Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 22.09.1908, Blaðsíða 3

Reykjavík - 22.09.1908, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 167 / SUNLICHT SAPA Ottist ekki aö Sunlight Sápa skemmi föt yðar. Pab eru eng- in skaöleg efni i Sunlight og þessvegna engin hætta a6 hún eyöileggi hinn fingerðasta vefnað. ; Aft tlu milllón pakkar af Suntlght ertt seldar ó hverrl viku er gúft sttnnun fyrlr hreinleika hennar. 18,000 krdnur fœr hver sá sem petur fundift nokkra íalska efnasamsetQ* ^ Ingu i Sunlight Sápu. á Innan bæjar og utan. Landsyflrréttardómur í meiðyrða- máli því, er Jón Stefánsson ritstjóri „Norðra" höfðaði sumarið 1906 gegn Sigurði Hjörleifssyni ritstjóra „Norour- lands“ út af meiðyrðum í „Norðurlandi", er fallinn nú fyrir skemmstu. í héraði var máiið dæmt svo, að öll hin um- stefndu ummæli blaðsins voru dæmd dauð og ómerk og Sigurði dæmt að greiða 25 kr. sekt og fangelsi til vara og ailan málskostnað. Landsyflrrétt- urinn heflr nú staðfest héraðsdóminn að öllu leyti og auk þess dæmt Sigurð til að greiða J. St. 20 kr. málskostnað fyrir yflrrétti. Stórkostlegt fyrirtæki er sagt að nú sé á góðum vegi með að komast á fót í Þingeyjarsýslu. Það er myndun félags er kaupir fossana í Skjálfanda- fljóti og fleiri fossa þar í nánd. Á að sameina aflið í þessum fossum á einni aðaistöð, sem mun eiga að vera í Ljósavatnsskarðinu, en þaðan á svo að leggja járnbraut til Grenivíkur við Eyjafjörð. Fyrirtæki þetta er stofnað til þess að vinna áburðarefni úr ioft- inu. Auk íslendinga þeirra sem í fé- lagi þessu eru, munu Norðmenn helzt verða í því, og máske Englendingar að einhverju leyti. Norskur yfirréttar- málafærslumaður frá Kristianiu hefir um tima verið á Akureyri og norður í Þingeyjarsýslu til að gjöra samninga er að þessu lúta. Gestir eru mjög margir í bænum nú, þar á meðal Guðm. Eggerz sýslu- maðuT í Stykkishólmi, læknarnir Hall- dór Gunnlaugsson í Vestmanneyjum og Halldór Steinsson í Ólafsvik o. m. fl. Hún og ég. Ást*r8*g» eftir Arvid Jarnefeldt. (Lauslega þýtt). [Framh.]. Hún er mín! Hvílíka sælu hefir forsjónin ætlað mér! Hjartað ætlar að springa í brjósti mínu, það hamast og berst, samt sem áður stilti ég mig og s^gði aðeins „vertu sæl“, en óum- ræðilega glaður 1 huga. Hvers vegna átti ég að vefja þig armi núna, morg- undagurinn og ókomna tíðin voru mín eign. Líflð blasti við mér sólroðið, stafað töfrandi litafjöld. En þegar ég var orðinn einsamall og hjartað var hætt að hamast, þá nam ég ajt í einu staðar og sagði við sjálfan mig : En sá rataskapur í mér. Henni veitti erfltt að draga andann, af því að hún varð hrædd, þegar ég stökk yfir girðinguna í myrkrinu og stað- næmdist alt í einu fyrir framan hana. Og svo hrynur himinn minn á ný. Ástarsæla mín hverfur eins og ský fyrir sólu. Auðvitað varð hún hrædd. Það er ekkert efamál. Þegav komið var fram að allra heilagra messu þá var ég búinn að fá sannanir, órækar sannanir. Ég geymdi þær í innstu fylgsnum huga míns, eins og nirfillinn geymir auðæfi sín. Ég rakti þær sundur lið fyrir lið og braut þær til mergjar. Nætur og daga velti ég þeim fyrir mór. Einu sinni hafði hún horft lengi á mig, einu sinni roðnað þegar henni varð litið á mig; í eitt skifti hafði hún gert sér eitthvað til erindis til mín; í annað skifti varð henni hverft við þegar ég leit á hana og ég sá að hún hafði verið að virða mig fyrir sér. Nú fær þú ekki dulist mér lengur, nú. sé ég að innilegasta ósk þín er að mega þjóna mér, ég sé að vangar þínir litverpast þegar ég er nærstaddur og að litlu eyrun þín verða fagurrauð og að þér verður léttara um hjarta- ræturnar og bjartara yfir þér, við hvert fótmál er við tvö stígum saman og við hvert augnaráð og orð, er við skiftumst á. [Framh.] Úr bréfi frá Winnipeg. „.......Ég vil ráðleggja þjóðinni heima að leggja aldrei neinn trúnað á neitt það sem birt er í „Lögbergi" eða kemur frá lúthersku kirkjuklíkunni, hvort heldur það er um pólitík eða annað, því allt seiú þar birtist er ein- ungis í hag fyrir þann félagsskap, en til tjóns fyrir öll önnur mál. Það er mín hrein sannfæring að nú sé mínu ástkæra föðurlandi boðið hið langþráða frelsi, sem þjóðin með engu móti megi hafna. Hér eru maígir á sömu skoðun og ég, og flestallir mundu hafa orðið sömu skoðunar, ef þeir hefðu þekt betur báðar hliðar málsins, eða verið skýrt rétt frá þeim. Það mun óhætt mega segja að tveir þriðju hlutar manna hér í Winnipeg eru með frum- varpi sambandslaganefndarinnar . . .“ S. V. €ggert Claessen, yfirréttarmálaflutnlngsmaður. Pósthússtr. 17. Talsími 16. Yenjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Ódýrt fæði, aðeins 30,00 kr. mánaðarl. frá 15. oktbr. Þorbj. S. Biering, Bergstaðastr. 31. [—l.nóv stúlka óskast í vist frá 1. okt. Bit- stjóri ávísar. V eðupskeyti. Samkv. athugunum kl. 7 árd. Sept. 1908 ; Loftvog ! millim. ! c-»- c-*- < <t> o* s tú 8 o» < <t> o* p, e*- P~ Hiti (C.) |Rv. 743.7 s 3 Regn | + L1 Bl. 745.9 s 5 Hálfheið 9.3 Þd. 15. < Ak. 747.8 3 i Skvjað -f 6.0 Gr. 714.0 SSA 3 Skýjað -j- 5.0 (Sf. 749.5 Na 4 Skýjað -ýlO.9 (Rv. 746.0 ANA 4 Léttsk. + 5.0 Bl. 750.7 SA 2 Heiðsk + 1.9 Mi. 16. < Ak. 750.8 SV 1 Skýjað - 5.0 Gr. 716.0 Logn 0 Þoka - 4.1 (Sí. 750.7 ssv 3 Léttsk. - 8.1 (Rv. 730.2 NA 4 Alskýjað - 9.0 Bl. 737.3 sv 6 Alskýjað - 9.3 Fi. 17. < Ak. 709.6 N 2 Regn - 7.0 Gr. 744.0 SA 7 Skýjað - 8.4 (Sf. 730.7 NA 8 Regn - 8.3 (Rv. 746.5 ANA 4 Regn 1- 5.6 Bl. 741.6 NA 7 Alskýjað - 3.5 Fö. 18. < Ak. 739.4 NNA 1 Regn - 4.5 Gr. 705.0 Logn 0 Regn + 4.5 (Sf. 737.3 SV 4 Léttsk. +10.5 (Rv. 752.2 Logn 0 Léttsk. + 6.6 Bl. 757.0 Logn 0 Heiðsk + o.« Ld. 19. < Ak. 757.4 vsv 1 Léttsk. + 1.0 Gr. 723.0 s 3 Léttsk. + 3.8 (Sf. 759.4 Logn 0 Alskýjað + 6.2 (Rv. 752.4 Logn 0 Heiðsk + 6.6 Bl. 755 9 Logn 0 Heiðsk r- 0.2 Sd. 20. < Ak. 755.1 VSV 1 Heiðsk + 4.0 Gr. 721.0 s 2 Léttsk + 5.0 (Sf. 755.9 Logn 0 Skýjað + 9.0 [Rv. 754.5 A 4 Alskýjað + 8.5 IBl. 757.2 S 3 Skýjað + 7.4 Má. 21. < Ak. 757 3 BSV 2 Skýjað + 6.6 iGr. 724 0 Logn 0 ;Heiðsk + 3.5 ISf. 758.1 Logn 0 Hciðsk + 6.2 Aths. Veðurhæðin er reiknuð í stig- um frá 0—12 : 0 = Logn. 1 = Andvari. 2 = Kul. 3 = Gola. 4 = Kaldi. 5 =» Stinn- ingsgola. 6. = Stinnings kaldi. 7 == Snarp- ur vindur. 8 = Hvassv’Vi. 9. Stormur. 10. = Rokstormur. 11. Ofsaveður. 12. Fárviðri. Rv. = Reykjavík. — Bl. = Blönduós. — Ak. = Akureyrí. —- Gr. = Grímsstaðir. — Sf. = Seyðisfjörður. Takið vel eftir! Hið íslenzka kvenfélag hélt lotterí til ágóða fyrir Berklavéikishæiið síðast- liðið ár, og auglýsti í vor, að dregið hefði verið um vinningana: 6 silfar- skeiðar og 50 króna seðil. Tölurnar, sem upp komu, voru 805 og 872, en enginn heflr enn gefið sig fram með þessa lotteríseðla. Hér með er því skorað á þá sem kynnu að hafa téða seðla að gefa sig sem fyrst fram, því hafi enginn gjört það innan 6 máilaða frá birtingu þessarar auglýsingar verða vinningarnir skoðaðir eign félagsins. Reykjavík 11. sept. 1908. HLatrín Magmisson. Brauðsala er byrjuð í Pingholtsstræti 26. Tækifæriskaup! Kúmfatnaðnr alveg nýr, með rúm- stæði — 2 borð (annað skrifborð) — stólar — Jvottaborð — bókaskápnr og margt fleira, þar á meðal margar góðar bækur, fæst keypt nú þegar eða til 1. okt. með mjög lágu verði. Ritstjóri ávísar. A ð alínn dur Slippfólag'sins verður haldinn í Bárnbúð mánud. 5. október kl. 6 síðd. Ársreikningar framlagðir. Tryflflvl Gunmmon. Maður óskaat til vetrarvistar í Engey. — Semja má við Bjarna Jónsson kanpm. Fœfli fæst keypt á Spítalastíg 6, uú þegar. t Dáinn er nýlega prestaöldungur- inn Daníel prófastur Halldórsson, er síðast var prestur að Hólmum í Reyðar- flrði. Hann var kominn til sonar síns Kristins prests á Útskálum. Helztu æflatriða hans verður siðar minnst nánar. Póstskipin „Vesta“, „Sterling“, „Skálholt" eru hér nú á ferð. Mesti fjöldi farþega er með þessum skipum. Kennsla. Vanur kennari tekur börn innan 10 ára heim til sín til kennslu. Semjið sem fyrst við . Andrés F. Mielsen, Laugaveg 37 B. Hn týr verða keyptar á g;edveiKi*ahæIinu á Kleppí. Semja ber við ráðsmann hælisins Björn Ólafsson. Arkitekt Torvet 9111 IL Cillraisti, — Bygmester. Tlf. 6379. Kristiania. Leverer Tegninger til alle Slags Huse og Opförer alle Slags Byg- ninger i Mur som Træ til rimé\ige Priser. Kommissinær for Kjöb af alle Slags Bygnings-artikler. |13 sinn. Grá waterproofkápa tapáðist í Kópavogi 19. f. m. Finnandi skili til Halldórs Kjartanssonar, Grettisg. 10. í ensku, donskn og frönsku veitir Bergljót LárusdóUir, Þingholtsstræti 16. Til leig'u eru eitt eða tvö góð orgel fyrir kr. 4,00 um mánuðinn. Framvísast á Berg- staðastíg 6. Gott fæði fæst keypt á Hverfisgötu 33 frá síðasta september þ. á. Sveinborg Kr. Ármannsdóttir. Guðrún S. Ármannsdóttir. Fæði og húsnæðl ásamt hita og hirðing á herbergi geta tveir menn fengið fyrir 35 kr. um mánuðinn hvor. Ritstjóri ávisar, Snemmbær kýr óskast til kaups. — Bjarni Jónsson, kaupm. Ostar eru b e z t i r í verzluu Eínars Árnasonar Talsími 49. Nokkrar stúlkur sem vilja Iæra vefnað geta komist að í vefnaðardeild kvennaskólans 1. okt. Bezt að gefa sig fram sem fyrst við forstöðukonu skólans. Rvík, 21. sept. 1908. Ingibjörg H. Bjarnason.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.