Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 29.09.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 29.09.1908, Blaðsíða 2
170 RE\KJAVIK ^Sanitas^ gerilsneyddu (sterilliserede) gosdrykkir fást hjá öllum er selja heilnæma gos- drykki. Eftirlitsmhður verksmiðjunnar er landlæknir Gruðni. Björnsson. Afgreiðsla í Lækjargötu ÍO. meðferð hennar á barnasöngvum og barnasögum alveg framúrskarandi. Frú Oda Nielsen hefir ekki mikla rödd. En það er framburðurinn, fasið, svipbrigðin og limaburðurinn sem list hennar liggur í, sem gagntekur hugi áheyrenda hennar og vekur aðdáun þeirra. Með frú Odu var hér sonur hennar Kaj Nielsen myndhöggvari. Þá var og með henni J. V. A. Jónsson kandídat í stjómfræði. Hann lék undir á hljóð- færi á söngskemmtununum. Hann er íslenzkur að faðerni en fæddur og alinn upp í Danmörku. Frú Odu Nielsen þótti ferð sín hingað hin bezta og hafði hún orð á að koma hingað aftur. Kvaðst hún þá viija vera búin að læra íslenzka söngva til að fara með. Leikfélag Reykjavíkur gaf frú Odu Nielsen siifurbelti mjög vandað þegar hún fór héðan. Biskupsembættið er veitt 10. þ. m. Þórhailij prófessor Bjarnarsyni forstöðumanni prestaskól- ans. Verður hann vígður til embætt- isins hér í dómkirkjunni 4. október næstk. af hinum fráfarandi biskup Hallgrími Sveinssyni. Séra Þórhallur Bjarnarson er 52 ára gamall, fæddur 2. desemder 1855. Hann var vígður til Reykholtsprestakalls 1884 en skifti á því brauði ári síðar við Guðmund Helgason prest á Akureyri. Akureyrarprestakalli þjónaði hann að eins eitt sumar, en varð kennari^við prestaskólann haustið 1885. Þegar hann hafði verið kennari við presta- skólann í 9 ár varð hann forstöðu- maður skólans við fráfall séra Helga sái. Hálfdánarsonar. Forstöðumanns- embættinu hefir hann gegnt síðan, 1 14 ár. Séra Þórhallur og stjórnarráðið hafa komið sér saman um að biskups- vígslan fari hér fram. Er það þióðlegt sómabragð af biskupsefninu og Heima- stjórninni að gjöra þessa athöfn inn- lenda, sem allt til þessa hefir verið á- litið sjálfsagt að fram færi í Danmöiku. Vér óskum þjóðinni og biskups- efninu tii hamingju með skipun bisk- upsembættisins. Honum Iiggur á. Honum liggur á ísafoldar-mannin- um að koma ráðherranum frá völdum — og komast í þau sjálfur. Hann vellir um það efni ekki minna en 4 dálka í ísu gömlu á laugardag- inn var. Hann heldur að minna beri á hvötunum sem allt hans tal og allt hans ráð stjórnast af, ef nógu miklu er utan um þær vafið af hálfyrðum og rugli. Hann finnur þó til þess að mönn- um hljóti að skiljast hver tilgangurinn er, og er því að reyna að slá varnagla við því í seinni hluta greinarinnar, en tekst það báglega sem vonlegt er, kem- ur að eins ennþá meira upp um sig og ánetjast í sínum eigin möskvum. Honum liggur mikið á manntetrinu. Hann er nefnilega ekki alveg viss um það, að þessir 23 frumvarpsandstæð- ingar, sem á þing eru nú kosnir, verði allir svo leiðitamir við hann sem hann vill láta þá vera. Hann er ekki alveg viss um að hann geti fengið þá alla, ekki einu sinni meiri hluta þeirra til að samþykkja skifti á forustu H. Haf- steins og Ísafoldar-Björns. Hann virð- ist þó hafa einhvern grun um það, að það sé ekki svo girnilegt hlutskifti að verða vikaþý ísafoldar, og því sé betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera búinn að koma öllu í kring áður en á þing kemur. Með því móti telur hann sér valda-sessinn nokkurn veginn vísan, annars kostar tvisýnan. Og Isafoldarmaðurinn klykkir út með því að tala um „valda-lystarleysi“. Þá fer nú skörin að færast upp í bekkinn þegar sá maður fer að telja mönnum trú um að hann vilji ekki þiggja völd. Það þarf víst ekki mörg „Kína“-glös til að lækna þá klýu í karlinum, því hún er tóm uppgerð — látalætin tóm — og ekkert annað. Athugið. YlÐ viljum með línum þessum minna landa okkar á, að við eigum að eins eina sögufróða konu á landinu, sem gjörir því gagn og sóma með því að halda uppi minningu síðari alda merkis- manna þess. Hún hefir nú reist upp biskupa þrjá, Brynjólf Sveinsson, Jón Yídalín og Jón Arason. Margir merkir menn koma líka við sögur þeirra. Það má heita að hún hafi byrjað að skrifa íslendingasögur i skáldsögustíl, og er það erfitt og umfangsmikið verk, enda hefir hún leitast við að gjöra það sem réttast og sannast. Ekkert mundi launa henni betur ritstörf hennar nú á hennar efri árum, en að þau út- breiddust sem mest. Ættum við ís- lendingar að sýna að við kunnum að meta starfsemi, fróðleik og gáfur frú Torfhildar Hólm með því að kaupa ritverk hennar. Sérstaklega viljum við hvetja konur bæjarins og út um sveit- irnar til þess að kaupa litla blaðið hennar „Dvöl“, sem kemur út einu sinni í mánuði og inniheldur þýddar smásögur og kjarnyrtar ritgjörðir frá eldri og yngri tímum; líka stundum ýmisleg góð ráð. Kostar árgangurinn litið meira en ein kvöldskemmtun á sjónleik, að eins 1 kr. 25 au., sem engu heimili ætti að vera ofvaxið, en gæfi skemmtun og leiðbeiningar í stað- inn, og yrði henni til styrktar. Nokkrar konar í Reykjavík. [önnur blöð eru beðin að taka upp grein þessa]. Daníel prófastur Halldórsson. Eins og getið var um í síðasta bl. andaðist Daníel j prófastur Halldórsson 10. þ.' m. bjá syni sínum Kristni presti á Útskálum. c ffn i rrnsTnnr ■■■ r i ri. ; n rt, 7tm\. i ■ 11 iTr.-;T'n Úrsmíðavinnustofa Oarl F. Bartels Laugavegi 5. Talsími 137. M.M Séra Daníel sál. varð rúml. 88 ára gamall, f. 12. ágúst 1820. Faðir hans var Halldór prófastur Amundason á Melstað (dáinn 1843) en móðir hans var Margrét dóttir Egils prests á Staðar- bakka, og var hún seinni kona Hall- dórs prófasts. Séra Daníel útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1842 og vígðist árið eftir aðstoðarprestur til föður síns. Þá um haustið fékk hann veitingu fyrir Glæsibæjarprestakalli í Eyjafirði og flutti norður haustið eftir. Var hann þá fyrst á Akureyri, Stóra-Eyrarlandi og víðar þar til að hann flutti að Skjaldarvík 1850. Árið 1860 fékk hann Hrafnagil í Eyjaflrði og var þar þangað fil hann fluttist að Hólmum í Reyðarfirði 1880. Prófastur í Eyjafirði var hann í 19 ár en fékk lausn frá embætti 1893 eftir 50 áraprestsþjónustu. Riddari af Danne- broge var hann gjörður 1874. Eftir að séra Daníel hætti prests- skap var hann á Hólmum hjá tengda- syni sínum séra Júhanni Lúther Svein- bjarnarsyni, þangað til í fyrrahaust, að hann flutti til sonar síns að Útskálum. Séra Daníel giftist 1850 Jakobínu Magnúsdóttur frá Eyrarlandi, er lifir mann sinn. Þau hjón eignuðust níu börn, sem öll eru dáin, að tveim undan- skildum, þeim bræðrum Halldóri bæjar- fógeta í Reykjavík og séra Kristni á Útskálum. Séra Daníel var hinn merkasti prestur og vel að sér gjör um flesta hluti, hann skrifaði svo fagra hönd að fádæmum sætti. Hann var snyrtimenni mikið og hófsmaður hinn mesti um alla hluti. fi ís 1 í Sveinsson skrækir sáran yfir því í skarnma- grein til Einars lagaskólakennara Arnórssonar í »Ingólfi«, að Einar leggist á lítilmagnann og »vegi nið- ur fyrir sig« í skiftum þeirra. Þetta er hið eina, sem Gisli segir satt og rétt í þessari ritsmíð sinni, og er það meira en við var að búast af honum (G. Sv.), að hann kæmist til svo réttrar þekkingar á sjálfum sér, sem nú er raun á orðin, þvi að maðurinn var þektur að sjálfs- áliti og sjálfhælni, eins og kemur fram í stöðugum tilvitnunum hans í bullið eftir hann sjálfan. Biður hann nú E. A. óbeinlínis um, að taka ekki framar í lurginn á sér (G. Sv.), enda er vonandi, að það verði ekki, því að skrækir G. Sv. í þessa átt eru ekki skemmtilegir til lengdar. Hún og ég. Ástarsaga eftir Arvid Jíiriicfeldt. (Lauslega þýtt). [Framh.]. Loks tók að vora. Og þegar ég nú þóttist vita vissu mína og ekki þurfa fleiri sannana við, og þegar ég einu sinni fór að heiman, þó þú værir inni hjá okkur með fleira fólki, reiddi öxina um öxl mér og gekk til skógar, til þess að láta þá fyrirverða sig, sem voru að skifta sér af hugrenningum okkar — og þegar ég glaður í huga kom til skógarins, þar sem tveir hjáleigubændur mínir voru að setja upp girðingu, og ég ætlaði einmitt að fara að kalla eitt- hvað til þeirra og gera þeim hverft við, þá heyrði ég þá kasta fram þessum orðum : „Iiann ætlar að leggja allar hjáleigurnar undir höfuðbólið". „Hann tekur þær vist ekki allar. — Hann fer víst ekki að taka hjáleiguna hans Antís“. „Því skyldi hann vera að hlífa hjá- leigu Antís?“ „Af því að konan hans hefir haft lag á að koma ár sinni vel fyrir borð hjá húsbóndanum". „Á, er því svo farið. Er hún farin að líta húsbóndann hýru auga?" Mig langaði til að færa öxina í höfuð þeim. En — hvers vegna lædd- ist ég burtu eins hljóðlega og ég kom, hvers vegna hrundi himinn minn í einni svipan, hvers vegna sortnaði mér sýn og alt varð svo dautt og dapurt. Hún er vafalaust hrædd um, að ég leggi hjáleiguna undir höfuðbólið. Því skyldi hún ekki kvíða því, eins og allir hinir? Og henni þykir vænt um heimilið sitt. Annars hefði hún ekki gróðursett blóm við skúrinn eða látið hvítan vafningsvið lesa sig upp með veggjurium. — En skyldi hún hafa litið slíkum bænaraugum til min til þess að ég tæki ekki hjáleiguna, og leit hún svo þakklátlega til mín, þegar ekki varð neitt af því. [Frh.] Veðurskeyti. Samkv. athugunum kl. 7 árd. Sept. 1908 Loftvog millim. tr*- ert- < o o p >-l sr 8 o < o o >1 p, p" rr O |Rv. 756.5 A 6 Skyjað + 8.9 BI. 759.4 s 4 Heiðsk + 9.3 Þd. 22. (Ak. 759.6 ssv 1 Léttsk. + 8.2 IGr. 726.9 Logn 0 Heiðsk + 4.5 Isf. 760.7 Logn 0 Heiðsk + 8.0 (Rv. 753.0 A 2 Alskýjað + 9.6 Bl. 757.1 S X Skýja'ð + 7.1 Mi. 23. < Ak. 757.6 A 1 Móða -j- 7.6 Gr. 725.3 SSA 1 Skýjað + 0.5 ISf. 760.0 Logn 0 Móða + 7.8 fRv. 752.8 A i Skýjað + 8.9 Bl. 759.5 S 1 Hálfheið + 9.0 Fi. 24. < Ak. 759.6 3 ) Léttsk. -j- 5.0 Gr. 726.6 s 2 Skýjað + 8.4 (Sf. 761.6 Logn 0 Móða + 7.6 (Rv. 753.8 ASA 1 Alskýjað + 9.5 Bl. 758.7 S 2 Léttsk + 6.7 Fö. 25. < Ak. 756.7 S 1 Léttsk. + 6.0 Gr. 724.2 S 1 Léttsk. + 5.5 Isf. 759.7 Logn O Þoka + 7.8 (Rv. 751.4 ANA 6 Skyjað + 10.7 Bl. 756.7 Logn 0 Þoka + 4.1 Ld. 26. { Ak. 756.4 Logn 0 Hálfheið + 3.7 Gr. 722.7 Logn 0 Skýjað + 6.4 Isf. 757.7 Logn 0 Þoka + 8.2 (Rv. 732.2 A 3 Skýjað + 9.6 Bl. 757.5 Logn 0 Þoka + 3.5 Sd. 27. < Ak. 757.0 Logn 0 Hálfheið -t- 2.0 Gr. 723.7 BSA 3 Alskýjað + 5.5 |Sf. 759.3 Logn 0 Alskýjað + 9.2 (Rv. 746.8 ANA 1 Skýjað + 9.2 Bl. 751.5 Logn 0 Alskýjað + 7.0 Má. 28. < Ak. 752.8 SSA 4 Skýjað +110 |Grr. 719.5 SA 3 Skýjað + 8.0 Isf. 755.5,S 5 Regn + 8.2 Aths. Veðurhæðin er reiknuð í stig- um frá O—12 : 0 — Logn. 1 = Andvari. 2 = Kul. 3 = Gola. 4 = Kaldi. 5 = Stinn- ingsgola. 6. = Stinnings kaldi. 7 = Snarp- ur vindur. 8 = Hvassv’ðri. 9. Stormur. 10., = Rokstormur. 11. Ofsaveður. 12. Fárviðri. Rv. = Reykjavík. — Bl. = Blönduós. — Ak. = Akureyri. — Gr. = Grímsstaðir. — Sf. = Seyðisfjörður. Ódýrt fæði, aðeins 30,00 kr. rnánaðarl. frá 15. oktbr. Porfoj. S. Uierins, Bergstaðastr. 31. [—Lnóv Ostar em beztir í verzluii Einars Árnasonar Talsími 49. Gott fæði fæst keypt á Hverfisgötu 33 frá síðasta september þ. á. Sveinborg Kr. Ármannsdóttir. Guðrún S. Ármannsdóttir.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.