Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 18.08.1908, Blaðsíða 1

Reykjavík - 18.08.1908, Blaðsíða 1
iKe^kjavtR. IX,, 36 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Þriðjudag 18. Agúst 1908 Áskrifendur í b æ n u m yfir 1000. ^ ALT FÆST t THOMSENS MAGASlNI. Ofna og eldavélar selur Kristján Porgrímsson. „REIYKJAYIK“ Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 3 kr.; erlendii kr. 3,00—3 sh.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,60; 3. og 4. bls. 1,36 — Útl. augl. Z2ll»°lo hnrra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýet. Útgef.: Hlutafélagið „K,eykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Magnús B. Jölöndal Pingholtsstræti 23. Talsími 61. Ritstj, er áreiðanl, að hitta heima á virkum dögum lvl. 12—1 og 4—5 síöd. Pf* Hciðraðir kaupcndur ojf útsölumeuu „R.vibur“ ámiunast uin. aö gjalddagi blaðsin§ var 1. júlí. Hamfarir Björns lónssonar. Göngu-Hrólfs-saga segir svo frá Grími ægi : „Hann brást oft í ýmsra kvik- inda líki og skifti hömum svo fljótt, að varla festi auga á, hann spjó og ýmist eitri eða eldi á menn". — Slíka menn kölluðu forfeður vorir hamhleypar. Það virðist vera töluvert ættarmót að þessu leyti með Birni ritstj. Jóns- syni og Grími ægi. Enginn er eins fimur og hann að spýja eitri og ólyfjan yfir mótstöðumenn sína, og enginn er jafnsnjall honum í því að skifta hömitm. Yér munum ekki reyna tii að rekja hamskifti Björns Jónssonar í öllum málum — til þess þyrfti tilbera — heldur munum vér að þessu sinni að eins benda lauslega á hamfarir hans í sjálfstæðisbaráttu landsins nú á síð- asta aldarfjórðungi. Yér munum styðja mál vort með tilvitnunum í „ísafold" og tilgreina ár og dag, er blað það, er vér vitnum í, kemur út, nema þar ■sem um alkunnugt mál er að ræða. I. Arið 1885 berst Björn Jónsson undir merkjum Benedikts Sveinssonar fyrir stjórnarskrárfrumv. því, er gekk fram á því ári; var þar gjört ráð fyrir því, að konungur skipaði landsstjóra, er hefði ráðgjafa sér við hlið, og er það hið svonefnda landsstjörafyrirhomulag (sjá t. d. „ísaf.“ 4. sept. 1885). 1895 stekkur hann undan merkjum Benedikts Sveinssonar í lið með hin- um svokölluðu „tillögumönnum" (sjá t. d. „ísaf.“ 6. og 13. júlí 1895); 1897 fellst hann í faðma við Yaltý, og úr því er auðvitað landsstjórafyrirkomu- lagið óhafandi. í „ísafold" 17. júlí 1897 segir hann, að landsstjórahugmyndin sé „steindauð11. 1901 þóknast honum þó að vekja þessa steindauðu hugmynd upp aftur í viðlögum, er hann ásamt öðrum stjórnendum Vaitýs-flokksins (,fimminu‘ sæla) biður Alberti í bréfi dags. 6. des. 1901 (birtu í „ísafold" 14. s. m.) að leggja fyrir næsta alþingi stjórnarskrár- frumv. með . landsstjórafyrirkomulagi. Og enn heidur hann fram landsstjóra- fyrirkomulaginu í „ísafold" 11. og 14. apríl 1906, en afneitar því aftur 26. janúar 1907! II. Framan af er það eindregin skoðun hans, að æðsta stjórn landsins eigi að vera búsett í landinu sjálfu. Um það farast honum þannig orð í „ísaf.“ 4. sept. 1885. „Sú aðalstefna (í stjórnarskrárfrv. 1885) var og á að vera að fá alt stjórnarvald og stjórnar- ábyrgð inn í landið. Hitt er óskiljan- legt, að nokkrum manni geti verið alvara að ím'ynda sér, að vér værum hóti bættari, þótt vér fengjum útlendan ráðgjafa til að skjótast hingað í selið eða reka inn nefið annaðhvort ár, meðan á þingi stæði“. Og í „ísaf.“ 13. maí 1896 segir hann enn : „Og þingmann- inum (Valtý) hefir ekki tekist að sann- færa oss um það, að oss sé fyrir beztu, að það fyrirkomulag haldist, að ráðgjaf- inn sé búsettur í Kaupmannahöfn". En 1897 er komið annað hljóð í st-rokkinn. Þá berst hann (t. d. í „ísaf.“ 28. júlí 1897) með hnúum og hnefum fyrir „Valtýzkunni", sem, eins og allir vita, hafði það markmið að lögfesta ráðgjafann „hjá dönsku mömmu“ í Kaupmannahöfn. Jafnvel eftir það, að fregnin kom um það, að vinstrimenn væru komnir til valda í Danmörku 1901, vi]] hann ólmur knýja fram Hafnarstjórnarfrv. Valtýs á alþingi, þó að hann vissi, að líkur væru til, að vinstrimenn vildu unna oss að hafa ráðgjafann hér búsettan („ísaf.“ 7. ág. 1901) og í „ísaf.“ 10. ágúst sama ár segir hann, að krafan um ráðgjafa- búsetuna „só ekki annað en vitleysa; engin óvitlaus stjórn gangi að henni, og engin óvitlaus þjóð gansr' að öðru eins“. í áðurnefndu bréíi „fimmsins" til Alberti’s halda þeir Björn Jónsson að vísu fram landsstjórafyrirkomulag- inu í orði kveðnu — það þurfti að slá því fram sakir kosninganna, sem í hönd fóru — en segja þó jafnframt, að „þau úrslit stjórnarbótarmálsins, sem felast í stjórnarskrárfrv. frá síðasta al- þingi, verði oss hagfeldust eftir at- vikum“. En þá kom út konungsboðskapurinn 10. jan. 1902, er gaf oss kost á að fá ráðgjafann búsettan hér á landi ef vér vildum það heldur en „Valtýskuna". Þá snýst B. J. hugur. í bréfi 28. jan. 1902 ræður „fimmið" — þar á meðal B. J. — til að kjósa heldur, að ráð- gjafinn sé hér búsettur! III. Þá er ríkisráðsseta íslandsráð- gjafans. í „Isaf.“ 6. okt. 1896 segir B. J.: „Samband vort við ríkisráðið er sá hnútur, sem vór verðum að fá leystan, áður en vér getum gjört oss von um það, sem öll stjórnarskrár- baráttan er fyrir háð“ ; þykir honum þá þetta mál mjög athugavert. En svo kemur makkið við Valtý 1897, og þá er ríkisráðssetan allt í einu orðin alveg meinlaus eða hættulaus. Þá lætur B. J. „Corpus juris“ skrifa hinar alkunnu greinar sínar um, að hér só engin hætta á ferðum („ísaf.“ 18. sept. 1897 og eftirfarandi blöð) og tekur sjálfur í sama strenginn („Isaf.“ 15. sept. 1897). Honum þótti því ríkis- ráðsfleygurinn í frv. því, sem Alberti lagði fyrir alþingi 1902, ekki neitt við- sjáll, og leggur til í „Isaf.“ 2. júlí s. á., að það só samþykt óbreytt. í ritdómi um bækling þann er Eiríkur Magnús- son skrifaði það sumar gegn ríkisráðs- ákvæðinu segir „Isaf.“ 8. nóv. s. á. : „Engin ný hugsun eða röksemd. Allt gamalt dót, marg hrakið og sundurtætt“. Vorið 1903 heldur blaðið samt fram Jóni Jenssyni til alþingiskosninga, telur það að vísu „annmarka“ á honum, að hann „ vilji fá burtrýmt úr frv. fyrir- mælunum um setu ráðgjafa í ríkis- ráðinu“, eu þar sem hann sé og verði einn síns liðs á þinginu, þá sé „þessi sérstaða hans eða sérkredda alveg bagalaus“ („ísaf.“ 7. marz 1903)! En réttu ári síðar líkir hann hinni nýju stjórnárskrá við skip og nagar sig sáran í handarbökin yfir því, að meinviður- inn, hin lögboðna ríkisráðsseta, komst inn í eitt umfarið“ („Isaf.“ 9. marz 1904). Og í „ísaf.“ 14. apríl 1906 kallar hann ríkisráðsákvæðið „undir- ferlis-innskot“ af hálfu Alberti’s í frv. 1902; framsóknarflokkurinn „hefði vitaskuld átt að greiða atkvæði á móti því“, ber sór á brjóst og segir, að „því skuli engin bót mælt nú“. Þá er hann kominn aftur alveg í hring, afneitar bljúglega fortíð síns flokks, til þess að Landvarnarflokkurinn ekki út- skúfi flokknum og sjálfum höfuðpaur- anum ! Yfir höfuð að tala hafa Land- varnar- og Þjóðræðismenn ekki lifað á öðru síðustu árin en ríkisráðsákvæð- inu, sem Þjóðræðismenn hafa sjálfir greitt atkvæði með, og svo undir- skriftarmálinu. Og hvað nú ? Þegar bót fæst á hvorutveggju þessu — þá vill B. J. ekki iíta við því!! IV. Þá er þingmannafórin til Dan- merkur. Þegar heimboðið kom frá konungi og ríkisþinginu, þá hamast B. J. á móti því í 5 blöðum „ísaf.“ og leggur til, að Þjóðræðismenn sitji heima, segir það vera „beina óhæfu að vera að heimscekja samríkisþjóð vorau, kallar það „matarferð11 o. s. frv. („ísaf.“ 14., 17., 24. og 31. marz, og 7. apríl 1906). En þá gjörði Skúli skrúfu! B. J. er þá ekki lengi að hafa stakkaskifti og vill allt í einu allra náðarsamlegast leyfa Þjóðræðismönn- um að fara. Til að breiða yfir ham- farirnar lætur hann í veðri vaka, að þeir eigi að fara til málaleitunar við Dani um umbót á sambandinu milli landanna, eins og það hefði ekki vakað fyrir öllum þeim, sem til farar hugs- uðu og ekki vildu sýna af sór þá ó- IX, 36 Yfirréttarmálaflutningsmaður Andr. Heyer, Aalesund. Símnefni: H © y e r. svinnu að hafna vinsamlegu heimboði frændþjóðar vorrar! Það sýndi sig, þegar á hólminn kom, að Heima- stjórnarmenn fóru engu skemmra í umbótakröfum sínum en Þjóðræðis- menn. V. Næst er „Blaðamannaávarpiðu. Þar er aðalkrafan, undirskrifuð af B. J. sjálfum, þannig orðuð („ísaf.“ 14. nóv. 1906): „ísiand skal vera frjálst sambands- land*) við Danmörk, og skal með sambandslögum*) er Island tekur ó- háðan þátt í, kveðið á um það, hver málefni íslands hljóta eftir ástæðum landsins*) að vera sameiginleg mál þess og ríkisins*). í öllum öðrum málum skulu íslendingar vera einráðir um löggjöf sína og stjórn, og verða þau mál ekki borin upp fyrir konungi í ríkisráði Dana“. Við þetta ritar B. J. í sama blaði athugasemdir til skýringar, segir meðal annars: „Orðið land merkir að vér lmgsuni ekki til að vera ríki sér“.*) fetta þurfti að vísu ekki að taka fram, því að það felst Ijóslega í orðunum, sérstaklega mótsetningunni milli orðanna „landsins“ og „ríkisins“. Sambandslagafrv. gefur oss kost á öllu þessu og meira til. — ísland á eftir því að vera sérstakt ríki. Og samt vill B. J. nú ólmur láta hafna sambandslagafrv.! Af hverju? Af því, að ísland er þar nefnt „land“ en ekki „ríki“, eins og yiafnið gjöri nokkuð til og eins og Danmörk só ekki líka all- staðar nefnt „land“, en hyergi „ríki“ í frv. Önnur mótbára er sú, að samn- ingurinn, ef hann gengur fram, eigi ekki að heita „Sáttmáli um ríkisréttar- samband“ heldur „Lög um ríkisréttar- samband“, eins og hið síðara sé ekki alveg sama og „sambandslög" í Blaða- mannaávarpinu. VI. Á Þingvallafundinum 29. júní 1906 samþykkir B. J. með öðrum þessa ályktun: „Fundurinn krefst þess, að væntanlegur sáttmáli við Dani um afstöðu landsins sé gerður á þeim grundvelli einum, að Island sé frálst sambandsland (NB. ekki ríkil) í konungssambandi við Danmörku með fullu jafnrétti og fullu valdi yfir öll- um sínum málum. En þeim sátt- mála má hver aðili segja upp“. Þetta verður með engu móti skilið öðruvisi en svo, að öllum sáttmálan- um, þar á meðal konungssambandinu, megi segja upp. í Isaf. 6. júli geng- ur B. J. frá þessu og reynir að sýna, að þetta hafi aldrei verið meiningin. VII. Þá er skipun sambandslaga- nefndarinnar. B. J. barðist móti því í lengstu lög, að þjóðræðismenn tækju móti kosningu í hana, en þegar hann sá sitt óvænna, fékk hann ílokks- bræður sína til að samþykkja i sam- ráði við sig erindisbréf fyrir þá þjóð- ræðismenn, sem kjörnir voru i nefnd- ina; gerðist þetta 11. júlí 1907. Jón Jensson einn af hörðustu forvígis- *) Auðkennt af oss.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.