Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 29.07.1908, Side 1

Reykjavík - 29.07.1908, Side 1
IRe^kj a\>tfe. IX, 32 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Miðvikudag 29. Júlí 1908 1 Áskrifendur í b æ n u m yfir 1000. IX, 32 Ofna og eldavélar selur Kristján f’orgrimsson. „RKYKJAYlK" Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendia k*. 3,00—3 sh.— l doll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr. Áuglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; - og 4. blB. 1,26 — Útl. augl. 33V*0/** h»rra. — Áfsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgroiðalumaður og gjaldkeri I\la.«:nÚ8 B. JBlöndal Pingholtsstræti 23. Talsími 61. Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima á virkuni dögum kl. 12—1 og- 4—5 síöd. Heiöradir kaupendur og útsölumenn „R.vikup“ áminnast um, að gjalddagi blaðsins var 1. júlí. lltdráttnr úr seinasta riti Jóns Jenssonar: ,Enn um sambandsmálið4. Það hefur komið ísafold illa, að jeg skyldi hafa leyft mjer að skýra þjóðinni skýrt og skilmerkilega frá skoðun minni á þeim stórkostlega óvænta frelsisauka, sem íslending- um stendur til boða samkvæmt frv. millilandanefndarinnar. Hún »nær ekki upp í nefið á sér fyrir reiðk, yíir því að jeg skuli leyfa mjer að reyna að trufla rit- stjórann og þá fjelaga hans í því starfi, er þeir eru að vinna að, að spilla framgangi þeirrar stærstu rjett- arbótar, sem Island hefur nokk- urn tíma átt kost á. Hún vill, að eftir að jeg og land- varnarmenn höfum með margra ára striti og meiri fyrirhöfn og þrautum, en ókunnugir gjöra sjer í hugarlund, orðið að reka ritstjóra hennar og hans flokk, ýmist með góðu eða illu, til að hverfa aftur af innlimunarbrautinni, sem hann var kominn inn á 1903, og taka upp aftur frelsismál íslands á stefnuskrá blaðs síns, og eftir að vjer höfum með þessu neytt hann til að taka upp þann málstað, er vann honum traust allra góðra Is- lendinga — hann, ritstjórinn vill nú, segi jeg, að jeg horfi á það þegjandi, að hann misbrúki þetta traust þjóðarinnar, sem vjer höf- um vísað honum veginn að, til þess að fylla þjóðina með ófyrirleitnum ósannindum um innihald nefndar- frv. og rjettarstöðu landsins eins og hún er nú, og fæla þjóðina frá að taka frelsinu nú þegar það býðst, svo að árangur af starfi voru verði verri en enginn og þjóðin ver sett en hún hefur nokkurntíma áður verið. Því að það er áreiðanlegt, að þjóðin verður ver sett eftir en áð- ur, ef hún hafnar frv. Hún hefur þá gefið öllum heiminum sönnun fyrir því, að hún hefur ekki vit á að ráða sjálf málum sínum, og það verður álitið eðlilegt af öllum, að Danir haldi áfram að hafa stjórn- ina yfir oss og þessu landi. Dön- um verður þá ekki lengur um það kent, að ísland er ófrjálst og undirlægja Danmerkur, því að þeir hafa boðið íslendingum fullt sjálfstæði. En íslendingar hafa ekki viljað þiggja frelsið, heldur slegið hendi við því, er það var að þeim rjett. Og verður það ekki eitthvað skrítið, þegar íslendingar svo byrja aftur að »krefjast« lands- rjettinda sinna af Dönum, sömu landsrjettindanna sem þeir hafa ekki áður viljað taka við af þeim ? Hverju ætli Danir svari þá ? Hún segir að jeg sje reiður. Jeg veit ekki hvaðan hún hefur það. í ritlingi minum er ekkert sem bendi til þess. Það er hvergi reiðiorð í honum; en hitt er satt, þó að það sjáist ekki heldur á ritl- ingnum, að jeg er sár yfir hegðun minna fyrri skoðanabræðra og skammast min fyrir þá. Ög það er líklega einmitt þessvegna, að jeg er farinn að ganga svo álútur, að ísafold hefur orðið að láta það mál til sín taka. ísafold k Co. er ánægt með er- indisbrjefið þykir það ágœtt og óað- finnanlegt, og erindisbrjefið er þvi ekki aðeins mœlikvarði fyrir því, hvað frjálslyndi flokkurinn á þing- inu í fyrra taldi aðgengilegt og œski- legt fgrir ísland, heldur einnig er það sönnun fyrir því hvað ísafold & Co., atlir frumvarpsfjendur að meðtöldum Sk. Th., sem fyrstur birti erindisbrjefið á prenti, telja nú aðgengilegt fyrir ísland. Það er því mikið undir því komið að þetta erindisbrjef sje athugað vand- lega, og jeg prenta það því hjer i fullu líki. Útdráttur úr gjörðabók þjóðræðisflokksins á alþingi 11. júlí 1907. Fundarálybtun um samningsgnindvöll í sambandsmáli íslands og- Danmerkur. ísland skal vera frjálst sambandsland Danmerkur, í konungssambandi við hana, með fullveldi yfir öllum sínum málum. Fela má þó Dönum að fara með ýms mál fyrir íslands hönd, meðan um sem- ur, þau er eþtir ástæðum landsins þykir gjörlegt, t. d. konungserfðir, hervarnir, utanríkismál, mynnt. Oll önnur mál skulu íslendingar vera einráðir um með konungi, og verða þau að sjálfsögðu eigi borin uþþ í ríkis- ráði Dana. Sjerstaklega skal það tekið fram, að auk þeirra mála, sem nú eru talin islenzk sjermál, skal áskilinn sjerstakur islenzk- ur þegnrjettur; semja má þó svo að Danir fái að njóta þegnrjettar á Islandi gegn því, að íslendingar haíi sama rjett í Danmörku og Danir. Fáni skal og vera sérstakur fyrir ís- land, en til samkomulags má vinna, að ákveðið sje, að íslenzk skiþ hafi dansk- an fána í utanríkis höfnum. Rjett til fiskiveiða i landhelgi hafa Is- lendingar einir, en með samningi má veita Dönum rjett til þeirra, gegn því, að þeir annist landhelgisvarnir hjer við land, meðan þörf er, eða láti önnur hlunnindi i móti koma. Fé á konungsborð má bjóða fyrir ís- lands hönd að tiltölu við fólksfjölda. Framanritaðri fundarályktun til stað- festingar eru undirrituð nöfn allra tlokksmanna. Björn Kristjánsson. Jóh. Jóhannesson. Ólafur Briem. Ólafur Olafsson. Olafur Thorlacius. Sigurður Stefánsson. Sigurður Jensson. Skúli Thoroddsen. Stefán Stefánsson. Valtýr Guðmundsson. Porgr. Pórðarson. Með athugasemd undirskrifar: Magnús Andrjesson. Við 1. greinina er það að athuga að þar er ísland ekki nefnt ríki heldur sambandsland. Menn voru þá ekki eins orðsjúkir og nú. Björn Jónsson skrifaði meira að segja sjálfur í »ísafold«, eptir að blaða- mannaávarpið kom út, að vjer gjörðum ekki kröfu til að verða ríki. Hann var ekki lengra kominn þá. En nú er í nefndarálitinu, sem er eins gilt i þessu tilliti og frv. sjálft, tekið fram berum orð- um að íslandverði »riki útaf fyrir sig við hliðina á Danmörku«. Svo að þar kemst nefndin fram úr er- indisbrjefinu. Útaf 2. gr. hefur verið gjört mesta óveður. Það eru orðin »meðan um semur«, sem mest lætin hafa orðið útaf. Orðin »meðan um semur« á nú eptir minni skoðun að skilja svo sem þar stæði t. d.: svo lengi sem um semst með nefndarmönnum.*) Jeg álít því að nefndarmönnum hafi verið heimilað með orðunum að ganga að hvaða timatakmörkun sem fengist gat á meðferð Dana á málunum og einnig til að ganga að því að meðferð þeirra hjeldist um óákveðinn tima, þar til er báðir aðilar kæmu sjer saman um breyt- ing, og að þeir því hafi haft fulla heimild til að semja eins og þeir gjörðu. Nefndarmenn hafa meira að segja komizt að betri kjörum*) en erindisbrjefið heimilar i þessari grein, þar sem þeir eptir henni máttu fela Dönum öll utanríkismál skilyrðislaust eða án nokkurrar hluttöku í þeim aí vorri hálfu, *) Leturbreyting af ritstj. en eptir frv. útheimtist samþykki vort til þeirra þjóðasamninga er ísland snerta*) til þess þeir nái gildi fyrir ísland, og er þetta ekki smálítill vinningur. 3. gr. um ríkisráðið er fullnægt. 4. gr. um þegnrjett sjerstakan. Þar leyfir erindisbrjefið að semja svo, að Danir skuli (um aldur og æfi ?!) njóta á íslandi íslenzks þegn- rjettar. ólíkt er það rífara tiltekið, að veita þannig Dönum hlutdeild í þeim rjetti, er oss átti sem þjóð að vera sárast um, heldur en jafn- rjettisákvæðið i frv., sem að eins tryggir Dönum sama rjett, er vjer, af sjálfum oss, samningslaust mynd- um hafa veitt þeim sem hverjum annarar þjóðar þegnum, er hér vildu setjast að, og hafa nefndar- menn því einnig hjer náð betri samningum,*) en brjefið tilskilur. Eptir 5. gr. mátti vinna það til samkomulags, að íslenzk skip — um aldur og æfi?! — hefðu dansk- an fána í utanríkishöfnum. Eptir frv. verður oss frjálst að sigla hvar sem er undir vorum eigin fána eptir 25—37 ár. Eitthvað lítið hafa þá nefndarmenn umbœtt þar.*) Eptir 6. gr. máttu nefndarmenn veita Dönum rjett til fiskiveiða hér í landhelgi svo lengi sem þeim sýndist, í skiptum fyrir einhver hlunnindi oss til handa frá Dön- um. Þennan rétt hafa nefndar- menn ekki notað sjer. 7. grein er það verri*) en frv., að eptir frv. á að ákveða borðfje kon- ungs og konungsættar eptir hlut- fallinu milli tekna íslands og Dan- merkur, en það er íslandi betra en hitt, að miðað við sje fólkstölu. Það sjest af þessu, að jeg hef ekki tekið of djúpt í árinni, er jeg í ritl- ingi mínum segi allar þær kröfur fengnar, er frjálslyndi flokkurinn á alþingi 1907 taldi oss frekast geta vænzt eptir að fá og eiga að æskja eftir og þiggja. Jeg hef einmitt ekki tekið nógu djúpt i árinni, því að frv. er miklum mun betra en erindisbrjefið gerir ráð fyrir. það er enginn vafi á því eptir almennum lögskýringarreglum að í ákvæðinu um þjóðasamningana verður álitin liggja sú grundvall- arsetning, að utanríkismálum yfir höfuð, sem snerta ísland sjerstak- lega, verði ekki skipað án vors samþykkis, og þá heldur ekki kon- súlamálum. T. d. gætum vjer vafalaust fengið skipaða sjerstaka konsúla er hefðu aðeins íslenzkra hagsmuna að gæta, en vjer yrðum auðvitað að launa þeim. ísafold segir að mjer sje sama um það eða gjöri ekkert úr þvi, þó að Danir misbeiti valdi sínu á oss eins og þeir vilji. Mjer er ein- mitt ekki sama um þetta. Jeg vil einmitt taka frv. af því að þá geta Danir ekki lengur misbeitt valdi sínu á oss. Þeir missa þá einmitt tökin á oss til þess að gjöra *) Leturbroyting af ritstj.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.