumar sem leið sagði hann af sór
prestsskap og flutti sig hingað til
Reykjavíkur.
Brydes-verzlun hér hefir verið
breytt og stækkuð í sumar; mun henn-
ar verða nánara getið síðar.
E/s ,Vesta£ fór héðan loks til út-
landa síðdegis 20. þ. m.
E/s ,Sterling£ fór frá Leith um há-
degi í fyrradag.
Slys. 9 ára gamall drengur kast-
aði steini í annan dreng 10 ára gaml-
an, Þórð Árnason að nafni, og beið
sá bana af. — Ætti þetta sorglega
slys að verða öðrum börnum til varn-
aðar.
Hörmulegt slys vilditil 15. þ. m. í
vesturós Héraðsvatna í Skagafirði. Sig-
urður hreppstjóri Ólafsson á Hellulandi
fór á mótorbát með sonum sínum 3
frá Sauðárkróki að vesturósnum og
lögðu þeir bátnum í ósinn. Skafti
sonur Sigurðar varð eftir við ósinn til
að gæta bátsins, því suðaustanstormur
var á. Um kvöldið rær Skafti á pramma
út í bátinn til þess að ausa hann, en
misti prammann frá bátnum. Var nú
komið rok og skóf yfir mótorbátinn,
svo að hanu hálf-fylti, en hann mun
hafa staðið í botni. Ólafur bróðir
Skafta leitar nú til Jóns ferjumanns
Magnússonar og heitir á hann til
hjálpar, að ná Skafta úr bátnum. Fer
Jón niður að ósnum, kallar til Skafta
og biður hann vera rólegan, kveðst
muni sækja hann þegar er veðrinu
sloti. En ekkert heyrðist fyrir ofsan-
um. Sjá þeir nú, að Skafti kastar sér
út úr bátnum og ætlar að synda í
land. Veður Jón þá á móti honum
upp í axlir og ætlar að ná í hann.
En þegar Skafti átti eftir á að gezka
3 faðma að Jóni, kemur á hann ísrek
framan úr Vötnum, sem færði hann í
kaf, og drukknaði hann þegar. Lík
hans er ófundið enn.
Skafti var um tvítugt, bezta manns-
efni og þjóðhaga smiður, eins og faðir
hans. [„Lögrétta"].
E/s „Kong Helge“ fer frá Kaup-
mannahöfn 30. Nóvember aukaferð til
Reykjavíkur og Vestfjarða.
Enskur hotnvörpungur strandaði
9. þ. m. á Hörgslandi í Vestur-Skafta-
fellssýslu. Nafn skipsins var „Premier",
nr. 740, frá Grimsby. — Einn dreng-
ur drukknaði, aðrir komust af.
Lelkfélag Reykjavíkur lék í fyrsta
sinn á þessum vetri á Sunnudaginn
var „Föðursystir Gharley’s" eftir Brand-
on Thomas.
Fólk skemtir sér vel, þótt efni leiks-
ins sé lítilfjörlegt.
Ritstj. „Reykjavíkur" hefir legið
rúmfastur síðustu daga.
Veðurathuganip
eftir M. Thorberg.
Nóv. 1907 Loftvog millim. i 1 Hiti (C.) ^< *o 8? ■s ! <x> > Cð 'Cð v. U *o a> >
Fö. 15. 7 745 4 2.4 sv 2 Skýjað
1 733.3 20 A 6 Regn
4 731.4 7.3 SV 8 Regn
10 737.2 3.6 vsv 8 Alsk.
Ld. 16. 7 741.6 1.0 vsv 5 Hálfsk.
1 742 5 1.8 s D •J Skýjáð
4 740.7 1.2 Logn 0 Skýjað
10 739.6 1.3 ssv 1 Hálfsk.
Sd. 17. 7 742.4 00 ssv 3 Hálfsk.
1 745.6 -i-1.2 vsv 4 Snjór
4 748.2 -5-0.4 V 4 Smásk.
10 751.5 -5-0.2 sv 5 Skýlaus
Má. 18. 7 754.7 -r-0,4 Logn 0 Smásk.
1 751.7 0.4 A 1 Regn
4 747.1 1.0 A 4 Regn
10 728 3 4.1 SA 9 Regn
Þd. 19. 7 717.1 4.5 S3V 9 Regn
1 722 7 2.1 SSV 9 Alsk.
4 725.8 1.0 ssv 9 Snjór
10 732 6 1.6 sv 9 Skýjað
Mi. 20. 7 738.1 -5-1.5 sv 5 Skýjað
1 738.1 -4-1.2 ssv 3 Skýjað
4 738.2 -r-2.1 Logn 0 Alsk.
10 742.7 -5-2 4 Logn 0 Smásk.
Fi. 21. 7 743.3 -4-2.8 sv 2 Snjór
1 743.6 -4-1.6 SA 1 Smásk.
4 741.5 -5-1.3 A 1 Snjór
10 738.3 -4-1.6 SA 1 Snjór
€ggert Claessen,
yfirréttarinálaflutnlngsmaðnr.
Lækjarg, 12 11. Talsími 16.
Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5.
SVEINN BJÖRNSSON
yfirréttarmálaflutningsm., Kyrkjustræti 10
tekur að sér öll rnalfærslustörf, kaup og sölu
[tf] á húsum og lóðum o. s. frv.
Heima kl. 10^/a—lU/a og 4—5.
Samkomuhúsið „SIL OAM“
vlð Grundarstíg.
Vígsluguðsþjónusta 24/n kl. 5 síðd.
Allir velkomnir ókeypis.
Saimicl 11. Jolinson.
Hálf jörðin Neðridalur i Vestur-Eyja-
fjallahreppi — in góða sauðjörð — fæst til á-
búðar í fard. 1908. Menn snúi sér til um-
ráðamanns jarðarinnar i Rvík, Lindargötu 16.
Vinnustofa Jóns Sigmunds-
sonar gullsmiðs, er nú flutt á Laugaveg
nr. 8. Þar geta menn fengið vandaða gull-
hringa og margt fleira fyrir minna verð en
alment gerist. [—84.
Jónas Hallgrímsson:
Úrvalslj óð.
(Öll fallegustu og einkennilegustu
kvæði og vísur hans).
Útgefandi: Jón Ólafsson.
Innb. 50 au. Hjá öllum bóksölum.
Aukafundur
fyrir „Ekknasjóð Reykjavíkur" verður
haldinn iiiunudaginu 24. þ. m.
kl. 3 síðd. í Grood-Templara-
liúsiiiu (uppi á lofti) til þess að ræða
um mjög mikilsvarðandi málefni. Er
því áríðandi að allir sjóðstyrkjendur
mæti.
Þeir sjóðstyrkjendur, sem ekki hafa
enn þá greitt árstillag sitt fyrir yfir-
standandi ár, eru vinsamlega beðnir
um að gera það sem fyrst.
Reykjavík, 22. Nóv. 1907.
Stjórnin.
Framfarafélagið
heldur fund í Bárubúð Sunnud. 24.
þ. m. kl. 6 síðd.
Umræðuefni: Bæjarstjórnarkosningar.