Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 23.06.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 23.06.1908, Blaðsíða 2
102 REYKJAVlK Stöðulögin. Lög um hina stjórnarlegu stöðu íslands i ríkinu 2. janúar 1871. Vér Chr. IX. o. s. fr. Gjörum kunnugt: Ríkisþingið hefir fallizt á lög þessi, og Vér staðfest þau með samþykki Voru: 1. gr. ísland er óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum. 2. gr. A meðan að ísland ekki hefir fulltrúa á rikisþinginu, tekur það engan þátt i löggjöfmni um hin almennu málefni ríkisins, en aftur á móti verður þess ekki kraf- izt, að ísland leggi neitt til hinna almennu þarfa ríkisins, á meðan að svo á stendur. — Um það, hvort ísland eigi að hafa fulltrúa á ríkis- þinginu, verður að eins ákveðið með lögum, sem bæði hið almenna löggjafarvald ríkisins og hið sér- staklega löggjafarvald íslands sam- þykkir. 3. gr. Hin sérstaklegu málefni íslands eru þessi: 1. Hin borgaralegu lög, hegn- ingarlögin og dómgæzlan er hér að lýtur, þó verður engin breyting gjörð á stöðu hæstaréttar sem æzta dóms í íslenzkum málum án þess að hið almenna löggjafarvald ríkis- ins taki þátt í því; — 2. lögreglu- málefni; — 3. kirkju- og kenslu- málefni; — 4. lækna- og heilbrigðis- málefni; — 5. sveita- og fátækra- málefni; — 6. vegir og póstgöngur á íslandi; — 7. landbúnaður, fiski- veiðar, verzlun, siglingar og aðrir atvinnuvegir; — 8. skattamál bein- línis og óbeinlínis; — 9. þjóðeign- ir, opinberar stofnanir og sjóðir. 4. gr. Öll gjöld til alþingis og landsstjórnar, er snertir þau mál- efni, sem nefnd eru í næstu grein á undan, og þar á meðal eftirlaun þau sem nú eru goldin eða eftir- leiðis verða veitt íslenzkum em- bættismönnum, er hafa fengíð lausn frá embætti, eða ekkjum þeirra eða börnum, skulu talin sérstakleg gjöld islands. 5. gr. Til hinna sérstaklegu gjalda íslands skal á ári hverju goldið úr ríkissjóðnum 30,000 rd. tillag og í 10 ár 20,000 rd. aukatillag, sem á þeim 20 árum, sem þá fara í hönd verður fært niður um 1000 rd. á ári, þannig að það sé alveg fallið niður að 30 árum liðnum. — Auk afrakstursins af þjóðeignum íslands og opinberum sjóðum, og af bein- línis og óbeinlínisskattgjöldum, sem nú eru heimt saman eða eftirleiðis verða innleidd á íslandi, skal talið með hinum sérstaklegu tekjum ís- lands það endurgjald, vextir af láni og borgun upp í lán eða því um líkt, sem hvílir á islenzkum sveita félögum, stofnunum, embættum eða gjaldþegnumríkissjóðnumtilhanda. Óll skuldaskifti, sem verið hafa hing- að til milli ríkissjóðsins og íslands, eru hér með alveg á enda kljáð. 6. gr. Gjöldin til hinnar æðstu stjórnar hinna íslenzku málefna í Kaupmannahöfn og sömuleiðis til póstferða milli Danmerkur og ís- lands skulu greidd úr ríkissjóðnum. Ef nokkurt gjald verður lagt á þessar póstferðir til hins sérstak- lega sjóðs íslands, verður jafnmik- ið dregið af árstillagi því, sem á- kveðið er handa íslandi í 5. gr. 7. gr. Þessi lög öðlast gildi 1. dag aprílm. 1871. Frá þessum tíma eru þau störf á enda, sem ríkis- þingið hingað til hefir haft á hendi um fyrirkomulag á hinum sérstak- legu tekjum og útgjöldum íslands. Uppkast Dana 27. marz. Fylgiskj. XIII. Eftir að hinir íslenzku nefndar- menu hafa lagt fram skriílegan grundvöll fyrir umræðunum, og nefndin hefir fallist á, að hinir dönsku nefndarmenn geri slíkt hið sama, þá höíum vér í þessum til- gangi samið eítirfylgjandi uppkast. 27. marz 1908. J. C. Christensen. N. Andersen. C. Goos. H. N. Hansen. N. Hansen. N. K. Johanen. P. Knudsen. C. Krabbe. M. P. Madsen-Mygdat. H. Matzen. N. Neergaard. Anders Nielsen. A.Thomsen. Uppkast til las>a um stöðu íslands í veldi Danakonungs. Þegar lögin eru samþykt bæði af ríkisþingi og alþingi og staðfest at konungi, orðist inngangur lag- anna þannig: Vér Friðrik áttundi o. s. frv. Gerum kunnugt: Eftir að ríkis- þingið og alþingi*) við sameig'inlega samninga eru ásátt orðin um stöðu íslands i veldi Danakonungs höf- um Vér með samþykki Voru stað- fest eftiríarandi lög, er samþykt eru bæði af ríkisþinginu og alþingi: 1. gr. ísland er frjátst land með sér- stökum landsréttindum innan veldis Danakonungs og verður ekki af hendi látið; nafn þess skal taka upp í tignarnafn konungs. 2. gr. Landsréttindi íslands taka yfir stjórn eftirfarandi mála, er sérstök eru fyrir ísland: I. Hin borgaralegu lög, hegningar- lögin og dómgæslan, er hér að lítur, þó svv að engin breyting verður gerð á stöðu hæstaréttar sem æðsta dóms í íslenzkum málum, án þess að hið almenna löggjafarvald ríkisins taki þátt í því; 2. Lögreglumáleíni; 3. Kirkjumál og kenslumál; 4. Læknamál og heilbrigðismál, 5. Sveitamál og fátækramál; 6. Vegir og póstgöngur á íslandi, talsíma og ritsíma málefni og aðrar samgöngur innanlands; 7. Landbúnaður, fiskiveiðar, verzl- un, siglingar og aðrir atvinnu- vegir, lánsfœra-mál, banka-mál og vátrgggingarmál; 8. Skattamál beinlínis og óbeinlínis; 9. Þjóðeignir, opinberar stolnanir og sjóðir. 3. gr. í öllum þeim málefnum, sem samkvæmt næstu grein hér á undan eru sérmál íslands heíir landið löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig samkvœmt stjórnarskránni um hin sérslöku málefni íslands. 4. gr. í öllum þeim málum sem ekki eru sérmál, er löggjafarvaldið hjá konungi og ríkisþingi í sameiningu. ísland á rétt á, að hafa fulltrúa í ríkisþinginu, en því máli verður *) Breytt letur táknar nýmæli. g ™ ■; ■111 iwi ... .. ÚrsmíðaYinnustofa 1 Carl F. Bartels ; j Langavcgi 5. Talsími 137. j eigi til lykta ráðið nema með lög- um, er bæði hið almenna löggjaf- arvald ríkisins og sérstaka löggjaí- urvald íslands samþykkir, en við þau lög eiga ekki endurskoðunar- ákvæðin í 7. grein. Par til þetla verður, skal þo ekki nema með lögum er bœði hið al- manna löggjafarvald rikisins og hið sérstaka löggjafarvald íslands sam- þgkkja bœði tit samans, skipað þeim sameiginlegu málum, sem hið almenna löggjafarvald heimtar fjtir- veitingu til einnig af löggjafarvaldi íslands — og eru þar á meðal postmál og ritsímasamband milli Danmerkur og Islands. 5. gr. Til fullnustugerðar fjárhagsvið- skiftunum milli Danmerkur og ís- lands greiðir ríkissjóður landssjóði Islands . . . . kr. eitt skifti íyrir öll, og eru þar með á enda kljáð öll skuldaskifti, sem verið hafa hingað til milli ríkissjóðsins og íslands. Aftur á móti ber ríkissjóður Dana framvegis allar þær bgrðir, er nú skal greina fgrir veldi Danakonungs: 1. Vextir og ajborganir af ríkis- skuldunum, án tillits til þess, hversu þær eru til komnar; 2. konungsmötu; 3. borðfé œttmenna konungs og önnur gjöld til konungsættarinn- ar, sem á ríkinu hvíla; 4. gjðldin til varna á sjó og landi, og lelst þar til gœzla veiðirétlar ríkisþegnanna við strendur rík- isins; 5. Utgjöld til utanríkisstjórnarinnar og til fulltrúamensku ríkisins er- lendis og gœzlu hagsmuna ríkis- ins þar; 6. gjöld til sameigintegrar peninga- sláttu og mœlinga; 7. útgjöld til hœstaréttar ríkisins; 8. útgjöld til allra almennra kenslu- stofnana og mentastofnana í Dan- mörku, þeirra er aðgangur er að bœði Dönum og Islendingum; 9. útgjöldin til Grœnlands og ng- lendanna. 6. gr. Danir og íslendingar á íslandi og íslendingar og Danir í Dan- mörku skulu í öllum efnum jafn- réttis njóta. Pó skal það skilgrði vera fgrir því, að menn verði í embætti skip- aðir á íslandi, að þeir séu leiknir í að skilja og tala íslenzku. ís- lendingar, sem á íslandi eru heim- ilisfastir skulu eins og hingað til vera undanþegnir landvarnarskgldu ríkisins. Réttindi íslenzkra námsmanna við Kaupmannahafnarháskóla þan er þeir nú hafa, bæði almennur réttur og forgangsréttur til hlunn- inda og styrks, skulu óbreytt haldast. Við háskólann skal stofna sérstakt kennaraembœtti í íslenzkum lögum. 7. gr. Lögum þessum verður að eins breytt við almenna endurskoðun laganna, í fyrsta lagi árið 1933 og getur þá breytingum því að eins orðið framgengt með lögum, er nefnd danskra og íslenzkra manna hefir undirbúið og ríkisþing og al- þingi samþykt samhljóða og kon- ungur staðfest. jVejnðarfrumvarpið. Uppkast aðs) löguni um ríkisréttar-samband Danmerkur og Islands. [Inngangur laganna, er þau hafa náð samþykki bæði ríkisþings og alþingis og staðfestings konungs, orðist svo ]: Vér Friðrik hinn áttundi o. s. frv. Gerum kunnugt: Ríkisþing Dan- merkur og alþingi Islendinga hafa fallist á og vér með samþykki voru staðfest eftirfarandi lög: 1. gr. ísland er frjálst og sjálf- stætt land, er eigi verður af hendi látið. Það er í sambandi við Danmörku um einn og sama k o n u n g og þau mál, er b á ð i r aðilar hafa orðið ásáttir um að telja sameiginleg í lög- um þessum, Danmörk og ísland eru því í r í k j a -sambandi, er nefnist veldi Danakonungs. í heiti konungs komi eftir orðið »Danmei'kur« orðin: »og Islanda. 2. gr. Skipun sú, e r gildir í Danmörku um ríkiserfðir, rétt konungs til að hafa stjórn á hendi í öðrum löndum, trúarbrögð konungs, myndugleika hans og um ríkisstjórn, er konungur er ófullveðja, sjúkur eða fjarstaddur, svo og um það er konungdómur- inn er laus og enginn ríkisarfi til, skal einnig gilda, að því er til Is- lands kemur. 3. gr. Þessi eru sameiginleg mál Danmerkur og íslands: 1. Konungsmata, borðfé ættmenna konungs og önnur gjöld til kon- ungsættarinnar. 2. Utanríkismálefni. Enginn þjóðar- samningur, er snertir ísland sér- staklega, skal þó gilda fgrir is- land nema rétt stjórnarvöld is- lenzk samþgkki. 3. Hervarnir á sjó og landi ásamt gunnfána, samanb. þó 57. gr. stjórnarskrárinnar, frá 5. jan. 1874. 4. Gæzla fiskiveiðaréttar þegnauna, að óskertum rétti íslands til að auka eftirlit með fiskiveiðum við ísland eftir samkomulagi við Danmörku. 5. Fœðingjaréttur. Löggjajarvatd hvors lands um sig getur þó veitt fœðingjarétt með lögum og nær hann þá til beggja landa. 6. Peningaslátta. 7. Hœstiréttur. Þegar gerð verður breyting á dómaskipun landsins, getur löggjafarvald ís- lands þó sett á stofn innan- lands æðsta dóm í íslenzkum málum. Meðan sú breyting er eigí gerð, skal þess gætt, er sæti losnar í hæstarétti, að skipaður sé þar maður, er hafi sérþekk- ingu á íslenzkri löggjöi og kunn- ugur sé íslenzkum högum. 8. Kaupfáninn út á við. 4. gr. Öðrum málefnum, sem taka bæði til Danmerkur og íslands, svo sem póstsambandið og ritsímasamband- ið milli landanna, ráða dönsk og ís- *) Breytt letur táknar nýmæli.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.