Reykjavík - 18.08.1908, Blaðsíða 2
140
RE'VKJAYlK
,Sanitas
gerilsneyddu (sterilliserede) gosdrykkir
fást hjá öllum er selja heilnæma gos-
drykki. Eftiriitsmhður verksmiðjunnar
er landlæknir Gfuðm. Björnsson.
Afgreiðsla í liælijarg-ötu ÍO.
mönnum landsréttinda ísands, sem
enginn getur vænt um vitsmunaskort
eða hlutdrægni í þessu máli, Jón Jens-
son hefir sýnt og sannað með Ijósum
rökum, að állar þær hröfur sem þjóð-
rœðisfloJcIairinn gjórir í þessu erindis-
hréfi, fást uppfylltar í sambandslaga-
frv. og að frv. fer jafnvel í sumum
greinum talsvert lengra oss í vil. Nú
vill B. J. og þeir, sem honum fylgja,
hafna þessum kjörum, en Jón Jens-
son gengur, eftir því sem hann sjálf-
ur segir, niðurlútur, af því að hann
skammast sín fyrir þá flokksbræður
sína, sem hvorki vilja standa við orð
né gjörðir.
Rúmið leyfir ekki að skýra frá fleiri
hamskiftum B. J. í Sambandslaga-
málinu, þó að þau séu margfalt fleiri.
Þetta nægir til að sýna, að hann nú
með bandóðu frumhlaupi sínu gegn
hinni mestu réttarbót, sem íslending-
ar nokkurn tíma hafa átt kost á, af-
neitar allri sinni fortíð, og er það
ekki í fyrsta sinni, að honum bregður
til Gríms Ægis. Að lokum skulum
við þó minnast á samræmið í dómum
hans um íslendingana í sambands-
laganefndinni.
VIII. Á umræðufundi um sam-
bandsmálið 2. júní þ. á. í barnaskóla-
garðinum í Reykjavík hélt B. J. ræðu,
sem ísaf. skýrir frá daginn eftir. Þar
stendur meðal annars (orðrétt eftir
ísaf.): „Ræðumaður taldi skyldara og
sér miklu Ijúfara að gjöra ráð fyrir,
að þeim (o: nefndarmönnunum ís-
lenzlu) hafi staðið fyrir hugskotssjón-
um einstæðingurinn „norður við heim-
skaut í svalköldum sævi“, og því hafi
þeir allir raðað sér hiklaust í skjald-
borg um hana til verndar helgum
réttindum .... Stórmikið liefði þó
á unnist vafalaust fyrir vasklega fram-
göngu vorra manna í nefndinni, og
bleyðiskaparbrígsl liefðu hinir dönsku
nefndarmenn fengið í þeirra blöðum
.......Fyrir hátt markmið og vask-
lega framgöngu bað rœðumaður þing-
heim votta nefndarmönnnm viður-
kenning og þakkir“.
Aftur segir B. J. í ritstjórnargrein
í ísaf. 1. þ. m.: „Svo líður og bíður
og gengur í einlægum veizlum og
gleðskaparlátum með nefndarmönnum
— öllum nema Skúla . . . . En hvað
gjöra þeir eftir veizlurnar. Þá hafa
þeir gengist undir að semja á samn-
ingsgrundvelli Dana. Þá játast þeir
undir það að íslenzka þjóðin eigi að
vera ölmusumenn Dana. Dönsku
nefndarmennirnir segja: Vér bjóðum
þetta af náð! íslenzku nefndarmenn-
irnir svara með gjörðum sínum: Vér
þiggjum það sem að oss er rétt af
náð . . . En undirgefnisandinn, hróð-
urleysið, undirlœgjuskapið i ísl. nefnd-
armönnunum, að vilja þiggja þetta
með öðrum eins formála!"
Og í ísaf. 8. þ. m. segir hann um
ísl. nefndarmennina: „Þeir stritast við
að sitja, sitja aðgjörðarlausir, það er
írekast verður séð. Og hopa á hæl
fyrir Dönum...........þangað til ekk-
ert er eftir nema dönsk náð“.
Önnur eins hamaskifti og þessi á 2
mánaða fresti væru alveg óskiijanleg,
ef þau kæmu ekki frá hamhleypunni
B. J., sem hefir fundið sjálfur upp og
skrifað á skjöld sinn hina spánýju sið-
ferðisreglu: „ Varast að vera sann-
gjarn!u (Sjá ísaf. 20. júní þ. á.).
Það er enginn íurða, þó að nú sé
svo komið, að enginn óvitlaus maður
ber framar traust til þess manns, sem
allt af segir eitt í dag og annað á
morgun. Getur hann haft nokkra al-
varlega sannfæringu? Hann sem hef-
ir skoðanaskifti, eins oft og hann hefir
fataskifti!
Jú, eina sannfæringu hefir hann,
sem hann altaf virðist hafa staðið við.
Þá sannfæringu, að það eigi fyrir sér
að liggja að ráða öllu á íslandi drotna
einvaldur yflr hugum manna og hjört-
um, gjörðum og athöfnum, liggja eins
og mara á þjóðlífl voru. Að þessu
marki hefir hann í rauninni alt af
stefnt og að því sækir hann með því
meiri frekju, sem hann verður eldri
og voniausari um að ná því, áður en
hann legst í valinn. Af því stafa
hamaskiftin. Eftir þessu markmiði
hagar hann sannfæringu sinni, breytir
henni í hvert skifti eftir því, sem
honum virðist vindurinn blása, eftir
því, sem hann heldur að hentast sé í
hvert skifti til að ná markinu.
En brjóstumkennanlegur er hann,
aumingja maðurinn! Vindurinn ber
bátinn hans altaf fjær og fjær, burt
frá vörinni, altaf lengra og lenga norð-
ur og niður út í hafsauga.
íslenzka þjóðin veit, að ef hún gjör-
ir hann að alræðismanni, þá verður
hann verri harðstjóri en Danir hafa
nokkurn tíma verið oss.
„Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi".
í sögunni veltur Grímur ægir um lít-
inn dverg, Möndul að nafni, sem ó-
nýtir allar hamfarir hans og gjörir
þær að engu.
Þúfan, sem B. J. veltur um, er ekki
stór í hans augum og oft heflr hann
misboðið henni með saurugum fótum.
Það er heilbrigð skynsemi hinnar ís-
lenzku þjóðar.
Dönsk barnafræðsla í Reykjavík.
Það hefir þegar tíðkast nokkur ár,
að ýmsir meiriháttar alíslenzkir borg-
arar þessa bæjar hafa látið börn sín í
aldanshan og þar að auki hákatólskan
skóla í Landakoti. Aðsóknin að skóla
þessum hefir farið sívaxandi og nú
munu um 70—80 börn njóta þar
kenslu. Á síðari árum munu og
nokkrir alþýðumenn vera farnir að
senda þangað börn sín, kemur það vel
heim við hið fornkveðna: „Hvað höfð-
ingjarnir hafast að | hinir ætla sér leyf-
ist það“.
Ég ætla, að menn sem láta sér hugar-
haldið um uppfræðslu æskulýðs vors
eigi að gjöra sér grein fyrir hversvegna
margir foreldrar senda börn sin fremur
þangað en í barnaskóla Reykjavíkur.
Skóla þann þekki ég og get öfgalaust
fullyrt, að hann er góður skóli. Um
hinn skólann farast „ísafold" í 38. tbl.
þ. á. svo orð : að „þeir sem til hans
þekkja almennilega, lúki allir upp ein-
um munni um það, að þar fari saman
ágæt tilsögn og fyrirtaks stjórn — börn
úr þeim skóla auðþekt á því, hvað þau
kunna vel að hlýða og hversu þau haga
sér siðsamlega".
Ég hefi gjört mér töluvert far um
að komast fyrir, hvort ummæli þessi
væri rétt — og ég hefi fulla ástæðu til
að segja, að þau eru allmiklum öfgum
blandin. Ritstjóri „ísafoldar“ hefir þar
að vanda krítað liðugt eða ekki haft
næga þekkingu til brunns að bera.
En það var engan vegin ætlun mín
með línum þessum að gjöra upp á
milli skóla þessara sem skóla, þó ég
hafi neyðst til að mótmæla nokkrum
ummælum um skólann í Landakoti,
sem eru bersýnilegt oflof og gripin úr
lausu lofti, heldur viidi ég reyna að
gjöra mér og öðrum ljóst, hvað ís-
lenzkum foreldrum gengi til þess að
afla börnum sínum fræðslu á útlendu
máli, áður en þau hafa lært að lesa
og skrifa móðurmál sitt.
Að danskir foreldrar, sem viija láta
kenna börnum sínum dönsku og fræða
þau á dönsku, sendi börn sín í danskan
skóla, tel ég svo sem sjálfsagt. Til
sama flokks virðist mega telja nokkra
Islendinga einkum úr kaupmannaflokki,
sem er það skapi næst að flytja sig
og sína búferlum suður til Danmerkur,
þegar þeir eru orðnir svo vel efnum
búnir, að þeir sjá sér það fært. Skiljan-
legt er það og, að katólskum mönnum,
sem er trúin fyrir öllu, þyki tilvinn-
andi að láta kenna börnum sínum á
annarlegu máli, ef þau að eins fá þá
uppfræðslu í kristinni trú, sem er hin
eina rétta og sáluhjálplega, að þeirra
dómi. En það gegnir furðu, er góðir
og sannir Islendingar, sem viija inn-
ræta börnum sínum ást á íslenzkri
tungu og íslenzku þjóðerni og gjöra
þau að nýtum íslenzkum borgurum er
fram líða stundir, senda börn sín í
útlendan skóla og láta þau njóta til-
sagnar í frumgreinum barnafræðslunnar
ekki á móðurmáli þeirra heldur á út-
lendri tungu.
Ég hefi reynt að gjöra mér grein
fyrir þessum einkennilega, að ég ekki
segi andhælislega hugsunarhætti ýmissa
greindra og hygginna foreldra, og ég
hefi meira að segja átt tal við suma
þeirra, til þess að komast fyrir hið
sanna. Sumir þeirra hafa sagt, að
fræðsla í einstökum greinum, svo sem
dönsku og öðrum málum, væri betri
í Landakotsskólanum en í barnaskól-
anum, sumir hafa talið, að sollurinn
væri þar minni. Enn aðrir hafa gefið
í skyn, að skólinn væri „fínni", því
að hann sækti því nær einvörðungu
börn svo nefndra betri manna, og
nokkrir hafa fullyrt, að börnin hefði
þar betri aga en í öðrum skólum vor-
um. Loks hafa sumir sagt mér, að
þeir hafi sent börn sín í skóla þenna,
af því að kunningi þeirra N. N. láti
börn sín sækja hann.
Þegar ég svo hefi leitt athygli þeirra
að því, að móðurmálið og fræðslan í
því eigi að sjálfsögðu að vera þunga-
roiðjan í barnafræðslu vorri og að ís-
lenzk börn eigi fyrst og fremst að
lœra að hugsa á islenzku og færa hugs-
anir sínar í íslenzkan búning, og þetta
eigi að vera eitthvert fyrsta hlutverk
barnafræðslu vorrar, þá hafa sumir
þeirra rekið upp stór augu, en sumir
hafa ætlað, að börnin hefði einiægt
nógan tíma til að læra hana.
Nú skulu lítið eitt athugaðar framan-
greindar ástæður, sem ýmsir íslenzkir
foreldrar þykjast hafa til þess að senda
börn sín fremur í aldanskan barna-
skóla en í alíslenzkan.
Enda þótt börn í Landakotsskólanum
fengi betri fræðslu í einstökum grein-
um, svo sem dönsku og þar að auki
einhverja undirstöðu-tilsögn í öðrum
málum (frönsku og þýzku), sem alls
ekki eru kend i barnaskóla vorum,
þá nær það engri átt, að ísienzkir
foreldrar láti íræðslu barna sinna í is-
lenzku og íslenzkum fræðum sitja á
hakanum fyrir fræðslu í erlendum
tungumálum; enda mundi- það verða
talið beint brot á fræðslulögum vorum
og bein skylda skólanefndar að gæta
þess, að það sé ekki gjört.
Hvað snertir viðbáruna, að sollur-
inn sé minni í Landakotsskólanum, þá
get ég ekki sagt neitt um það af eig-
inni sjón né reynd, en hitt veit ég af
margra ára reynslu, að fyrirmanna-
börnunum í Reykjavík er ekki ósýnna
um að vekja soll og leggjast í soll en
börnum fátæklinganna.
Að útlendur skóli sé „fínni“ en inn-
lendur skóli eða að það sé fínna að
senda íslenzk börn fremur í danskan
skóla en íslenzkan, er svo vandræðaleg
ástæða, að varla tekur að svara henni.
Það er engan veginn ráðið, til þess að
koma upp þjóðræknum og dugandi
æskulýð, að vantreysta innlendum
skólum og innlendum kennurum að
uppala og uppfræða hann, ljeldur fela
útlendum skóla og að miklu leyti út-
lendum kennurum það.
Ef annmarkar eða agnúar eru á
skólum vorum eða fræðslutilhögun, þá
er að ráða böt á því og sníða hvort-
tveggja, að svo miklu leyti sem efni
og ástæður vorar leyfa, eftir beztu út,-
lendum fyrirmyndum, en frœðsla í ís-
lenzku og íslenzkum fræðum verður
eftir sem áður að sitja í fyrirrúmi í
alþýðu- og barnaskólum vorum og þeir
eiga að vera íslenzkir en ekki útlendir;
annars er hætt við, að vér ölum upp
kynslóð, er lítilsvirðir ættjörð sina og
þjóðerni og þykist of „fín“ til þess að
ala aldur sinn á íslandi.
Það er vonandi, að hinar nýju skóla-
nefndir vorar, sem kosnar eru sam-
kvæmt fræðslulögunum nýju, hafi það
hugfast, að þeim er falið mikið starf
og áríðandi, að leiða hin nýju fræðslu-
lög vor út í lífið og koma á fót ís-
lenzkri og þjóðlegri alþýðumentun hér
á landi. — Og það veltur ekki hvað
sízt á reynslu Reykjavikur, að hin fá-
menna þjóð vor sjái og skilji það sem
fyrst, að skólaskylda og lýðskólar á
þjóðlegum grundvelli eru hyrningar-
steinar allra sannra framfara og þjóð-
þrifa. En hvernig reynSla sú verður,
fer mikið eftir því, hversu skólanefnd
Reykjavíkur rækir starf sitt og eftirlit,
og að hún slái því vægðarlaust föstu
að barnaskólar íslenzkra foreldra hér í
bæ eiga að vera íslenzkir og íslenzk
tunga og íslenzk fræði eiga að skipa
öndvegissessinn í skólum þeirra.
Kennari.
Hr. Jón Pórðarson
er alveg að þarflausu að sparka til
„Reykjavíkurinnar11 í „Isaf.“ og „Ingólfi"
fyrir ummælin um Sigurð Guðmunds-
son í bréfi úr Rangárvallasýslu. — 16 ára
kærleikur með þeim Jóni og Sigurði
haggar engu sem í bréfinu er sagt, og
hótanir Jóns um reiði og væntanlega
málssókn af hendi Rangæinga gjöra
það ekki heldur. Jón Þórðarson & Co.
verða að finna einhverja aðra aðferð
til að gylla agitations-aðferð Sigurðar-