Reykjavík - 07.12.1907, Blaðsíða 1
1Re^k javth.
VIII, 86
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Laugardag 7. Desember 1907
Áskiifendur í b æ n u m
yfir iOOO.
VIII, 86
ALT FÆST i THOMSENS MAGASÍNI. "SS
< )íll;i Oí>- úlílílYolíl 5" selur Kristján Porgrimsson.
Ofuar og elclaveiar ^ÍaerztnSkfr“Þvífcha"*
cooooooooooooooooooooooooooooooooooooc
o
8 JÓLA-BAZAR
EDINBORGAR.
Hr. Jónas H. Jónsson trésmiður, hefir útbúið og prýtt
Bazar-salinn í Edinborg; allur sá frágangur mælir með sér
sjálfur.
Vér vonum, aó almenningur verði oss samdóma um, að
vörurnar á Bazarnum samsvai-i fyllilega fráganginum á salnum.
Vér liöfum að undanförnu fremur tekið tillit til fullorðna
fólksins, að því er Bazarinn snertir, en í þetta sinn ætlum vér
að leggja alla áherslu á að þóknast börnunum.
Vér veitum þeim tækifæri til að eignast dálítinn ágóða.
Á Sunnudaginn 8. þ. m. kl. 2—4 e. m., mega öll börn
koma og heimsækja okkur á aðalskrifstofu verzlunarinnar.
Hverju barni verður afhentur miði með nafni þess. Á
þennan miða verður síðan skrifuð sú upphæð, sem barnið kaup-
ir eða lætur kaupa fyrir, bvort sem það er gert einu sinni eða
oftar, og bvort sem barnið notar bann sjálft eða lætur aðra
nota bann, foreldra sína eða kunningja
Þegar Bazar-tíminn er á enda, fá öll þau börn, sem
notað hafa miðana, 20. hlutann af þeirri upphæð sem á hverj-
um miða stendur, borgaðan í peningum.
Ennfremur fá þau þrjú börnin sem liæstri upphæð hafa
safnað á miða sína þessi verðlaun:
1. Góðan fatnað sniðinn á barnið, pilt eða stúlku.
2. 10 kr. í peningum.
3. 5------—
10000000000000000-0000000000000000000000
„REYKJAVXK“
Árg. [60—70 tbl.] kostar iimanlaudB 2 kr.; erlendis
kr. 3,00—8 ah.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr.
Auglýsingar innlendar: k 1. bls. kr. 1,60;
3. og 4. bls. 1,26 — Útl. augl. 33*/a°/o h»rra. -
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafólagið „Reykjavík“.
Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri
•Jón. Ólaísson.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum.
Ritstjórn: ---„ stofunni.
Telefónari
29 ritstjóri og afgreiðsla,
71 prentsmiðjan.
íslenzkir dómarar
og íslenzkar ofsóknir.
IV.
Vér töldum upp í „Rvík“ 16. f. m.
þau illmæli, sem Lárus sýslumaður
Bjarnason hafði átalið í málinu gegn
Einari Hjörleifssyni, og undirdómurinn
hafði ómerkt. Úr þeirri upptalningu
hafði óvart fallið setningin: „í stað
þess rær hann öllum árum að því, að
búið missi 1000 krónur“. Þessi orð
hafði E. H. tekið upp úr prívat bréfi
manns í Reykjavík til séra Sigurðar
Gunnarssonar, og hafði sá maður ó-
efað byggt á rangri frásögn séra Sig-
urðar til hans um þetta mál. Þessi
urnmæli hafði undirdómurinn ómerkt;
yflrdómurinn lót þau standa óhögguð,
en hæstiréttur dæmdi þau dauð og ó-
merk, eins og undirdómurinn hafði
gert. Af því að prívat-bréf þetta var
frá embættismanni, gerir yflrrétturinn
sér lítið fyrir og gerir það að embættis-
bréfi, jafnvel þótt það beri það með
sér að öllu leyti, að það er prívat bréf
manna milli, þar sem bæði er verið
að segja fréttir af skipakomu, senda
kveðju og þvíuml.. Og auk þess seg-
ist bréfrftinn síðar muni skrifa honum
embættisbréf.
Vér færðum um daginn rök að því,
að yfirdómurinn hefði blátt áfram
rangliermt eða sagt ósatt af afskiftum
L. H. B. af dánavbúi Sigurðar Jóns-
sonar, og að þessi sögusögn vor um
yfirdóminn væri beinhnis staðfest með
ummælum hæstaróttardómsins.
En yfirrétturinn lét ekki við þetta
sitja, heldur beitti hann réttarfars-
reglu, sem að voru viti er algerlega
spánný og ekki hefir fyrr beitt verið
af neinum dómstóli, svo kunnugt sé.
Réttarfarsreglan virðist vera sú, ef
mörg illmæli eru átalin í einu, þá að
láta hvert þeirra um sig, þótt ósönn-
uð sé, réttlæta annað. Hér notaði
yflrdómurinn ummæli í nefndu prívat
bréfi, sem L. H. B. hafði þó átalið, sem
sönnun fyrir réttmæti annara líkra
meiðandi orða.
Þá er það elcki síður nýstárleg réttar-
farsregla, að virða að vettugi tvímæla-
lausa játningu stefnda í meginatriði
málsins; en þeirri nýlundu fann þó
yfirdómurinn upp á í þessu máli. E. H.
hafði játað það fyrir undirrétti, að
L. H. B. hefði lýst húsinu rétt fyrir
Thomsen; en yfirdómurinn segir í
dómi sínum, að L. H. B. hafi ófrægt
húsið við hann.
Þó virðist fyrst yfir taka, er yfir-
dómurinn telur það vítalaust að segja
um L. H. B., að hann hafi ætlað að
„hafa 1000 krónur af“ búinu.
Dómur yflrdómsins í þessu máli er
svo illa saminn, að ekki er auðið að
sjá, hvort yfirdómurinn álítur orðin
„hafa af“ meinlaus í sjálfu sér, eða
hann telur L. H. B. sannan að sök
um það, að hafa ætlað að svifta búið
1000 krónum á glæpsamlegan hátt.
Hvorugt er reyndar trúlegt um yfir-
dóminn, en annaðhvort af þessu tvennu
hlýtur þó að vera skoðun dómsins.
Það virðist lítt trúlegt að yfírdómur
íslands skiiji ekki jafn algengt orð sem
það, að „hafa af“ einhverjum.
Allar orðabækur hafa að eins einn
skilning á þessu orðatiltæki, þar á
meðal orðabók sú, sem kend er við
Jónas „aðalhöfund", en Björn Jónsson
ritstjóri ísafoldar á, eftir sjálfs hans
sögn i formálanum, mestan þáttinn í.
Sú orðabók leggur dönsku orðin be-
drage og snyde út með orðunum „að
hafa af“.
Sömu merkingu leggja hegningarlögin
í þetta, sbr. t. d. 257. gr.: „sem hefir
af manni peninga eða fjármuni".
Sama skilning leggja í það allir nú-
lifandi íslenzkumenn landsins, jafnt
pólitískir skoðunarbræður ísafoldar sem
mótstöðumenn, svo sem íslenzkukenn-
arinn við mentaskólann, Pálmi Pálsson,
Dr. Jón Þorkelsson landskjalavörður
og prófessorarnir B. M. Olsen og Pinn-
ur Jónsson.
Loks hefir yfirrétturinn sjálfur lagt
sama skilning í orðin, alt þangað til
að L. H. B. átti í hlut. Yfirdómur-
inn sagði t. d. 31. Október 1898 um
mann, sem hann dæmdi í 8 mánaða
betrunarhúsvinnu fyrir svik, að mað-
urinn hefði „haft af póstsjóði kr. 321,00“;
sjá Dómasafn, V. bd., bls. 625, 9. ]. a. o.
Það er því harla ótrúlegt, að yfir-
dónrurinn hafi nú misskilið orðin, enda
þurfti fullkomna nauðgun á daglegu
máli til þess að leggja í þau mein-
lausan skilning.
En ekki er hitt þó trúlegra um 3
lögfróða menn, að þeir hafi álitið það
sannað um L. H. B., að hann hefði
haft í frammi glæpsamlegt athæfi við
búskiftin.
Nú skiftir það minstu máli, hvað
yfirdómurinn hefir ætlað um þetta;
hæstiréttur hefir sagt', að E. H. hafi
„ekki haft ástæðu“ til illyrðanna
„samkvæmt því, sem fyrir liggur í
málinu“.
En sorglegt er það engu að síður,
að geta ekki með nokkru móti fundið
aðra sæmilega úrlausn á þessum dómi
yfirdóms landsins, en aðra. hvora þeirra
er nú var bent til.
Y.
Málin gegn Birni Jönssyni.
Nú víkur sögunni að málurn L. B. H.
gegn ritstjóra ísafoldar.
Þegar þessi merkilegi yfirdómur 1
Einars málinu kom út, kunni ísafold
ekki að þegja eða stilla tungu sína
fremur en áður.
Þó að það hefði átt að vera hver-
jum þeim er þektu málavöxtu eins
vel og ísafold, auðsætt, hve ranglátur
dómur yfirdómsins var og það hefði
átt að vera blaðinu hvöt tú, að gæta
tungu sinnar, til þess að brenna sig
ekki, þá urðu þó illar eðlishvatir blaðs-
ins ríkari, eg blaðið braust um á hæl
og hnakka til þess að bera dóminn út,
og reyna að nota hann sem stórpóli-
tískan sigur yfir skeinuhættum mót-
stöðumanni.
ísafold sagði, að L. H. B. væri með
téðum yfirréttardómi: „dœmdur sann-
ur að sök um fjárdráttartilraun“;
hann hafi reynt til „að hafa af búinu
sér í hag 1000 krónur", og fáraðisfc
blaðið jafnframt mjög um það, að
L. H. B. hefði ekki verið settur af
fyrir bragðið, eða honum að minsta
kosti „vikið frá embætti um stundar-
sakir, meðan verið væri að biða eftir
hæstaréttardómi í málinu“. Auðvitað
tóku bergmáls-blöðin, Fj.konan og
Norðurland uncLir í sama tón.
ísafold hefir annaðhvort ekki haft vit
til að sjá eða ekki skeytt um að sjá,
að hún gerði vinum sínum í yfirdóm-
inum ið mesta ógagn með þessu ó-
happa-flani. Má vera að hún hafi líka
hugsað með sór: flokksbræður mínir,
bæjarfógetinn og yfirdómendurnir fara
tæplega að dæma mig; en dýrt er að
leita til hæstaréttar og því tímir Lárus
varla í máli eftir mál. Og þó að hann
geri það, þá verður þess langt að bíða
að þar falli dórnar í málunum og á
meðan verður Lárus að liggja undir
öllu því, sem ég klíni á hann.
Hafi eitthvað þvíumlíkt vakað fyrir
ísafold, þá hefir henni orðið að trú
sinni, þótt vermirinn yrði reyndar
staðlítill á endanum.
ísafold var sýknuð(H) af þessum um-
mælum bæði fyrir bæjarþingsdómi og
yfirdómi, og yfirdómurinn bætti því
við, að dæma L. H. B. í 60 króna
málskostnað til ísafoldar fyrir þá frekju
hans og ófyrirleitni, að vilja bera af
sór jafn meinlaust vinar-blak eins og
þetta.
Af því að þetta líkist miklu fremur
tröllasögu heldur en sögu af nýorðnum
viðburðum, setjum vér hér útdrátt úr
dómum landsyfirréttarins, og er hann