Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 25.08.1908, Qupperneq 2

Reykjavík - 25.08.1908, Qupperneq 2
144 RE YKJAVIK Málverk þau er eg hefi haft til sýnis und- anfarið í Goodtemplarahúsinu, verða þar til sölu 27. og 28. þ. m. Jóhannes Sveinsson. grein sinni — af ógætni eða ásettu ráði? Að Danir hafa þetta verk á hendi nú, er ekki síður í okkar þágu en þeirra, eða getur hr. G. Sv. bent mér á fé, skip og fólk til þess að annast landhelgisvarnirn- ar nú? Honum þætti ef til vill myndarlegra af okkur að þiggja þessa liðveizlu Dana ókeypis, því að ætla má að hann sjái, að okkur er ofvaxið að annast hana einir nú í svipinn, og 37 ár er svipur í æfi einnar þjóðar. Þá fjargviðrast hr. G. Sv. út af ákvæði 4. gr, Hann vill láta ís- lendinga ráða eina þeim málum öðrum, er taka til beggja landa. Ef t. d. Danmörk og ísland kost- uðu í félagi loftskeytasamband milli landanna, þá vill hann, eftir ummælum hans að dæma, láta íslendingá eina ráða þar öllu, þar á meðal t. d., hversu mikið fjár- framlag Dana skyldi vera. Eg ætla, að fáir vildu hafa við okkur að skifta, ef við yrðum svo frjáls- lyndir, sem hr. G. Sv. er í þessu atriði. Þá leiðir það og á sama hátt af ummælum hans, að ís- lendingar eigi einir að ráða fjár- framlagi Dana til póstsambandsins milli landanna! Ákvæði 4. gr.: »að jöfnu«, telur hr. G. Sv. ekki skilj- anlegt mál. Samt þýðir hann það sjálfur, á sína vísu, og á þetta víst að tákna það, að öllum öðrum en honum sé orðalagið óskiljanlegt. Miklir menn erum við, Hrólfur minn! Loks kemst velnefndur hr. G. Sv. að sérmálunum. Þar »diskar« hann upp með þá dæmalausu speki, að einhver verði að bera á- byrgð á gjörðum okkar í þeim efnum. Nú er ekkert varið í það, að losna víð ríkisráðsákvæðið, geta tekið sérmálin út úr ríkisráðinn. Ég man þó svo langt, að bæði hr, G. Sv. og öðrum landvarnarmönn- um þótti þetta ákvæði stjórnar- skrárbr. 1903 óhafandi og unnu að þvi eftir föngum, að það væri felt þá. En nú hefir hr. G. Sv. fundið annan »snaga«, sem öll sérmál okkar verði »hengd« á. Vitnar hann hér enn til stjórn- fræðisrita sinna, sem »á þrykk út gengu« í »Norðurlandi«. Sýna all- ar þessar tilvitnanir mannsins í »rit« hans, það eitt, að álit hans sjálfs á þeim stendur ekki í beinu hlutfalli við álit annara á þeim. rtað er eins og hann haldi, að íver maður hafi lesið og lagt jessar ritsmíðar hans á minnið, kunni þær eins og »litlu töíluna« eða »faðir vor«. Annars verður maðurinn nokkuð kátbroslegur fyrir þessarsífeldu tilvitnanir sinar í sjálf- ansig. Mennskylduhalda, aðþessar blaðagreinir hans væru einhver bókmenta þrekvirki, sem ekki fyrnt- ust um aldur og æfi. Hr. G. Sv.* svipar í þessu til Boga okkar Mel- steds sagna-meistara, sem alt þyk- ist hafa »fundið upp«, oftast fyrir 15 árum, áður en því varð í fram- kvæmd komið, manns sem nú hefir það sjálfur fyrir satt, að hann *) Ritstjórnin er ekki sambykk mann- jöfnuði hins heiðr. höf. milfi hr. B. Th. M. og G. St. A þeim er ofmikill munur til mannjafnaðar í nokkru. sé arftaki þeirra Skúla Magnús- sonar og Jóns Sigurðssonar um allar hugmyndir og íramkvæmdir, sem snerta mentamál landsins og atvinnuvegi. Ég býst nú við, að hr. G. Sv. telji sig þá bráðum arf- taka Jóns gamla Sigurðssonar að því er hina hliðina, stjórnmálin, snertir. En það mun þó varla verða sagt, að Jón Sigurðsson hafi að öllu verið jafnoki þessara tveggja afarmenna, því að það skorti hann þó að minsta kosti á við þá, að honum var ekki jafntamt að vitna í sjálfan sig sem þeim er. Og menn verða þá líka að sætta sig við það, þótt hann verði að standa nokkur fet að baki þessum tveim- ur útvörðum íslenzkrar menning- ar, þeim Boga og Gísla Sveins- syni. Að því er sérmálin snertir, þá er sá mikli munur á fyrirkomu- lagi því, sem nú er, og því, er verður samkv. frv., að nú geta Danir — að minsta kosti eftir skoð- un hr. Jóns Jenssonar og annara landvarnarmanna — skorið niður í ríkisráðinu lagafrumvörp jafnskjótt og í hvei’t skifti sem þeir finna sér einhverja átyllu til þess og því áður en það hefir birzt, hvort á- kvæði laganna gengu á nokkurs rétt, þeirra eða annara, og að fornu fari þóttust þeir gera það af því að þeir töldu þau Islandi óheppi- leg. Allir kannast við niðurskurð íslenzkra laga að fornu fari. Þeg- ar ríkisráðið er horfið úr sérmála- sögu okkar, þá verður ekki um neina slíka »ritskoðun« að ræða. Fyrst þegar það hefir komið fram eftir á, að lögin brjóta bág við samninga eða þjóðarétt, þá geta Danir gert okkur aðvart um það (»reklamerað«) og krafizt breyt- ingar. En þetta er ekkert sérstakt í þessu tilfelli, er hér um ræðir. Slíkt getur alstaðar borið við, bæði meðal þjóða og einstaklinga. Ef menn brjóta lög eða samninga, þá er auðvitað, að þeir verða að taka afleiðingar þess, bæta skaða, fella úr gildi lagaákvæði o. s. írv. Það þurfti hvorki hr. G. Sv. né aðra spekinga til þess að segja möftn- um þetta. Það hafa flestir vitað. Á þessum »snaga«, ábyrgðinni, hanga allir menskir menn og »öll ríki veraldarinnar«. Það eru annars ýms atriði í grein hr. G. Sv., sem eru ótekin hér, þau skipta flest engu máli í þessu efni, og rúmið leyfir mér ekki að taka þau nú. Býst ég við, að oftnefnd- ur hr. Gísli skrifi meira um mál þetta og önnur, því að það er al- kunnugt, að manninum þykir gaman að sjá nafn sitt á prenti, og að geta vitnað til rita(!) sinna, ejns og sést hefir nú um hríð. Verður þá ef til vill ástæðatil þess að athuga hann dálítið nánar. Alvöruorð um sambandsmálið heitir ritlingur er Jón Ólafsson fyrv. ritstjóri hefir nýlega samið. Þetta rit er prýðilega samið eins og § ÚrsmíðaYÍnnustofa I I Oarl F. Bartels I | Langareci 5. Talsíaai 137. I von var til af höf. Ættu allir að lesa það gaumgæfilega. — Yér setjum hér nokkrar greinar af niðurlagi ritsins. „Og hvað yrði fyrir oss ef vér yrð- um einstætt ríki án sambands við nokkurt annað ríki? Yér höfum áður bent á, að ekkert ríki fær viðurkenn- ing annara ríkja fyrir hlutleysi sínu í ófriði, nema að það leggi á sig sjálft stórbyrðar til hernaðar til að verja hlutleysi sitt eftir föngum, svo að það verði ekki umsvifalaust og á auga- bragði hverju því riki að bráð, sem brjóta vill hlutleysi þess. Auðvitað mundi allar hlutleysisviðurkenningar oss að engu haldi koma, ef eitthvert stórveldi vildi seilast til að gleypa oss, og auðvitað mundu bæði Bretar og Þjóðverjar ágirnast auðsuppsprettur vorar eigi síður en annara smælingja, sem þeir hafa virktalaust undir sig lagt. Átylluna væri ævinlega hægt að fá. Bretar þyrftu ekki annað en að setja út einhverja enska botnvörpunga til þess að gjöra hér dálítinn usla og óspektir í landi, helzt svo að blóðsúthelling hlytist af. Þetta reyndu Bretar til að láta Dr. Jamieson gjöra í Búalandi og sviplíkt lét Bandaríkjastjórn nokkra Bandaríkjamenn gjöra á Sandvíkur- eyjum. Þá væri altaf hægt að segja á eftir: „Þessi litia þjóð getur ekki haldið uppi lögum í landihjásér; vér megum til að slá verndarhendi vorri yfir hana til að friða landið". Stór- veldin vantar aldrei átylluna. Þér þekkið allir söguna um úlfinn og lambið. Lambið stóð neðar við sama iæk og var að drekka. „>ú ert svo ósvífinn að grugga upp fyrirmér vatnið, sem ég er að drekka", sagði úlfurinn; „ég gleypi þig fyrir það“. — „Það getur ekki verið*, sagði lambið, „því að ég stend neðar við lækinn og vatnið renn- ur ekki upp á móti“. — „Þorir þú að jafnkíta mér?“ sagði úlfurinn; „haltu þér saman; ef það ert ekki þú, sem gruggar fyrir mér vatnið, þá var það að minsta kosti hún móður þín eða hann faðir þinn, sem einusinni gruggaði fyrir mér vatnið. Það kemur alt fyrir eitt, og því gleypi ég þig“. Og svo gleypti hann lambið. Og það gengur ávalt svona enn í dag, er stórveldi vill ásælast lítilmagna þjóð, að úlfurinn gleypir altaf lambið. Og auk sjálfs lífsháskans fyrir þjóðar- tilveru vora, hvað mundi allur kostn- aðurinn verða fyrir oss, hvort sem vér vildum heldur gjöra Skúla að konungi í nýju konungsríki eða að forseta x nýdubbuðu þjóðveldi ? Yér skulum nú sleppa öllum stofnkostnaðinum við að koma nýja ríkinu á fót og útvega því viðurkenningu annara þjóða, en sendi- herra kostnaður og erindreka kostn- aður og herkostnaður, sem vér yrðum krafðir tii að leggja fram ef vér vild- um fá viðurkenning nokkurs stórveldis á hlutleysi voru, alt þetta hafa þeir, sem allra lægst hafa reiknað, matið til 500,000 kr. á ári; aðrir telja það á aðra miljón kr., og mun það sönnu nær, og þó er ótalinn þar sá mikli ó- beini kostnaður, sem leiðir af því að taka alla verkfæra menn landsins á bezta aldri til heræfinga nokkrar vikur á ári um bezta bjargræðistímann. Ársútgjöld vor eru nú sem stendur yfir eina miljón kr. Og hljóta þó að fara nokkuð vaxandi ár frá ári eftir því sem íramfaraþarfirnar aukast. Yist hefi óg séð það, að piltungi einn á Seyðisfirði, Halidór Jónasson, segir, að oss muni ekkert um að tvöfalda árleg útgjöld vor, bæta á oss annari miljón- inni til. Svona geta unglingar talað, sem lifa á kostnað foreldra sinna og aldrei hafa þurft að vinna fyrir mat sínum, því síður taka þátt í að bera byrðar fósturjarðarinnar. En ég er ekki í neinum vafa um, hvert svarið verði, þegar ég spyr íslenzka bændur og aðra alþýðumenn, sem bera aðal- þungann af gjaldabyrðinni til landsjóðs á herðum sér, hvort þeim muni ekki þykja tilfinnanlegt, ef allar álögur á þeim verða tvöfaldaðar eða vel það; — hvoit þeir haldi ekki, að þeim auknu álögum, sem aukin velmegun kynni að gjöra þá færa um að bera, væri betur varið til þess að efla at- vinnuvegi og velmegun landsins, heldur en til nýs stjórnartildurs, hvort sem væri með íslenzkan konung eða for- seta í broddi — tildurs, sem ekkert gagn gæti gjört landinu eða nokkrum iandsmanni, nema nýja konunginum eða foisetanum og ráðgjöfum hans og gæðingum; hvort þeim þætti það ekki vera að rista nokkuð breiða ól af hrygg- lengju íslenzkrar alþýðu, að bæta á hana miljónar ársútgjöldum að eins til hagn- aðar örfáum mönnum um fáein ár, þangað til þeir væru búnir að spila sjálfstæði og frelsi íslands úr höndum vorum og gjöra oss að undirlægju- starfþrælum einhvers gráðugs stórveldis. Ábyrgðarhlutinn er þungur fyrir alla, sem í orði eða verki styðja að því, að spilla frelsi fósturjarðar sinnar um ó- kominn aldur. Það er óskiljaniegt, að ráðnum mönnum og fulltíða, sem eiga niðja og afkomendur, sem þeir hafa vonast til að bygðu þetta land eftir vora daga og blessuðu minning vora, ef vér byggjum vel í haginn fyrir þá, — það er óskiljanlegt, segi ég, að slík- um mönnum risi ekki hugur við að mega úr gröf sinni líta til afkomenda sinna, sem hlytu að formæla þeim öld eftir öld fyrir það, að þeir sviftu landið því frelsi og framtíðarhagræði, sem þjóðin átti kost á, en var tæld til að hafna. Þetta er alvarlegur og þungur á- byrgðarhluti, og því er það bein sið- ferðisskylda hvers manns að hugsa mál þetta með allri þeirri gætni og still- ingu og viti, sem guð hefir framast gefið þeim, en láta ekki blekkja sig af fávísu orðaglamri skammsýnna manna eða samvizkulausra. Guð og gifta Jiessa lands gefi nú Jþjóðinnl skynbragö á að þckkja sinn vitjunartíma!“ Erlend símskeyti til „R«ykjaTÍkur“. Bretar og Pjóðrerjar. Yilhjálmur keisari og Játvarður kon- ungur hafa fundist. Saman dregur með Bretum og Þjóðverjum. Mylins Erichsen. Skip hans „Danmark" komið til Bergen. Góður árangur. Kennsla. Stúdent, sem dvalið hefir er- lendis í 4 ár við nám, en les heima í vetur, býður ódýra kennslu í dönsku, ensku, þýzku, stærðfræði og eðlisfræði, frá 1. sept. Til við- tals Kárastíg 14 kl. 2—4 e. h. Ólaf ur Þorsieinisnu.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.