Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.04.1908, Blaðsíða 1

Reykjavík - 07.04.1908, Blaðsíða 1
1R e $ fc \ a \> t k. IX, 15 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. F*riðjudag 7. Apríl 1908 Áskrifendur í b æ n u m yfir 1000. IX, 15 ALT FÆST í THOfflSENS MAGASÍNÍ. < >ília selur Kristján Porgrimsson. „REYKJAYÍK“ Ár^. [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendie kr. 3,00—3 sh.— l doll. Borgist fyrir 1. Júli. Ella 3 kr. Anglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,60; 5. og 4. bls. 1,26 — Útl. augl. 38l/»°/o hserra. — Afsláítur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „B.eyk)avík“. Ritstjóri, afgreiðglumaður og gjaldkeri Majínús B. Blöndal Lœkjargötu 4. Talsimi 61. Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima á virlíiim dögnm lvl. 12—1 ogf 1 r> siY><1. Ef einhver mnskil kunna að verða á hlaðinu, þegar það er borið út um hœinn, eru þeir, sem fyrir þvi verða, heðnir að aðvara um það sem allra fyrst á skrifstofu hlaðs- ink i Lækjargötu Nr. 4. Talsími 61. Frá þ. 7. þessa mánaðar, að þeim degi meðtöldum, fær- ir Landshankinn vexti af víxl- nm og lánum niður i 6lh af hundraði. Landshankinn 6. apríl 1906. Tryggvi Gunnarsson. Fólkseklan og innflutningur Vestur-fslendinga. Fólkseklan hér á landi er eitt af þeim vandamálum, sem hverjum hugs- andi manni liggur ríkt á hjarta að heppilega verði úr ráðið, og það svo fljótt sem kostur er á. Það er óhætt að kveða svo að orði, að atvinnuvegir landsins séu í voða staddir bæði til sjávar og sveita sök. um fólkseklunnar; en sérstaklega er það þó landbúnaðurinn sem bíður hið mesta tjón af hennar völdum. En hvernig verður svo bezt og greiðast úr þessu bættf Innflutningur manna frá öðrum lönd- um virðist einasta og hagkvæmasta ráðið. Og hverjir mundu þá verða heppi- áegustu innflytjendurnir? Hverjir mundu vera líklegastir til þess að verða landi voru og þjóð að mestu liði ? Oss finst því fljótsvarað. Vestur- Islendingar hafa alt það til að bera, sem gerir þá æskilegustu innflytjend- urna hingað. Þeir eru »hold af voru holdi«, tala tungu vora og bera víst yfirleitt hlýjan hug til lands vors og þjóðar. Þeir eru því mennirnir, sem vér eigum að sækjast mest eftir að ná hingað heim til þess að leggja með oss hönd á plóginn, og hjálpa oss til að leysa af hendi alt það marga og mikla sem ógert er á landi voru, er ennþá getur ekki heitið nema hálf- numið. En mundu þeir nú tást til að flytja hingað heim, ef. reynt væri að fara þess á leit við þá? Bæði af viðtali við menn, sem hing- að hafa komið að vestan og af tjölda mörgum bréfum frá löndum þar, sem vér höfum átt kost á að sjá, teljum vér engan efa á því, að þeir mundu verða fúsir til heimferðar, ef svo er í haginn búið fyrir þásem nauðsyn krefur. Það sem þá fyrst þarf að gera, er að útvega vestanförum miklu ódýrara far heim en nú er kostur á. Stjórn vor þarf að beitast fyrir það, að semja um slíkan fólksflutning við gufuskipafélög þau, sem fær eru um að taka hann að sér. Má telja alveg víst, að þess háttar samningur yrði auðsóttur við mörg gufuskipafélög, sem fást við fólksfiutninga yfir At- lantshaf. í annan stað þurfa innflytjendurnir að geta átt vísan og greiðan aðgang að atvinnu, jafnskjótt og þeir stíga hér fæti á land. »Búnaðarfélag íslands« ætti að vera fært um að sjá um það. Enda vitum vér með vissu, að því berast á hverri viku svo margar beiðnir um vinnu- hjálp, að því mundi engin skotaskuld verða úr að útvega fjölda fólks nægi- lega atvinnu, og hana vel borgaða. [Meira]. ---— • — —■ Brunahætta í samkomuhúsum. Herra ritstjóri! Eg sé á frétt.um frá nýafstöðnum bæjarstjórnarfundi hér, að nefnd hefir verið falið að íhuga brunahættu á op- inberum samkomuhúsum hér í bænum, og þá að sjálfsögðu um leið til þess að koma franr með tillögur um varnir gegn þvílíkri hættu. Þetta er nauðsynjamál, sem þörf er á að alvarleg gangskör sé gerð að tafarlaust. Eins og nú er háttað getur tjón lífs og lima að höndum borið hvenær sem er. Eg vil sérstaklega benda á húsnæði það í Bröttugötu sem lifandi myndir eru sýndar í á hverju kvöldi vikunnar. Eg fer oft þangað mér til skemtun- ar, enda er þar oft góða skemtun að fá fyrir lítið verð. En samt sem áður fer eg jafnan þar inn með hálfum huga, vegna þess hvernig húsnæðið er úr garði gert. Hvernig mundi fara ef eldur — eða jafnvel ekki nema eldhræðsla — kæmi þar upp á meðan á sýningu stendur? Þar er jafnan fjöldi af börnum á öll- um aldri, og eru sáralítil líkindi til að þau mundu komast út óskemd eða jafnvel lifandi. Og unglingunum og hinum eldri mundi undankoman verða töluvert torveld og hættuleg. Þessar einu útgöngudyr hússins eru illa úr garði gerðar og tröppurnar út frá þeim slæmar. Þar í anddyrinu er troðningurinn óþolandi nú þegar, og nóg um hnippingar og hrindingar. En hvað er það þó hjá því sem vei-ða mundi, ef menn vissu af eldsvoða á hælum sér. í áhorfendasalnum eru festar upp tilkynningar um, að mönnum sé bann- að að reykja þar inni. Það er það eina sýnilega þar, sem ég hefi orðið var við að gert sé til að fyrirbyggja eldsvoða. En hvernig er svo þessu banni hlýtt? Því er auðvitað alls ekki hlýtt. Menn reykja þarna inni eftir sem áð- ur alveg óátalið, og henda því frá sér eldspítum og vindla- og vindlinga-stúf- um eins og þeim sýnist, án þess að nokkur hreyfi hönd eða fót til þess að aftra því. Ókunnúgir — en heldur ekki aðrir — mundu nú ætla það, að lögregla borg- arinnar léti sig það máli skifta, hverju fram fer á hinum opinberu samkomu- stöðum hér, og að það væri einmitt skylda hennar að sjá um, að þar væri alt í röð og reglu.. En hún skiftir sér ekki af hamför- unum og hrindingunum í anddyrinu á . Breiðfjörðshúsinu. Hún svífur að eins hátignarlega fram og aftur um stræti borgarinnar. Og svo er hún vönd að virðingu sinni, að hún virðist ekki vilja láta bendla sig við að vera sjónar- eða vitundar-vottur að neinu „óskikkelsi", sem kann að eiga sér stað hér eða þar í borginni. Frá hennar hendi er því einskis að vænta i þá átt, að kippa þessu í lag. En er þá enginn vegur til þess að tryggja líf og limi þeirra sem skemt- anir þessar sækja? Það mun þó vera á valdi bæjar- stjórnarinnar, að fyrirbjóða þennan at- vinnurekstur nema því að eins, að hús- in þar sem sýningarnar fara fram séu svo úr garði gerð, að fólk geti komist út úr þeim á svipstundu. Eg hygg að bæjarstjórnin hafi slíkt vald. Að minsta kosti mundi það verða vel þokkað hjá öllum hugsandi mönnum að hún tæki sér það vald, og hefði strangt eftirlit með því, að fyrirskipunum hennar í þessu efni væri samvizkusamlega framfylgt. Það er „seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann“. [Það er seint að vakna þegar voðinn er að höndum kominn. Það er engin fyrirhyggja að láta þetta danka svona. Og mér finst það jafnvel álitamál, hvort ekki væri rétt- ast, og hyggilegast aðloka slíkum húsum, þangað til eigendur þeirra eða umsjón- armenn hefðu búið svo um dýrnar, að inn og útganga um þær væri greið og hættulaus með öllu, og að þær væru íleiri en einar á hverjum samkomusal. Á opinberum skemtistöðum í borg- um erlendis er það víða siður, að þeim, sem fyrir þeim standa, er gert að skyldu að hafa í hvert skifti sem ein- hver opinber skemtun fer þar fram, viðstadda svo og svo marga lögreglu- menn, til þess að leiðbeina fólki og sjá um alla reglu og siðsamlegt framferði. Eru það oft og tíðum menn sem ekki heyra til hinu fasta lögregluliði borg- anna, heldur velur lögreglustjórnin þá, og forstöðumenn skemtistaðanna verða að gjalda þeim kaup það, sem lög- reglustjórnin ákveður. Og án slíks lögreglueftirlits fæst ekki að hafa skemtistaðina opna. Þessu mundi hæglega mega koma við hér, og það þyrfti ekki að verða sýnendunum neinn tilfinnanlegur kostnaður, því svo vel virðast skemtanirnar sóttar hér í borg- inni, að forstöðumenn þeirra ættu vel að þola þetta aukagjald. Það mun og tíðkast víða erlendis, að þeir, er slíkar skemtanir selja, greiði í bæjarsjóð 5—-10% af tekjun- um, sem þeir hafa eftir hvert lcvöld. Svo ætti einnig að vera hér. Bæjar- menn leggja svo drjúgum fram fé til þessara manna, að það virðist ekki ó- sanngjarnt, að eitthvað af því renni aftur í þeirra sameiginlega sjóð. Eldhrœdduv. Bein viðskifti við Ameríku. Af umræðum sem orðið hafa í blöð- unum að undanförnu um beinar sam- göngur milli íslands og Ameríku, vil eg taka það hér fram, að ]>að er nú ]>egar kostur á sto heinum sam- gönguni milli íslands og Aiueríku, sem nokkur ástæða er að búast við að geti fengist í nálægri framtíð. Eins og mönnum hér er kunnugt, hefir Stefán B. Jónsson í Rvík verzlað með Ameríku-vörur af ýmsu tagi síð- astliðin 9 ár; og hefir hann fengið þær vörur milliliðalaust beint frá verk- smiðjum eða heildsöluhúsum í Ame- ríku (New York, Chicago og viðar) keyptar þar við lægsta útflutnings- verði, en það er oft lægra en lægsta innanlandsverð fyrir sama megin; og fluttar „direct“ beinustu leið sem nú er kostur á til Reykjavíkur, fyrir lægsta fáanlegt flutningsgjald á þeim og þeim tíma. En það flutningsgjald hefir síð- ari árin verið svo lágt á öllum stærri sendingum, að 1*/4 eyrir á pund hefir dugað til að borga með bæði flutn- ingsgjaldið, sjó-ábyrgðina og ómakslaun milligöngumannsins, eins og svo marg- sinnis hefir verið auglýst síðustu 3 ár- in í blöðunum hér. S. B. J. hefir meira að segja átt kost á flutningi

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.