Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 22.09.1908, Blaðsíða 1

Reykjavík - 22.09.1908, Blaðsíða 1
IRe^kJ avíft. IX, 43 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. riðjudag 22. September 1908 Áskrifendur í b æ n u m yfir IOOO. IX, 43 ALT FÆST í THOMSENS WAGASÍNI. Oína ojí elda"\rclar selur Kristján Porgrimsson. „REYKJ AYIK“ Árg. [miunst 60 tbl.] koatar innanlanda 3 kr.; erlendis kr. 3,00—3 sh.— 1 doll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr. Auglgsingar innlendar: k 1. bU. kr. 1,60; 3. og 4. blg. 1,36 — Útl. augl. 33*/»°/o h»rra. — A/sláttur a<5 mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavik“. Ritatjöri, afgreið*lumaður og gjaldkeri Magnús B. itlöndal Pingholtsstræti 23. Talsimi 199. i Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima á vlrkum döguin lil. —1 og 4—5 síðd. lleiðraðir kaupendur og útsölumemi „R.vikur44 áminnast um. að í* j a I «1 «1 a s* í Itilaðsins var 1. |úlí. Kosningarnar. Nú eru komnar fregnir um kosn- ingarnar allsstaðar af landinu. I þeim kjördæmum sem ótalin voru í sein- asta blaði hafa kosningarnar fallið þannig: í Austur-tíkaftafellssýslu er kosinn Þorleifur hreppstj. Jónsson á Hólum með 82 atkvæðum. Gúðl. sýslum. Guðmundsson fékk 41 atkvæði. í Snæfellsnessýslu er kosinn Sigurð- ur ptóf. Gunnarsson með 276 atkv. Lárus H. Bjarnason lagaskólastjóri fókk 192 atkv. í Eyjafjarðarsýslu eru kosnir, Hann- es Hafstein ráðherra með 341 atkvæði og Stefán Stefánsson í Fagraskógi með 307 atkv. Kristján Benjamínsson á Tjörnum fékk 106 atkv. I Barðastrandarsýslu er kosinn Björn Jónsson ritstj. „ísaf.“ með 274 atkv. Guðm. Björnsson sýslum. fékk 70 atkv. Þinglidið. Þá er loks frétt urri allar kosn- ingarnar, þessar einkennilegu kosn- ingar, sem engan óraði fyrir að rrtundu verða neitt svipaðar reynd- inni, þessar kosningar, sem líklegt er um að muni reynast veslings þjóðinni á líkan hátt og þær eru fengnar. »Rvík« flytur innan skamms hug- vekju um kosningarnar og horf- urnar lit af þeim. Hér ætlar hún að eins að raða þingliðinu og leiða það fram fyrir lesendur sínja. Frumvarpsandstæðingar urðu 24 alls, en frumvarpsmenn einir 9. Dr. Valtýr er til bráðahirgða talinn milli flokka. Séu konungkjörnu þingmennirnir taldir með, Verða frumvarpsmenn alls 15. Meðal þjóðkjörinna þingmanna voru alls 12 endurkosnir, 6 af hvoru liði, þeir Hannes Hafstein, Eggert Pálsson, Jón Jónsson, Jón Magnús- son, Pétur Jónsson og Stefán Stef- ánsson af hálfu frumvarpsmanna, og þeir Sk. Thoroddsen, Sigurður Stefánsson, Ólafur Briem, Björn Kristjánsson og Hannes Porsteins- son af hálfu frumvarpsandstæð- inga, auk Dr. Valtj's. Af hinum 22 hafa 13 ekki setið á þingi fyr, sem sé þeir Einar Jóns- son, Magnús Blöndahl, Jón Sig- urðsson, Bjarni Jónsson, Kristinn Danielsson, Ari Jónsson, Hálfdán Guðjónsson, Jósef Björnsson, Sig- urður Hjörleifsson, BenediktSveins- son, Jón Jónsson, Gunnar Ólafsson, Porleifur Jónsson. Meðal þessara manna er að eins einn frumvarps- maður, Einar Jónsson. Hinir eru allir andstæðir frumvarpinu. Af hinum þjóðkjörnu þingmönn- um eiga alls 14 heima i Bvík, þar af eru 11 frumvarpsandstæðingar. Sé þjóðkjörnu þingmönnunum raðað eftir stéttum verður útkoman þessi: 9 hændur, þar af einir 6 lír flokki frumvarpsandstœðinga eða einungis XU partur þeirra. 7 ritstjórar, allir úr flokki frum- varpsandstæðinga. 6 prestar, þar af 5 af háliu frum- varpsandstæðinga. (i aðrir embættismenn, 3 frum- varpsmenn og 2 andstæðingar, auk Dr. Valtýs. 4 kaupmenn og kaupstjórar, 2 af hvoru liði. 1 framkvæmdarstjóri og 1 ráðu- nautur. Pað stingur sérstaklega i stúf, að frumvarpsandstæðingar, sem komu b æ n d a-fundinum sæla á stað og kallað hafa sig þ j ó ðræðismenn skuli senda' fleiri r i t s t j ó r a á þing en bamdur. At ritstjórum þeirra er enginn skilinn eftir nema ritstjóri »Fj.konunnar«, og er ekki gott að vita, hvers hann á að gjalda, því að liklega hafa þeir ekki glevmi »Fj.konunni« sinni. ynþingiskositingarnar sem nú eru um garð gengnar eru víst þær einkennilegustu þingkosningar, sem fram hafa farið á þessu landi í fjölda ára, ef þær eru ekki alveg eins dæmi. Flokkaskifting þjóðannnar við kosn- ingarnar i þetta sinn var ekki alveg hin sama og hún hefir verið að und- anförnu. Liggur breytingin einkurn í því, að Landvarnar- Þjóðræðis -flokk- urinn klofnaði og misti flesta af sín- um helztu mönnum, er snerust í lið með heimastjórnarflokknum, hvað sam- bandsmálið snerti. Heimastjórnarflokk- urinn hélt sér hér um bil óbreyttur að öðru ieyti en því liðsinni er hann fékk hjá þeim mönnum er sneru frá Landvarnar- Þjóðræðisliðinu eins og sagt var. í .þessari kosningabaráttu er því máske réttara að tala um frum- varpsmenn og frumvarpsandstæðinga í stað hinna eldri flokka, þótt þeir að mestu leyti að fjöldanum til hölluð- ust sinn að hverri skoðun á sam- bandsmálinu eftir hinni eldri flokka- skipun. Það leyndi sér ekki þegar eftir að nefndarmenn voru heim komuir, að bardaginn um sambandsmálið mundi verða afar harður. En að hann mundi verða sóttur af því kappi af hálfu frumvarpsandstæðinga og með þeim vopnum sem þeir hafa beitt, og að úrslitin mundu verða nokkuð svipuð því, sem raun er á orðin, það mun þó fáa hafa órað fyrir alt fram undir seinustu dagana. Andstæðingablöðin hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessari kosningabar- áttu. Að visu tók ísafold frumvarp- inu og nefndinni tveim höndum í fyrstu. En Adam var ekki lengi i Paradís og ísa gamla kunni ekki til lengdar við sig þeim megin, sem bet- ur gengdi. Hún fór því von bráðar að leggja kollhúfurnar og sparka í frumvarpið og nefndarmennina, og á- gerðust ærsl hennar æ því meir sem tíminn leið. Er ilt og broslegt að lesa allan þann vaðal blaðsins frá því 2. iúní að það hælir nefndarmönnun- um og starfl þeirra á hvert reipi og alt þar til verk þeirra eru orðin land- ráðum verri að þess dómi, og þeir sjálfir og þeir sem þeim fylgja djöflar í manns mynd; og ekki er það skemti- legur vottur urn dómgreind íslenzkra blaðalesenda, að slík blaðamennska skuli hafa áhrif á hugi þeirra og at- kvæðagreiðslu um alvarleg, þýðingar- mikil málefni. En því verður ekki neitað, að í þessari kosningabaráttu virðast þau vopnin hafa dugað bezt, sem allir ættu að fyrirverða sig fyrir að ganga með á þann hólm, sem á er háð orusta um alvarlegustu vel- ferðarmál lands og lýðs. Það heflr verið sýnt, og má sjálf- sagt enn þá betur sýna og sanna, að óheillavopnin, blekkingarnar, dylgjurn- ar, rógurinn, rangfærslurnar og raka- lausu ósannindiu hafa verið ótæpt notuð andstæðinga megin, og það svo gífurloga, að hverjum heiðvirðum manni mundi blöskra að sjá það allt, sem notað hefir verið, leitt íf dags- ins ljós. Hins vegar hafa frumvarps- menn verið of andvaralitlir og treyst því um of, að fjöldinn mundi láta heilbrigða skynsemi ráða yfir trúgirni og tortryggni. Þeir hafa tekið oflítið tillit til þess, hve miklu auðveldara það er fyrir ósvífna skvaldrara, að æsa tilfinningar fjöidans með villandi ósönn- um fortölum um að verið sé að af- sala réttindum lands og lýða, heldur en það er fyrir samvizkusama menn að koma fjöldanum í skilning um, að Wið undirskrifadir bjóðum fátœklingum ókegpis lögfrœð- islegar leiðbeiningar 1. og 3. laugardag i mánuði hverjum, kl. 7—8 að kveldi. Á þessum tima verður ann- anhvorn okkar að hitta i her- bergjum lagaskólans i Þing- holtsstræti nr. 28. Reykjavik 20. sept. 1908. Lárus H. Bjarnason. Einar Arnórsson. Forretning. Yngre Arkitekt og Bvgmester önsker Forbindelse med Forret- ningsdrivende paa Island for at begynde Trælastforrelning og Op- J'örelse af alle Slags Huse i Mur og Træ. Ril. mrk.: »Ihærdig og duelig Fagmand« nedl. i Exp. [3svar þeir sé að vinna með hyggindum og ósérplægni að verulegum réttarbótum, og séu að leggja varanlegan ábyggileg- an grundvöll undir framtíðar velmeg- un þjóðarinnar. Þetta lýsti sér ótví- rætt í því, hve mikil not frumvarps- andstæðingar höfðu af Albertihneyksl- inu, jafn/ auðvirðilega, heimskuiega og svívirðilegu vopni eins' og það er, og margt er fleira til af líku tagi þeim megin ef vel er leitað. Einni aðferð andstæðinganna má ekki ganga fram hjá þegjandi. Hún var einkum notuð í kaupstöðunum, og talsvert í sveitunum líka, sem sé að smjaðra fyrir æskulýðnum, skjalla hann, kitla tilfinningar hans, þykjast vera málsvarar hans og velferðar- verndarar, og æsa hann móti öllum þeim, sem hafa þrek og hreinlyndi til að segja opinberlega í áheyrn yngri og eldri, það álit ailra manna, sem heilbrigða skynsemi hafa, að þjóðmála- skoðanir fullorðinna, skynbærra, ment- aðra og reyndra manna sé ábyggilegri en þjóðmáiaskoðanir barna og óþrosk- aðra unglinga. Þessir menn „spekú- lera“ í því, að unglingarnir geti aftur haft áhrif á marga atkvæðisbæra menn sem því miður helzt til margir eru börn og unglingar í því, er snertir þekkingu og vit á þjóðmálum, sem engan þarf að undra. Hér í höfuð- staðnum kvað svo ramt að þessurn æsingum meðal unglinganna, að Ung- mennafélagið hér blygðast sín fyrir af- leiðingamar sem af þeim urðu, og af- sakar sig að hafa átt þátt í þeim að- förum, eins og yflrlýsing þess i þessu blaði og öðrum, ber með sér. Er það vei farið, að Ungmennafélagið skuli sjá hve ósæmilegt og háskalegt þetta at- hæfi er, og vonandi að það forðist slíkt sem heitan eldinn, og láti sér skiljast hver voði og ófyrirgefanleg fá- sinna það er, að kasta stór-vandasöm- um afar-áríðandi velferðarmálum þjóð-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.