Reykjavík

Issue

Reykjavík - 09.06.1908, Page 1

Reykjavík - 09.06.1908, Page 1
1R e v k i a v í fc. IX, 24 títbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. 3riðjudag 9. Júní 1908 Áskrifendur i b æ n u m yfir 1000. IX, 24 ALT FÆST í THOMSENS MAGASlNI. ■"E* Og eldavélar selur Kristján Porgrítnsson. „EEYKJAYlK" Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendii kr. 3,00—3 sh.— 1 doll. Borgiat fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr. Auglýsingar innlendar: & 1. bls. kr. 1,50; 3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33‘/»°/o hierra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Magnús B. Jölöndal Pingholtsstræti 23. Talsimi 61. Ritstj. er áreiðanl, að hitta heima á Yirkum dögum kl. 13—1 og 4—5 síödl. Skrif'stofa og afgreiðsla „RYÍkur“ er flutt í Þingholtsstræti Æ 23. Sambanðstnálið. [Framh.]. Auk andmæla þeirra, sem rakin eru í siðasta blaði, heflr það verið fundið að frumvarpi nefndarinnar, að það væri nokkuð víða rangt þýtt eftir danska textanum. Og menn hafa sagt, að þar sem svo stæði á, þar mundi gjörðar- dómurinn eftir 8. gr. eflaust fara eftir danska textanum. Sérstaklega hefir „ísafold" fundið að því, að veldi Danakonungs væri ekki rétt þýðing á „det samlede danske Rige‘(. að „ríkjasamband“ væri ekki sama og „Statsforbund" (Statsforbindelse). að ,. sáttmáli ‘ væri ekki sama og „overenkomst11 og að „sameiginleg mál“ væri ekki rétt- nefni á þeim málum, er Danir færu með eftir 3. gr. En alt er þetta hinn mesti misskiln- ingur. Fyrst og fremst er það algjörlega rangt, að íslenzka frumvarpið sé þýð- ing eftir danska textanum. Textarnir eru 2 og báðir jafnréttháir yfirleitt. Þessu hafa Danir sjálflr játað sbr. upphaf 8. nefndarfundar, nefndarálitið bls. 16, og situr því sannarlega ilia á íslendingum, að vilja endilega gjöra íslenzka textann að ómerkilegri útlegg- ingu. Og að því er sórstaklega snertir orða- tiltækin „veldi Danakonungs“ og „ríkjasamband“, þá vill svo til, að Danir hafa sjálflr játað, að þau svör- aðu til dönsku orðatiltækjanna „det samlede danske Rige“ og „Statsforbin- delse“, sjá sama stað í nefndarálitinu. Annars er það fremur barnalegt, að Yera að finna að orðatiltækinu „det samlede danske Rige“, enda þó að ísl. textinn værl eigi jafn óaðflnnanlegur -og hann er. Þessi orð eru ekkert annað en miði á sambandi milli 2 landa, sem í næsta orði á undan er játað um, að sé 2 sjálfstœð riki, sbr. orðið „ríkjasam- band“ og yfirleitt öll ákvæði frum- varpsins. Og að minsta kosti hafa önnur miklu stærri lönd og ríki unað því vel, þó að nafns þeirra væri ekki getið í hinu sameiginlega heiti, og jafnvel sætt sig við, að sambandið væri heitið eftir einu ríki af mörgum eða öðru af tveimur. Þannig heitir þýzka ríkið, sem í eru 26 sjálfstæð ríki, meðal arinars 4 kon- ungsríki, Þýzkaland, enda þó að ekkert af ríkjunum heiti því nafni. Og svissneska sambandið, sem í eru 22 smáríki, er heitið eftir einu ríkj- anna, og enda einu af minni ríkjunum. í sambandslögum Austurríkis og Ung- verjalands frá 21. Des. 1867 er sam- band beggja ríkjanna kallað „Austur- ríkisveldi", og var og er þó fullkomið jafnræði milli þeirra ríkja. Að því er réttmæti orðanna „ríkja- samband" (Statsforbund eða Statsfor- bindelse), „sáttmáli“ (Overenkomst) og „sameiginleg mál“ snertir, má vísa til ritstjóra „ísafoldar" sjálfs. í orðabók sem kend er við Jónas Jónasson, en B. J. eignar sér í formálanum, er „Statsforbund" lagt út með „ríkja- samband" og „Overenskomst“ með „sáttmáli". En orðatiltækið „sameigin- leg mál“ er tekið eftir Blaðamannaávarpi hans. Hvorum er nú betur trúandi, orða- bókarhöfundinum B. J. eða blaðamann- inum, sem níða vill frumvarpið niður. Og jafnmikill misskilningur er það, að gjörðardómurinn geti gjört út um ágreining, ef risa kynni um þessi orðatiltæki. Hann á eftir beinum orðum frv. að eins að skera úr þvi, hvort mál sé sameiginlegt eða ekki og úr engu öðru. Annars er alveg ástæðulaust að verja frumvarp nefndarinnar. Nefndarmenn hafa lagt öll gögn á borðið i því trausti, að allir sem skipa málum ofar en mönnum hlytu að sjá, að hér eru alveg óþekt vildar- kjör í hoði. Og stjórnin heflr sýnt það með þing- rofinu, að hún treysti bœði góðum málstað og kjósendum að meta hana rétt. Kjörtímabil þjóðkjörinna alþingis- manna er ekki á enda fyr en 30. Júni 1909, en alþingi á að halda 15. Febr. 1909. Stjórninni og Heimastjórnar- flokknum hefði því verið innan handar að tryggja sér samþykt frumvarpsins. En af því að hór er um stórmikið mál að ræða og þjóðin heflr sýnt það með kosningum hvað eftir annað, að hún er vitrari og staðfastari en óhlut- vandir skúmar ætla hana, þá þótti ekki takandi i mál, að ráða máli þessu til lykta án nýrra kosninga. Og svo er vonandi að fari enn, enda þó að reynt hafl verið að æsa þjóðina gegn frumvarpinu. Nefndarmennirnir íslenzku létu aldrei bera á neinum flokkaríg. Og sama hefði átt að mega heimta af mönnum hér heima. Hór er um landsmál, þjóðarmál að ræða, en ekki um flokksmiú. Enda skal það sannast hér sem ella, að réttu máli vex þróttur við ranglátar árásir. Sumir þeirra þykjast vilja skilnað. En það getur ekki verið alvörumál hugsandi manna. Islenzkt þjóðerni mundi ekki verða langlíft, ef skilnaður yrði milli land- anna innan skamms. ísland er að mörgu leyti eftirsóknar- vert land. Sjórinn í kringum það er meiri auðsuppspretta en nokkur gull- náma. Fossarnir þess eru sterkari en nokkur annar vinnukraftur. Og auk þess á það ótal hafnir, sem aldrei leggja eða ís bagar á annan hátt, en þeirra sakna enda sum stórveldin. Það tjáir ekki að vitna í það, að ís- land var sjálfstætt ríki fyrir rúmum 600 árum. Bá þektust lands- og sjávar- kostir þess ekki. Þá langaði engan í slík gæði. Og þá var enginn herskipafloti til, ekkert nerna opnir bátar, en haflð jafnstórt og nú. Þar að auki leiddi af skilnaði slíkur kostnaður, sem landinu er ókleyft að bera um ófyrirsjáanlegan tíma. Og loks er væntanlega enginn syo blindaður, að hann sjái ekki, hve óendanlega liœgra það hlyti að vera að ná fidlum skilnaði eftir frumvarp- inu, er viðurkennir að íslendingar hafi fullan rétt yflr öllum málum sínum, en eftir því fyrirkomulagi sem nú er, frelsisskamti Dana 1871 eða hjálendu- sjálfstæðinu eftir stöðulögunum. Aðrir segja, að núverandi fyrirkomu- lag sé betra en frumvarpið. En það getur heldur ekki verið al- vara, þegar þess er gætt, að það segja þeir menn, sem leynt og Ijóst hafa lastað þetta fyrirkomulag, síðan það komst á, og játa þó öðrum þræði, að nefndin hafl „stórmikið afrekað“ og unnið „fósturjörð vorri ómetanlegt gagn“, eins og Björn Jónsson sagði á borgarafundinum 2. þ. m. og margir aðrir játuðu þar með öðrum orðum, t. d. Kr. Jónsson háyflrdómari o. fl. En hvorug þessara andmæla eru hættuleg. Þau eru altof gagnsæ, til þess að nokkur skynsamur óvilhallur maður renni þeim niður. Hinir mennirnir. em miklu hættu- legri, sem þykjast fylgja frumvarpinu að miklu leyti, en ráða til að breyta því eða fresta samþykt þess. Þeir sjá það, að það er ekki sigur- vænlegt, að ganga á móti jafngóðu frumvarpi, og taka því á sig krók þar sem hinir fara beint. Frestunarmennirnir ganga upp í þeirri dul, að almenningur sé í rauninni afturhaldssamur. Það er sem sé margreynt bragð allra afturhalds- manna, að reyna að draga það mál á langinn, sem þá vantar rök til að ríða niður. Svona fóru þeir að ráði sínu um símamálið og setningu millilanda- nefndarinnar. Og svona fara þeir altaf að ráði sínt*. Breytingamennirnir hugsa ekki út í það, eða látast ekki t.rúa því, að alt situr við sama keip, þann keip, sem þeir þó ekki látast vilja, ef ráð þeirra verða ofan á. Þeir vita það ekki eða látast ekki trúa þvi, að ríkis- þingið tekur enga breytingu í mál og ættu þeir þó ekki að hafa gleymt þjóð- fundarreynslunni. Með konungsbrófl 23. Sept. 1848 var Islendingum heitið því, að ekki skyldi verða tekið ákvæði um stöðu þeirra í ríkinu, að þeim fornspurðum. Og til að binda enda á þetta heit, var þjóðfundurinn haldinn 1851. Og þó að konungsfulltrúi sliti fundinum að ástœðulausu, áður en fundurinn gat lýst áliti sínu, þá fór samt svo, að ís- lendingar fengu aldrei líkt tæláfœri aftur, og börðust þó fyrir því í 20 ár, heldur var stöðulögunum þröngvað upp á þá, að þeirn fornspurðum. Hversu miklu meiri líkur eru þá ekki nú fyrir því, að bera mundi að sama brunni, ef Islendingar sjálflr sleptu nú sjálfgefnu tækifæri. Það er ekki að eins líklegt. Það er fidlkomlega áreiðanlegt. Dönsku nefnd- armennirnir drógu enga dul á það, að þeir væru vel ánægðir með það fyrir- komulag sem er, og sum dönsk blöð eru farin að hlakka yfir væntanlegu falli frumvarpsins. Nú situr að völdum í Danmörku oss góðviljuð stjórn. Nú höfum vér sam- hugð bæði Dana og annara þjóða. Tökum vér ekki frumvarpinu, er öllum horfum spilt. Meira að segja, þá liggur við borð, að Danir snúi við biaðinu. Þá sæti í bezta falli alt við sama, við það ástand, sem þessir frestunar- og breytingamenn hafa kallað ólíft við. Þeir menn, sem ráða til frestunar eða breytinga vilja því í rauninni ekkert annað en núverandi ástand. Þeir eru því sannnefndir íhaldsmenn, afturhaldsmenn. Og þann lit hafa þeir flestir sýnt í öllurn þeim mörgu framfaramálum, sem borin hafa verið fram til sigurs síðan 1904. En maður hafði búist við, að þrefið um innanlandspólitíkina næði ekki til sambandsmálsins. Og það skal líka fyllilega viðurkent, að margir af helztu mönnum minni hlutans hafa heitið frumvarpinu fullu fylgi. Af slíkum mönnum má nefna: Guðmund Magnússon lækni, Halldór Daníelsson bæjarfógeta, Jón Jensson*) yfirdómara og Jón Jónsson sagnfræðing. Nöfn þessara manna og margra annara spá góðu um það, að það verði ekki *) Jón Jensson sagði sig ásamt fleiri mönnum úr Landvörn, á fnndi er haldinn var 4. þ. m„ og hafði talað þar mjög ákveðið fyrir frumvarpinu óbreyttu.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.