Reykjavík

Issue

Reykjavík - 30.06.1908, Page 1

Reykjavík - 30.06.1908, Page 1
1R e £ k j a v> t k. IX, 27 'Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Þriðjudag 30. Júní 1908 Áskrifendur í b œ n u m yfir 1000. IX, 27 ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. Oflia el<lM> clur selur Kristján Þorgrimsson. „EEYKJAYlK" Arg. [minnst 60 tbl.] koatar innanlands 2 kr.; erlendii kr. *,00—3 ih.— 1 áoll. Borgiat fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr. Auglýsingar innlendar: k 1. bli. kr. 1,50; *. og 4. bls. 1,25 — Útl. angl. 33*/m°/o hærra. - 4fsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavik“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkori Magnús B. Blöndal Pingholtsstræti 23. Talsimi 61. lleiöraöir liaupendur os» útsölumcnn „R.víkur“ áminnast inu. aö gjalddagi blaösins er 1. júlí. „Haukur í horni“ í „ísafold". Yið grein „Hauks í horni“ í 36. tbi. »ísaf.‘‘ þ. á. vil ég leyfa mér að gjöra einungis örfáar athugasemdir. 1. Hann segir að sambandslagafrv. sé lög, ekki samningur. Ég þarf ekki að vera langorður um þetta atriði, því að í sama tbl. „ísaf.“ 2. bls. 1. dálki til vinstri sé ég, að ritstjóri „ísaf.* er mér sammála um þetta atriði, því að þar kallar hann frv. s á 11 m á 1 a. Þar stendur svo í ræðu hr. ritstj. B. J.: „Vér vitum öll, að nú er í smíðum nýr sáttmáli“ (o : milli íslands og Dan- merkur). Ég ætla að ritstj. „ísafoldar" muni bezt fallinn til þess að skýra þetta fyrir „Hauk í horni“, ef honum (ritstj.) þykir nokkuð undir, hvaða skoðanir „Haukur í horni“ fer með. 2. „Haukur í horni“ heldur að á- lykta mætti svo, að lög, sem alþingi samþykkir, væru samningar, ef ég hefði rétt fyrir mér í því að frv. millilanda- nefndarinnar sé samningur. Þetta leiðir hann af því, að deildirnar eru tvær og samþykki þarf „af beggja hálfu", en frv. er gjört eftir samkomulagi „af beggja hálfu". Höf. þessi gæti nú eins vel „troðið upp* og sagt t. d. sem svo, að af því að hestar gætu synt, þá væru þeir fiskar. En sleppum öllu gamni. ísland og Danmörk eru tveir aðilar í þessu máli. Tvo þarf til þess að samn- ingur verði gjörður. Það getur hver sagt sér, sem hugsar ofurlítið. Alþingi, þótt tvær deildir séu, er fulltrúasam- koma einnar þjóðar, eins aðila, ekki fleiri. Þegar af þessari ástæðu er ó- mögulegt, að lög alþingis séu samn- ingar. Slíkt fæst að eins með þeirri »hunda logik" sem höf. gjörirsig sekan Þar sem hann setur upp svo lagað dæmi: Sambandslagafrv. er samning- ur. Það sýna orðin: „Samningur af beggja hálfu". Svo bætir hann við: „Lög alþingis eru samþykt „af hálfu" beggja þingdeilda". Þá eru þau líka samningur — enda þótt annan samn- ings aðilann vanti! Á þessu hefði varla nokkurt manns- barn á landinu flaskað, nema þessi „Haukur í horni". 3. Loks kemur hann með þá vand- ræðakenningu, að sum lög séu upp- segjanleg. Nefnir hann þar sem dæmi þinglýsingarreglurnar. Hann heidur sem svo: A. er ekki skyldur að þing- iýsa t. d. veðbréfl sínu. Þess vegna gilda ekki þinglýsingarreglurnar fyrir hann (o: hann getur að „þessu leyti" sagt sig undan þeim). En er þetta nokkur uppsögn? Enginn getur vilzt á því, nema „Haukur í horni*. Allir vita það, að mál þess manns, sem trassar þinglestur þar sem iög skipa, verður alt að einu dæmt eftir þing- lestrarreglunum. Þinglestrarreglurnar eru sem sé boðorðslög (præceptiv), en ekki frávíkjanleg, eins og höf. heidur. Dæmið var heldur óheppilega valið. Greindur maður hefði getað bent á mörg skárri dæmi en þetta, en þó dugir ekkert til þess að sanna upp- segjanleik laga. í þessum atriðum reyndi þessi „Haukur í horni" að rökstyðja mál sitt. Fyrir því hefi ég minst á þau, og sýnt hvílíkar voða fjarstæður maður þessi hefir getað komið með. Alt annað í grein hans er annaðhvort meiðyrði, svigurmæli og aðdróttanir eða stóryrði og fullyrðingar út í bláinn. Þeim þarf ekki að svara, og misskilningur er það, ef nokkur ætlast til þess, að slíkt vinni máli sínu gagn. Auðvitað verðurþessi „Haukur í horni" ekki virtur svars, ef hann skyldi oftar leggja út á bátinn. Reykjavík 23. júní 1908. Einar Arnörsson. Frarntíðar hásagjörð. Er hún ekki framkvæmanleg á íslandi? Þrátt fyrir það, þó margt sé stór- kostlegt og misjafnt í fari Ameríku- manna, og jafnvel allur hinn mentaði heimur verði stundum að líða við það, þá verður þó að viðurkenna það sem sannleika, að Ameríkumenn, einkum Bandamenn, eiga mesta fjölda af mönn- um, sem eyða öllu sínu lífi í þarfir alls mannfélagsins. Vegna þessa eru Bandamenn sífelt á hraðri ferð, til meiri og meiri fullkomnunar, bæði í andlegum og líkamlegum efnum. Ekk- ert er svo fullkomið í þessum heimi, að þeir ekki álíti því ábótavant, og leggi fram hönd og heila til að full- komna það. Mjög stóran skerf til fullkomnunar í verklegum efnum, hefir lagt til hinn mikli og alþekti hugvitsmaður Tómas Edisou. Síðasta uppgötvun hans er sú, að búa til mót, til að steypa í heil hús. Og það merkilegasta við upp- götvun þessa er þetta þrent: 1. Að alt húsið er steypt í einu lagi. 2. Að verkið á steypunni er full- gjört á að eins 12 kl.stundum. 3. Að húsin eru afaródýr, en mjög traust. Til þess að iýsa þessari merkilegu uppgötvun nánar fyrir íslendingum, birti ég hér á eftir í íslenzkri þýðingu útdrátt úr grein, sem var prentuð í hinu víðlesna og velþekta tímariti Bandamanna „Success", sem gefið er út í New York. Greinin er eftir mann að nafni Robert D. Heiul. Herra Heiul getur þess í byrjun greinar sinnar, að Edison hafi haft orð á þvi, að uppgötvuninni hafi ekki áður verið lýst’svo rétt og nákvæmlega sem skyldi í amerískum blöðum og tíma- ritum. Það er alment mál manna, að ritgjörð þessi sé mjög áreiðanleg og ýtarleg um þessa merkilegu uppgötvun. Hér kemur útdrátturinn : „Hr. Edison lofast til að steypa þrí- loftað hús, úr sementssteypu, er nægi 2 fjölskyldum, og koma því í verk á svipstundu. Slik hús ætlar hann að reisa á að eins 12 klukkustundum. Hann segir að húsið muni kosta að eins 1000 dollara, og ef það sé leigt fyrir 7{h dollar á mánuði hverjum, geti eigandinn haft góða vexti af peningum sínum. Búist er við því, að ef þannig löguð húsagjörð fer að tíðkast, sem öll lik- indi eru til, þá muni óþrifalegum hýbýl- um í stórbæum fara sí fækkandi, og auk þess muni ennfremur af því leiða það, að fátækar fjölskyldur muni eiga kost á hentugu og þægilegu heimili og full rúmgóðu utan til í stórbæjun- um, fyrir minna verð en þær verða nú að borga fyrir að eins tvö léleg og óvistleg herbergi, í skarkalanum og þrönginni sem er í stórbæjunum. Margir atkvæða verkfræðingar og byggingameistarar og mannvinir, þar á meðal hinn nafnkunni Henry Phipps, hafa athugað nákvæmlega þessa nýju húsagjörð Edisons og telja hana einkar hagkvæma. Hr. Phipps ætlast til, að stórar þyrp- ingar af slíkum húsum verði bygðar í grend við New York og Philadelpiu í sumar; á að gizka 1500 hús í hverri þyrpingu, og skuli með því vera gjörð tilraun til að draga úr þéttbýlinu, sem er mjög svo skaðlegt fyrir heilsu fólks í stórbæjunum". Húsagjörðinni nýju lýsir Edison sjálfur á þessa leið, í viðtali við greinar- höfundinn áðurnefnda: „Á komandi vori (1908) ætla ég að koma upp sementssteypuhúsi, tuttugu og fimm feta breiðu, fjörutíu og fimm feta löngu, og þrítoftuðu, fyrir 1000 dollara. Það hús ætlast ég til að nægi fyllilega tveimur fjölskyldum. „Yitanlega er mest komið undir mót- unum, sem húsin eru steypt í, því sement, sand og möl geta allir veitt sér. Mótin eru öll úr járni. Eins og Yfirróttarmálaflutningsmaður Andr. Hnyer, Aalesund. Símnefni: Heyer. kunnugt er, eru viðarmót, sem stein- steypu er helt í, bygð upp smám saman, og steypan þarf alt af að standa æði tíma í hverju móti, áður en má taka þau frá til að geta fært þau upp, svo hægt sé að steypa að nýju. Slík húsasmíð er bæði seinleg og leiðinleg. Aftur á móti má taka járnmótin utan af sementssteypuhúsum minum öll í einu eftir sex daga frá því að steypt er. „Ég ætlast til að steypuefnið sé haflð upp á burst húsamótanna og þaðan helt í mótin, og blásin niður með pip- um fullum af loftþrýstingi þar til mótin eru full. Þrýstingspípurnar gjöra það að verkum, að engin hola getur orðið í steypunni; þegar mótin eru tekin frá verða veggirnir eins sléttir og hefluð fjöl. Steypuverkið sjálft á að framkvæmast á 12 klukkustundum. „Húsinu má koma upp að öllu leyti fyrir 1000 dollara. Þar með eru taldar hitunarpípur úr steypu, stigar úr steypu og þak úr sementssteypu, sem aldrei get- ur lekið; enn fremur arin og öll venju- leg þægindi, sem höfð eru i íveruhús- um hér á landi; baðker auk heldur annað. „Þessi hús standa um aldur og æfi. Einu húsin sem stóðu í jarðskjálftan- um mikla í San Francisco 1906 voru öll úr sementssteypu. Eldsábyrgð á þessum húsum verður öldungis óþörf, og „fer vitanlega strax úr móð“. Þó börnin glamri með axir eða hamra á veggjunum skemma þau þá ekki. Þeir eru ekki svo viðkvæmir, þó við þá sé komið. Yiðgjörð á þessum húsum mun örsjaldan koma fyrir, og því er hagur að þeim hvað það snertir. „En nú verð ég að sýna þér sýnis- horn af húsinu mínu“, mælti uppfund- ingamaðurinn. Að svo mæltu snaraðist hann hvat- lega út úr herberginu. Hann er nú 61 árs gamall, en enginn mundi geta ímyndað sér að hann væri kominn á þann aldur, sem hefði séð hve létti- lega hann gat hlaupið upp brattan stiga. Greinarhöf. telur sig fremur léttan á fæti, og stökk tvö stigahöft í hverju skrefi en gat þó naumlega haldið í við Edison, sem kominn var upp á lofts- brúnina á undan honum, og var bú- inn að ljúka upp herberginu, er hann geymdi í smíð sína, áður en hinn kom að dyrunum á því. Og þar inni var sýnishornið af íveruhúsinu hans, sem var hið snotrasta. Það stóð á miðju gólfinu, en á bak við það talvélahorn og ýmislegt skran fleira, rykugt og fornfálegt. Edison brosti og sagði: „Líst þér ekki nógu vel á það?“ — „Jú“, svaraði ég í fullri alvöru. „Ég hafði í huga fátæklingana, sem vinna fyrir einn dollar á dag, þegar ég bjó til þetta sýnishorn", sagði Edi- son glaður í bragði. „í New York, Chicago og öðrum stór- bæjum eru það ekki burðug her- bergi sem fjölskyldumaður getur leigt fyrir 9 dollara á mánuði, og verður

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.