Reykjavík

Issue

Reykjavík - 03.10.1908, Page 2

Reykjavík - 03.10.1908, Page 2
174 RETí KJAVÍK Setning Iagaskólans fór fram 1. þ. m. — Yið þá athöfn voru staddir ráðherra H. Hafstein, 2 af forsetum alþingis landshöfðingi M. Stephensen og prestaskólakennari Eirík- ur Briem, landritari Kl. Jónsson, bisk- up Þórh. Bjarnarson, landlæknir 0. Björnsson, prófessor B. M. Olsen, for- stöðum. prestaskólans J. Helgason, for- stöðum. hins almenna menntaskóla Stgr. Thorsteinsson, forstöðum. kenn- araskólans séra M. Helgason, skrif- stofustjórarnir Jón Magnússon, Jón Hermannsson, og Eggert Briem, bæj- arfógeti H. Daníelsson, borgarstj. Páll Einarsson, læknaskólakennari 0. Magn- ússon, menntaskólakennararnir Þorl. H. Bjarnason og Agúst H. Bjarnason, póstmeistari Sig. Briem, landsbóka- vörður J. Jakohsson, yfirréttarmála- færslum. E. Claessen, 4 af nemendum lagaskólans og margt fleira námsmanna og annara. Forstöðumaður lagaskólans L. H. Bjarnason setti skólann með ræðu þeirri er hér fer á eftir: Háttvirtu tilheyrendur! Mér finnst það hlýða að reyna að gjöra sjálfum sér og öðrum nokkra grein fyrir tildrögunum til stofnunar lagaskólans og starfi hans, nú þegar setja á skólann í fyrsta skiíti. Skóiinn heitir lagaskóli. Hann á að kenna lög. En hvað eru lög? „Lög“ í þrengri merkingu eru þau ákvæði, sem þar til skipaður löggjafi setur þegnum sínum. En í rýmri merkingu tákna „lög“ ekki aðeins þannig tilorðin ákvæði, held- ur og þau, sem lögtízkan skapar. Lögtízkan er eldri en löggjöfin, en þó gætir hinna settu laga miklu meir meðal menningarþjóðanna. Það dreg- ur úr lögtízku mynduninni að sama skapi og löggjafarvaldið dafnar. Hér er víðast átt við hin settu lög. Því óbrotnara sem þjóðlífið er, því færri og óbrotnari eru lögin. í bernsku þjóðanna eru lög þeirra fá og óbrotin. Elztu lög Gyðinga t. d., boðorðin, voru ekki nema 10 greinar. Þeir þurftu ekki frekari laga við, um það leyti, sem lögin urðu til. Þeir voru á leið- inni úr þrældómnum í Egiptalandi til frelsisins í fyrirheitna landinu. Þeir voru ósiðuð, ómenntuð og efnalítil þjóð, og þurftu því einkum tvenns við, til að ná áfangastaðnum, leiðsagnar og friðar. 1. 2. og 3. grein laganna lýt- ur að leiðsögninni, en hinar greinarnar að friðnum, heímilisfriðnum og frið- helgi lífs og eigna. Eftir því sem þjóðunum fer meira fram, eftir því fjölgar lögum þeirra og eftir því verða lögin margbrotnari. Meðal menningarþjóðanna eru lögin nú orðin svo mörg og margbrotin, að lagaleg úrlausn bíður manns nálega við hvert fótmál, innan húss og utan. Vinnukonan brýtur blekglas húsbónd- ans, þegar hún er að þurka rikið af skrifborðinu hans. Þar rís spurning úm það, hvort hún sé skyld að bæta honum glasið. Drukkinn maður brýst inn á fram- andi heimili. Húsbóndinn vísar hon- um út, en maðurinn hlýðir ekki. Þar kemur fram spnming um, hvort hús- bóndinn megi sjálfur láta manninn út eða hvort hann þurfi að sækja lög- regluþjón til þess. Maður mætir manni á förnum vegi. Þeir stefna hvor á annan. Þar rís spurning um, hvor þeirra eigi ab víkja fyrir hinum. En þar sem löggjöfin er orðin svo umfangsmikil, er almenningi ókleift að þekkja lögin. Lögin eru þar orðin allt of mörg til þess og margbrotin. Auk þess eru lögin oft torskilin, stundum þannig löguð, að skilja má þau á marga vegu, og aldrei ná þau fjölbreytni lífsins. Hversu fyrirhyggju- samur sem löggjafinn er, þá leikur lífið samt alltaf á hann að meira eða minna leyti. Lífið er alltaf ríkara að atburð- um en mennirnir að fyrirhyggju. Það er t. d. árangurslaust að leita að beinni úrlausn nýnefndra 3 spurn- inga í lagasöfnunum, svo aigengar sem þær eru. Þar fæst ekki einu sinni full- komið svar við auðveldustu, síðustu spurningunni. Að vísu stendur í 56. gr. nýju vegalaganna, að „vegfarendur“ skuli halda sér „á vinstri helmingi veg- arins", og i því á líklega að liggja, að menn skuli víkja úr vegi til vinstn handar. En spurningunni er samt ekki svarað til fulls. Þá er eftir að skera úr því, hvort greinin eigi við alla vegi, jafnt í kaupst.öðum og til sveita. — Um svar við hinum 2 spurningunum má deila og er deilt enn. Til úrlausnar þeirra þarf vísindalega sérþekkingu, þekkingu á skilyrðum fyrir skaðabótaskyldu yf- irleitt og þekkingu á því, hvar varnar- rétti einstaklingsins sleppir og hvar varnarskylda almennings valdsins tek- ur við. Lögin er sú vog, sem flest eða öll mannleg viðskifti eru vegin á, að meira eða minna leyti. En lögin eru auk þess einhver sterk- asta lyftistöng hverskonar framfara, þar sem rétt er haldið á þeim. — Það nægir ekki að lögin séu góð, sé þeim annaðhvort ekki beitt eða sé illa hald- ið á þeim. Þau eru þá líkust „sjá- legu skafti, sem að vantar blaðið “. Það verður að fylgja lögunum fram, fast og vel. Blaðið verður að fylgja skaft- inu. Því er réttlætisgyðjan látin halda á vog í annari hendinni og sverði í hinni. Loks eru lögin einhver helzti og elzti þátturinn í menningarsögu hverr- ar þjóðar. Af öllum þessum ástæðum og fleir- um hér ótöldum, er lögfræðin einhver hin þarfasta fræði, enda víða meðal elztu fræðigreina. Meðan löggjöfin var fáskrúðug og é- margbrotin, öfluðu menn sér lögfróð- leiks af eigin ramleik. En tilsagnarmenn komu þó snemma til sögunnar. Þannig kenndi Njáll Þór- halli Asgrímssyni lög. Og seinna risu upp skólar og skóla- deildir, sem kenndu mönnum lög. í Bologna á Ítalíu var fyrst tekin upp kennsla í lögum, og þar stóð lagakennsla lengi í bezta blóma. Síðar voru há- skólar stofnaðir í flestum löndum, þar á meðal í Danmörku, Kaupmannahafn- arháskóli. Þangað hafa íslendingar sótt lagamenntun sína fram á þenna dag. Þorsteinn Magnússon, sýslumaður í Rangárvallasýslu lauk þar, fyrstur ís- lendinga, lagaprófi árið 1738. íslendingar hafa alltaf unað því illa, síðan þeir vöknuðu til meðvitundar um sjálfa sig, að þurfa að sækja lagapróf til Kaupmannahafnar, til þess að geta fengið embætti lagamanna hér á landi. Og sú óánægja var ekki ástæðulaus. Fyrst stendur nú ekki á sama hvar lög tiltekinnar þjóðar eru kennd. Það útheimtir ósjaldan þekking á lands- og þjóðarháttum til að skilja lög rétt, þó að slík þekking sé auðvitað enn nauð- synlegri löggjöf en lögskýring. í annan stað hefir engin tilsögn feng- ist við háskólann í íslenzkri lögfræði. Þar eru eingöngu kennd dönsk lög, og aðeins bent til íslenzkra afbrigða á stöku stað, en það er með öllu ónógt. Það er sitt hvað dönsk og íslenzk lög. Þau eru víða svo ólík, að ekki verður jafn- að til reglu og afbrigða, og sumstaðar gagn ólík. Réttarsaga vor, landsrétt- ur og iandsstjórnarróttur eru alíslenzkar fræðigreinar, og hinar greinarnar sem kenna þarf íslenzkar að meira eða minna leyti, sérstaklega sumir þæl.tir í svokölluðum 2. borgararétti. Enda er þetta ekki undarlegt, því að danskra áhrifa á iöggjöf vorra gætti ekki að ráði fyr en einveldið komst á, og vér höfum nú átt þátt í löggjöf landsins í liðuga 2 mannsaldra. Nytsemi laganámsins við háskólann hefir því oft orðið fremur lítið fyrir Islendinga, þegar leysa hefir átt úrís- lenzkri lagaspurningu. Efnilegustu kand- ídatar, sem orðið hafa embættismenn upp úr prófinu hafa sumir framan af þekkt minna til íslenzkra laga en marg- ur alþýðumaðurinn, sem þeir áttu yflr að segja. í þriðja lagi fer illa á því, að þurfa að sækja til annara landa það, sem er auðfengnara heima, og svo sam- gróið þjóðerni og öllu lífl almennings sem mest, má verða, en svo er um lögfræði, flestum fræðum fremur. Þetta hefir alþingi líka alltaf séð. 1845, í fyrsfa skifti sem alþingi kom saman eftir endurreisn þess 1843, var borin fram ósk um innlenda lagakennslu Frá 1855 — 1887 var málið á dagskrá hvers þings, og bænarskrár eða frum- vörp send frá öllum þingunum nema frá alþingi 1876 og 1881. Svo lá mál- ið niðri um hríð, var síðan borið upp og samþykkt á þingunum 1893, 1895 1897, en stjórnin kvað málið jafnoft niður og þingið afgreiddi það frá sér. Málið var tekið upp aftur 1903 og samþykkt á alþingi það ár, enda lán- aðist ráðherranum að útvega frumvarpi alþingis kgl. staðlestingu 4. marz 1904. Loks voru lögin frá 1904 bætt að nokkru leyti með breytingar iögunum frá 16. nóv. f. á. Jón Sigurðsson forseti bar málið upp á alþingi 1845, og var síðan mestur og beztur styrktarmaður þess meðan hans naut við. Sá sem bar það síð- ast fram hót Hka Jón. Það var Jón Magnússon. Annars hafa margir aðrir góðir menn beitzt fyrir málið, svo sem einkum þeir Eir. Kúld og Bened. Sveins- son sem hvor um sig hélt því fram á 5 þingum í röð og ennfremur Kl. Jóns- son, Jón Jakobsson, Jón Ólafsson, Sk- Thoroddsen o. fl. Þannig er þá lagaskólinn, þriðji og yngsti embættismannaskólinn orðinn til. En vinnan er að miklu leyti eftir, og hún verður ekki erflðismunalaus fremur en önnur vinna. Mór finnst starf okkar kennaranna ebki vera ólíkt manna, sem byggja eiga hús í heldur blautri mýri. Fyrst þarf að veita vatninu burtu og hreinsa byggingarstæðið og þurka. Svo þarf að draga byggingarefnið sam- an, sitt úr hverri áttinni og loks verð- ur að byggja úr efninu. Lagaskólinn á að búa til iagaem- bættismenn landsins. En til þess þarf hann fyrst að byggja íslenzka lögfræði upp frá grunni. í henni hefir engin kennslubók nokkru sinni verið til. Og á þessu byggingarsvæði er býsna mikið af stöðnu vatni og öðrum óhrein- indum. Það eru útlendu lagaboðin, sém notuð hafa verið hér á landi og þó aldrei löggilt. Það þarf að vinsa þau úr og vísa þeim burt. Efnið, sem úr á að byggja, íslenzk lög, íslenzkar venjur og íslenzkir dóm- ar, er sitt í hverjum staðnum, skrifað og prentað og innan um óskyld efni. Þetta þarf allt að tína saman. Og svo er eftir að byggja úr efninu Það er eftir að koma rannsóknunum fyrir í kerfi og búa til kennslubækur. Hins vegar eru vinnukraftarnir ekki að sama skapi og verkið. Kennararnir eru að eins 2, en þeim er ætlað að kenna 6 námsgreinar, eða hvorum um sig 3 greinar. En við líkar stofnanir í öðrum löndum er hverjum kennara ekki ætluð nema 1 grein, og þó er hver námsgrein þar margrannsökuð af mýmörgum fyrirrennurum og greiður aðgangur að öllum hjáiparmeðölum, gömlum og nýjum. — Við læknaskól- ann og prestaskólann eru líku miklu, fleiri kennarar. Við læknaskólann eru 3 fastir kennarar og 4 aukakennarar, og 5. aukakennarinn kvað vera á leið- inni. Og við prestaskólann eru 3 fastir kennarar og 2 aukakennarar. Við læknaskólann mun engin grein vera sérkennileg fyrir ísland og við presta- skólann ekki aðrar en kirkjuréttur og kirkjusaga að nokkru leyti. Og við báða skólana má yfirleitt komast af með útlendar kennslubækur. Það sannr ast því ekki á löggjafanum, sem ann- ars kvað vera títt um flesta foreldra, að hann hafi mest dálæti á yngsta barninu sínu, lagaskólanum; en það vex vonandi með vexti skólans. Þessi samanburður er ekki gjörður af því, að við lagaskólakennararnir öf- undum bræðraskóla okkar. Við unn- um þeim þvert á móti þeirra mörgu og góðu kennslukrafta af heilnm hug. Og óg vona, að enginn skilji heldur orð mín sem æðruorð. Hins vegar þætti mér vænt um, ef þing og stjórn minntist þeirra að einhverju leyti, verði lagaskólamállð borið undir þau á ný. En sérstaklega eru þau töluð til þess að vara menn við að búast við of miklu af skólanum, að minsta kosti í bráðina*. Einkum er ekki gjörandi ráð fyrir því, að skólinn gjöri nemendur sína að vís- indamönnum. Það gjörir yfirleitt eng- inn skóli, enda er iagaskólanum ekki ætlað það. Aðaltilgangur lagaskólans ersá að búa nemendur sína undir það, að geta gegnt þeim embættum og öðrum störfum, sem lagakunnátta útheimtist til. Og það vonum við kennararnir að skól- inn geti gjört, ekki lakar en lögfræðis- deild háskólans í Kaupmannahöfn hefir gjört hingað til. En til þess að skólinn komi að haldi, þarf tvent að fara saman, alúð kenn- aranna og alúð nemendanna. Og ég vona að svo verði, vona að óskastundin só yfir oss. Ég vona að lagaskólinn og skólar vorir yfirleitt vaxi og dafni með ári

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.