Reykjavík - 21.04.1908, Page 3
REYKJAVÍK
67
Kappglínm
um
íslandsbeltið
verður háð á Akureyri 6. júní.
Nýtt hervopn.
í tímaritinu »Contemporary Re-
view« er mjög eftirtektaverð grein
eftir Maude ofursta í konungl. verk-
fræðinga-herdeildinni.
í grein þessari lýsir ofurstinn gerð
á nýju skotvopni, sem muni gjör-
breyta allri hernaðáraðferð, hefta ó-
frið að miklum mun eða gjöra hann
jafnvel litt liugsanlegan.
Rafmagn er notað við skotvopn
þetta, og flytur það skeytið hvort
heldur það er stórt eða lítið með
30,000 feta byrjunarhraða á sekúnd-
unni. Vopnið er handhægt og hent-
ugt. Sé svo, að hið sama lögmál
um mótstöðu loftsins, sem á við
2ö00 feta hraða á sekúndu eigi einnig
við meiri hraða, þá ætti að vera
hægt að skjóta á París og Berlín frá
London með slíku skotvopni, sem
llytur skeytin því nær lakmarkalausa
vegalengd,
Pað er skotzkur maður, Simpson
að nafni, sem helir fundið upp þetta
skotvopn. Hann er aldraðnr maður,
og hefir lengi rannsakað skothraðann.
Merkir enskir sérfræðingar hafa
rannsakað fyrirmyndirnar, og látið
í Ijósi, að þeir væri vissir um, að
vopnið mætti gjöra.
Maude ofursti segir að liann haíi
aldrei þekt nokkra uppfundningu er
valdi eins gagngerðum breytingum
og búast megi við af rafmagns-
fallbyssu Simpson’s. Það sézt hvorki
blossi né reykur þegar úr henni er
skotið, og öll gerð hennar er mjög
einföld.
Það er þegar búið að velja stað,
])ar sem gjöra á skot-tilraunir með
lienni.
Herra ritstjóri!
Þegar „Sterling" kom hingað um
tlaginn, tlýtti ég mér ofan á pósthús
til að sækja bréf, er ég átti von á
frá útlöndum, og taldi víst að komið
hefðu með því skipi. — En viti menn —
ég greip þar í tómt, því mór var sagt,
að rnest allur pósturinn væri með
„Laura", sem fór frá Höfn sama dag
sem „Sterling11, og voru bæði skipin
einnig samtímis 1 Leith. En hingað
kom „Laura“ ekki fyrri en tveim sólar-
hringum á eftir „Sterling“, og var þá
bæði ég og aðrir, sem bréf áttum með
henni orðnir langeygðir eftir þeim.
„Laura“ hafði mikið að gera í Vest-
manneyjum og er auk þess engan veg-
in eins hraðskreið og „Sterling", og
var því eðlilegt, að hún kom ekki fyr
en þetta. — En hitt þótti hvorki mér
né öðrum eðlilegt, að endilega hefði
þurft að senda póstinn með henni, en
ekki með „Sterling", því það gat þó
hver maður séð, sem annars nokkuð
vildi sjá, að í þetta sinn hlaut póstur-
inn að koma hingað talsvert fyr með
„Sterling“ en „Laura“, og það er alls
ekki sama hvort menn fá bréf sin
tveim sólarhringum fyr eða síðar.
Slíkt getur oft varðað miklu, og mér
finst það bein skylda póststjórnarinnar
að sjá svo um, að þegar um íleiri en
eitt skip er að gera, sem taka póst-
flutning, að þá sé hann að sjálfsögðu
sendur með því skipinu, sem vist er
um, að verður fljótara í ferðum.
Það er annars ýmislegt sem tefur
þessi blessuð bréf á ferðum þeirra. í
þetta sinn var það nú þessi hagsýni
dönsku póststjórnarinnar, að senda
bréfin með skipinu sem lengur var á
leiðinni. En í vetur kom annars konar
töf fyrir nokkur póstbréf, sem áttu að
fara hér í vesturbæinn. Þau bréf fund-
ust í rennu eða ræsi niðri í svoköll-
uðum „bedding" niður við sjó, og lá
steinn ofan á bréfunum í ræsinu.
Bréfin voru 19 talsins, öll frímerkt.
Bréfln fann piltur sem á heima vestur
í bæ, og fór hann með þau heim til
sín. Tók móðir hans við þeim og
þvoði af þeim forina sem á þau var
komin. Skrifaði upp nöfn þeirra er
bréfin áttu og hvenær þau fundust.
Skilaði svo bréfunum og frímerkjunum
sem af þeim höfðu losnað við þvottinn,
niður á pósthús, og hafa þau svo von-
andi á endanum komist til eigendanna.
Enga borgun setti pilturinn eða móðir
hans upp fyrir fund bréfanna og hirð-
ingu þeirra, enda var hún ekki boðin
þeim.
Það er auðsjáanlegt, að sá er bréfln
átti að bera út um bæinn af pósthús-
inu heflr komið þeim þarna fyrir.
Hefir þótt mun handhægra að urða
þau þarna í ræsinum en að vera að
elta uppi heimili eigendanna. Vonandi
er að sá efnisunglingur sé ekki lengur
í þjónustu pósthússins.
Sending póstbréfa og skilsemi á þeim
er svo mikils varðandi fyrir hvern
einstakan mann og alt landið í heild
sinni, að ég álít það beina skyldu blað-
anna, að átelja hvern þann misbrest,
sem þar á kann að verða. Egill.
Fundur í heimastj.fél. »Fram« á
sumard. fyrsta á venjulegum stað og
tíma. Þorleifur Bjarnason talar:
Rætt um alþingiskosningar.
oooooooooooooooooooo c
O Klukkur, úr og úrfestar,
0 sömuleiðis gull og silfurskraut- 1
O Bripi borgar sig bezt, að kaupa á
Laugavegi nr. 12.
g Jóhann 1. Jónasson.
0000000-000000000000-«
Eins og öllum er kunnugl, sendi
hið íslenzka Kvenfélag áskoranir út
um landið síðastliðið ár tíl þess að
safna undirskriftum til alþingis um
aukin réttindi kvenna.
Undirtektir þær, sem þetta mál
fékk yfirleitt, voru svo góðar, að
vér væntum, að ísl. konur verði fús-
ar til þess að ieggja enn krafta sína
til framsóknar í kvennrjettmálinu.
Kvenfélagið hefur því komið sjer.
saman um að skora enn á ný á ís-
lenzkar konur, að glæða áhuga á
máli þessu og stuðla að sigri þess
með því að fá menn, sem eru því
fylgjandi, til að bera það upp á þing-
málafundum heima í héraði, og
skora á þingmenn að styðja það
einhuga á næsta alþingi sem eitt af
helstu velferðamálum þjóðarinnar.
í von um góða samvinnu í þessu
máli sendir hið ísl. Kvenfélag öllum
konum kæra kveðju sína.
Rvík 27/3 1908.
Stjórn hins isl. Kvenfélags.
Innan bæjar og utan.
„Islands Falk“ heflr höndlað þrjú
botnvörpuskip við ólöglegar veiðar, það
sem af er þessum mánuði. Skip þessi
voru sitt frá hverju landi, eitt enskt,
annað franskt og hið þriðja þýzkt. Var
hvert skipið um sig sektað um kr. 1200,
og afli og veiðarfæri gjört upptækt,
bæði hjá því franska og þýzka, en hið
enska fékk að halda sínum afla og
veiðarfærum, því það hafði ekki haft
vörpuna í botni, er það var tekið.
Aflan fengu bæði skipin keyptan
aftur eftir mati.
Prestskosning fór fram í Reyk-
holtsprestakalli 11. þ. m. Séra Einar
Páisson í Gaulverjabæ var kosinn með
67 atkv. af 113 atkv. er greidd voru.
í Kvíabekkjarprestakalli var séra
Helgi Arnason í Ólafsvík kosinn með
47 atkv.
Um Desjarmýrarprestakall hafði að
eins sótt Sigurður abstoðarprestur
Guðmundsson í Ólafsvík. Þessum eina
umsækjanda hafnaði söfnuðurinn með
öllum atkvæðum.
Á Víðlvöllum í Skagafirði brann
bærinn allur nema baðstofan 13. þ. m.
,Alt hafði verið þar óvátrygt og er því
skaðinn mjög mikill, mörg þúsund kr.
Einn maður bjargaðist nauðulega.
Fleygði út rúmfötum og sjálfum sér
á eftir ofan í þau tvær mannhæðir.
A Víðivöllum var bygging mikil og
góð. Þar á meðal stofa forn, útskorin,
Víðivallastofa.
Skurðgröftinn við vatnsveituna sem
bæjarstjórnin leitaði tilboða í vetur,
hefir hún veitt þeim G. Lösel í ICold-
ing og V. Kjögx í Reykjavík. Tilboð
þeina var kr. 18335. Sex önnur til-
boð höfðu bæjarstjórninni borist er öll
voru langtum hærri, hið hæsta 52,779 en
það lægsta kr. 24,000. Var tilboð þeirra
Kjögx þannig fjórðungilægra en það sem
lægst var af hinum tilboðunum.
Sínum augum lítur hver á silfrið,
og svo hefir kostnaðaráætlunin um
gröftin viljað verða hjá þeim sem í
hann buðu, því ekki er hætt við, að
neinum hafl dottið í hug að láta of-
borga sér verkið. Þess má geta að
tilboð þeirra Kjögx er hér um bil ná-
kvæmlega samhljóða því sem áður
hafði verið áætlað um skurðgröftinn.
Bæjarstjórnin heimtar að 3600 kr.
trygging sé sett fyrir framkvæmd verk-
sins.
H. Ellefsen hvalveiðamaður heflr
boðið ókeypis flutning frá Noregi á
öllum viði til heilsuhælisins. Áður
hafði hann gefið kr. 1,000 til þessarar
stofnunar.
Eldur kom upp í húsinu Nr. 45 á
Grettisgölu hér í bænum nóttina milli
16. og 17. þ. m. Eldurinn varð strax
siökktur.
Talið er víst eftir því sem fyrir ligg-
ur að eldsuppkoma þessi hafl verið af
manna völdum, og stendur nú yfir
rannsókn í því. —
Hólar strandaðir. Frést hefir að
Hólar hafi strandað á Hornafirði,
rakist þar upp í sand. Haldið er
að skipið sje óskemt og von um að
ná því út aftur.
Símskeyti til „Reykjavíkur“,
Kaupm.höfn 18. apríl kl. 9 árd.
Voðabruni í borginni Boston í
Bandaríkjunum. Skaðinn metinn í
tugum miijóna.
T óbaksdósirnar.
(Þýtt).
„Heldurðu að hann mundi þora að
di'aga sér þær?“
„Þora! Já, slíkan grip mundi hann
ekki láta ganga sér úr greipum!"
„Máske. Yæri honum trúandi til
þess ? “
„Komið þér inn aftur og athugið
þetta nákvæmar“, sagði Brooks og var
mikið niðri fyrir.
„Kannske það sé réttast", svaraði
Felthorpe, „en samt finst mér það
rangt, að ætla honum annað eins“.
„Komið þér; við skulum ganga úr
skugga um það“, svaraði Brooks, og
um leið opnaði hann garðshliðið hægt,
og gætilega.
Þegar heim kom að húsinu sáu þeir
að ljós var í herberginu þar sem lík-
ið stóð uppi. Og af skugga, sem við
og við brá fyrir á gluggatjöldunum,
sáu þeir að einhver mundi vera þar
inni staddur.
Felthorpe, og Brooks á hælum hans
gengn nú hijóðlega upp stigann og
luku snögglega upp svefnherbergis-
hurðinni. Tóbaksdósirnar voru horfn-
ar úr hendinni á líkinu, en Netley
hélt á þeim og var að virða þær grand-
gæfilega fyrir sér.
„Ég hefi séð mig um hönd, frændi",
sagði Felthorpe, um leið og hann gekk
inn í herbergið.
Netley hrökk saman og fölnaði upp.
„Fáðu mér dósirnar", sagði Felt-
horpe birstur.
„Ég skal skila þeim aftur — skila
honum þeim aítur undir eins og, óg. . .
Meiru kom hann ekki upp, en rendi
flóttalega augunum að rúminu þar sem
líkið lá.
„Fáðu mér dósirnar", endurtók Felt-
horpe. „Svei, svei! Það er ljótt að
leggjast á náinn".
„Dósirnar eru ekki lengur þín eign“,
hrópaði nú Netley í mikilli geðshrær-
ingu. [Niðurl. næst].