Reykjavík - 29.09.1908, Blaðsíða 1
1R h\ av tk.
IX., 44
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Þriðjudag 29. September 1908
Áskrifendur í bænum
yfir iOOO.
IX, 44
ALT FÆST í THOWSENS MAGASÍNI. ^38
Ofna <>«*• eldavélar selur Kristján Porgrimssen.
„EETKJAYIK"
Árff. [minnst 60 tbl.] koatar innanlanda 3 kr.; erlendi*
kr. 3,00—8 — 1 doll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr.
Auglgsingar innlendar: k 1. blg. kr. 1,60;
H. og 4. bls. 1,36 — Útl. augl. 33*/»0/o hwrra. —
4/sláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Ritstjéri, afgreiðslumaður og gjaldkeri
Magnúg B. Blöndal
Pingholtsstræti 23. Talsimi 199.
Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima
á virkuiu dögum
1í 1. 12—1 ogf 4—5 síöd.
Ileiðraöip kaupendur
os útsölumeiui ..B.viknr”
áiuinuast um, að y fal<l<la«i
Iblaösius var 1. júlí.
Y firrétturinn.
7. þ. m. var kveðinn upp dómur í
yflnóttinum um mjög óbrotið og al-
gengt atriði.
Málið hafði verið höfðað út af meið-
yrðum, 2 menn — annar var eðlilega
prestur — höfðu borið það á þingmann
sinn, að hann hefði farið með „lýgi“
á þingmálafundi í einum hreppi og
haft „siðspillandi áhrif á héraðsbúa".
Mannorðshnuplarar þessir buðust
báðir til þess fyrir undirrétti, þegar
leitað var um sættir í málinu, að
„stryka yfir öll þau orð í greininni,
er þyki meiðandi eða móðgandi", en
stefnandi vildi ekki ganga að því boði.
Þá heimtuðu þeir, að dómarinn í
málinu viki sæti og 6 mánaða frest
til vitnaleiðslu um, að þær sakargiftir,
sem þeir höfðu sjálfir boðizt til að
éta ofan í sig, væri sannar. Og þótt-
ust nú þurfa að leiða 35 vitni, þar á
meðal 8 utanhóraðsmenn, sem aldrei
höfðu í héraðinu verið og engin kynni
af því haft, og enda 1 útlending, sem
aldrei heflr til landsins komið.
Þeir gátu ekki eða vildu ekki til-
nefna þau atriði, sem þeir ætluðu að
upplýsa.
Og þeir báðu ekki um framhaldsfrest
til vitnaleiðslu, er sá vikufrestur var
á enda er dómarinn hafði veitt þeim
og nægur var til þess að yfirheyra alla
áheyrendur þingmannsins á þingmála-
fuDdinum.
Héraðsdómarinn dæmdi öll illyrðin
dauð og marklaus, sektaði hvorn höf-
und þeirra fyrir sig um 100 kr. og
dæmdi báða til þess að greiða máls-
kostnað.
Dómurinn var svo vægur, að bróðir
annars mannorðshnuplarans hafði orð
á því. Og þeir sjálfir urðu úrslitunum
svo himinlifandi fegnir, að þeir sendu
héraðsdómaranum um hæl bæði sekt
og málskostnað í peningum.
En svo skaut maður því að þeim,
að hór væri til nokkuð, sem heitir:
yfirréttuv,
og það væri sizt séð fyrir endann á
því, hvað hann mundi gjöra.
Þeir létu ekki segja sór það 2svar,
en þutu strax í yfirréttinn, og nú
hefir hann blessaður uppkveðið þann
dóm, sem hér verður athugaður.
Eftir gildandi lögum, sem sé 23. gr.
tilsk. 3. júní 1796 sbr. 8. gr. í 1. bók,
5. kap. laga Chr. V. átti yfirrétturinn
að kveða dóm sinn upp innan 6 vikna
frá því að hann tók málið upp til
dóms.
Málið var tekið upp til dóms 25. maí
1908, en yfirrótturinn liggur með heila-
brotum yfir þessu ofureinfalda máli
þangað til 7. september.
Yfirrétturinn hefir rnálið með öðrum
orðum uppi til dóms í 15 vikur eða
9 vikum lengur en hann mátti.
Þessi óhæfilegi dráttur yflrdómsins
kostar yfirréttinn eða þá dómara, sem
drættinum hafa valdið, 200 lóða sekt
í silfri eftir beinum og ótvíræðum fyrir-
mælum laganna. En það kostar þann,
sem sektinni vill fá framgengt mörg
hundruð króna útgjöld, því að til þess
þarf að skjóta málinu tíl hæztaréttar
og — það veit yfirrétturinn.
En yfirrétturinn veit líka eða ætti
að minnsta kosti að vita það, að það
er ólíkt erfiðara og dýrara að flytja mál
til sveita hér á landi að vetrinum til
en að sumrinu.
En það verður nú svo að vera, því
að yfirrétturinn ónýtti héraðsdóminn
og — veitti sjálfur mannorðshnuplur-
unum 8 vikna frest til þess að þeir
gæti leitt „hina tilnefndu innanhéraðs-
menn“ eins og segir í þessum óvið-
jafnanlega dómi.
í ástæðunum fyrir þessum nýstár-
legu úrslitum er þessi óþekta, lögum
gagnstæða nýlunda rökstudd þannig:
„Það verður nú að visu að telja
rétt, að dómarinn hefir með hlið-
sjón af neitun stefnda, (stefnanda
í hóraði) á samþykki til svo óvenju-
langs frests og með sérstaklegu tilliti
til þess að málið var sótt við gestarétt
heinitað ástœður af áfrýjendunum fyr-
ir því að*) þeir gætu ekki komist af
með hann styttri, og að ekki nœgi í
því efni að telja upp hina og þessa
menn*), jafnvel erlendis, sem þeir
ætli að leiða sem vitni án þess jafn-
framt að tilgreina nánara, hverjar upp-
lýsingar i málinu mætti ætla að
þes3ir menn gætu gefið, og því hafi
rétt verið að svo vöxnu máli að
*) Auðkennt af höf.
neita um þenna langa frest, en hins-
vegar virðist það hafa átt að vera
dómaranum Ijóst eftir ummcelum þeim
i blaðagreininni, sem stefnt var fyrir,*
að telja mætti þörf á því fyrir áfrýj-
endurna til að leita sannana fyrir
þeim að leiða fleiri vitni en þau sem
náð varð til réttarhaldsins að Helln-
um. Hann virðist því hafa átt að
veita þeim svo langan írest að þeir
gætu leitt hina tilnefndu innanhér-
aðsmenn*), sem vitni, en til þess telst
8 vikna frestur eftir atvikum að hafa
verið hæfilegur"
Úrskurður 7iéraðs-dómarans var keip-
róttur að öllu leyti, bæði af ástæðum
þeim, sem yflrrétturinn kannast við
að hafi verið réttar, þeim sem sé, að
mannorðshnuplararnir gátu ekki til-
greint ástæður fyrir svo löngum fresti
og að ekki nægir, að tilnefna hina og
þessa menn út í hött. En þar að auki
höfðu hinir stefndu ekki heimtað lengri
frest, er hinn upprunalegi veitti frest-
ur þraut, enda var það þá löglega
sannað með þeirra eigin vitnum, að
það, sem þeir sögðu „lygar“ úr þing-
manninum, var náhvcemlega satt.
Dómur ,y/ir-róttai'ins eða vitna-
leiðslufrestur hans er aftur á móti
alveg rangur bæði írá lagalegu
og hugsunarréttu sjónarmiði.
Hann er lagalega rangur af 2 á-
stæðum.
Fyrst og fremst kemur það ekki að
eins í bága við grundvallarreglur þar
að lútandi laga og fyrri dóma yfirrétt-
arins, að veita frest til að sanna al-
veg óákveðin og ósannaníe^ meiðyrði,
heldur kemur það beinlínis í bága við
gildandi lög.
3. og 4. liður í 10. gr. tilsk. 27.
sept. 1799 er enn í fullu gildi, en
hann hljóðar svo:
„Það leiðir að öðru leyti af sjálfu
sér, að sakborningur eins þegar svo
stendur á (o: í meiðyrðamálum um
embm.), eins og í hverju öðru einka-
máli út af meiyrðum á að hafa rétt
til, e f sakargiftin er skýr og ákveðin,
að sanna að hún sé á rökum byggð.
Ef sá er sakargiftina bar fram hefir
aftur á móti eigi tilgreint neitt ákveð-
ið eða einstakt atvik, en sakargiftin
gegn embættismanninum eða öðrum
samþegn hans er alls óákveðin, þá má
liouum eigi leyft vera, þótt hann lát-
ist ætla með því að færa sönnur á
mál sitt, að halda próf yfir þeim, er
fyrir sakargiftinni varð".
Hér var urn allsendis óákveðin
meiðyrði og ósannanleg að ræða „sið-
spillandi áhrif og lygar“. Og það er
auk þess beinlínis sannað, að það sem
átti að vera lýgi var laukrétt. Eftir
þessum úrslitum má leiða vitni að þrí
hve mörg staup af kognaki o. s. frv.
hver yfirdómarinn hefir drukkið. Það
þarf ekki annað til þess en að kalla
einhvern þeirra gamlan drykkjumann,
og vita þó allir að þeir eru nú reglu-
menn. Það má eftir þessu leiða vitni
um hvert fótmál manns með því t. d.
að kalla manninn slarkara.
í annan stað er það rangt af yfir-
dóminum að tiltaka sjálfur frestinn.
Pað átti héraðsdómurinn að gjöraupp
®) Auðkennt af höf.
Yfirróttarmálaflutningsmaður
Andr. H0yer, Aalesund.
Símnefni: H 0 y e r.
Aukafundur
í hlutafél. „Reykjavík44 verður
haldinn í Thomsens Klúbhhúsi
Hláiiuflaginii 5. okt. Rl. 6 síðd.
Hluthafar aðvarast um að mæta.
21. sept. 1908.
Sigfús Eymundsson
formaður.
á sína ábyrgð. Hitt er brot á dóm-
stigareglunum (Instansfölgen).
Og það er hugsanalega rangt að
veita mannorðshnuplurunum að eins
frest til þess að leiða «maw-héraðs-
menn, úr því að þeim var veittur
frestur á annað borð. Það gæti verið,
að menn þeir sem nú eiga heima í
héraðinu vissu ekkert, en einhverjir
hinna, sem ekki eiga þar heima en
hafa átt þar heima, vissu eitthvað.
Dómur yfirréttarins er því óefað
rangur, hvernig sem á hann er litið.
Það er ekki fundið að þessum dómi
til að gefa í skyn að dómararnir hafi
hallað máli móti betri vitund. Það
hafa þeir vitanlega ekki gjört.
En það var fullkomin ástæða til að
vanda dóminn betur, einmitt af því
hverir hlut áttu að máli: síra Yilhj.
Briem á Staðarstað annarsvegar og
L. H. Bjarnason hinsvegar.
Almenningi er altof minnisstæð úr-
slitin allra þriggja mála L. H. B. við
Björn Jónsson og Einar Hjörleifsson í
hæstarétti og yfirrétti, til þess að ekki
geti sezt óhugur að mönnum, ef meira
safnast fyrir.
En þá er rjettarmeðvitund þjóðar-
innar, hinni dýrustu eign hennar stofn-
að í hættu.
Æðri dómarar þjóðanna verða ekki
aðeins að vera flekklausir. Það má
heldur enginn skuggi á þá falla.
En til þess útheimtist fyrst og fremst,
að þeir séu allra manna varkárastir
til orðs og æðis, og þó umfram allt
vandvirkir um dóma sína og sjálfum
sér samkvæmir.
Oda Nielsen
leikkonan danska, sem hér dvaldi nokkra
daga, fór héðan heimleiðis með „Yesta*
22. þ. m. Hún skemmti bæjarbúum
hér daglega meðan hún stóð hér við.
Húsfyllir var hjá henni í hvert skifti
og aðdáunin að frammistöðu hennar
alltaf hin sama.
Frú Oda Nielsen er ein hin frægasta
leikkona í Danmörku. Hún hefir farið
víða um heiminn og sýnt list sina og
hvervetna unnið sér hylli og óskert lof
áheyrenda sinna. Þó hún sé nú komin
nokkuð á sextugs aldur ber ekki á
neinum ellimörkum á leik hennar og
söng. List hennar er með fullu fjöri
hvort heldur verkefnið er gaman eða
alvara. Þykir henni þó takast engu
síður söngur gamankvæðanna og með-
ferðin á þeim, en sérstaklega er þó