Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.07.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 07.07.1908, Blaðsíða 2
110 RE YKJAVIK Aðferð hans i millilandanefndinni bendir öll gagngjört til þess, að hann hafi alt af ætlað að skerast úr leik. Eins og kunnugt er, sbr. nefndar- álitið bls. 165—166, urðu breytingar- tillögur hans 8 talsins. En 6 — sex af þeim fóru gagn- gjört ofan í það sem hann hafði samþykt áður, einu sinni eða oftar. 1. Hann hafði 3. og 18. apríl samþykt og undirskrifað, að ís- land skyldi vera „frjálst og sjálf- stætt iand, er eigi verður af hendi látið". 2. Hann hafði 7. marz og 18. apríl samþykt og undirskrifað orðatil- tækið „veldi Danakonungs". 3. Hann hafði 18. apríl samþykt og undirskrifað, að „hervarnir á sjó og lándi“ skyldu vera sameigin- legar, án þess að áskilja sam- þykki ísl. stjórnarvalda til „her- skaparráðstafana “, og þessi sam- þykt hans 18. apríl er því eítir- tektaverðari, sem hún ónýtti líka samþykt á frv. frá 3. apríl eins og hann bar einn fram seinna. 4. Hann hafði 18. apríl samþykt og undirskrifað, að eftirlit íslendinga með fiskiveiðum yrði ekki aukið nema „eftir samkomulagi við Danmörku". 5. Hann hafði 18. ágúst saraþykt og undirskrifað orðatiltækið: „land- helgivið Danmörku og ísland". 6. Hann hafði 3. og 18. apríl sam- þykt og undirskrifað, að dóms- forseti hæstaréttar skyldi vera „sjáifkjörinn oddamaður". Hann hafði ekki látið mjög ólíklega við hr. Jóh. Jóhannesson, þegar J. J. fór gagngjört til hans til að spyrja hann um, hvernig hann mundi taka í 4-mannafrumv. írá 30. apríl. En 3 dögum seinna eða 3. Maí laumaði hann breytingartillögum sín- um í prentsmiðjuna, án þess að hafa gefið herra J. J. og Stef. Stefánssyni kost á að sjá þœr, hvað þá heldur hinum meðnefndarmönnum sínum. Þeir St. St. og Jóh. Jóh. kváðust líka allt af hafa grunað hann um að kljúfa nefndina. Og Guðm. Hannesson læknir sagði þeim Jóni Jakobssynilandsbókav. ogPétri Jónssyni alþm., 8. maí: „að sér hefði fyrir löngu verið kunnugt um að Skúli mundi skerast úr leik, en það hefði verið leyndarmál sem hann hefði ekki mátt skýra frá*. Fyrir þessu er skriflegt vottorð þeirra J. J. og P. J. Það er því ekkert undarlegt þó að Sk. Th. tæki sig út úr, þegar á átti að herða. Til hvers bera sumir menn hnífinn í erminni. Til hvers annars en að hleypa hon- um fram úr erminni þegar í færi er komið. sem fyrsti og annar kennari við barnaskóla Búðahrepps í Fáskrúðs- firði eru laus. Kennslutími frá 1. okt. til 30. apríl. Laun 1. kennara eru 600 krónur, 2. kennara 400 krónur og sjái þeir sér sjálfir fyrir fæði, húsnæði, ljósi og hita. Skrifleg umsókn ásamt próf-vottorði og méðmælum sendist skólanefnd Búða- hrepps fyrir 15. ágúst n. k. [—30 „Þjóðólfur^ og millilandanefndin. Hinn minnugi maður hr. Hannes Þorsteinsson lýsti því yfir á Stokks- eyrarfundinum 28. f. m., að það væri ósatt, að hann hefði átt kost á að komast í millilandanefndina. Eftirfarandi vottorð sýnir, að enda gott minni er ekki alt af óbrigðult. Vid undirritaðir spurðum hvor um sig herra ritstjóra Hannes Porsteinsson i þingbyrjun 1907, hvort hann vildi taka sæti í millilandanefndinni, en hann tók þvi fjarri. Reykjavik 30. júni 1908. G. Björnsson. Lárus H. Bjarnason. Sunn-lýlingum til skemtunar. Af því að sárfáir menn í Suður- Múlasýslu lesa „Isafolc/, get ég ekki stilt mig um að gjöra Sunn-Mýlingum þá dægrastytting, að gefa þeim ofur- lítið sýnishorn af skýrslum þess blaðs um kosningahorfurnar og byr sam- bandsfrumvarpsinsíkjördæmumlands- ins. Ég tek fregn hennar um Suður- Múlasýslu og þingmálafundi mína þar sem sýnishorn. Hún segir orðrétt svo frá: fi 8 (átta) fundi hafi hann ] haldið í því kjördæmi og að sótt hafi þá fundi um 20 kjósendur alls (2—3 hvern um sig að meðaltali, en enginn maður hafi tekið til máls á nein- um fundinum, nema hann einn [J. Ó.]“. Á fundunum — sem voru 10 — mættu samtals hátt á 4. hundrað manns. Enn fremur segir blaðið, að sumir bæti því við, að „flestir sýslubúar" séu á móti frumvarpinu. Sýslumaður (A. Y. Tulinius) segir hún og sé „alveg andvígur". Það lítur út fyrir að „ísafold* sé undarlega glögg að rannsaka hjörtun og nýrun. Sunn- Mýlingar vita bezt sjálfir, hvoru megin þeir eru flestallir. Þeir geta líka af þessum ummælum blaðsins ráðið, hve miklu sé trúandi af fregnum þess úr öðrum kjördæmum. Rvik, 6. júlí 1908. Jón Ótafsson. Snndlaugin. Á seinasta bæjarstjómarfundi hreyfði lagaskólastj. L. H. Bjarnason því, að vatnið í sundlauginni hér væri svo ó- þverralegt af írennsli úr þvottalaugun- um, að viðbjóður væri að fara þar ofaní, og þyrfti þar bráðra aðgjörða við, ef halda ætti áfram að kenna þar sund. Það virðist líka vera sú fyrsta og sjálfsagðasta krafa sem gjöra á i sund- kenslumálinu, að vatnið í sundpollin- um sé svo hreint sem vatn getur bezt verið. Það er ekki nóg með það, að hverjum jneðal-þrifnum manni býður við að lauga sjálfan sig eða láta kenna barni sínu sund í vatni, sem er dökkt og þykt af óhreinindum og óheilnæmi, heldur er einnig viðbúið, að þeir sem UrsmíðaYinnustofa Carl F. Bartels Laogaregi 5. Talsími 137. sund eru að læra, kunni við og við að gleypa ofurlítið af vatni í sund- lauginni, og er því- ekki sízt frá því sjónarmiði óhafandi að vatnið sé við- bjóðslegt. í þvottalaugunum er, sem eðlilegt er, þveginn alls konar þvottur af heil- brigðum og sjúkum, frá þrifaheimilum og óþrifnum, svo að nærri má geta hvernig lögurinn af því samsafni er. Hann getur ékki verið hollt sundlaug- arvatn. Menn fara í laug til þess að koma upp úr henni aftur hreinni og hressari en áður, en alls ekki til þess að þurfa upp úr lauginni í baðhúsið og vera hálfhræddir um að þeir hafi sýkst í lauginni. Bæjarstjórnin fól veganefndinni að undirbúa tillögur um endurbætur á sundlauginni. „Isafold“ sjálfri sér lik. í 39. tölubl. „ísafoldar“ stendur að Hlutabankinn hafi keypt af • Lands- bankanum bankavaxtabréf fyrir mill. króna „til þess að greiða fram úr pen- ingaskorti hans, og auk þess um V4 mill. króna af einstökum mönnum, sem Landsbankinn hefir ekki getað hjálpað um peninga fyrir bréfin“. Ervitt á „ísafold" með að segja satt; í 7 línum getur hún komið fyrir tveim stórum ósannindum, sem ekkert gat rekið hana til nema vanaleg hlutdrægni og breiskleiki að segja ósatt. Salan á bankavaxtabréfunum var hrein bankaviðskifti, sem Hlutabankinn baðst eftir, en ég var tregur til að samþykkja vegna affalla sem voru á bréfunum. Brjóstgæði eða hjálpsemi held ég að hvorki kaupanda eða selj- anda hafi komið til hugar. Éað var rétt af bankastj. Hlutab. að kaupa bréfin, af því hann hélt að hann gæti notað bréfin sínum banka í hag, og þess utan er meiri hagur fyrir hans banka að geyma í skúffun- um */a mill. af pappírum, sem gefa 4V2°/o heldur en seðla, sem liggja þar arðlausir, úr því hann lítur svo á, að hætta sé að gjöra þá arðberandi í út- lánum. Hvað hitt atriðið snertir, þá hefir Landsbankinn síðan veðdeildin byrjaði keypt öll bankavaxtabréf, sem veð- deildin hefir afhent gegn veðdeildar- lánum, nema að eins 28,000 kr., sem lántakendur fóru með í Hlutabankann seint í maí og fyrri part júní, og var það ekki af peningaskorti Landsbank- ans, heldur af því, að bankastjórnin þóttist ekki geta forsvarað, að taka lán með 6'/2% vöxtum, til þess að kaupa bankavaxtabréf sem að eins gefa 4 V 2°/o. Að bankastjórn Hlutab. hafi keypt bréfin af mönnum í gustukaskyni held ég engum detti í hug; hún keypti bréfin af því hún áleit það hag fyrir bankann, eins og rétt var. Þannig eru 28,000 kr. orðnar að J/4 mill. kr. hjá „ísafo!d“; það er aldrei viðvaningsbragurinn á því hjá henni. Yæri það ekki fáanlegt, að „ísafold* hætti að minnast á Landsbankann úr því henni er lífsómögulegt að segja satt orð og hlutdrægnislaust um hann. Hún má treysta því, að meðan ég er við Landsbankann, reyni ég að styðja að því, að hann verði engin gustuka- skepna Hlutabankans, hvað sem vilja „ísafoldar* líður. Tr. Gunnarsson. Símíre gn. Frá Blönduósi er símað til „Reykja- víkur" í gærmorgun: „Pólitískur fundur var haldinn hér í gær (5. júlí). Fundurinn var boðað- ur með sólarhrings fyrirvara. Fundar- stjóri var kosinn Þórarinn Jónsson al- þingismaður á Hjaltabakka og skrifari Jón læknir Jónsson. Mættir voru rúml. 20 kjósendur og nokkuð af öðru fólki. Á fundinum voru þeir og alþm. Jón Jónsson í Múla og Stefán kennari Stef- ánsson á Akureyri. Eftir ósk fundar- ins skýrði St. Stefánsson frumv. milli- landanefndarinnar lið fyrir lið. Þá talaði Jón í Múla um hverja þýðingu það hefði fyrir réttarstöðu íslands, hvort frumv. yrði samþ. eða því yrði hafnað. Síðan töluðu þeir Jón læknir Jónsson og Þórarinn alþm. Jónsson, báðir með frumvarpinu. Fáeinar fyrirspurnir komu fram og svaraði St. Stefánsson þeim öllum ræki- lega. Engir andmæltu frumvarpinu og engin atkvæðagreiðsla fór fram. Sjálísag't af vangá. Þegar „ísafold" tetrið hefir verið að tína úr vestur-íslenzku blöðunum í dálka sína, það sem henni hefir þótt fréttnæmt, hefir hún sjálfsagt af vangá hlaupið yfir dálitla klausu sem stendur í 36. tbl. „Heimskringlu" þ. á. — Klausan er þannig : ......ísafold" flytur all-langa grein um tekjuafgang af landssímanum á síðasta ári. Þykir blaðinu að vísu tekjuafgangurinn vera all-vænlegur — nær 5 þúsund kr. — en kvartar jafn- framt undan því, að hann hafi að mestu komið úr vösum sjálfra íslend- inga og auki því útgjaldabyrði þeirra, mjög oft að þarflitlu, eí ekki alveg þarflausu. Ritstjóri „ísafoldar“ fór utan fyrir nokkrum árum til lækninga. Þessi grein hans um landssímatekjur síðasta árs ber þess vott, að hann sé orðinn í meira lagi lasinn á ný. Það þarf sjáanlega að senda manninn utan í annað sinn, ef ekki er rúm á Kleppi". Yjer þolum það ekki, að Þjóðólfur 19. þ. m, nje aðrir telji alla Borgfirðinga undantekningarlaust mótfallna sambandslagafrumvarpinu. Þvert á móti álítum vjer það, eins og það er, án lítilfjörlegra og kenja- legra breytinga, vera þá rjettarbót á stjórnarfari íslendinga, sem þjóðin hefur óskað eftir, en Danir eigi að undanförnu viðurkent. Það er því að voru áliti mjög misráðið, að leitast við að æsa alþýðu manna til upp- reisnar gegn — ekki einasta endur- bættu, heldur endurreistu sjálfstæði þjóðarinnar. Akranesi 22. júní 1908. Þorsteinn Jónsson. Sv. Guðmundsson. Sæm. Guðmundss. Guðm. Guðmundss. Hallgr. Guðmundss. Einar Guðmundss. [»Lögr.“] Símskeyti frá útlöndum. Khöfn 24. iúní. Persakonungur tekur þinghús Persa. — Stórskotaorusta. — Manndráp. — Ránskapur. \

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.