Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.11.1907, Blaðsíða 1

Reykjavík - 30.11.1907, Blaðsíða 1
1R e$ fc í a v í k. VIII,, 85 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Laugardag 30, Nóvember 1907. Áskiifendur yfir í b æ n u m 1000. VIII., 85 grjjg" ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. H < >flia elílavolai* selur Kristján F'orgrimsson. Ofiiar- og eldavélar NeílfnSfkfr" ví?Schtl"' cooooooooooooooooooooooooooooooooooooog EDINBORG. Horaee Greeley sagði einhvern tíma, að ef þér væri eins vel gefið að sjá fyrirfram eins og að sjá eftirá, þá vær- irðu skollans miklu skarpskygnari. Neytið forsjálni yðar í því, að kaupa þar varning, sem hann er beztur að gæð- um, þar sem tegundir eru margar og verð- ið hæfilegt, og þá mun reynslan sýna yð- ur, að ekki er í annað hús betra að venda en til vor. Vér erum nú að búa oss undir J óla-sýningu vora, og búumst við, að opna hana inn- an fárra daga, og mun þar verða ágætt úrval af nytsömum og árstíðarhæfum munum. Yður mun aldrei verða eftirsjá að því, að eiga kaup við verzl. EDINBORG. ioooooooooooooooooooooooooocc oooooooö „REYKJ AYf K“ Árg. [60—70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlandis kr. 3,00—8 Bh.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 8 kr. Auglfjsingar innlendar: & 1. bls. kr. 1,50; 3. og 4. bla. 1,26 — Útl. augl. 33'/»0/o hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritgtjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri «Tón Ólaísson. Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum. Ritstjórn: ---„ stofunni. Telefónari 29 ritstjóri og afgroiðnla, 71 prentsmiðjan. <jí uIIÍOH^. Gullfoss söng í gljúfrabi'öngum, gall í þungu öldufalli strengur undir hamrahengjum hljómsterkum í fossins rómi, sem að kvað um sveitarframa, sól og líf í fjalla skjóli, líði svall við urð og flúðir, öll vóru tónmjúk stuðlaföllin. Kvað hann ijóð : um kappa glaða, klofna skjöldu, brynju rofna, brand í traustum hetju-höndum, hreysti-dug, sem auðnu treysti, öld, sem gulinum frægðarföldum faldaði á tímans-spjaldi; svall þá afl í óðsins spjalli, öll vóru tröllefld stuðlaföllin. Kvað hann ]jóð : um liðnar tíðir, ianga þjóðar ánauð, stranga, fallinn manndóms frama snjallan, frelsisvana þjóðarhelsi, strengur einn frá hamrahengjum, hljóma ]ét þá straums i rómi angurkvein við urðarvanga, öll vóru sorgleg stuðlaföllin. Kvað hann ljóð: um landsins prýði Ijósa rós, er fegurð hrósar, brekkur grænar, blómin þekku, búhöld, sem á landið trúir; gæluljóð um sveitarsælu sem í straumsins lék sér glaumi, þrungin fegurð fossins tunga falla lét í stuðla al]a. Söng hann ]jóð: um lífsins göngu, leidda menn á afveg, sneydda sjálfstæði, er haltra hálfir hallar lífsins götur allar, rúðir eign og ættarskrúði útlendinga valdi lúta, skalf þá gegnum ómsins elfur óvirðing með spotti nógu. Ljóðagígju lét hann knúða löngun niðr’í iðuþröngum, svall þar undir öldufalli afl í fossins hrika tafli, gall mót tímans kröfukalli, kalli straumsins tónafalli, „syriir lands í sóknum linir sinnið mér, þvi ég skal vinna“. Stóð hann Tómas heima’ á hlaði, hlíðar gylti sólin bliða, og á fagran úðaboga, yndisbjartan geisla-linda falla lét, en Fossinn allur flogagulli sýndist loga, hljóma upp frá iðurómi eyrað mátti skilja’ og heyra. Heit þá batt í huga teitum haldinorður vel um aldur: „aldrei skyldi úðafaldin iðuþröng með straumaniði, ganga undan ættarfangi, útlendings né valdi lúta, heldur skyldi hrap í öldum hollum íslands þrifum olla‘‘. Söng þá Foss í gljúfragöngum gall í straumsins öldufalli þakkaróður; ræddur rekki reginsterkum tónum dreginn, kvik í úðabogans-bliki brosti geisla-stöfum lostið; stóð hann Tómas heima’ á hlaði, hrifinn Fossins fegurð yfir. * * Þú ert, Tómas, þjóðarprýði, þig mun gæfan heiðri krýna, minning þín hjá landsins ]ýði langan tíma björt mun skína, ramm-íslenzkur ertu’ í anda, ættir skilið heiðurs-krossinn, sem að þýddi: þökk t.il handa þér, sem ekki seldir Fossinn. Svb. B. »Fram“. Fundur 2. og 4. Fimtudag i hv. mán. kl. 8’/2 síðd. í Templara-húsinu. Bókmentir. Ólöf i Ási. Fært hefir til betra máls sögu sjálfrar hennar Guðmundur Frið- jónsson. Rvík. 1907. Þegar Ólöf talar um kennarann sinn, sem hún var að daðra við, þótt hún vissi, að hann var flagari, en var slitin frá samvistum við, segir hún: „Ég hafði ekki — því var nú betur — slept við hann sæmd minni. En ég hafði þó helgað honum í huga mér laugaland tilfinninga minna“!!! Sjálfsagt er þetta ekki ætlað til að vera klám; en dauður maður er það, sem ekki rekur upp skellihlátur við lestur þessa skrúfstykkja-máls. Rétt á eftir talar Ólöf um að „safna hita að miðst'óð tilfinninga" sinna“ !!! Þetta smekkleysislega samlíkinga- mál minnir mig alt af á samlikinga- mál gömlu prestanna (löngu fyrir vora daga), það er sýnt er í þessu gamla minnisstæða versi: „Úr hrosshóf bölvunar, heiminum, herra, drag nagla smá miskunnar-hamri með sterkum, munu þar klaufir á; í ruslakistu á himnum [oss lát um síðir ná, hvar náðin spriklar innan um1)]. Amen! Halelújá!“ Er þetta ekki svo guðmundar-frið- jónssonarlega að orði komist, sem fremst má verða? í stað þess að segja: „Ég var svo lúin á kvöldin, að ég sofnaði fast og vært undir eins og ég lagðist fyrir“, skrúfar höf. Ólöfu til að segja: „Ég var svo lúin á kvöldin, að ég datt í dúnalogn svefnværðarinnar jafnskjótt sem ég lagði mig fyrir“. Þá tekst höf. upp, er hann segir svo (á 47. bls.): „Börnin gráta með augunum aðal- lega. En ég grét með óllum liffærum mínum“. G. Fr. veit líklega ekki glögt, hver skollinn „líffæri" eru; meðal þeirra eru t. d. lungun, eyrun, og æxlunar-liffærin, og væri gaman að !) Frá [ hafa aðrir: oss hjálpi náð þín há; hoppar þar elskan innan um. vita, hvernig fólk fer að gráta með þeim líffærum. Það er varasamt fyrir alla, að slá um sig með orðum, sem menn vita ógerla, hvað þýða, hvort sem þau eru innlend eða útlend. Enn lætur hann Ólöfu segja: „ég varð öll undirlógði!!!) af grátinum". „Ég var ein samstemd(\\) grátvél". „Nánustu frændur geta ekki soðið sig saman. Þeir geta að eins brent sig sundur“ !! (Leturbreytingarnar eru hér eftir hðf.). Ný kenning um heim tilfinninganna er það, er höf. flytur í þessum orðum: „Sá þráður var slitinn, sem ber áhrif ástaiinnar frá höfði til hjart.a. Hann var snúðlaus orðinn að minsta kosti“. Hingað til hafa menn talað um hjart- að sem aðsetur ástar og annara til- finninga, en höfuðið sem aðsetur vits og hugsunar. Er vanalega mikill snúðitr á taugunum út frá heilanum ? Alment mun svo álitið, að vissa og óvissa eigi heimkynni sitt. í því sem kallað er sál. En eftir fræði G. Fr. býr óvissan (og þá sjálfsagt vissan líka) í beinunum — já, í beinunum!! „Alls konar óvissa var mér runnin í bein“ ritar hann. Sé nú þessi kenning Guðmundar rétt, þá er það mein mikið, að hann skýrir ekki nánara frá aðsetri þeirra systra, og ætti hann að gera það sem allra-fyrst; t. d. hvort þær búa báðar í allri beinagrindinni, eða t. d. í lær- leggjunum, mjaðmarbeinunum, hrygg- jarliðunum, viðbeinunum eða tönnun- um eða öðrum sérstökum beinum, og ef svo er, hvort þær búa þá saman í tvíbýli eða sín í hvoru beini. Það

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.