Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 09.06.1908, Blaðsíða 3

Reykjavík - 09.06.1908, Blaðsíða 3
REYKJAVIK 95 HUQSlð YKKUR l Meft helmingl minni vinnu, og helmingi ódýrara en meö grœn- sápu, þvæst alt tauið á helmingi stittri tíma, og án þess að hinum fingeröasta vefnaði standi nokkur hætta af. Með því að brúka aðeins Sunlight Sápu stittið þér til muna erfiöi dagslns, og föt yðar endast mikiu allan ótta fyrir því, að Danir hefði nokkra löngun til þess beint eða óbeint að kúga íslendinga undir nokkur yfirráð. Með öðr- um orðum, þetta stórfelda afsal Dana er einungis til þess gjört, að þagga niðri í ís- lenzkum þjóðmálaskúmum, til þess að koma á góðu samkomulagi og gera menn ánægða! En þetta er heldur ríflegborgun fyrir tóma von — von sem þar að auki lítur ekki út fyrir að ætli að rætast. Séu íslendingar óánægðir að ástæðulnusu, þá er bezt að lofa þeim sjálfum að hafa fyrir því að hugga sig. Er það nú í raun og veru svo ógur- lega þýðinðarmikið þó upp komi ástæðulaus óánægja meðal nokkurs hluta íbúanna í fá- mennu dönsku fylki, að þess vegna þurfi endilega að hlaupa upp til handa og fóta til þess, svo fljótt sem auðið er, að hluta Danmörku í sundur og minka hana .... til þess að geta búið til konungsríkis-af- skræmi, sem í raun réttri er hér um bil hið sama sem að gefa Englendingum danska fylkið ísland — því það verða afdrif hins íslenzka konungsrikis — Og þessi fórn (sem blaðið „Dannebrog11 réttilega kallar eins- dæmi í sögunni) mun að iikindum ekki einu- sinni ná sínum aðaltilgangi! Halda menn i raun og veru að hinir íslenzku glamrarar hætti nú að glamra? í>að lætur mjög vel í eyrum að kalla þennan samning „bróður- legt handtak tveggja landa" og „traust og innilegt band er tengi Danmörku og hina fjarlægu sagnaey11 — En það verður ekki langt þangað til við heyrum glamrið aftur, sem mun yfirgnæfa alt sem skynsamir menn segja, því þeir eru þó sjálfsagt til meðal hinna dönsku ríkisþegna á íslandi. í fyrsta simskeytinu sem kom frá fteykjavík er sagt að Landvarnarfélagið þar hafi á fundi sín- um verið mótsnúið frumvarpinu — Hinn íslenzki glamraraflokkur er ekki ánægður með annað en fullkominn aðskilnað. Hið eina samband er hann vill þýðast er kon- ungssamband. En ef svo langt er farið væri vist bezt að segja. —<> Hafi fjandinn náð öllum sauðunum, þá er bezt að hann hafi hafrana líka — Satt að segja vildum vér helzt óska að uppreistarflokkurinn á íslandi eyðilegði samninginn með ofsa sínum, sem alinn er á dönsku þrekleysi og hógværð. Þá kæmi máske annað hljóð í strokkinn hér, svo að eftirleiðis yrði stefnt hiklaust að því eina rétta, sanngjarna og skynsamlega markmiði: hinni nánuslu samtenging hinna ýmsu hluta danska ríkisins sem enn eru eftir, sem sé Jótlands, íslands, Sjálands, Eæreyja, Lálands-Palsturs, Pjóns, (trænlands og Borg- undarhólms. Petta er attsaman Danmörk, sem á að hafa eitt og sama ríkisþing, sama fána og saraa ríkishöfðingja. Að þessu markmiði eigum vér að keppa, og hvað sem hrindir oss af þeirri braut getur ekki fylt oss fögnuði heldur þvert á móti áhyggjum •g sorg. Erik Hansen. Eftir það að ofanrituð grein var skrifuð, kafa komið ýtarlegri skeyti frá íslandi, sem staðfesta hve árangurslaus fórn vor er. Skeyti frá Reykjavík 16. maí segir, að blöðin „ísafold“ og „Þjóðólfur“ lýsi yfir vonbrigðum yfirýmsu í nefndarfrumvarpinu. Sérstaklega yfir því að Danir skuli eftir sem áður hafa meðferð utanríkismálanna (!!!) og yfir því að formaður hæstaréttar skuli eiga að vera oddamaður í gjörðadómi um deilu- mál. Skeyti af Seyðisfirði 16. maí skýrir einnig frá óánægju yfir frumvarpinu, að blaðið „Austri“ sé því andvígt og að þar muni verða haldinn fundur til mótmæla. Þessu svipar talsvert til sögunnar um konuna i forarvilpunni. Þegar hún varð húseigandi vildi hún eignast jörð, þegar hún hafði fengið jörðina, vildi hún verða stórhöfðingi. Svo vildi hún verða konung- ur, og þegar hún var orðin það, þá heimt- aði hún að verða eins og guð almáttugur! Þá kom loks til sögunnar wilji sem sagði: nú er nóg komiðl Þá hvarf öll dýrðin og hún sat eftir sem áður í forarvilpunni sinni. — íslendingar þurfa að reka sig á sannan danskan vilja, sem kallar þá aftur niður úr skýjunum til þess að gegna skyldum sínum sem danskir ríkisþegnar í hinu danska amti íslandi. í „Neue Hamb. Zeitung:" stóð nýlega grein sem kölluð er „konungs- ríkið ísiand" eftir J. C. Poestion. Greinin er um hina íslenzku stjórnar- baráttu og er mjög vingjarnleg í ís- lands garð, eins og við mátti búast af Poestion. Hann telur að með frum- varpi millilandanefndarinnar hafl ís- lendingar fengið óskir sínar uppfyltar. Enska blaðið „Morningpost" segir að millilandanefndinni hafi hepnast vel að nema burtu alt, er gæti valdið ó- ánægju frá íslendinga hálfu og að frumvarp nefndarinnar veiti íslending- um í aðalatriðunum alt er þeir hafi óskað. Telur blaðið það vott um stjórnvizku Friðriks konungs, að hann skipaði þessa nefnd. Sænska blaðið „Stockliolms- Tidning* sem út kom 16. f. m. flytur grein um sambandslagamálið og segir þar meðal annars : . . . Yerði nú þetta frumvarp sam- þykt, bæði af Alþingi og ríkisþinginu, þá er þar með fyrst og fremst því slegið föstu, að Island er ríki (Stat) — konungsríJd. — . . ísland fær þannig full- veldi (suverænitet) og verður með öll- um þjóðum viðurkent lconungsríki. . . . Það væri gleðilegt að frumvarpið næði samþykki beggja þinganna, svo að hinni langvinnu og skaðlegu stjórnar- farsdeilu lyki með þeim árangri er báðum löndunum mætti verða til gagns og hagsældar. í „Upsala Tidntng fiir Upsala stad ocb. liin“ 19. mai síðastl. skrifar Bagnar Lundborg: Eins og vór héldum fram hér í bJað- inu 15. þ. m., þá verður ísland sam- kvæmt frumvarpi sambandslaganefnd- arinnar tvímælalaust fullveðja ríki (suveran Stat) jafnborið Danmörku. Það verður ekki personalunion heldur realunion. Innan bæjar og utan. Lagaskólinn. Konungur hefir 13. f. m. skipað Lárus H. Bjarnason for- stöðumann og kennara við skólann frá 1. júlí næstk. Eókarastaðan við Landsbankann er veitt Albert Þórðarsyni aðstoðar- bókara við þann banka. „Laura“ kom hingað 27. f. m. Með henni komu íslenzku millilanda- nefndarmennirnir allir nema Sk. Thor- oddsen. Ennfremur kom ráðherrafrú R. Hafstein, frú Þóra Magnússon kona Jóns Magnússonar skrifstofustj. o. m. fl. t Jón Norðmann kaupm. á Akur- eyri lézt í Kaupm.höfn nýlega. Hann hafði verið talsvert veikur í vetur og sigldi til að leita sér lækninga í fyrra mánuði. Þegar þangað kom var gjörð- ur á honum stór skurður, er síðan leiddi hann til bana. Að Norðmann heitnum er hin mesta eftirsjá. Auk þess sem hann var tal- inn einna efnaðastur maður á Akur- eyri og hvervetna í fremstu röð er að gagni mátti verða, þá var hann og af- bragðs gáfumaður, skáld gott og mjög vel að sér. Hann var giftur Jórunni dóttur Ein- ars B. Guðmundssonar dbrm. í Haga- nesvík (frá Hraunum). Börn þeirra eru 6 lifandi, flest í æsku. Norðmann heitinn var á 51. aldurs- ári. Hann var í hvívetna hinn bezti drengur. _A.lt er þá þr*eirt er. Þrennar urðu ófarir Björns Jónsson- ar 1. og 2. þ. m. Fyrst reyndi hann að spilla því, að menn sæktu fundinn í Bárubúð 1. þ. m. Það gjörði hann með því, að láta dreyfa út hundruðum seðla rótt fyrir fundinn, um að fundarstaðnum hefði verið breytt. Fundarboðendur komust að þessu sóma- bragði í tækan tima og sendu sam- stundis út prentaða leiðróttingu. Þegar þetta ráð ónýttist og fundar- húsið fyltist af öllum flokkum, tók hann það ráð að skora á alla sína menn að ganga af fundi með sér. Þeir urðu 10 — tíu — alls. Þegar það bragð lánaðist jafnilla og hið fyrsta, boðaði hann til fundar í barnaskólagarðinum daginn eftir, til þess að hamra fram tillögu Guðm. Hannessonar frá kvöldinu áður. En er til kom, þorði hann ekki að heimta ályktun af fundinum, sem sótt höfðu 5falt fleiri konur og börn en full- orðnir karlmenn, enda feldi fundurinn með stórmiklum atkvæðamun, að á- lykta nokkuð um málið. Alt er þá þrent er. Kolafundurinn í Dalasýslu. Sigurður Jósúa Björnsson, Vestur-ís- lendingurinn, sem vór höíum áður getið um hór í blaðinu að væri hingað kom- inn í þeim erindum að leita hór að kolum, segir í bréfi, sem hann skrifar frá Stykkishólmi 2. þ. m. : „Helztu fréttir eru það, að ég er búinn að vinna við námagröft í 13 daga. Brúkleg ofnkol fann ég á 12. feti niður, þegar inn kom í surtarbrands- lagið, sem er, að því er enn verður séð, 12 feta þykt. Raunar er ég sann- færður um, að 3 — 4 fet muni enn vera niður af sömu tegund. Alt er þetta sedrusviður, sem er í laginu, en vatnsaginn, sem er í gegn um bergið, hefir gjört mest af laginu að steinbrandi, því sedrusviður er fitulaus að innan, og hefir vatnið því getað áorkað, að breyta þeim hluta hans þannig. En í yzta lagi sedrusviðarins er aftur á móti trjáfita og það lag myndar nú surtar- brandinn og kolin. En ekki er að búast við reglulegum kolum fyr en kemur inn úr vatnsrennslinu, og óg býst ekki við, að það verði fyr en á 60 fetum — þó vitanlega sé það að eins ágizkun mín. — En samt sem áðnr er enginn efi á því, að þarna er stórkosttegt kotalag, og annað lag er víst fyrir neðan, undir þessu. En við því verður ekki hreyft fyr en mað- ur er að mestu laus við vatnið. Reynd- ar er vatnið ekki neitt til hindrúnar og heldur að minka. Ég er kominn rúm 20 fet inn í lagið, 9 feta breið göng og 8 fet á hæð. En mér geng- ur seint með þeim verkfærum, sem ég hefi. Þau eru lítt brúkandi, þó þau séu betri en ekki neitt, þangað til ég næ í önnur hæfilegri. Á þessu getur þú séð, að ég tel mér sigurinn vísan, ef ég tóri, nema hér komi fyrir eitthvert alveg óvænt ásig- komulag jarðmyndunarinnar. En nú sem stendur er hún í alla staði ágæt og álitleg, að undanskildu vatninu. Hefði þetta lag verið í þurrara lofts- lagi, en hér á landi gjörist, þá hefði alt það sem ég er búinn að grafa nú verið óblönduð ofnkol“. Innflutningur landa vorra frá Vesturheimi virðist ætla að verða talsverður í ár, eftir þvi sem komið er nú heim af Vestur-ís- lendingum í vor og frézt hefir að koma muni í sumar. En það er eins að gæta við þann innflutning, og það er, eins og áður hefir verið tekið fram hér í blaðinu, að séð verði fyrir því, að inn- flytjendurnir eigi aðgang að einhverri atvinnu þegar þeir koma hingað. Það er auðsætt, hversu mikil þægindi það væru fyrir innflytjendurna að hér væri til félag eða stofnun, sem þeir gætu leitað til, er þeir koma hingað, til þess að fá atvinnu. Þeir eru orðnir hér ó- kunnugir, flest orðið breytt frá því, sem var er þeir fóru héðan, og því ekki svo auðvelt fyrir þá að útvega sér atvinnu þegar í stað. En varla er til þess ætlandi, að allur þorri þeirra þoli langan atvinnumissi eftir jafndýra langferð og þeir koma úr. Það er því afar-áríðandi, ef vér vilj- um, sem ekki er efamál, að þessi inn- flutningur haldi áfram, að alvarlega sé hugsað um þetta atriði og eitthvað framkvœmt. Að vísu virðist Búnaðar- félagið bezt til þess faJlið, og bezt sett, til þess að geta orðið innflytjendun- um að liði, en ekki spilti það neinu þó fleiri hefðu þetta mál hugfast, og gjörðu eitthvað í því. Vér viljum því beina þeirri spurn- ingu til þeirra manna hér, sem ant er um þenna innflutning landa vorra, og ráð hafa til þess að verða innflytjend- unum að liði, hvort þeim ekki sýnd- ist ráðlegt að hefjast nú handa og mynda félagsskap til þess að veita innflytjendunum móttök u, leiðbeina þeim og sjá þeim fyrir atvinnu eða staðfestu fyrst í stað. Hér er svo mikið kvartað um fólks- eklu og að alt sé ógjört sem gjöra þarf. Það ætti því ekki að vera neitt þrekvirki að útvega nokkrum innflytj- endum nægilega vinnu, svo að þeim væri vel borgið á meðan þeir eru að kynnast, og þangað til þeir geta sjálfir farið að sjá sér fyrir atvinnu. í vist óskast 1. október næstk. nokkuð rósk- inn heilsugóður kvenmaður (ekki eld- húsvist) í Túngötu Nr. 4. Kaup eins og um semur. Klukkur, úr og úrfestar, sömuleiðis gull og silfurskraut- gripi borgar sig bezt að kaupa á Laugaregi nr. 12. Jóhann Á. Jónaason.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.