Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.01.1908, Blaðsíða 1

Reykjavík - 21.01.1908, Blaðsíða 1
1R e$ fc í a v í k. IX., 3 Ijtbreiddasta blað landsins. Upplaq yfir 3000. Þriðjudag 21. Janúar 1908 Áskrifendur í b æ n u m yfir 1000. IX., 3 ALT FÆST 1 THOMSENS MAGASÍNI, “^38 ^ >flia 0<>' elílílVÓlai* selur Kristján Þorgrimsson. Æt*. Æt*. Æ>x Gflmliiri. Gott og- g-leðilegt nýár. Eins og að undanförnu byrjum við árið með þvi, að ávarpa þá stétt manna, sem velmegun Reykjavíkur- bæjar mest hvílir á, nefnilega útgerðarmennina. Við höfum bæði kol, salí. línur, tóyerk o. fl. tilheyrandi skipaútgerð, sem okkur er cnnþá mögulegt, þrátt fyrir verðhækkun á ýmsum vörum, að selja fyrir peninga út í hönd með mjög viðunanlegum kjörum. „REYKJAYÍK" Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendii kr. 3,00—3 8h.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. .Túlí. Ella 3 kr. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,60; 3. og 4. bl8. 1,25 — Útl. augl. 33l/s°/o hærra. — A/sláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík". Ritstjóri, afgreiðalumaður og gjaldkeri Magnús B. Jölöndal Lækjargötu 4. Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima lcl. lSt—1 og 5—6 síöd. „ísafold" varar alla við bæjarfulltrúa- lista Heimastjórnarfélagsins „Fram“. Hún segir, að enginn megi greiða þeim lista atkvæði af því, að landritar- inn standi á honum. Það sé ófært að hafa landritarann þar, af því að hann sé yfirmaður bæjarstjórnarinnar, sem oft þurfi að leggja úrskurð á mál bæjarins. Það sé alt öðru máli að gegna um yfirdómarana, sem að vísu stundum þurfi að leggja dóm á mál bæjarstjórnarinnar, „því yfirdómarar þoka sæti að lögum, er skotið er til yfirdóms máli, er þeir hafa verið við- riðnir, hvort heldur er í opinberri stöðu eða hins vegar“. Svona lætur blaðið. Gamla ráðvendnin. Blaðið veit mikið vel, að landritar- inn befir að lögum ekkert, ails ekkert vald nema að ráðherranum látnum. „Nú deyr ráðherrann og gegnir land- ritarinn þá ráðherrastörfum á eigin á- byrgð, þangað til skipaður hefir verið nýr ráðherra" segir 1. gr. stjórnar- skrárviðaukans frá 3. okt. 1903, sbr. Stj.t. 1903 A bls. 68. Landritarinn hefir ella ekki annað eða meira vald en ráðherrann fær honum með að fara. Og þar að auki kemur það sjaldan fyrir, aö bæjarstjórnin þurfi að leita úrskurðar stjórnarráðsins. Það er því alveg óhætt að kjósa hr. Klemens Jónsson þess vegna. Enda geta kunnugir þess til, að „ísafold11 ieggi móti K. J. af því, að .„Lárus nokkur H. Bjarnason" stendur efstur á „Fram“listanum. Hitt er hverju orði sannara, að yfirdómararnir eiga að víkja sæti lögum, er skotið er til yfirdóms máli, er þeir hafa verið viðriðnir". En hvernig fara herrarnir Kristján Jónsson og Jón Jensson með þau lög. bað þarf ekki langt að leita. Nú er fyrir yfirdómi mál, sem þeir hafa verið léiddir sem vitni í, málið milli Heimastjórnarmannsins Sigurðar snikk- ara Jónssonar og Halldórs Daníelsson- ar bæjarfógeta. Og báðir yfirdómararnir sitja sem fastast, þó að Sigurður heimtaði að þeir vikju sæti. Hafi nokkur Heimastjórnarmaður verið í vafa um, hvort hann ætti að kjósa „Fram“listann eða ekki, áður en „ísafold" kom út 18. þ. m., þá ætti enginn að vera í vafa um það nú. Sá listi er sœmilega hreinn. Þanti lista eiga því allir Heima- stjömarmenn að kjósa. Listinn er svona : 1. Lárus H. Bjarnason. 2. Klemens Jónsson. 3. Sighvatur Bjarnason. 4. Oiafur Davíðsson. 5. Þórunn Jónassen. 6. Tryggvi Gunnarsson. 7. Halldór Jónsson. 8. Jón Brynjólfsson. 9. Sveinn Jónsson. 10. Þorvarður Þorvarðsson. 11. Jón Guðmundsson. 12. Jóhannes Hjartarson. 13. Pétur Rorsteinsson. 14. Edílon Grímsson. 15. Þorsteinn Porsteinsson. „Frain“. Funxlur 2. og 4. Fimtudag í hv. mán. kl. 8'/2 síðd. i Templara-húsinu. Ársyfirlit. [Niðurlag]. Meðal laga frá seinasta alþingi, er horfa til almenningsþarfa má nefna lögin uni lánsdeild við FisJciveiðasjóð Islands frá 16. Nóv. f. á. Lánsdeild þessi er nokkurskonar veð- deild. Fiskiveiðasjóður leggur fram 100,000 kr. sem tryggingarfé og lands- sjóður ábyrgist þá upphæð. Móti þess- um 100,000 kr. og væntanlegum vara- sjóði má lánsdeildin gefa út alt að 5falda, upphæð í vaxtabréfum, bréfum sem líkjast bankavaxtabr'éfum veð- deiidar Landsbankans, og margir þekkja. Það fé, er lánsdeildin fær inn fyrir seld vaxtabréf, lánar hún svo út „gegn veði í íslenzkum skipum, bátum, fast- eignum og öðrum eignum hér á landi, sem notuð eru til fiskiveiða eða til að gera aflann að verðmætri vöru“. Þetta eru þörf lög. Hingað til hefir þing og stjórn nálega eingöngn hugs- að um landbúnaðinn, og er það sízt að lasta, þótt að honum sé hlynt, enda þarf hann þess með. En vér verðum líka að muna eftir hinum aðalatvinnu- veginum, sjávarútveginum, sem líka þarf stuðnings með og mjólkar lands- sjóði mest. Og það getum vér með vorum litlu efnum því að eins, að vér gerum sem næst jafn vel til beggja fyrirviunanna á landsbúinu, landbún- aðarins og sjávarútvegarins. En á það hefir brostið mikið hingað til sérstaklega á síðasta alþingi. Nú fær Búnaðarfélag lslands eitt, sem eins og allir vita ekki er annað en ábyrgðarlaust prívat, félag, 51,000 Jcr. á ári, auk þess sem lagðar eru 23,000 kr. fyrra árið og 22,000 kr. síðara árið til annara búnaðarfélaga, og 16,000 kr. fyrra árið og 14,000 kr. síðara- árið til samvinnu-smjörbúa. Styrkurinn til Búnaðarfélagsins heflr stigið skessuspor upp á við á hverju þingi. 1901 fékk það 11,000 kr. 1902—’03 : 20,000 kr. livort árið. 1904—’05: 35,500 kr. — — 1906—07 : 46,000 kr. 1908—09 : 51,000 kr. — — Styrkur landssjóðs hefir þannig nær því 5faldast á 6 árum. Og þó var ekki nærri því komandi á síðastl. þingi, að þing og stjórn fengi að sjá reikninga féiagsins. Meira var ekki farið fram á. Tillagan sem upp vur borin (L. H. B.) hljóðaði svo : „Félagsstjórnin sendi stjórnarráðinu árlega reikning félagsins með fylgi- skjölum, enda leggi stjórnarráðið reikn- inginn fyrir næsta alþingi til yfirskoð- unar og álita“- Móti þessari sjáljsögðu tillögu reis búnaðarfélagsstjórinn með alt búnaðar- þingsliðið á hælunum, svo að tillagan féll með 12 atkv. gegn 12, eða sé maður, sem ekki greiddi atkv. talinn, með 13 atkv. gegn 12. En sú tillaga gengur áreiðanlega aftur. Atkvæða- greiðslan um hana var ekki ólík at- kvæðagreiðslunni í efri deild 1901 um stjórnarskrármálið. Ofmikið kapp um báðar. Meðal hugþekku og vonandi gagn- legu laganna verður líka að telja lögin um sJcógrœJd og varnir gegn uppblœstri lands frá 22. Nóv. f. á. Að vísu er varla við því að búast, að skógur vaxi hér á landi til mik- iilar nytsemdar, sízt fljótlega. En það er kominn tími til að friða og bæta þær leyfar, sem vér höfum. Og það horfir áreiðanlega til þjóðþrifa, að hefta þann uppblástur landsins, sem ofvíða eru að mikil brögð.. Loks verður að geta hér laga um stofnun brunabótafélags íslands frá s. d. Með lögum nr. 26 frá 20. Okt. 1905 var sveitafélögum heimilað að stofna brunabótasjóði fyrir bæi og hús í lireppum utan Jcauptúna. Nýju lögin lúta að vátrygging Jiús- eigna í Jcaupstöðum og Jmuptíinum ut- an Bvíkur, svo og lausafjár hvar sem er á landinu.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.