Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 19.05.1908, Side 3

Reykjavík - 19.05.1908, Side 3
REYKJAVIK 83 þá peninga margfaldlega aftur, svo að gjöldin til símans, eða símatekj- urnar íslenzku, verða einmitt til þess að fylla vasa landsmanna í staðinn fyrir að tæma þá, eins og »ísafold« heldur fram. Upphæðir þær sem nefndar eru í þessari grein og umsögnin um notk- un símans af hálfu embættismanna, alþingismanna og erlendra tíðinda- manna, er alt eftir umsögn síma- stjórans. Hann mun fúslega leyfa »ísafold« að skygnast eftir þessu í hókum símans, og ætti hún að geta það án mikillar aukafyrirhafnar. Hún gæti t. d. látið grenslast eftir þessu einhvern tíma um leið og hún er með sinni alkunnu hagsýni að innbyrða ókeypis hinar daglegu veðurskýrslur símans. — Önnur blöð sem skýrslurnar nota borga fyrir það, eins og lika sjálfsagt er.— Þetta nefnir »ísafold« ekki, þegar hún er að fárast um misbrúkun símans, eða ætli að henni fmnist það ekki minni háttar ráðvendni þó. Innan bæjar og utan. Prestskosning er nú um garð gengin í Yiðvíkurprestakalli í Skaga- firði. Þorleifur Jónsson prestur á Skinnastað í Axarfirði var kosinn. „HÓlar“ náðust út af Hornafirði. Skipið var vel þétt. Nákvæma skoðun átti að gjöra á því á Eskifirði 14. þ. m. t Gruðjón Gfuðmundsson ráðunautur varð bráðkvaddur hér að kvöldi 13. þ. m. Nokkra daga undanfarið hafði hann verið á Landakotsspítalanum og þar verið skorið af honum æxli, sem hafði tek- ist vel og var það sár gróið. Guðjón heitinn var síðustu árin ráðunautur Búnaðarfélagsins, einkurn að því er snerti kynbætur búpenings. Hann var 36 ára að aldri. Breiðaflóaháturinn „Reykjavík“ fór héðán vestur að kvöldi 12. þ. m. Næsta morgun snemma var skipið 2 vikur sjávar undan Skógarnesi. ftakst það þar á fullri ferð á blindsker og brotnaði svo, að það sökk innan hálí- tima. Menn björguðust allir á skipsbátunum og póstflutningur, en annar farmur allur týndist með skipinu, því nær allur óvátrygður, og verður því tjónið mörgum æði tilfinnanlegt. Farþegar með skipinu voru um 20. „Eskjærg" fór í strandferð (fyrir „Hóla") austur og norður um land að morgni 16. þ. m. Meðal farþega voru Pétur Jónsson alþm. á Gautlöndum á heimleið úr skattanefndinni og Björn kaupmaður Kristjánsson, er fór snöggva ferð til Djúpavogs. „Mj<51nir“ kom af Vestfjörðum á sunnudagsmorguninn var. Sighvatur Bjarnason bankastjóri kom hingað með skipinu úr heimsóknarferð sinni til út- búa íslandsbanka. Allmargt farþega að vestan var og með skipinu. Samsöngur var haldinn í Bárubút ÖOOOOO-OOOOOOOOOOCCXK3-OOOC n r Klukkur, up og úrfestar, | sömuleiðis gull og silfurskrauf- 1 BPipi borgar sig bezt að kaupa á Laugavegi nr. 12. Jóhann Á. Jónasson. JOOOOO-OOOOOOOOOC á sunnudagskvöldið, til ágóða fyrir barnahælið „Karitas". Þar sungu ungfrú Elín Matthíasdóttir og læknir Th. Balslev af „Isl. Falk“. Elín söng vel að vanda, einkanlega tókst lagið „Humleranken" ágætlega. Læknirinn söng einnig mjög vel og sum lögin alveg prýðilega, t. d. má nefna „Friih- lingsglaube" og „Rondo“ úr „Romeo og Julie“, sem varð að endurtaka. Ungfrú Kristrún Hallgrímsson lék á Flygel og G. Rasmussen lék nokkur lög á fiðlu. Samsöngurinn var vel sóttur. í bréfkaíla úr Stykkishólmi í 15. tbl. »Reykjavíkur« þ. á. segir svo: »Óánægja er hér mjög mikil yfir því hvernig gengið hefir í vetur með póstinn úr Borgarnesi hingað. Ur flestum ferðurn vantar böggla«. í tilefni af þessu votta ég að hér á póstafgreiðslunni hefir ekki orðið eftir einn einasti böggull, sem með Stykkishólmspósti hefir átt að fara. Ég hefi nú þegar spurst fyrir á öllum bréfhirðinga- og viðkomustöðum póstsins á leiðinni til Stykkishólms, og alstaðar fengið sama svarið, að aldrei hafi neitt orðið eftir af flutn- ingi þeim, sem pósturinn hefir átt að taka. Hér er um misskilning að ræða, það er ekki trassaskap póstsins, eða manna þeirra sem eiga að afgreiða hann, um að kenna, þó útgáfumenn blaða sendi eigi ætíð með hverri póstferð blöð sín. Ég geri ráð fyrir að það séu blaða- bögglar sem bréfritarinn í Stykkis- hólmi talar um. Póstafgreiðshimaðurinn í Borgarnesi. Kvæði f sunduriausu máii, i. Móðurhrygð. 1 miklu mannskaðaveðri misti hún þrjá efnilega sonu, sem hún sá ekki sólina fyrir og voru einkastoð henn- ar í ellinni. Mér lék hugur á að rétta gömlu konunni einhverja hjálp, því ég þekti hana litið eitt frá æskuárunum og fór því að hitta hana. Hún sat flötum beinum upp á rúmi sínu, náföl og kinnfiskasogin og starði agndofa langt langt útí geiminn. Ég vék að henni, tók í hönd henn- ar og heilsaði henni, en það var eins og hún kannaðist ekki við mig eða hugurinn væri ekki heima. Ég nefndi þá nöfn sona hennar látinna — og í sama vetfangi hraut heit táraskúr af augum hennar og hún grét langa hríð. Því næst klappaði hún hönd minni og sagði: »Þakka yður fyrír, nú léttir mér. í hálfan annan sólai-hring hefi ég verið að berjast við grátinn; ég hélt að ég væri líka búin að missa tárin«. II. Ég sá þig. Sólfagri svanni! ég sá þig í fyrsta skiftið á heiðum vordegi. Ég varð agndofa af fegurð þinni og hjartað í brjósti mér hamaðist eins og það ætlaði að springa. Fleinn ástar- guðsins hneit við hjarta mér og særði mig ólífis-sári. Trálofunarhriníir. ? is 14 karat gull frá 8 til 16 kr. stk. Skiif'liólKa úr gulli og silfri. W OBrjóstnælur, Möttuliiör og Belti. Selur með lágu verði .|I Jón Sig’iimndsson T IfJ giillsmiður. Laugaveg ín*. 8. IfJ Drotning drauma minna og vona, ég reyndi að firrast þig og losa mig úr læðing ástarinnar, þvi ég vildi vera frjáls. En hver sólargeisli minti mig á augu þín, hver rós á vanga þinn og morgunsárið brá upp mynd af hinum heiða svip þínum. Hver vindblær hvíslaði heiti þínu í eyra mér. Marílöturinn sólgáraði var mér ímynd sálar þinnar og hinn djúpi heiðblái himinn var spegilmynd þíns hreina, góða og sanna hjarta. Huiíulki. Heimastjórnarmaður: „Heldurðu ekki að ritkornið hans Lárusar sýslu- manns standi í herini „ísu“ áður en langt um líður“. Landvarnarmaðnr: „Henni verður engin skotaskuld úr að renna því niður. Hún segir auðvitað, að einhver Þjóð- ræðismaðurinn í nefndinni hafi samið það“. Veðurskeyti. Samkv. athugunum kl. 7 árd. Maí 1908 | Loftvog | millim. e-t- <rt- < ct> o £ <-i■ Þ- i o , Veðrátta Hiti (C.) (Rv. 762.6 Losrn 0 Skýjað - 6.0 Bl. 762.4 .Logn 0 Skýjað - 6.0 Þd. 12, < Ak. 761.3 Logn 0 Skýjað - 4.5 Gr. 726.2 S 2 Sk'ýjað - 3.0 Isf. 763.1 Logn 0 Snjór 1- 2.2 (Rv. 756.9 Logn 0 Léttskýj + 4.8 Bl. 756 7 Logn 0 Alskýjað + 3 5 Mi. 13. < Ak. 755 7 Logn 0 Þoka + 4.9 Gr. 720.6 Logn 0 Þoka -f- 2.5 ISf. 754.9 Logn 0 Skýjað + 6.2 (Rv. 752.2 Logn 0 Heiðskír + 4.1 Bl. 753.2 S 2 |Skýjað + 3.4 Fi. 14. < Ak. 762.7 Logn 0 |Þoka + 3. i Gr. 717.6 Logn 0 Skýjao + 4.0 |Sf. 753.3 Logn 0 Alskýjað + 2.8 (Rv. 754.4 SSA 4 Skýjað + 7.9 Bl. 756.6 Logn 0 Hálfheið 3.5 Fö. 15. <Ak. 755.5 Logn 0 Þoka 4.0 Gr. 721 5 S 2 Léttskýj 7.0 Isf. 756 4 Logn 0 Þoka 2.2 (Rv. 753.1 SSA 6 Alskýjað + 8.4 Bl. 754.8 S 3 Heiðskír + 9.5 Ld. 16. < Ak. 755.1 S 1 Léttskýj +11.3 Gr. 721.3 S 3 Léttskýj r 8.0 |Sf. 756.7 Logn 0 Léttskýj + 4.0 (Rv. 750.7 A 4 Alskýjað + 4.8 Bl. 751.7 S 1 Skýjað + 9.0 Sd. 17. < Ak. 750.7 ssv 2 Léttskýj + 11.0 |Gr. 716.9 ssv 3 Léttskýj + 6.5 |Sf. 752.0 Logn 0 Regn + 7.8 (Rv. 747.8 ASA 1 Regn + 6.5 Bl. 747.7 SSV 2 Hálfheið + 8.0 Má. 18. <Ak. 746.9 SSA i Léttskýj + 11,5 Gr. 713.0 Logn 0 Léttskýj + 9.0 Isf. 746.9 Logn 0 Skýjað + 7.7 Aths. Yeðurhæðin er reiknuð í stig- um frá 0—12 : 0 = Logn. 1 = Andvari. 2 = Kul. 3 = Gola. 4=Kaldi. ö = Stinn- ingsgola. 6. = Stinnings kaldi. 7 = Snarp- ur vindur. 8 = Hvassviðri. 9. Stormur. 10. = Rokstormur. 11. Ofsaveður. 12. Fárviðri. Rv. = Reykjavík. — Bl. = Blönduós. — Ak. = Akureyri. — Gr. = Grímsstaðir. — Sf. = Seyðisfjörður. €ggert Claessen, yfirréttarmálaflutiiÍHgsmaður. Póstliússtr. 17. Talsími 1«. Yenjulega heima kl. 10—11 og 4—5. I.O.ö.T. Gyijalíí, t Fi. 21.5.H.8ilii. Inns.e. Y tit‘lýsiu<>'. Á síðastliðnu hausti varð það að samkomulagi með mér og meðkenn- urum mínum, að halda fræðandi fyrir- lestra fyrir börnin í skóla mínum einu sinni á viku til skiftis. En til þess að fyrirlestrarnir yrðu sem fjölbreyttastir að efni, áleit ég, þegar til kom, heppilegast að geta haft fleirum á að skipa, ef unt væri, og hefir nú svo til viljað, að auk kennara skólans hafa gefið sig fram, ýmist eftir tilmælum mínum eða ótilknúðir, nokkr- ir menn, sem voru skólanum að öllu óskuldbundnir, til þess að fræða börnin um ýms efni með fyrirlestrum; og hafa jafnvel sumir þeirra talað fyrir börn- in oftar en einu sinni. Hefi ég veitt því eftirtekt, að börnin hafa ekki ein- ungis sótt fyrirlestra þessa með gleði, heldur hefi ég einnig orðið þess fylli- lega var, að þeir hafa orðið börnunum yfirleitt að sannri fræðslu. Leyfi ég mér þá, samkvæmt skýrri ósk allra barnanna í skóla mínum og ýmsra af aðstandendum þeirra, að flytja þessum mönnum öllum samt opinberar þakkir fyrir þeirra hönd. Og eigi síður þakka ég sjálfur, sem forstöðumaður skólans, þessum ósérplægnu samverkamönnum mínum fyrir samvinnu þeirra í þax-fir minna ungu vina. Skólinn í Bergstaðastr. 3. 14. maí 1908. Asgrímur Magnússon. Auglýsing. Samkvæmt reglugjörð um veðdeild Landsbankans, staðf. 1. Apríl 1906 greiðir veð- deildin Idn pau, sem hun veitir með hankavaxtabrefum, en Landsbankinn kaupir þau ekki fgrir peninga fyrst um sinn. En ef lanþegar óska þess tekur bankinn að sér að koma vdxtabréfunum í peninga, þegar unt verður að selja þau. Þetta auglýsist hérrneð al- menningi. Tryggvi Sunnarsson. Ijelga grynjóljsðóttir (Ensroy) tekur að sér middlæKuiiii>ar hvern virkan dag Kl. 11—3. FraKKastig ir. O A. Alls konar tek ég að méx*. Guðmundur E. Guðmundsson & Co. Reykjavík:. [ah. bl.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.