Reykjavík - 31.03.1908, Síða 2
REYKJAVIK
50
venjulegum skilningi þess orðs. En
þegar bréfið svo er ritað í þeim til-
gangi eingöngu, að sverta og níða með
ósönnum sakargiftum annan stjórnmála-
flokk landsins og stjórn þess, þá virð-
ist oss enginn vafi leika á, að slíkt
bréf getur eigi átt rétt á sér sem
prívatbréf, né notið þeirrar helgi, sem
þau annars eru látin njóta.
Það er nú mjögfjarri oss, að faraað bera
hönd fyrir höfuð mannsins, sem fyrstur
varð til þess, að birta bréf þetta, né
kjósandans sem bréfið var til. Vér
hyggjum, að þeir séu færír til þess
sjálfir, ef þeir vilja. En vér höfum
gert þessa athugasemd til þess, að sýna
fram á, að herra Guðmundur Hannes-
son hefir enga ástæðu til, að ausa ill-
yrðum yfir þessa menn, heldur má
hann sjálfum sér um kenna, að hann
nú stendur frammi fyrir fólkinu sem
maður, er vill í skjóli bréflielginnar
bera á aðra sakir, sem liann opinber-
lega getur ekki fundið neinn stað.
Að svo mæltu viljum vér með nokkr-
um orðum víkja að bréfinu sjálfu eða
einstökum köílum þess og um Jeið hafa
nokkra hliðsjón af grein höfundarins í
sNorðurlandi“.
Höfundurinn segir a.ð hann (og Land-
varnarmenn) vilji vinna að þvi, að fá
rílcisrétt Islands viðurkendan og að fara
gœtilega í fjármálum. Með þessu er
auðvitað ekki sagt mikið annað, en
það, sem allir stjórnmálaflokkar og
yfirleitt allir landsmenn vilja. Ef í
staðinn fyrir „ríkisrétt íslands" er sett
hið spaklátara orð „landsréttindi ís-
lands“ þá fáum vér ekki betur séð, en
að Heimastjórnarflokknum og stjórn
vorri hafi þegar tekist að fá fyrra at-
riðinu fullnægt. Vér fáum ekki betur
séð, en að konungur vor, með því að
kveðja bæði löggjafarþingin (íslands og
Danmerkur) til þess sem jafn réttháa
málsaðila að gera tillögur um og semja
og samþykkja á sínum tíma lög um
samband landanna framvegis, hafi þeg-
ar viðurkent full landsréttindi íslands.
En að þessu hafa Landvarnarmenn
alls ekkert stutt. Blöð þeirra voru
þvert á móti mjög andvíg skipun sam-
bandsnefndarinnar, og nú láta þau ekki
sitt eftir liggja, að gera hana sem tor-
tryggilegasta í augum þjóðarinnar,
hvenær sem þau minnast. á hana.
Hina gætilegu fjármalastefnu sína
auglýsa Landvarnarmenn með því, að
þeir vilja berjast fyrir því með hnúum
og hnefum, að ísland verði ríki út af
fyrir sig eða í konungssambandi einu
við Danmörku. Auðvitað hafa þeir ekki
til þessa gert neina ábyggilega áætlun
um, hve mikil aukin útgjöld þetta
myndi hafa í för með sér, enda verð-
ur að virða þeim það til vorkunnar,
því þeir eru alls ófærir til sliks og
vita yfirleitt ekki um hvað þeir eru
að tala. En úr öllum vaðli þeirramá
þó draga þá ályktun, að jafnvel þeir
hugsa sér vart minni aukin gjöld, en
liðugan fjórðung úr miljón króna ár-
lega. Allir skynsamir menn vita, að
þetta er vart helmingur þess, sem
kostnaðurinn í minsta lagi hlyti að
verða, og er engin furða þótt mörgum
virðist slíkt koma miður vel heim við
gœtilega fjármálastefnu.
Afleiðingar hinnar gœtilegu fjármála-
stefnu í innanlandsmálum, eins og
Landvarnarmenn virðast skilja hana,
hefir Jón Þorláksson nýlega sýnt mjög
ijóslega fram á í fyrirlestri, sem prent-
aður er í „Lögréttu" og sem sendur
mun verða út um land, svovérslepp-
um því atriði hér.
Um fjármálapólitík stjórnarflokksins
segir bréfshöfundurinn, að hana megi
marka af því, að viðlagasjóðnr sé nær-
felt horfinn og hálfrar miljónar króna
lán eigi nú að taka hjá D'ónum. Og
svo bætir hann því við, að símafyrir-
tœki stjórnarinnar muni ekki reynast
arðsöm, svo ekki sé á því að byggja.,
að þeir peningar komi aftur, sízt i
bráð.
Þó sjálfsagt megi nú töluvert afsaka
margar af vitleysum þeim, er höfund-
ur þessi hefir látið sjást eftir sig síð-
an hann fór að rita og ræða um op-
inber mál með því, að hann er þekk-
ingarlítill gjálfrari í þeim málum flest-
um, þá virðist varla geta verið því til
að dreifa hér, heldur beinlínis ósann-
sögli. í þessu blaði er á öðrum stað
skýrt frá, hvernig hagur landssjóðs var
við árslok 1906; áður var búið að
gera það i „Lögréttu" 4. marz þ. á.
og nú er ágrip af landsreikningnum
komið út, svo menn eiga kost á, að
sjá það með eigin augum.
Hvernig hagur landssjóðs hefir verið
við árslok 1907 er enn eigi fullljóst,
þar eð þeir reikningar eru eigi búnir;
en eftir öllum gögnum, sem íyrir hendi
eru og eftir því, sem stjórnin hefir lát-
ið uppi, er engin ástæða til að ætla,
að fjárhagurinn hafi versnað að mun
á þessu ári. Þetta mun höfundinum
eins vel kunnugt og öðrum. eða hann
hefði þó alténd getað fengið um það
réttar upplýsingar, ef tilgangurinn hefði
verið sá, að skýra rétt frá, í stað þess,
að hann virðist hafa verið sá einn,
að rægja stjórnina og stjórnarflokkinn.
Höfundurinn vill auðsjáanlega í grein
sinni í „Norðurlandi" sem minst minn-
ast á þetta atríði. Hann segir að mál
þetta hafi nýlega verið rætt í „Norður-
landi" og vilji hann því ekki þreyta
merm á því. En annars telur hann
beztu sönnunina þá, að þingið hafi
samþykt 500,000 kr. lántöku, því það
hafi verið gert vegna þess, að lands-
sjóð hafi skort fé.
Yér viljum nú ekki þreyta menn á,
að minnast hér mikið á fjármálarit-
gerðir „Norðurlands“. Þær eru eins
og allir vita, sem hafa haft þolinmæði
til að lesa þær, að eins léleg uppsuða
úr ræðu dr. Yaltýs Guðmundssonar í
efri deild í sumar sem leið, ræðu sem
heita má að nafnfræg sé orðin fyrir
ranghermi og vitlevsur. En um 500,000
kr. lántökuna er það að segja, að höf-
undarinn hlýtur að vita, að þingið sam-
þykti alls eigi lántöku, heldur að eins
lántökuheimild handa stjórninni til
að nota, ef á þyrfti að halda, til þess
að framkvæma ritsima og talsímafyr-
irtæki þau, sem þingið samþykti.
Lánið er ótekið enn, og það er enn
alveg óvíst, hvort á því þurfi að halda
eða hvort landið getur af eigin efnum
staðizt þessi áður nefndu útgjöld.
En þó á þessari lántöku þyrfti að
halda, þá mundi það engin sönnun
vera fyrir því, að hagur landssjóðs eða
viðlagasjóðs væri í hnignun. Guð-
mundur Hannesson er eflaust ekki svo
skyni skioppinn, að hann hafi nokkurn
tima ímyndað sér, að viðlagasjóðurinn
sé fúlga, sem geymd sé í kistum eða
skápum stjórnarinnar. Hann veit að
viðlagasjóðurinn er að mestu leyti í
útlánum til landsmanna, sveitarfélaga,
«-J'i i.ih,i.hiiHjUU.h ■ ...i m .,iui i.iii ■ i mi.u,ili,.ii*w855ft
Úrsmíðavinnustofa
I Carl F. Bartels |
■ Laagavegi 5. Talsírai 137. j
bæjarfélaga sýslufélaga og einstakra
mann t.il arðberandi fyrirtækja —bein-
linis eða óbeinlínis. — Og hann veit, að
það mundi verða óbætanlegur hnekkir
fyrir landið í heild sinni, ef þetta fé
væri heimt inn með stuttum fyrirvara
— þó hægt væri — svo að það væri
betra að taka fé til láns >ó með okur-
vöxtum væri, hvað þá með góðum
vaxtakjörum.
Hvað snertir símafyrirtæki landsins,
þá má lengi deila um, hvort þau séu
arðsöm fyrirtæki eður eigi. Þau hafa
að vísu eigi enn látið í té svo mik-
inn beinan arð, að svari vöxtum aí
stofnfénu, þvi síður fyrning. En þess
er að gæta, að því meira sem fram-
kvæmt verður af þessum fyrirtækjum,
því betur hljóta þau að borga sig bein-
línis, því kostnaðurinn við starfræksl-
una vex ekki að sama skapi sem sím-
unum fjölgar, en það gera tekjurnar
af þeim. Urn hinn óbeina hag af
þessum fyrirtækjum er ekki hægt að
gera áætlun, en bezta sönnunin fyrir
því, að landsmenn yfirleitt álita hann
töluverðan, virðist oss vera sú, að
allar sveitir landsins sækjast um, að
fá síma til sín og margar þeirra með
þeim kjörum, að kosta sjálfar tölu-
vert miklu til.
Alt í alt virðist oss, að þessi fjár-
málakafli í bréfinu só augljós tilraun
til, að æsa rnenn upp á móti stjórn-
inni og nota til þess það ráð, sem
reynslan hefir sýnt, að oftast er áhrifa-
mest, það nefnilega, að reyna að telja
mönnum trú um fjárhagslegan voða.
Hversu heiðarleg slík aðferð er, þarf
ekki að lýsa nánar.
Þá segir höfundurinn, að það sé til
nægar sannanir fyrir þvi, að tilætlun
stjórnarmanna sé innlimun (íslands í
Danmörku!), enda sé sér kunnugtum,
að nokkrir heldri stjórnarliðar séu á
því máli. Til frekari fullvissu um
þetta vísar hann í „Norðurlandi“ til
greinar eftir sjálfan sig í „Ingólfi",
sem heitir „Sérmálasjálfstæðið". Um
þett.a atriði og áminsta grein er það
að segja, að aðdróttanir þær, sem þar
eru til stjórnarflokksins um innlimun-
arfyrirætlanir væru beinlínis svívirði-
legar, ef taka mætti orðin eins og
þau falla.
En það kemur í ]jós hér eins og
víðar, að höfundurinn veður reyk í
þessu efni. Hann blandar nefnilega
alveg saman innlimun og sambandi
á milli landa og kallar hvert, Jand inn-
limað, sem ekki er sérstakt ríki. Með
því móti er auðvitað hægt, að gera
innlimunarmenn úr nálega öllum stjórn-
arflokksmönnum, því þeir kannast fylli-
lega við, að þeir vilji að ísland sé
hér eftir eins og hingað til í sambandi
við Danmörku. Og einmitt til þess,
að gera uppástungur um, hvernig því
sambandi skuli fyrir komið eftirleiðis,
er nefnd sú skipuð, sem nú situr að
verkum í Kaupmannahöfn, en ekki til
að innlima landið.
Höfundurinn gætir eigi að því, að
ef þessi kenning hans væri rétt, þá
hefði ísland þegar um mörg hundruð
ára verið innlimað Danmörku, því um
mörg hundruð ára hefir Island verið
hluti hins danska rikis.
En sem betur fer er kenningin al-
veg röng og sprottin af hugsunarílækju
hjá höfundinum. Innlimun (Inkorpora-
tion) er það eitt, þegar land eður lands-
hluti, sem áður hefir verið sérstakt
ríki, gengur á þann hátt inn i annað
ríki, hvort heldur af sjálfsdáðum eða
hernumið, að það missi öll ráð yfir
sínum sérmálum og hafi sameiginlega
löggjöf og sameiginlegan fjárhag með
hinu ríkinu. T. d. er Pólvei-jaland
innlimað Bússlandi, Hannover innlim-
að Prússlandi og Færeyjar innlimaðar
Danmörku. En að nokkur íslending-
ur sé til, sem vill innlima ísland á
þann hátt, það ætlum vér, að ekki
einu sinni Guðmundi Iiannessyni detti
í hug að halda fram, þó hann vilji
flest reyna að finna stjórnarflokknum
til foráttu.
Vér viljum nú láta hér staðar num-
ið að svo stöddu. Yér vilduin óska
þess, að Guðmundur Hannesson vildi
sjálfur sjá og kannast við, að hann er
fyrir flestra hluta sakir ófær til að
rita og ræða urn stjórnmál. Áður en
hann fór til þess, var hann að mak-
legleikum vel virtur maður, sem snill-
ingur í sinni ment. En það getur
ekki hjá því farið, að stjórnmálaraus
hans og getsakir og ósannsögli um þá,
er hann telur mótstöðumenn sína verði
með tímanum til þess, að rýra tilfinn-
anlega álit hans, og teljum vér það
illa farið.
★ *
*■
Símskeyti til „Reykjavíkur".
Kaupm.hö/n 27. marz, kl. 10,20 f. h.
í landspinginu
liafa liægri menn og hinir frjálslyndari
íhaldsmenn gert langar atreiðir að Al-
bertí, og i fólksþinginu hefur verið bor-
in upp tillaga að skipa nefnd til að
rannsaka embættisfærslu hans.
Stórþingið norska
hefur afnumið orður (og tilla) í Noregi.
Brot úr ferðasögu.
Eg var staddur i bæ austur i Rang-
árvallasýslu, var að bíða þar eftir
kaffi. Þegar eg hafði beðið nokkrar
mínútur, kemur inn einn af heima-
mönnum með þau boð, að maður sé
úti, sem vilji tala við húsbónda. Hann
fer út, og að litlum tíma liðnum
koma þeir báðir inn. Eftir að gestur
hafði heilsað heimafólki, tekur hann
blað úr vasa sínum réttir það að hiis-
bónda, og spyr hann hvort hann vilji
skrifa nafn sitt undir þetta. Þegar
hann rétti það að bónda gat, eg lesið-
á því orðið: „Misrétti“. Húsbóndi
las það meö nrestu athygli. Þegar
hann hafði lokið lestrinum, réttir hann
bréfið að gesti og segir: „Æ neit Eg:
er litið fyrir þessar undirskriftir, enda
skil eg það varia“.
Oestur: „Það er um þessa voða
meðferð á okkur eftir síðasta þing.
Við fáum ekki nærri því alt sem við-
báðum þingmenn okkar að útvega
okkur úr landssjóði. En í Þess stað-
eru sett á okkur öll möguleg gjöld, t.
d. viðhald á Holtaveginum 0. fl. Það
sýnist þó sem Reykvíkingar ættu að
kosta viðhaldið að nokkru leyti, þegar
við seljum þeim árlega smjör kjöt og
fieira, svo ódýrt sem við með nokkru
móti getum. Heldurðu ekki, að það
sé munur fyrir þá, að vegirnir séu.
góðir sem það er flutt eftir? Svona
er þetta alþingi í öllu. Þetta er að-
eins eitt lítið dæmi“.
Bóndi: Yið heimtum líka alt mögu-
legt, og sköpwnum svo þingið fyrir
eyðslusemij/en þingmennina okkar fyrir