Reykjavík - 03.04.1908, Page 2
56
REYKJAVIK
„Það er langt síðan Frank iðraðist,
er það ekki satt, Frank“, spurði sjúk-
lingurinn".
„ Eg hefl aldrei iðrast þess, að fara
að ráðum yðar“, svaraði Frank.
„Eg vona að þið séuð góðir vinir
frændurnir", sagði öldungurinn.
„Svo er það hvdð mig snertir",
svaraði Felthorpe. „Eg hefl enga á-
stæðu til annars en að bera vinarhug
til Franks. Þó ég kunni fyrrum að
hafa öfundað hann dálítið, þá er nú
ekki framar um það að ræða“.
Það heflr svo margt á dagana drifið
fyrir mér á umliðnum árum, að eg
er nú orðinn reyndari og gætnari. Eg
iðrast hvorki eftir að ég hafnaði kvon-
fanginu né horfi í skaðann, sem yður
þóknaðist að láta þá synjan mína hafa
í för með sér. Ég fór þess þá ekki á
leit að þér færðuð neinar ástæður fyrir
breytni yðar gagnvart mér, og geri
það ekki heldur nú. Mér þykir mjög
vænt um, að þér mintust mín enn svo
hlýlega, að þér óskuðuð þess, að ég
kæmi hingað nú“.
„Ég hefl ætíð borið hlýjan bug til
þín“ svaraði sjúklingurinn. „Mér
gramdist að eins ólukku stífnin í þér.
En þú fórst þína götu, þó þú vissir,
hvað þú ættir í húfi. Þú munt vera
sami þverhausinn enn sem fyr?“
Frank tók hönd gamla mannsins og
þiýsti hana hlýlega.
„Já, ég er sami þverhausinn, og ég
ímynda mér að ég mundi ekki vaxa
í áliti yðar við það, ef ég hefði skift
um skapferli".
„Frank“, sagði gamli maðurinn,
„réttu mér tóbaksdósirnar mínar".
Frank tók dósirnar af borðinu og
rétti honum. Dósirnar voru afarmiklar
og alsettar dýrum steinum. Á miðju
lokinu var mynd af Karli I. Englakon-
ungi. Utan um myndina vaf þéttsett
röð af stærri og smærri gimsteinum,
og voru dósirnar því ákaflega mikils
virði.
„Asninn, sem þykist vera að reyna
að iækna mig“, sagði gamli maðurinn,
„stendur fast á því, að dósirnar eigi
að\yera svo langt í burtu, að ég nái
ekki í þær sjálfur. Hann heldur, flónið
að tarna, að ég muni taka minna í
neflð, ef ég þurfi að láta rétta mér
dósirnar. En honum verður nú varla
að því“.
„Reynið þér nú ekki of mikið á yð-
ur“, sagði Frank.
,'.Þegar komið er í andlátið verður
að hafa hraðann á, svo maður geti
sagt það, sem segja þarf, áður en það
er um seinan .... Ég gef þér Ge-
org að mér látnum þessar tóbaksdós-
ir, með öllu sem í þeim er.
„Ég er skolli hræddur um“, sagði
Felthorpe brosandi, „að það verði ekki
mikið eftir í þeim, ef þér hafið þær
svona nálægt yður“.
„Hann Frank“, hélt gamli maðurinn
áfram, „mun varla fara að telja eftir
þér annað eins lítilræði og dósirnar
þær arna, þar sem hann erfir allar
aðrar eigur mínar.
Ég gef þér dósirnar vegna þess, að
þú ber ættarnafn mitt, og þær hafa
gengið þannig mann frá manni síðan
Karl konungur gaf forföður okkar þær
til minningar um unnin afreksverk.
Ég set það að eins upp, að þú fargir
ooooooooooooooc
Klukkur, úr og úrfestar,
| sömuleiðis gull og silfurskraut- 1
i gripi borgar sig bezt að kaupa á
Laugavegi nr. 12.
Jóhann A. Jónasson.
ÖOOOOOOOOOOOOOOOC
ekki dósunum til nokkurs manns sem
heitir öðru nafni".
^,Ég tek þakklátlega við gjöflnni og
geng fúslega að skilmálunum", svaraði
Felthorpe.
„Jæja, það gleður mig að heyra",
sagði gamli maðurinn. „Farið nú til
herbergja ykkar og látið ekki þetta
verða að misklíðarefni á milli ykkar".
Þegar Felthorpe var kominn inn í
herbergi sitt kom gamji Brooks þang-
að til, hans, til þess að vita, hvort
hann þarfnaðist einkis sérstaklega; en
aftur á móti fékst hann ekki til þess
að skifta sér neitt af Frank Netley eða
hirða um hann.
Þeir vissu það vel báðir tveir, Felt-
horpe og Brooks, að gamli maðurinn
mundi ekki fyr verða skilinn við en
kona Netleys mundi koma og setjast
að þar í húsinu. Sagði Brooks að hún
dveldi nú í gestgjafahúsinu hinumegin
heiðarinnar og biði þar andlátsfregnar-
innar. Gamli maðurinn hafði aftekið
það í alla staði, að hún væri eina nótt
undir sama þaki og hann, á meðan
hann væri á lífi. „Frank var það flón
að giftast henni, eftir ósk minni",
sagði hann stundum, „og samkvæmt
ósk minni kemur hún ekki hér inn
fyrir húsdyr meðan ég lifl. Ég get
aldrei fyrirgefið Georg mótþróann, sem
hann sýndi mér, nó Frank auðsveipn-
ina. Báðir eru þeir asnar!“
„Brooks“, sagði Felthorpe, „ég legg
á stað undir eins og gamli maðurinn
er skilinn við. Eftir jarðarförinni bíð
ég ekki. Ég kæri mig ekkert um að
hitta þá sem þar verða samankomnir".
„En ég verð að bíða þangað til hún
er um garð gengin“, svaraði Brooks.
„Þú verður þá að koma á eftir mér
inn til borgarinnar. Ég hefl afráðið,
ef þú enn heldur því fast fram, að
lofa þér að taka hlutdeild í fátækt
minni. En hugsaðu þig tvisvar um
áður en þú staðræður það“.
„Ég er staðráðinn í því, herra!“
„Jæja þá. Ef alt um þrýtur, þá
getum við skilið“.
„Við munum ekki skilja, herra!"
Þenna sama dag, klukkan þrjú, dó
gamli maðurinn. Hann leið út af með
tóbaksdósirnar í hendinni. Tveimur
klukkustundum síðar kom frú Netley,
fastráðin í því að taka við stjórnar-
taumunum þar á heimilinu.
(Framh.).
TITh AThomsen-
Viðbötarbygging
viö
HAFNARSTR' 17'1819 20 21-22 - KOLAS 12-LÆKJART l-Z
• REYKJAVIK •
Með „Ceres“ kom m. a.:
KartöíTur,
Kálhausar,
Laukur,
Þurkaðir ávextir,
Ostur,
Niðarsoðin matvæli,
Tvíbökur.
Linoleum.
Gardínuefni.
Nýjar tegundir af vindlum
og ótal margt fleira.
alþingishúsið.
Tilboð óskast um bygging viðbætis við alþingis-
húsið. Lýsingar og teikningar af hinni fyrirhuguðu bygg-
ingu eru til sýnis í stjórnarráðshúsinu hvern virkan dag,
kl. 10—4.
Tilboðin afhendist í stjórnarráðshúsinu miðvikudag-
inn 15. apríl 1908, kl. 2 síðdegis.
Stjórnarráðið, 31. mars 1908.
Ef þér viljið lifa lengi,
þá eigið þér að muna eptir því, að
ekkert læknislyf, sem hingað til hefur
verið uppgötvað til að varðveita heilsu
mannkynsins, getur jafnazt á við hinn
heimsfræga heilsubótarbitter
H.ína-lífs-elixír.
Tæring;.
Konan mín, sem mörg ár hefur
þjáðst af tæringu og leitað ýmissa
lækna er við stöðuga notkun Kína-
lífs-elixfrs Waldemars Petersens orðin
til muna hressari og eg vona, að hún
nái heilsu sinni algerlega við áfram-
haldandi notkun þessa ágæta elixírs.
y. P. Arnorsen.
Hundested.
Taugfagigt.
Konan mín, sem io ár samfleytt
hefur þjáðst af taugagigt og tauga-
sjúkleika og leitað ýmissa lækna árang-
urslaust er við notkun hins heims-
fræga Kína-lífs-elixírs Waldemars Pet
ersens orðin albata.
J. Petersen timburmaður.
Stenmagle.
Hin stærstu gæði lífsins eru
heilbrigði og ánægja.
Góð heilsa er öllu dýrmætari, hún
er nauðsynlegt hamingjuskilyrði. Heil-
brigði gerir lífið á sinn hátt jafndýr-
mætt, eins og veikindi gera það aumt
og ömuriegt. Allir sem vilja varð-
veita þá heiibrigði líkamans, sem er
skilyrði fyrir hamingjusömu lífi eiga
daglega að neyta
Kína-líf§>elixírs,
sem frægur er orðinn og viðurkennd-
ur um allan heim, en variö yður
á lélegum og gagnslausum eptirstæl-
ingum.
Gætið þess nákvæmlega, að á ein-
kennismiðanum sé hið lögverndaða
vörumerki: Kínverji með glas í hendi
og merkið í grænu lakki á flösku-
stútnum.
„Fram“. Fundur 2. og 4. Fimtudag
í hv. mán. kl. 8l/2 síðd. í Templara-húsinu.
Ostar
eru bez t i r í verzlun
Einars Árnasonar,
Tal8Ími 19.
í búðirnap í húsinu Nr. 20B á Lauga-
veg, fást leigðar frá 14. maí næstkomandi.
Upplýsingar gefur Björn Þórðarson kaup-
maður á Laugavcg 20B í Reykjavik.
2—B stór og góð hcrbergi fyrir
sköla — nelzt í miðbænum — óskast
til leigu á komandi hausti. Tilboð
merkt „Skóli“ sendist afgreiðslu
„Reykjavíkur“.
Herbergi til leigu
í húsi Sighvats bankastjóra Bjarnason-
ar við Amtmannsstíg.
Takid eftir!
Fyrirtaks
reyktóbak
í stuttar pípur. í lausri vigt á
1 krónu pundið.
25 lun v. pund
fæst í
Nýhafnardeildinni i
Jhomsens jYiagasíni.
Xhomsens
príma
vinðlar.
Di fd er ómótinælanlega bez/a og langóðijrasta
1» líflryggingarfélagið. —Sérslök kjör fyrir
bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó-
menn. Allir ættu að vera líftrygðir. Finnið að
niáli aðalumboðsm. I). 0STLUND. Rvík.
Stór-auðugir
geta menn orðið á svipstnndu, ef lánið er
með, og þeir vilja ofurlítið til þess vinna.
— Biðjið um uppiýsingar, er verða sendar
ókeypis. — Reykjavík, — Pingholtsstræti 3.
Stefán Runólfs8on.
Reynið einu Himii
vín, sem eru undir tilsjón og elna-
rannsökuð:
rautt og hvitt PORTVIN, MADEIRA og SHERRV
írá Albert B. Cohn, Knbenhavn.
Aðal-birgðir í
H. Th. A. Thomoena Magasln.
Félagið „LONDON“
tryggir karla og konur gegn alls konar
slysum og meiðslum og ýmsum veikindum
t. d. mislingum.
Nánari upplýsingar gefur
Pétur Zóphóníasson.
Ilvar á að kaupa
öl og vín?
En í Thomsens
M a g a s í n.
Prentsmiðjan Gutenberg.