Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.11.1907, Blaðsíða 2

Reykjavík - 30.11.1907, Blaðsíða 2
268 REYKJAVIK Oliver Twist er heimsfræg skáldsaga eftir Charles Dickens. Htín fæst nu í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifærisgjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem þeir litu í hana, lcerðu þeir eitthvað af henni. Sama má segja um Oliver Twist: hversu oft sem hann erlesinn, finst nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg. gæti komið sér vel fyrir marga að vita. Ef t. d. vissan byggi nú í vísi- flngri en óvissan í stórutánni, þá er öldungis víst, að kjósendur í einu ó- nefndu kjördæmi og ónefndur flokkur á b>Dgi bæði landiækninn óðara að sníða stórutána af einum ónefndum þingskörungi, sem kendur er við „báðar áttir“, svo að hann yrði öruggari til atkvæðagreiðslu. Byggi óvissan þar á móti í einhverjum jaxlinum, þá yrði þingskörungurinn undir eins sendur til Bernhofts eða Brynjóifs, til að fá þann óheillajaxl dreginn úr. Hér getur verið mikið í húfl, og synd að liggja of lengi á vizkunni „eins og önd á eggjum". Nauðsyn að unga henni nú út sem fyrst og leiða fávísan heim í allan sannleika. Enn mælir Ólöf: „[Tilflnningar mín- arj vóru því sem næst dofnar og þoka yflr vötnum lífs míns“ !! Allir þessir mállegu, stýllegu og hugsunarlegu píslarvottar úr skrúf- stykkjum pínubekkjarins á Sandi — svo að ég tali á gvöndsku — eru úr fyrsta þriðjungi sögunnar (aftur á bls. 54). Að vísu eru flestir af þeim dáindis skemti- legir; en vera má þó að „góðfús les- ari“ hafl samt bráðum fengið nóg. Ég læt mér því nægja að henda hór á eftir að eins fá ein dæmi úr síðustu tveim þriðjungum sögunnar (og fer þó stýllinn heldur versnandi en batnandi eftir því sem á bókina líður). En ait verður að hafa sín takmörk, enda verð ég að nefna efni bókarinnar líka. Það er nú hvorki kvenlegt umtals- efni í sjálfu sér né smekklegt að vera að gera að hugleiðinga efni ástalaust samræði karls og konu. Þetta gerir þó höf. og það með allri sinni and- styggilegu mærð og þykir þetta svo mikilsvert, að hann notar færið til að draga upp mynd af guði Ólafar hetju sinnar. Hann lætur hana segja frá því, þegar hún „afklæddist og háttaði brúðkaupskvöldið“. Hún segir m. a: „ég gat ekki annað. Við vesalings konurnar erum dæmdar til þess að vera andlag gerandans'1. En svo að enginn skuli misskilja við hvað hún á með þessum kynlegu orðum, bætir hún við : „Ó, hve þér eru mislagðar hend- ur, alhvíti öldungur! Þú, sem situr ofan við alla andstygðar margföldun maðkaheimsins — en hefir þó lagt framkvæmdarvaldið í hendur karldýr- inu .... Þér ætti að vera hugleikið að dæma okkur vægilega, öldungur, dómari! — Þú sem heflr hvíta skegg- ið í hnjánum[!!!J og situr ofan við alt stríðið og baráttuna. Á bls, 70—71 fer hún að lýsa öllu ástandi sínu um meðgöngutímann. Þar segir hún meðal annars: „Ef ég hefði átt mann, sem ég elskaði, þá mundi ég hafa fundið til mikiilar sælu í hvert sinn, sem ávöxtur elskhuga míns og samanlagðrar ástar okkar hefði látið á sér bæra, [á manna máli: í hvert sinn sem ég fann fóstrið kvika]. Þá mundi hafa lagt um mig alla yl- ÚRSMÍBA-YINNUSTOFA. Vönduð ÍJ r og Rlukkur. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. ríkan straum hugljúfra tilfinninga og jafnvel algleymis sælu. Ó, hve þá hefði farið um mig notalega með titr- andi mjúkum tökum. Hjartað hefði fengið mál og getað talað í talsímann sinn[!J við litla skyldmennið í nágrend- inni handan við skilrúmið". Það er svo sem auðséð, að þau Ólöf og Guðmundur skrifa þetta eftir ið mikla óheillahaust, er símar komust hér á, því að þau hafa heyrt taiað um þá, en hvorugt þeirra hefir sýnilega skilið hvað talsími er, að eins iært. nafnið. Ella vissu þau, að talsími er gagnslaust tól, ef enginn heyrir nema talandinn sjálfur og með því óhugsandi er, að þeim geti dottið í hug, að ófætt fóstrið gæti skilið nokkuð af tilfinning- um þeim, sem streymdu út frá móð- urhjartanu, þá er talsíma samlíking þessi svo fáránlega hlægileg — algor- lega „handan við skilrúmið!“ í iýsingu Ólafar á manni sinum er meðal annars þessi sérvizkunnar gim- steinn: „Mjölið sem hann bar í poka skapsmuna sinna var fáskrúðugt að hveiti. . . ! Á bls. 84: „Enginn auðblær snart huga minn, sem vakið gæti vorgróður í haglendi hyggju minnar". — Hvaða kvikfénaður skyldi hafa átt að hafa beit í því haglendi? Töluverður sneflll af vanatrú loddi altaf eftir í Ólöfu og kom það af því, segir hún, að : „amma mín gagndreypti hjarta mitt með viðsmjöri guðræk- ninnar svo vel, að sá keimur hvarf aldrei með öllu .... Ég trúði á guð og ódauðleik sálarinnar og á Jesúm Krist, á þann hátt, að hann væri meða]göngu-færi[!]milli guðsogmanna". Á sömu bls. fræðir höf. oss um það, að Kristur hafi verið „guðspekingur" (theosoph)! Nennum vér svo ekki ' að eltast lengur við speki þessa, en væntum þess að koma inn í „flugrúm og breiða- blik, er vér nú snúurn oss að efni sögunnar. JNiðurl. síðar]. Heflrðu borgað „Rvik ?“ Hvað dvelur — verkamannasambandið að hefjast handa gegn steinolíu-hringnum ? Það er hjákátleg og leiðinleg sjón að sjá verkamenn þessa bæjar, sem eru ný-búcir að stofna fólag gegn á- gangi auðvaldsins, vera hvern um ann- an þveran að hjálpa til með að smeygja fyrsta haftinu bæði á sig og aðra. En þessa sjón hafa menn þó séð hér síðustu dagana. Rockfellers-fólag- ið er að skipa hér upp vetrarforða sínum af steinolíu og verkamennirnir hafa kept um að verða aðnjótandi virð- ingar þeirrar og sóma, að korna oli- unni á land og út um bæinn! Það er ekki annað en við mátt.i bú- ast, þó að blöð vor sum, sem mest hafa ritað móti steinolíu-hringnum, sóu farin að birta fyrir hann glanna- legar auglýsingar og sleiki út, um, þeg- ar peningar eru í aðra hönd. Ekki er heldur við öðru að búast en að kaupmenn uni vel við að geta selt olíuna nógu dýrt og komast hjá óþægilegri samkepni sín á milli. Og eins er það ofur skiljanlegt, þó aumingja verkamennirnir, sem sannar- Ursmíðavinnustofa On.i*l F. Bartels 1 Laugavegi 5. Talsími 137. : lega hafa ekki of miklu úr að moða, gangi að vel borgaðri vinnu er hún býðst. En þó hefði það verið drengskapar- bragð af þeim, sem þeim hefði verið munað, hefðu þeir tekið sig saman um að skipa ekki upp olíunni né heldur flytja hana um bæinn. Éað hefði þó kostað kolkrabba þenna, er nú ætlar að spenna hring um landið, nokkur hundruð krónur 1 biðpeninga, hvern daginn sem það hefði dregist að skipa upp olíunni og bezt hefði verið, að hún hefði aldrei komist á land. Hvernig fóru Bandaríkjamenn að er Englendingar æt.luðu að fara að skatta þá og leggja toll á vörur þeirra? Þeir steyptu tollskyldu vörunni, teinu, beint í sjóinn, sögðu sig úr lögum við Englendinga og urðu að sjálfstæðu ríki. Það er nú að vísu öðru máli að gegna hér, og ekki viljum vér hvetja menn til neinnar lögleysu. En heim- ilt er verkamönnum að synja um vinnu sína og ekki erum vór skyldir til að flytja á land vörur þeirra er- lendra fólaga, er ætla að hneppa oss einokunarböndum og þess vegna væri það einkarvel til fallið, ef verkamanna- sambandið hæfist þegar handa á þenn- an hátt eða annan gegn þeim. Oss er miklu meiri voði búinn af því erlenda auðvaldi, sem er nú á öll- um sviðum að teygja skollafingur sína inn yfir landið en af pólitísku sam- bandi voru við Dani eða aðrar þjóðir. Og ef vór ekki reynum að reisa rönd við því í tíma, erum vér áður en minst varir ofurseldir. Hefði Bandaríkin haft jafnglögt auga fyrir yflrgangi auðvaldsins og þeir höfðu fyrir pólitísku frelsi sínu, væri ekki svo komið fyrir þeirn nú eins og er, að auðvaldið liggur eins og martröð á þeim, er þeir fá eigi undir risið. En við hvorju megum vér þá búast, vesalingarnir, er fram í sækir? Því segi ég: — höfum vakandi auga á erlendu auðmagni hér á landi og, þór verkamenn, er nú haflð stofnað verkamannasamband um land alt, hefj- ist handa til þess að reyna að sporna við þeim ófögnuði sem mest má verða. Styðjið að frjálsri og eðlilegri sam- kepni í verzlun allri og neitið þeim mönnum um vinnu yðar, er leggja ætla fjárfjötrana á landið. í því er meiri og drengilegri land- vörn fólgin en í pólitísku þvaðri ó- þroskaðra unglinga. Argus. Nýtt lestrarfélag1 til kaupa á erlendum blöðum, bókum og tímaritum hafa liðugir 40 menta- menn og annara stétta menn stofnað nú fyrir skemstu hór í Reykjavík. Fyrirkomulagið er með nokkuð öðru móti en tíðkast hefir hér áður um samskonar fólög. Ætlar félagið að halda lestrarstofu fyrir félaga sína, er opin sé flest ef ekki öll kvöld vikunn- ar frá 7—10 eða 8—11 og liggi þar frammi ný blöð og tímarit félagsmönn- um til afnota. En bækur allar, sem keyptar verða, eru ætlaðar til útláns, 1 viku í senn eða um skemri tíma, ef mikil er eftirspurnin. Jafnframt vakir hugmynd sú fyrir stofnendum félagsins að koma smám saman upp föstum bókastofni úr rit- um frægra og víðlesinna höfunda, ein- kum skáldsagnahöfunda, svo að lestrar- félagið geti með tímanum komið sór upp góðu bókasafni. Inntaka í félagið er, á meðan hús- rúm leyflr, fám öðrum skilyrðum bundin en þeim, að gjöld öll til fólags- ins greiðist fyrir fram. Gjöldin eru: 5 kr. innritunargjald, eitt skifti fyrir öll, og 10 kr. árgjald. Þeir sem æskja kynnu inntöku í fé- lagið, geri svo vel að snúa sér til ein- hverra stjórnenda þess. í stjórn hafa verið kosnir að þessu sinni: Mag. Ágúst Bjarnason (form.), dr. Björn Bjarnason (varaf.) og verkfræð. Th. Krabbe (gjaldkeri) og eru þeir stofn- endur félagsins. Auk þess hafa kos- nir verið í stjórnina: efnafræðingur Ásgeir Torfason, D. Thomsen konsúll, Guðm. læknir Hannesson og Karl verzl- unarstjóri Nikulásson. Stjórninni er einkar hugleikið að fá einhvern vandaðan og glöggan unglings- pilt eða stúlku, sem ekki er kaupdýr, til þess að sjá unr lestrarstofuna og annast útlán bóka. Agúst Bjarnason. Nýia lestrarfélagið. Þcir sem kynnu að vilja takast á hendur umsjóii á Iestrarstofu og annast útlán bólta, 3 tíma á dag, sendi skrifleg tilboð til undirritaðra. Ágiist Bjarnason. Björn Bjarnason. Laufásv, 35. Laufásv. 6. Loftskevti vSr Allanzk Til viðbótar því, sem um þetta mál var frá skýrt í síðasta blaði, og sumt var ekki sem ailra nákvæm- ast (tckið eftir »ísafold«), skal hér getið nokkurs ineira um þetta mál, samkv. ýmsum útlendum blöðum; og byggjum vér það alt áreiðanlegt, er hér verður sagt. Við 1. loftskeytinu 17. f. m. var tekið kl. 9 árd. í írlandi. Síðan gengu skeytin fram og aftur allan daginn og var meðaltal skeytanna 30 orð á mínútunni. Miklu meiri hraða búast menn þó við bráðum, þó að Edison gamli hafi ef til vill tekið munninn nógu fullan, er hann sagði við mann 2 dögum síðar, að hann vildi spá því, að ekki liði langt úr þessu áður en loftritinn flytti 1000 orð á mínútunni. Samkvæmt reynslu þeirri, sem fengin er í loftrituninni síðari árin, má telja víst (segir Electrical Indns- triesj, að nú sé yflrunnir torveld- leikar þeir, sem lengi vóru á þvi, að senda loftskeyti langar leiðir í dagsbirtu, og það, sem rneira er og margir óttuðust, að enn örðugra mundi verða yflr að stíga, það, að senda loftskeyti langleiðis frá þessum tröllauknustöðvum.semnota verður á svona löngu færi, mundi aldrei takast, án þess að trufla aflminni og smærri stöðvar, er lægju nálægt stórstöðv- unum — það hefur og tekist. Nú má senda skeyti frá 2 slöðvum hvorri hjá annari með ákaílega miklum aflmun, annað hvort liæði skeytin sömu leið eða sitt hvora, án þess að rafstraumarnir, sem flytja þessi skeyti, hafi minstu áhrif hvor á annan. Síðan þann 17. f. m. liafa verið send firn af loftskeytum fram og aflur alla daga. Svo fljót eru skeytin vfir Atlanzhaf, að mjög tæpt er að marka senditíma og viðtökutíma sama skeytis. Hingað til tekur fé- lagið enn aðeins við blaðfregna- skeytum, og verður svo fyrst um sinn, með því að slöðvarnar eru ekki enn fullgervar að öllu leyti. Fyrstu 2 til 3 dagana hafði fé-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.