Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.01.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 21.01.1908, Blaðsíða 2
10 REYKJAVIK Að vísu er hér um miklu meiri á- hættu að ræða en eftir fyrri lögunum. En bæði þarf að stöðva þann mikla straum af peningum, sem útlend á- byrgðarfélög hafa sogið til sín hingað til, og svo eru ýms varúðarákvæði í frumvarpinu, sem draga mikið úr á- hættunni, ef stóran bruna ber að höndum. Mörg fleiri af lögum alþingis mætti telja hér, en rúmsins vegna skal hér staðar numið. Að eins skal þess get- ið, að megnið af merkislögunum heflr verið borið fram af stjórninni, og svo þess, að 3 af lögum seinasta þings staðfesti konungnr hér í Beykjavík 31. Júlí f. á. Og er það í fyrsta sinni á seinustu 645 árum, að lög vor hafa orðið til hér á landi að öilu leyti. Af þingsályktunartillögunum má sérstaklega nefna háskólatittöguna. og landsbankatiUögunn. Þær miða báðar, hvor í sínu lagi og hvor með sínu móti til aukins sjálfstæðis og þjóð- ernisviðgangs. Háskólahugmyndin stefnir nokkuð hátt. En hún hefir líka aistaðar vak- ið og reist, bæði einstaka krafta og þjóðir þar, sem hún heflr komið til framkvæmda. I.andsbankatillagan verður væntan- lega til þess að vekja stjórnina og aðra af því andvaraleysi, sem ráðið hefir um það mjög svo þýðingarmikla mál. Hlutabankinn má ekki með nokkru móti verða hér einn um hituna. Það mundi leiða til lítið ó- lífseigari einokunar en 200 ára gömlu einokunarinnar sællar minningar. En hann verður einvaldur, þótt ekki sé hlaðið undir hann meira en komið er, ef landsbankinn verður ekki magnaður eftir fremsta megni. Merkasta nýlundan er þó skipun millilandanefndarinnar sv o- kölluðu. Auglýsing konungs um skipun nefnd- arinnar er gefln út hér í Reykjavík 30. Júlí f. á. Konungur segist hafa ákveðið nefndarsetninguna „til þess að undirbúa ráðstafanir til nýrrar l'óg- gjafar um stjórnarskipulega stöðti ís- lands í veldi Danakonungs“. Samkvæmt skipunarbréfinu, sem er útgeflð af konungi hér í Rvík sama dag og auglýsingin, er nefndin skipuð „til þess að rannsaka og ræða stjórnar- skipulega stöðu Isiands í veldi Dana- konungs, til þess að taka til íhug- unar liverjar ráðstafanir löggjafar- völdin mundu eiga að gera til þess að fá komið máli þessu í fullnægjandi lag, og til þess áður en ár er liðið frá því þetta erindisbréf er útgefið að láta oss i té álit um málið, ásamt lagafrum- vörpum, er til þess séu fallin, að lögð yrði fyrir al f>ingl og ríkisþingið". í nefndinni eiga sæti 20 menn, 13 Danir og 7 íslendingar, og eru þannig nálega 2 Danir um hvern íslending, en líklega er hlutfallið og talan miðað við jafntfulltrúamagnfráhverju „þingi“, alþingi, þjóðþingi og landsþingi, 6 frá hverju og svo ráðherrarnir 2, forsætis- ráðherrann og ráðherra Islands. Af alþingishálfu sitja i nefndinni: Látus H. Bjarnason sýslumaður, Stein- grímur Jónsson sýslumaður, Jón Magn- ússon skrifstofustjóri, Skúli Thoroddsen ritstjóri, Jóhannes Jóhannesson sýslu- maður og Stefán Stefánsson kennari. •--------------------------------• ÍRSMÍÖA-YINNUSTOFA. Vönduð U r og Hlukkur. JBankastræti 12. Helgi Hannesson. Hér skal engu um það spáð, hver árangurinn muni verða af starfi nefnd- arinnar. Það eitt er víst, að íslend- ingar ráða þar um miklu. Samvinnan milli Dana og íslendinga fer að miklu leyti eftir samkomulaginu milli ís- lendinga innbyrðis. í Danmerkurförinni 1906 gætti eink- is flokkarígs milli íslendinga. Heldur ekki í konungsleiðangrinum og ríkisþingsmanna 1907. Mætti land og lýður bera giftu til þess, að hans gætti ekki heldur á sam- fundi fulltrúa þjóðanna 1908. Þá er líklegt, að fulltrúar vorir geti komið dönsku íulltrúunum í skilning um, að það er sitthvað, að búa u n d i r Dönum eftir stöðulögunum þeirra svo- kölluðu, eða að búa m e ð þeim eftir frjálsum samningi. En hver sem niðurstaðan verður, þá er þó mikið þegar fengið með skipun nefndarinnar. Því ernú loks játað af ríkis- stjórnarinnar hálfu, að ís- lendingar eigi samþyktar at- kvæði um stöðu sína í kon- ungsveldinu. Og það út af fyrir sig er mikill vinningur. Og líti maður nú yfir árið 1907 í heild sinni og spyrji hvernig horfurnar séu, þá getur enginn vafi leikið á um svarið : Skörðin eru að fyllast — melarnir eru að gróa upp — balarnir eru að blómgast. Þjóðin er á hraðri leið— upp og fram. Frlkirkj a. Ur þyí að minst er á kirkjumálin á ann- að borð, þykir ekki hlýða, að ganga þegjandi fram hjá því atriði málsins, sem mest um yarðar, frikirkjuhreyfingunni, Og með því að álit kirkjumálanefndarinnar er í fárra manna höndum, en „Rvík“ mjög fylgjandi fríkirkju, þá fer hér á eftir orðrétt álit minni hluta nefndarinnar (L. H. B.). Álit minnf hlutan«i. Með 2. lið umboðsskrárinnar (þings- ályktunartillögunnar) var kirkjumála- nefndinni fengið það verkefni að ihuga og kouxa fram með ákveðnar tillögur um: „Hvort eða að hve miklu leyti það verði að álítast nauðsynlegf, að kirkja og ríkisfélag sé eftirleiðis sameinað, eins og til þessa hefir verið". Þessi liður, sem eftir eðli sínu hefði átt að vera 1. liður þingsályktunartil- lögunnar, og var upphaf og undirstaða allra rannsókna um hina 3 liði tillög- unnar, var að eins ræddur lítilsháttar í byrjun nefndarfundanna 1904. Um- ræðunum lauk með tillögu, sem borin var upp á sama fundi og hún var sam- þykt á og hljóðaði á þessa leið: „Nefndin álítur það ekki ráðlegt að slita sambandi milli ríkis og kirkju, en telur það heppilegast, að kirkju- málunum sé skipað undir vernd og eftirliti ríkisvaldsins". Fyrri liður tillögunnar var samþykt- ur með 4 atkv. gegn 1 (atkvæði Lár- usar H. Bjarnasonar) og seinni liður- inn með 4 atkvæðum. Einn af meiri hluta mönnunum (Kristján yfirdómari Jónsson) gekk úr nefndinni vorið 1905 og maður sá’ er skipaður var í hans stað (Guðjón al- þingismaður Guðlaugsson) hefir ekki tekið þátt í störfum nefndarinnar. Þeir hafa því hvorugur lagt til þessa máls umfram það, sem kom fram af hendi hins fyrnefnda við umræðurnar og at- kvæðagreiðsluna um liðinn. En hins vegar hafa hinir 3 nefndarmennirnir gert grein fyrir skoðun sinni. Og með þvi að minni hlutinn hefir ekki sann- færst af röksemdaleiðslu meiri hlut- ans, fylgja hér nokkrar athugasemdir, færri og veigaminni en skyldi, meðfram vegna svo sem einkis tíma. Þing og stjórn spyr hvort og að hve miklu leyti það verði að álítast „nauð- synlegt" að kirkja og ríkisfélag sé sameinað eins og hingað til. Meiri hluti nefndarinnar svarar spurn- ingunni ekki beint, segir ekki að sam- einingin sé nauðsynleg, segir að eins að það sé „ekki ráðlegt" að slíta sam- bandi milli ríkis og kirkju. Eftir orða- lagi þessu að dæma, er því ekki hægt að segja, að meiri hlutínn sé beinlínis móti aðskilnaði kirkju og landsstjórnar, enda er erfitt að færa fram rök á móti slíkri sundurgreiningu, sé að eins litið á cðli málsins. Og eðli hvers máls á að ráða með- ferð þess. Lagaumbúnaðurinn á að vera eins og fatið. Það verður að sníða fatið eftir líkamanum, sem á að bera það. Eins verður að laga lögin eftir vexti þess máls, sem í hlut á. Og hvert er þá eðli trúarinnar. Trúin er tilfinning, tilfinning á borð við gleði og sorg, viðkvæm eins og þær. Hún er í mesta máta. persónulegt mál og þarfnast því um fram alt frelsis. Þess vegna er trúarbragðafrelsi einn af aðalmáttarviðunum í lífi hvers ein- staklings og hverrar þjóðar, enda nú löghelgað í hverju stjómfrjálsu landi, hjá oss í 46. og 47. gr. stjórnarskrár- innar. En í orðinu trúarbragðafrelsi felst ekki að eins frelsi til að hafa innra með sjálfum sér þá trú, sem manni gezt bezt að, heldur líka frelsi til þess að dýrka guð sinn á þann hátt, sem bezt á við trúarsannfæring manna. Þenna rétt á hver maður og hvert trúarfélag sem er, enginn öðrum frem- ur, og enginn öðrum síður, allir og hver í sínu lagi vitanlega innan vé- banda hinna borgaralegu laga. Hvert trúarfélag á heimtingu á að fá að hafa frið til að dýrka guð sinn innan þessara takmarka á þann hátt sem því sýnist. Meira á ekkert trúar- félag í rauninni heimting á. Og Iand- stjórnin á enga kröfu á hendur neinu trúarfélagi umfram kröfu um hlýðni gegn lögum sínum. Svona ætti trúarmálum alstaðar að vera skipað. Eðli þeirra heimtar það. Og sagan sýnir, að það væri þeim sjálfum hollast• Það hefir aldrei verið eins bjart yfir trúarlífi manna eins og á meðan trú- in hafði ekkert annað vopn að vega með en persónulega sannfæringu. Og það hefir aldrei verið eins dökt yfir því eða lífi manna yfir höfuð, eins og þegar trúin hefir veifað sleggju laganna. Og að sama brunni ber, sé málið skoðað frá sjónarmiði hinna trúardaufu eða trúarlausu, séu yfir höfuð trúar- lausir menn til meðal fullorðinna manna. Þeir eiga heimtingu á að standa fyrir utan fylkingu hinna trú- uðu. Þeir eiga heimtingu á að þurfa ekki að eins ekki að taka þátt i trúar- athöfnum þeirra, heldur eiga þeir vog heimtingu á að þurfa ekki að leggja neitt fram til viðhalds trúarlífi því, sem þeir leggja litla eða enga áherzlu á. Svona ætti trúarmálum vorum að vera skipað. En það vantar nokkuð á, að löggjöf vor hafi farið þessa leið. Og enn meira mun vanta á, að al- menningur hafi gert sér Ijóaa grein fyrir rökréttum afleiðingum af eðli málsins. Löggjöfin hefir hjá oss, sem víðast hvar annarsstaðar veitt fjölmennasta og elzta trúarfélaginu, þjóðkirkjunni, forréttindi umfram önnur trúarfélög, Það er gert í 45. gr. stjórnarskrár- inuar. Þar er landsstjórninni (lög- gjafarvaldi og umboðsstjórn) boðið að styðja þjóðkirkjuna og vernda. Og það er sízt að undra, þegar litið er til hinna sögulegu atvika, sérstaklega þess, að hér á landi var þá ekki ann- að trúarfélag til. En þessi stuðningur og vernd kem- ur að nokkru leyti niður á mönnum, sem ekki unna þjóðkirkjunni. Eftir lögum 19. febr. 1886 um utanþjóð- kirkjumenn og lögum nr. 6, frá 4. marz 1904 eru menn nefnilega því að eins lausir við gjöld til þjóðkirkjunnar, að þeir séu í einhverju kirkjufélagi, er hefir prest með kgl. staðfestingu, en það mun að eins vera minni hlutinn af andstæðingum þjóðkirkjunnar, sem svo er ástatt um. Og á hinn bóginn hlýtur það að vera mörgum þjóðkirkjumönnum, og þá sérstaklega góðum prestum alt annað en gleðiefni, að þurfa bæði að hafa viljalausa menn í eftirdragi og taka við fé af mönnum, sem þeir vita að láta það úti af nauðung og með eftirtölum. Þessa agnúa losuðust báðir partar, þjóðkirkjumenn og þjóðkirkjuandstæð- ingar, við, ef kirkjustjórn og landsstjórn væri skilin að og öll trúarmál lögð á vald frjáls félagsskapar. Og það mun sannast, að hinir trúuðu menn mundu ábatast enn meir á skilnaðinum. Nú er deyfð í trúarmálum líklega með mesta móti í landinu. Synodus aðhefst sáralítið og héraðsnefndir og sóknarnefndir eru svo áhugalitlar, að lögboðnum fundum verður oft og ein- att ekki komið á. Þessi deyfð verður, eins og minni hlutinn reynir að sýna fram á í áliti sínu um ]. lið umboðsskrárinnar, væntanlega ekki læknuð með kirkju- þingi meiri hlutans. Það yrði hvorki hálft né heilt og kæmi að líkinduin auk þess, þegar í upphafi göngu sinn- ar, á stað meiri eða minni ágreiningi milli landsstjórnar og kirkjustjórnar. Hér þarf annað og meira. Það þarf fullan skilnað, fult frelsi. í*að þarf fríkirkju eða fullkomlega frjálsan fé- lagsskap um öll trúarmál. Dað sem þjóðkirkjumenn bera í vænginn móti fríkirkjunni er einkum tvent. Þeir segja, að þá væri allar dyr opnaðar fyrir óútreiknanlegum trúar- ofsa, og að fólksfæð og strjálbygð hljóti, svo langt sem fram í tímann verði séð, að verða óyfirstíganlegur þrándur í götu fríkirkjunnar. Hvað fyrra atriðið snertir, þá þarf ekki að leita lengra en til Danmerkur til að ganga úr skugga um að þjóð- kirkja og trúarofsi geta prýðisvel orð- ið samferða. Og enn meiri líkur eru til þess, að trúaröfgar mundu dafna vel, væri þjóðkirkjunni með lögum

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.