Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 11.02.1908, Síða 2

Reykjavík - 11.02.1908, Síða 2
22 RKYKJAViK til syndanna fyrir samheldnisleysi þeirra og stjórn íélagsins fyrir heimsknlegan tilbúning listans eins og hún fyllilega ætti skilið, en láta aðra óáreitta, sem skynsamlegar fóru að ráði sínu og með betri árangri. Það er ætíð eitthvað ómenskulegt í því, að reyna að kenna öðrum óviðkomandi um þær hrakfarir, sem er bein afleiðing af eignum afglöp- um, í stað þess, að kannast hreinskiln- islega við það fyrir sjálfum sér og öðr um, að maður hafi gert afglöp, og í hverju þau voru fólgin. Og ég er líka alveg viss um, að í rauninni veit hinn háttvirti höfundur alveg eins vel, eins og ég, að hrakfarir verkmannafélagsins í þetta sinn voru bein og óumflýjanleg afleiðing af því hve frámunalega heimskulega listi þess var útbúinn. Höfundurinn spyr, hvort nokkur viti til, að jafn léleg frammi- staða hafi áður verið sýnd af alþýðu- mönnum í nokkurri borg með 10,000 íbúum í siðuðu landi. Eg skal fyrir mitt leyti játa, að ég veit ekki til þess að svo hafi verið, ef verkmannafélög með um 500 félögum hefir verið til í borginni. En svo ætla ég líka að spyrja, hvort nokkur maður viti til, að nokkurt verkmannafélag, sem telur sig vera ramm-sosialistiskt“, hafi nokkursstaðar gengið til kosninga með tvo menn efsta á lista sínum, sem — hversu gegnir og góðir sem þeir ann- ars eru — áttu alls ekkert skylt við verkmannafélagið eða stefnuskrá þess og hugsjónir. Og ég svara hiklaust „nei“. Einmitt þetta gerði verkmanna- félagið „Dagsbrún“ í þetta sinn, þar sem það efst á lista sínum setti þá Þórð Thoroddsen bankagjaldkera og Kristján Jónsson yflrkómara. Og ein- mitt þetta var aðalorsökin til ófara Dagsbrúnarlistans. Verkamenn sáu það í hendi sinni, að hér var ekki verið að leita atkvæða þeirra handa mönn- um af þeirra flokki, eð'a mönnum, sem líklegir væru til að beitast fyrir þeirra hugsjónum heldur lá þar annar fiskur undir steini, sem ég síðar skal víkja að. Og svo kusu þeir hver um sig þann listann, sem þeim leizt bezt á, án alls tillits til „Dagsbrúnar". — Höfundurinn er mjög æfur við félagið „ Pram “ fyrir það, að það setti upp beinan pólitískan lista og vill víst gefa í skyn, að „Fram“ hafi riðið á vaðið með að gera slíkt ódæði. En ég verð að leyfa mér að benda honum á, að hann slær hér sjálfan sig, eða sitt fé- lag á munninn. „Fram“ gerði sem sé ekkert annað en það, sem „Dags- brún“ var búin að gera áður. Að eins var „Fram“-félagið svo hreinskilið, að það fór ekkert í launkofa með þetta, og hafði því alla mennina á lista sín- um af sama flokki. „Dagsbrún“ bjó aftur á móti til lista, sem í rauninni var alvegjafn rammpólitískur(valtýskur); en svo var reynt til að villa mönnum sjónir með því, að setja líka á listann menn af hinum flokknum, en svo neðarlega, að auðsætt var, að þeir gæfu ekki komið til greina. Hvor að- ferðin sé samboðnari einörðum mönn- um, ætla ég að leggja undir dóm annara. Hitt hygg ég að „Dagsbrúnar“-menn- irnir sóu nú — tæplega sér til mik- illar ánægju — búnir að reka sig á, hvor aðferðin er vænlegri til sigurs. Dylgjur höfundarins og hrakyrði um •-----------------------------• ÚRSMÍBA-VINNTJSTOFA. Vönduð Úr og Klnkkur. Bankastræti 12. Helgi Hannesson. a-----------------------------• þá menn, sem söfnuðu at.kvæðum að lista félagsins „Fram“, ætla óg að mestu að leiða hjá mór. Ég treysti þeim vel til að svara fyrir sig sjálflr, ef þeir álíta það svaravert. Ég vil að eins benda honum á, að sjálfs sín vegna ætti liann að láta „ísafold" eina um, að nota þessháttar orðalag, því hann vex varla i augum góðra manna við það, að fara í henn- ar skóla. Og eg vil líka benda honum á, að sem forkólfur þeirrar stefnu, sem heflr sett „frelsi“, „jöfnuð" og „bræðra- lag“ á skjöld sinn, ætti hann að láta menn óáreitta fyrir það, þó þeir veiti fylgi sitt þeim mönnum, sem þeir hafa bezt traust á. — Hitt er eðlilegt, að höfundurinn sé gramur yfir þvi, hve þessir menn voru miklu duglegri en „Dagsbrúnar“-menniinir, eða hve miklu betri eftirtekjan varð hjá þeim ; en hann ætti að láta gremju sína yfir því bitna á réttum hlutaðeigendum. Höfundurinn hendir töluvert gaman að því, að einn af forgöngumönnum „Fram“-listans hafi sagt, að þeir Lárus H. Bjarnason og Klemenz Jónsson væru mestu „sósíalistar", sem til væru í bænum. Ég skal ekkert um það segja, hvort þetta er satt, eða hvort höfund- urinn býr það til, til þess að fá tæki- færi til að vera fyndinn. Þó þykir mér hið síðara fult svo sennilegt. En það fer hér eins og víðar, að fyndnin verður á kostnað hans sjálfs eða hans félags. Ég hygg sem só, að fáir treyst- ist til að mótmæla því, að „sósíalista"- félagið „Dagsbrún" hafi, með því, að setja þá Þórð Thoroddsen og Kristján Jónsson efsta á lista sinn, sagt svo skýrt sem hægt var, að þeir væru beztu sósíalistarnir, sem völ væri á. Að gera upp á milli þessara fjógurra heiðursmanna, sem hér eru nefndir, dettur mér ekki í hug. En ég held ég þori að fullyrða, að þeir eigi allir sam- merkt í því, að þeir telji sig ekki vera „sósíalista". ðllum vaðli höfundarins um kosn- ingaraðferðina, og þau áhrif sem hún hafi haft verkmannalistanum í óhag, svara ég alls ekki. Hann er þar eins og annarsstaðar auðsjáanlega að reyna til, að láta skuldina fyrir ófarir félags- ins skella á öðrum. Og ég hygg, að fáir leggi mikið upp úr því, sem hann ber fram. Ég tók það fram í byrjun þessarar greinar, að ég áliti það illa farið, að verkmönnum tókst. svo illa við kosningarnar. Þó ég sé ekki verk- maður í hinum þrengri skilningi þess orðs, þá er ég hlyntur samtökum verk- manna. Ég álít, að þau myndu geta komið töluverðu góðu til leiðar hér eins og annarsstaðar, ef þeim væri stjórnað af hæfum mönnum. Ég vona því fastlega, að „Dagsbrún“ hafi við þetta tækifæri fengið ýmsa þarfa lær- dóma, þar á meðal þann, að það er ekki heppilegt fyrir slíkt félag, að láta hafa sig fyrir pólitískan vikadreng for- manns síns. Og það skyldi mjög gleðja mig, ef „Dagsbrún" við næstu bæjarstjórnar- kosningar sýndi það, að þessir lærdóm- ar hefðu borið ávöxt, svo að hún þá kæmi að mönnum af sínum eigin flokki, svo sem hún hefir atkvæða-afl til. En ég má segja hr. Pétri Guð- mundssyni það fyrir víst, að vegurinn <;■ .iJiiim-.Knu-i.n.u/iiiijiiiinrnT.i Úrsmíðavinnustofa j Carl F. Bartels j \ Laugaregi 5. Talsími 137. = ---.."T.-r.....;r,a til þess er ekki sá, að vaða upp á önnur fólög og þeirra menn, og kenna þeim ófarirnar, heldur sá, að gera sjálfum sér og öðrum hreinskilnislega grein fyrir því, hverju ábótavant er, og gera síðan við því eftir mætti. Dæmi Friðriks mikla er vafalaust gott til eftirbreytni, þó fáir geti búizt við, að fá viðurnefni hans, og líklega ekki Pétur Guðmundsson. En til þess, að geta haft gott af því, verður að skilja það rétt. Ófarir Friðriks mikla urðu honum oft að sigrum, af því, að hann gerði sér ljósa grein fyrir, hverjar orsakirnar voru, og gafst aldrei upp við að bæta úr því, sem áfátt var. Ef hann hefði látíð sér nægja, að setjast niður og skrifa skammir um kvenn- varginn hana Maríu Theresiu eða mann- skrattann hann Daun hershöfðingja o. s. frv., þá er varla að búast við, að hann hefði að lokum borið efri skjöld. Þetta vil ég ráða hr. Pétri Guðmunds- syni til að muna vel. Reykjavik, 7. febr. 1908. Ó. F. Davíðsson. Bæjarstjómarfundurinn 6. þ. m. Fundurinn var settur fjórðung stund- ar eftir tiltekinn tíma. Bæjarfulltrúarnir voru allir viðsladdir nema Magnús Blöndal. Hann er utan- lands. Fyrir framan grindurnar var svo fult af áheyrendum, sem drepið væri smjöri í öskju. Bæjarfógetinn setti fundinn með dá- litlum ræðustúf, bauð nýju fulltrúana, sórstaklega kvennfulltrúana, velkomna, og tók svo hlélaust til dagskrárínnar. Þannig mistu menn af jómfrúræðu frúnna við það tækifæri. Halldór Jónsson bankagjaldkeri og Sighvatur Bjarnason bankastjóri voru kosnir fundarskrifarar. Frá nefndakosningunni er skýrt á öðrum stað í blaðinu. Dagskráin var ekki mjög merkileg. þó spunnust nokkrar umræður út af breytingu heilbrigðissamþyhtarinnar og sérstaklega út af bœjarreikningnum 1906. Lárus H. Bjarnason fann að því, að mál sem úrskurða ætti, væri ekki látin ganga milli fulltrúanna fyrir fund. Róttast væri að prenta þess konar málskjöl. Hann taldi rétt að vísa heilbrigðissamþyktarbreytingunni t,il heilbrigðisnefndarinnar, og fresta úr- skurði til næsta fundar. Kvaðst ann- ars verða að sitja hjá við atkvæða- greiðsluna, því að hann hefði ekki getað áttað sig á hinum skjóta upplestri oddvita, og vildi ekki greiða atkvæði út í bláinn. Oddviti mælti í móti þessu, en Ilall- dór Jónsson st.uddi L. H. Bjarnason, og var málinu svo vísað til heilbrigðis- nefndar. Um bœjarreikninginn kom margt kynlegt fram. Fyrst og fremst hefir bæjarstjórnin haft meira en 4 mánuði fram yfir tal. Reikningurinn átti að vera kominn til landsstjórnarinnar innan september- mánaðarloka. En auk þess upplýstist það á fund- inum, aðjinnheimta ýmsia bæjargjalda væri dregin úr hófi fram, enda þar sem efnamenn ætti í hlut, að árs- reikningnum fylgdi hvorki kassareibn- ingur né jafnaðarreikningur og að endur- skoðararnir hefðu ekki haft nægan tíma til að athuga reikninginn. L. H. Bjarnason átaldi þetta. Taldi sjálfsagt að innheimta öll bæjargjöld á gjalddaga, og leggja í sparisjóð það er ekki þyrfti að nota í svipinn. En sérstaklega lagði hann þó áherzlu á, að reikningnum fylgdi skýrsla um eignir og skuldir bæjarins. Þá skýrslu þyrfti þegar í stað að útvega. Það fyrsta sem maður þyrfti að vita væri það, hvað maður ætti og hvað maður skuldaði. Loks hélt hann því fram, að hér væri enn meiri ástæða til að rasa ekki fyrir ráð fram, en um næsta mál á undan, þar sem athugasemdirnar væi u í 31. gr., og hér úði og grúði af töl- um, þar sem endurskoðarar hefðu kvartað um tímaleysi, þar sem 11 af 14 viðstöddum bæjarfulltrúum væri nýkosnir og öllu ókunnugir, þar sem margs konar andhælisskapur væri þeg- ar upplýstur, þar sem málið væri hið mikilvægasta og þar sem það viðgeng- ist hvorki á þingi né í nokkru sveitar- fólagi, að hafa slíka fljótaskrift á reikn- ingsúrskurðinum, sem hér væri farið fram á. Oddviti Halldór Jónsson og Sighvat- ur Bjarnason mælt.u á móti. Oddviti kom með þá mjög svo óvæntu upp- lýsingu, að það væri mjög vafasamt lwað bærinn ætti og hvers virði það væri. L. H. Bjarnason hélt þá kominn tíma til að fara að grúska eitthvað út í það, sem fyrst hefði átt að gera, en kom þó ekki fram með neina til- lögu, enda mundi alt þetta batna eftir 1. júlí (þá tekur nýi borgarstjórinn við stýrinu). Yar svo reikningurinn úrskurðaður réttur eftir nokkurt þóf, sérstaklega milli L. H. Bjarnason og oddvita. í sambandi við þetta má geta þess„ að nú fer að liða að því, að taka þurfi ályktun um borgarstjóravalið,. og virð- ist sjálfsagt að bjóða starfið fram með auglýsingu í blöðunum, með ekki styttri; en 3 mánaða fyrirvara. Yitanlega þarf sá, sem fyrir kjöri verður, nokkurn tíma til að leysa upp. En nægilegt ætti honum að vera svo sem mánaðartimi. Enda hægur hjá„ að „setja“ mann til bráðabirgða, ef hann kynni að þurfa lengri frest. Það er algengur siður, að „setja“ menn, þegar svo stendur á, enda verður varla hjá því komist, að einhver annar en bæjarstjóri verði að gegna forstöðu bæjarstjórnarinnar einhvern tíma á kjörtímabilinu, þó að lögin geri ekki ráð fyrir því. Ekki þarf annað en að bæjarstjórinn sýkist, og verður þá að setja mann í hans stað. Meira að segja væri varlegast að kjósa ekki strax til 6 ára, heldur ,,.setja“ manninn fyrst í stað. Að vísu gera lögin ekki ráð fyrir því. En úr því að bæjarstjórninhefir vald til að kjósasér oddvita til 6 ára, hefir hún vafalaust valdtil að setja mann til skemmri tíma. N efndir voru kosnar, eins og lög gera ráð fyrir, í hinni nýju bæjarstjórn hér, á fyrsta fundi hennar 6. þ. m., og féllu kosningar þannig: Jfjárhagsnefnd: Halldór Jónsson, Kristján Jónsson. Fátœkranefnd : Guðrún Björnsd., Katrín Magnússon, Kr. Jóns- son, Kr. Ó. Þorgrímsson, Sig- hvatur Bjarnason. Skólanefnd: Bríet Bjarnhéðinsd.,. Halldór Jónsson, Jón Jensson„ Þórunn Jónassen.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.