Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 04.02.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 04.02.1908, Blaðsíða 2
18 REYKJAVIK augnabliksofsa greitt atkvæði um að- flutningsbann í ár. Þetta kveðst hr. Östlund segja í nafni sínu og bindindis- manna. — Það getur verið, að hann gefi sagt það í nafni einhverra bind- indismanna, en það vil ég segja hr. Östlund, að ég hefi talað um þetta mál við fjölda góðra bindindismanna, sem eru alveg á minni skoðun. Það er ekki til neins fyrir hr. Östlund að vé- fengja það, þar er mitt. já eins gott og gilt eins og hans nei. Annað er það í grein hr. Östlunds, sem ég kann illa við, og það er, hve torvelt hann telur að koma bindindis- fræðslu hér á í skólum, svo að gagni verði, og að sú fræðsla sé hér óþarfari en annarsstaðar, vegna áhrifa templar- anna. Hvað hið fyrra snertir, get ég ekki séð nein vandkvæði á að koma bindindisfræðslu að sem skólanámsgrein, fremur en hverri annari námsgrein. Get ég ekki séð, að kenslumálin ís- lenzkrt standi þar neitt, í vegi, eins og hr. Östlund virðist ætla. — Um hið siðar talda, eða áhrif templaranna, er náttúrlega ekki nema gott að segja, þau eru ágæt það sem þau ná og geta komist að, þq mun betra að vera í þeim dómi heldur varfærinn en um of sjálfbyrgingslegur. Þriðja athugaverða atriðið er það hjá hr. Östlund, að hann er að flagga með þessum makalausu amerísku bannlög- um, sem eigi að gefast svo vel. Það er ekki í fyrsta, og verður líklega ekki í síðasta sinni, sem þessari kenn- ingu er hampað !hér framan í fólk. Líklegast í góðri meiningu gert, en þá heldur ekki meira. Sé helmingurinn, — sé þriðjungurinn — af því sann- leikur, sem sagt er og skrifað um bann- iögin í Bandaríkjunum og hvernig með þau er farið, þá vildi ég ekki óska landi mínu þess, að það nokkurn tíma fengi líka löggjöf með líkum afleiðing- um. Bandaríkjainenn hafa og sjálfir íundið glöggt, hve ónóg bannlögin voru þeim, þess vegna komu þeir bindindis- fræðslunni í framkvæmd. Þar er bind- indisfræðslan afleiðiny afhannlögunum, sem er alveg þvert á móti kenningu hr. Östlunds. Ég ætla svo ekki að fara lengra út í þetta mái. Það var aldrei meining mín að fara að munnhöggvast við hr. Östlund eða aðra um það. Hitt var meiningin, að biðja menn að athuga, hvort ekki væri til fleiri og heppilegri vegir að takmarki bindindismanna en bannlögin ein, áður en þeim væri dembt yfir fólkið. Og trúi ég vart, að nokk- ur geti mig með sanngirni um það sakað. Theodore Roosevelt. í hinu nafnkunna og víðlesna mán- aðarriti „Succes", sem gefið er út í New York 1 Bandaríkjunum, stóð ekki alls fyrir löngu grein um Roosevelt forseta, með yfirskriftinni „Roosevelt — lýðveldismaðurinn". Grein þessi er að mörgu leyti skemtiieg aflestrar, og lýsir því vel hvernig á þvi stendur, að alþýða manna í Bandarikjunum hefir eins miklar mætur á Roosevelt og raun hefir á orðið. Hér fer á eftir lausleg þýðing á grein þessari : „Heyrðu Teddy!"1) J) Teddy er gælunafn, stytt úr Theodore. I»---------——---------------------» URSMÍÐA-YINNCSTOFA. Vönduð ÍT r og K I u k k u r. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. é---------------------------------* Forsetinn lét stöðva vagninn, sem hanii og margir af meðlimunum í ráða- neyt.i hans óku í. þegar hann heyrði þannig knllað til sín. Hann sá dreng- inn, sem kallað hafði, því hann stóð rétt við akbrautina. Forsetinn starði á hann stundarkorn. „Kom þú hór, drengur minn“, sagði hann því næst blátt áfram, þessi æðsti yfirmaður hinnar voldugu Bandaríkja- þjóðar. Drengurinn gegndi því glaðlega og var auðséð á honum, að hann bjóst við að forsetinn annaðhvort mundi rétta honum hendina eða klappa á kollinn á honum. En það varð nú ekki af því í það sinnið. Með þrum- andi röddu sagði forsetinn við hann : „Væri ég pabbi þinn þá skyldir þú fá duglegan skell fyrir þetta. Hvers kon- ar uppeldí er það annars, sem þú hefir fengið ? Ertu ekki betur siðaður en svo, að þú kallar forseta Bandaríkjanna „Teddy ?“ Drengurinn þaut í burtu skömmustu- legur og vagn forsetans hélt áfram ferðinni. „Ég held ég hafi fremur haft skaða en ábata af þessu“, sagði forsetinn, um leið og hann sneri sér að einum samfylgdarmanna sinna, „en óg vona samt að strákurinn láti sér þetta að kenningu verða framvegis". [Framh.]. ---—• • • - ■ — Múlið okkar. Furðu skamman tíma hefir þurft til að koma á hinni miklu breyting til batnaðar á bókmáli voru, þeirri er telja má að byrjaði með „Fjölni" fyrir nál. 70 árum. Blaðamennirnir gengust fyrir tals- verðri lagfæríng eða breyting á bók- málinu nú fyrir skömmu, er þegar virð- ist hafa náð talsverðri festu. Þetta sýnir, að mál-lagfæringar eru ekki svo sérlega torveldar; því þjóð- inni þykir yfir höfuð mjög vænt um málið sitt, og allir hugsandi og rit- færir menn, vilja gjarna stuðla til, að halda þvi svo hreinu og fögru, sem það á skilið. En ýmislegt er enn ólagfært, er lík- legt er að fljótt mætti fá bætt, ef á því væri byrjað. Undrar mig oft, að það skuii enn vera ógert. Þar er til dæmis að taka vihudaga- nófnin, er vér einir norðurlandaþjóða — vér, sem annars höfum geymt nor- ræna málið bezt — höfum svo herfi- lega — raunalega — afbakað (katóisk kredda). Er ekki einu sinni svo vel, að afbökunarnöfnin séu rétt hneygð, samkvæmt eðli málsins : mánu- fyrir mána-, þriðju- f. þriðji-, fimtu- f. fimti-dagur. Þó tekur út yfir, er nöfnin eru skammstöfuð : Má., Mi., Fi., Fö.; en ef gömiu norrænu nöfnin eru not- uð, þá á enginn vikudagurinn sam- merkt öðrum. Tökum upp aftur gömlu nöfnin. Nefnum og ritum : Sunnud., S. Mánad., M. ekki: Mánndagur. Týsd., T. Þriðjudagur. Óðinsd., Ó. Miðvikud. Þórsd., Þ. Fimtudagur. Freysd., F. — Föstudagur. Laugard., L. Úrsmíðavinnustofa Carl F. Bartels Langayegi 5. Talsími 137. Likt er um raðtölunófnin sum. Ritum : þre-tan- (eða -án) ekki: þrettán, fjór-tan sjö-tan — — sautján, átt-tan (eða áttjan) — átján, ní-tan (eða nitjan) tvítíu (sbr. tvítug) — tuttugu, þrítíu (sbr. þrítug) — þrjátíu, fertíu (sbr. fertug) — fjöru(!)tiu. Þessar afbakanir hneyksla mig svo mjög vegna þess, að það lýsir illri meðferð á voru eigin máli. Um al- útlend heiti, t. d. mánaðanna, er öðru máli að gegna. Gangist fyrir að færa þetta i lag, kennarar, blaðamenn, ungmennafélög — og helzt stjórnarvöld iandsins; þá iag- ast það fljótt,. Þetta hefir svo mikið að þýða, því orð þessi eru svo tíðnotuð í málinu. Og breytingin til stórprýði. Stafurinn Z nefnist set; þá geta börn kveðið að : bje-e-zet-tje=bezt. Alþýðumaður. * * * Athugasemd ritstjóra: Oss þótti rétt að taka ofanritaða grein í blaðið, þó vér ekki getum fallist á margt í henni. Tvísýnt virðist oss að takast muni, að taka upp aftur hin fornu heiti vikudaganna; enda mun það margt í tungu vorri, er minni hefð hefir og fremur þarf lagfæringar við. Sama er að segja um raðtölunöfnin, nema hvað oss virðist það enn fjær, að þeim verði breytt á þann veg, sem hinn heiðraði höfundur vill, og teijum vafasamt, að það sé rétt eftir eðii og byggingu málsins. Baðlnísið. Hlutafélagið „Baðhús Reykjavíkur" hélt fyrsta aðalfund sinn 31. f. m. Formaður félagsins gaf þar skýrslu um það meðal annars, að siðan baðhúsið tók til starfa 12. febr. f. á. og til síðasti. nýárs voru seld 2910 kerböð 12,835 steypiböð (volg) 380 gufuböð. Alls 16,125 Auk þess voru seldir 6 ársfjórðunga- baðmiðar, sem veita ótakmarkaðan rétt til steypibaða einn ársfjórðung. Aftur á móti hafði enginn ársmiði selzt. Sem menn sjá hefir fólk iangmest notað steypiböðin, enda eru þau mjög ódýr, kosta að eins 10 aura ef 25 bað- miðar eru keyptir í einu, 12 aura ef 10 baðmiðar eru keyptir og 15 aura einstök. Steypiböð þessi getur fólk haft volg eða köld eftir vild, og er það mjög þægilegt, einkum fyrir fólk, sem er óvant böðum. Yfir höfuð má segja að aðsóknin að baðhúsinu hafi verið góð, og er það gleðilegur vottur um aukna þrifnaðar- tilfinning bæjarbúa. Það væri hka smán, ef svo stór bær sem Reykjavik er, gæti eigi haldið við einu baðhúsi. Baðhúsið er hin þarfasta stofnun, eigi einungis vegna hreinlætis heidur einn- ig vegna heilsu manna — það vita allir, sem hafa reynt hversu hressandi og styrkjandi það er að taka sér bað. Leiðrétting. í síðasta tbl. er misprentað niðurlag 1. vo. í fjóiðu vísunni ,.Úr syrpu Níels skálda, nefnilega lienni f. hinu. Vísan er þannig rétt: |„Fiestalt stofiia viltu vel — en veitstu af hinu, þeim, sem byrjar allt í einu, eklcert stundum varð úr neinu“. Innan^bæjar og utan. —o— 1 firlætislaus er Guðmundur ohkar Hannesson. Hann hefir skrifað nokkrar hnur um nýja gufuskipasamninginn í „ísafold" 1. þ. m., og notar „eg“ ekki nema 6 sinnum. Þetta er ofurlítið sýnishorn : „Eg er ráðherra þakklát- ur fyrir hvert skynsamlegt spor“ . . . „Eg færi það með ánægju inn í tekju- dálkinn hans“ o. s. frv. Annars er hann vitanlega þar sem annarsstaðar sammála herra sínum og meistara B. J. Mikið er ánægjulegt að sjá, hvað syst.ur „Lógr.“ hefirorðiðgott af „Fram“- fundinum 19. og bæjarstjórnarkosn- ingunum 24. f.m. - Vonandi að „íslend- ingur“ hennarhaldinútilfinningunum á- fram, að minsta kosti til — 10. sept. ,,ísafold“ birtir 1. þ. m. þannig lagaða skýrslu um atkvæðamagn hinna 14 nýkjörnu bæjarfulltrúa — sleppir frú Bríet — og tveggja annara full- trúaefna, er voru í kjöri, en náðu ekki kosningu : Katrin Magnússon . . . 909 (telur hana á öðrum stað með 990). Sigvaldi Bjarnason . . . . 801. Þórunn Jónassen . . 722. Kristján Jónsson . . 700. Sighvatur Bjarnason . . . 583. Éórður J. Thoroddsen . . . 580. Guðrún Björnsdóttir . . 517. Magnús Blöndal . . . . . 473. Jón Jensson . . . . . . 443. Halldór Jónsson . . 424. Sveinn Jónsson . . . . . 424. Tryggvi Gunnarsson . . . 424. Klemenz .Tónsson . . 263. Lárus H. Bjarnason . . 235. Knud Zimsen . . . . . 218. Kristján Þorgrímsson . . . 75. Fað verður samtals 7,791. Geri inaður nú frú Guðrúnu og frúBríet sama atkvæðafjölda, 517, þá ættu eftir kokkabók ,ísaioldar‘ 8,308' átkv. að hafa verið greidd. Og enda miklu fleiri, því að auk ofantaldia manna voru miklu fleiri í kjöri, og allir fengu þeir meira og minna fylgi. Atkvæðisrétt höfðu þó ekki nema 2850 kjósendur alls, og af þeim neyttu< að eins 1620 kosoingarréttar síns, eftir því sem hjórstjórninni sjálfri segist frá. Það verður á „ísafoldar"máh 8,308 atkvæði. Annaðhvort botnar „ísafold“ ekkert í hlutfallskosningum eða hun segir ó- satt móti betri vitund. Hvort heldur? Úr því getur Pórður á Kleppi einn skorið. Fyrirlestur um Ameríku heldur Páll Bergsson frá Duluth, í Báruhús- inu 5. þ. m. kl. 9 e. m. Páll er ný- kominn heim frá Ameríku eftir 20 ára dvöl þar, og karin því frá mörgu að segja. Hann er maður vel að sér og- skilríkur. Ættu sem flestir að sækja fyrirlestur hans, því þar geta þeir fengið sannar sagnir af Gózenlandinu vestan hafs, og heyrt hlutdrægnislaust álit rétts aðila, á lifinu þar. Mun sú fræðsla ekki vera alls óþörf nú, jafn- hliða skrumpésa þeim, sem Canada- stjórn lætur lljúga yfir land vort sem skæðadrífu, einmitt um þetta leyti. — Inngangur að fyrirlestrinum kostar að eins 25 aura. Magnús Stei'ánsson frá Flögu í Vatnsdal, kaupm. á Blönduósi, er hér

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.