Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.04.1908, Blaðsíða 3

Reykjavík - 07.04.1908, Blaðsíða 3
RE'V K J AVI K 59 SunlightSápa ' ;'/íWv 1 Mk Þeir sem nota blaut- asápu til þvotta kvíða einlægt fyrir þvotta- deginum. Notið Sunlight sápu og hún mun fiýta þvottinum um helming. Preföld hagsýni— tími, vinna og penin- gar. Farið eftir fyrirsögninni, sem er á öllum Sunlight sápu umbúðum. Raflýsing er ráðgjört að koma á innan skamms á ísafirði og Patreks- tirði. Jóhannes rafmagnsfræðingur Reyk- dal í Hafnarfirði var fenginn vestur til að skoða staðháttu og láta uppi á- lit sitt um málið. Leizt honum þar vel á í báðum stöðunum. Vatnsaflið er nægilegt, og ekki langt til að sækja. Á Patreksfirði er ráðgjört að koma um leið á vatnsveitu. Botnvörpuskipið „íslendingur" kom inn úr annari ferð sinni á föstu- daginn var, eftir tæprar viku útivist. Hann kom með fullfermi af fiski, bæði í „lest“ og á þilfari. Allan þennan afla hafði hann fengið í nánd við Vest- manneyjar. Um skipskaða hefir frézt austan úr Árnessýslu, frá Loftsstöðum. Sagt er að þrír menn hafi drukknað þar, og eru þeir nefndir Priðfinnur á Galta- stöðum, Stefán Jóhannesson Skóganesi og Sigurður Þorgeirsson Háfi. Óljósar fregnir hafa og borist hingað um það, að skipi hafi borist á í Stokkseyrarsundi þennan sama dag. Botnvörpuskipið „ Jónforseti“ kom hingað inn á höfnina á miðvikudaginn var, hlaðinn af fiski (30,000 fiska). Allan þennan fisk hafði hann fengið í nánd við Vestmanneyjar. Um Viðvíkurprestakall sækja prestarnir Einar Pálsson í Gaulverjabæ, Jónmundur Halldórsson á Barði, Þor- leifur Jónsson á Skinnastað og guð- fiæðiskandídat Sigurbjörn Á. Gíslason. Tvö ný klöð eða tímarit eiga að hefja göngu sína hér í vor. Annað verður verzlunarblað. A það að koma út 12 sinnum á ári minst, hvert blað ekki minna en 10 síður í fjögra blaða broti. Blaðið á einungis að ræða verzlunarmál og vera bæði á íslenzku og Ensku. Ritstj. þess verður Grim- úlfur H. Ólafsson. Hitt blaðið eða Klukkur, úr og úrfestar, | sömuleiðis gull og silfurskraut- < gripi borgar sig bezt að kaupa á Laugavegi nr. 12. Jóhann Á. JónasRsn. OOOOOOOOOOOOOOOOOOO-OOOC timaritið á að verða iðnaðarmannablað, og gefur ,,Iðnaðarmannafélagið“ hér það út. Það á að koma út 4 sinn- um á ári. Ritstjóri þess verður húsa- gerðameistari Rögnvaldur Ólafsson. Háyflrdómari L. E. Sveinbjörnsson hefir fengið lausn í náð frá embætti sínu 30. f. m. Hann hefir verið í landsyfirréttinum í 30 ár, þar af tæp 20 ár formaður róttarins. Kristjáni Jónssyni yfirdómara er veitt háyfirdómaraembættið, Jón Jensson varð 1. meðdómandi og Eggert Briem skrifstofustjóri 2. meðdómandi. Búnaðarfélag stofnuðu Garðbúar 31. marz, fyrir forgöngu síra Kristins DaníelssonaráÚtskálum, Eggerts Gísla- sonar í Kothúsum og Þorsteins Ólafs- sonar í Miðhúsum. Ætla þeir að ráða til sín plægingarmann sumarlangt með hestum og tilheyrandi verkfærum. Hafa þeir og í hyggju, að senda ungling hingað á gróðrarstöðina í vor til að kynna sér ýmsar ræktunaraðferðir, láta hann síðan verða með plægingamann- inum í sumar, og hafa hann svo eftir- leiðis í þjónustu búnaðarfélagsins. Bátxir nieð 2 inönnuiii héðan úr Reykjavík fórst á Hvalfirði á sunnu- daginn var. Mennirnir voru Jón Vest- dal og Vernharður Fjeldsted. Báðir voru þeir hinir efnilegustu menn á bezta aldri. Fjeldsted lætur eftir sig konu og börn, en Jón Vestdal var ó- giftur. Hann var fóstursonur Sigfúsar Eymundssonar bóksala hér. Yextir af útlánum lækka nú um lh°/o í báðum bönkunum hér. Yerða eftirleiðis 6V2 af hundraði. Auglýsing um þetta frá Landsbankanum er á öðrum stað hér í blaðinu, og „lslands- banki“ hefir tjáð blaðinu hið sama frá sinni hálfu. Smælki. Oscar II. Svíakommgur kom að öðru hverju í barnaskóla í Stokkhólmi til þess að hlusta á frammistöðu barn- anna. Hann hafði þá stundum til að leggja spurningar fyrir nemendurna. Einu sinni spurði hann börn í einum bekk, hvort þau gæti nefnt sér nokkra mikla Svíakonunga. Telpa ein svaraði: „Osear II. “ — „Geturðu þá nafngreint nokkur afreksverk hans“, mælti kon- ungur. Að lítilli stundu liðinni kvaðst stúlkan með tárin í augunum ekki geta það. Konungur klappaði henni á kinnina og sagði brosandi: „Gráttu ekki barnið mitt, það er ekki að bú- ast við að þú getir það, þegar ég get það ekki“. ^ Mannalát. Á Akureyri lézt 25. febr. síðastl. Kristján Sigfússon skólastjóri við barnaskólann þar. Kristján heitinn var rúmlega fertugur að aldri. Hann var í hvívetna hinn bezti drengur. Tómas bóndi Guðmundsson á Járngerðarstöðum í Grindavík dó úr lungnabólgu 25. f. m. Tómas heitinn var dugnaðarmaður hinn mesti og í öllu vel metinn maður. Maður frá Austur-Krókum í Fnjóska- dal varð úti um fyrri mánaðamót. Hann hét Björn Jónsson, af mörgum kailaður „búfræðingur". í danska vcrzlunarblaðinu „Bör- sen“ er nýlega talað um að augu manna sé farin að opnast fyrir því, að á íslandi muni mega afla fjár ekki síður en annarsstaðar. Segir blaðið að nú sé í ráði að koma á fót stórvöxn- um verksmiðjurekstri á Suðurlandi. Það er niðursuða á alls konar fiski og kjöti. I sambandi við þessa verksmiðju á svo að vera áburðarverksmiðja til að hagnýta allan úrgang. Undir húsin er þegar búið að tryggja sér lóðir, sem liggja ágætlega vel við. Blaðið lætur vel yfir þessari ráða- gerð, og segir að á íslandi sé einmitt fyrir hendi öll skilyrði þess, að slíkur iðnaður verði rekinn þar með góðum árangri. Þá talar blaðið um hlutafélag það, sem verið sé að mynda af íslending- um og nokkrum dönskum mönnum, sem voru í konungsförinni í sumar. Hlutafélag þetta kaupir jörðina „Bræðra- tungu“, og ætlar að reka þar búskap. Aðalstöð félagsins verður í Reykjavík, og formaður fólagsstjórnarinnar á að vera íslendingur. — I „Bræðratungu" eru engjar miklar og sléttar. Eftir rannsóknum þeim sem „Heiðafélagið" danska hefir gert á Suðurlandinu, álíta menn að heyfeng megi margfalda í „Bræðratungu" með framræslu og áveitu. Ráðanautar „Búnaðarfélags íslands" álíta jörð þessa ágætlega fallna til nautgriparæktar, enda er áformað að leggja mikla á- herzlu á smjörgerð og mjólkurhagnýt- ing samhliða sauðfjárrækt í stórum stíl. Tóbaksdósirnar. (Þýtt). (Framh.) Og Felthorpe hafði nú ekkert að gera þarna lengur. Hann gat nú tek- ið tóbaksdósirnar — arfleifðina sína, og haldið á burtu. En þegar hann nú stóð þarna við dánarbeðinn og virti fyrir sér líkið, fanst honum það eitt- hvað svipað því að raska ró hins fram- liðna, að fara að bisa við að ná dós- unum úr hendi hans og stinga þeim á sig. Hendin var líka svo fast krept utan um þær, að ekki var hægt að ná þeim nema með töluverðu átaki. Felthorpe leit til Netley’s frænda síns, sem stóð þögull við gluggann í her- berginu, rélt eins og hann ætlaði sér að vera þar á verði, til þess að gæta að því, að ekkert væri borið á burtu þaðan. „Frank“, sagði Felthorpe, „ég held ég hætti við að taka þessa dánargjöf með mór. Það er bezt að jarða dós- irnar með honum. Þetta er nú ef til vill heimska úr mér. En mér finnst samt eins og eitthvað viðkunnanlegra að vita dósirnar fara með honum í gröfina". „Rétt eins og þór sýnist“, sagði Netley. „Það var annars leiðinlegt að skilmálarnir skyldu vera þannig, að þú mátt ekki selja dósirnar". „Hvað sem skilmálunum líður, þá mundi ég ekki farga dósunum“. Felthorpe beygði sig niður að líkinu og kysti það á ennið. Að því búnu rétti hann frænda sinum hendina og mælti: „Við skulum skilja í bróðerni. Ég ber engan kala til þín. Vertu sæll!“ „Ætlarðu ekki að bíða eftir jarðar- förinni ?“ „Nei, ég ætla inn til borgarinnar í kveld“. „Og þú hefir ákvarðað að skilja dósirnar eftir?“ „ Já, óg óska eftir að þær verði jarð- aðar með honum“. Felthorpe gekk niður stigann og inn í bókaherbergið. Hann staldraði þar við æðilengi, enda átti hann hálíbágt með að slíta sig frá þessum æsku- stöðvum sínum. í rökkurbyrjunina kom gamli Brooks inn til hans. „Hvernig ætlið þér að haga burtför yðar héðan, herra“, spurði hann. „Ég ætla að ganga til járnbrautar- stöðvarinnar". „Því þá að ganga. Það er nóg af hestum í hesthúsinu?" „Látum þá vera þar kyrra. Þeir eru eign frænda míns. Og kom þú nú með kápuna mína, Brooks". „Ég kem á eftir yður að viku lið- inni, herra minn!“ „Það er gott. En ef þú skiftir skoð- un, þá láttu mig vita“. Brooks hristi höfuðið. „Það kemur ekki fyrir. Þér eruð nú orðinn hús- bóndi minn", mælti hann. Þeir urðu samferða út að garðshlið- inu. Það var næstum því orðið full- dimt. „Tókuð þér með yður tóbaksdós- irnar, herra minn“, spurði Broolcs. „Hvað veizt þú um sögu þeirra", spurði Felthorpe. „Ég var trúnaðar maður frænda yðar sálaða", sagði Brooks, „og ég veit að dósirnar Yoru sérstaklega yður ætlaðar“. „Ég skildi þær eftir“. „Skilduð þér þær eftir handa . . . .“ „Þey! Þey ! Ég skildi þær eftir i hendi hins framliðna. Hann dó með þær, og ég óska að þær verði jarðað- ar með honum“. „Það er mesta heimska! Þér Yitið eklsi hvað þér eruð að gera, herra minn! Þær verða aldrei jarðaðar með honum. Getið þér ímyndað yður að Netley léti það viðgangast?" [Niðurl.] íggert Claesseti, yfirréttarinálaflutningsmaður. Pósthússtr. 17. Talsimi 16. Yenjulega heima kl. 10—11 og 4—5.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.