Reykjavík

Issue

Reykjavík - 10.11.1908, Page 1

Reykjavík - 10.11.1908, Page 1
1R fc \ a\> t fc. IX, 51 Utbreíddasta blað landsins. Upplafi yfir 30£SS>. Þriðjudag 10. Nóvember 1908 Áskrifendur í b æ n u m yfir JOOIO. IX, 51 'EÖS* ALT FÆST í TH01WSEWS MA£ASfm.^g% OÍ118, 0<>‘ elllilYélai* seiur !(ristján Porgrirnsson. „RHYKJ AYIK“ j\ ?■ tj, [minnBt 60 tbl.] koatar innaulands 2 lcr.; erlondit cr. 3,00—3 8h.— 1 aoll. BorgÍ8t fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr. Áuglijsingar innlendar: á i. bls. kr. l,5ö; ö og 4. bls. 1,25 — XJtl. angl. 38*/s#/o hærra. - i/slúttur að rnun, ef mikið er anglýst. Útgef.: Hlutafélagið „ReykjaA?ík“. Ritwtjóri, afgreiðfllumaðnr og gjaldkeri MagnÚH K. Klöndal Pingholtsstræti 28. Talsími 199. Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima á virkum döguiu lil. 13—1 og 4—síörl. „Reykjavík“ kostar frafn- vegis 3 kr á ári. Peir, sem horga blaðið fyrir 1. Júli, fá þö eins og hingað til I kr. afslátt. Hún verður þannig áf'ram ódýrasta blað landsins. Jíýr atvinnuvegnr. Loddarasltapur. Fjárdráttur. Allir sem farið liafa til annara landa, þekkja loddarana. Sumir þeirra lita andlit og hend- ur, klæða sig skrípabúningi, hoppa og skoppa um leiksviðið, æpa og hrina og láta öllum illum látum. Aðrir eru prúðbúnir eða búnir eins og aðrir menn. Þeir gjöra »kraftaverk«. Þeir sýna tóman hatt og týna svo upp úr honum ótal hluti, lifandi fugla, klúta og klæði, vopn og hnífa og þar fram eftir gölunum. Þeir skjóta lifandi dúfum út úr lítilli skammbyssu, mylja sundur vasa-úr manna og setja þau aftur í samt lag o. s. frv. Þessi loddaraháttur er alkunnur erlendis og rekin þar sem a l- v i n n u v e g u r. Skrípaleikur þessi hefir sjaldan verið sýndur hér á landi. Og því síður verið rekinn sem atvinna. En nú er bætt úr háðu. íslendingar hafa nú eignast 1 o d d a r a, meira að segja a t- v i n n uloddara. Það eru andakuklararni r. Einar Hjörleijsson leiddi það kukl inn i landið, eins og ýmislegt annað. Og »í s a f o 1 d« gleypti þá ó- heillaílugu, eins og svo margar aðrar flugur. Hún llulti i fúlustu alvöru eða líklega öllu heldur i fátalætisalvöru fréttir af handlækn- ingum framliðinna lækna, flutti illa orkta kviðlinga og illa samd- ar skáldsögur eftir látna listamenn. Og sagði alt þetta jafn eðlilegt eins og ílóð og fjöru. Og þessi ósköp gengu i suma, að minsta kosti i heimskingja og sálarsjúka menn. Kuklararnir færðu sig upp á skaptið og mynduðu söfnuði, bjuggu sér til »musteri« og lögðu á sig safnaðargjald, miklu hærra en í kristnu söínuðunum. Kukl- ararnir geta gjört alt milli himins og jarðar — alt nema eitt. Þeir eru ekki enn komnir upp á það að lifa á loftinu og komast líklega seint upp á — þ a ð. Líklega hefir upprunalega verið stofnað til þessa kukls i politiskum tilgangi. Og víst er um það tvent, að safnaðarfólkið er nálega alt úr þjóðræðis(landvarnar)liðinu,:t!)og að kuklið var notað óspart í kosn- ingarbaráttunni síðastliðið sumar. Eftir því sem kuklararnir urðu leiknari i listinni, óx matarlist þeirra og yfir höfuð að tala löng- un þeirra í jarðnesk gæði. Söfnuðurinn gat ekki satt þarfir þeirra. Þessvegna urðu j)eir jafnframt að u m f e r ð a r-kuklurum. Einar Hjörleifsson og Indriði lnd- riðason hafa ferðast um mikinn hluta landsins i sumar og haust og — h a f t fé af fólki með kukli sínu. Þeir hafa leikið listir sínar fyrir Húsvíkingum, Akureyringum og eru nú nýkomnir heim úr leið- angri um Vestfjörðu. Sýndu sig og anda sína á ísafirði, Bolúngar- vík, (sbr. »Veslr« tbl. 56) og á öðr- um viðkomustöðum skipsins, víst alstaðar nema á Patreksfirði. Indriði talaði við andana og lét þá flytja ýmsa muni frá og til um herbergið, en Einar útlistaði með »visindalegum« rökum, hve »of- boð eðlilegt« þetta alt væri. Og hvað haldið þið, að þeir hafi heimtað fyrir þessi »kraftaverk«? Þeir heimtuðu sumstaðar 5 — fimm krónurat hverjum áhorf- anda, hvorki meira né minna. 5 krónur fyrir slik kraftaverk. Pað er — fjárdráttur. Og svo er heimskan mikil i þessu landi, að aðsóknin varsum- staðar töluverð. *) Pó eru mjög margir í pví tiði andstæðir andakuklinu. Leiðbeining í lögfrœðislegum efnum fá fátœklingar ókeypis i Laga- skólanum, I. og 3. laugardag i hverjum mánuði skólaársins. kl. 7—8 að kvöldi. Þangað sóttu prestar og prelátar t. d. prófasturinn í Stykkishólmi. En aftur á móti var sumum vísað frá t. d. Stefáni skólastjóra Stef- ánssyni á Akureyri. Og allstaðar var bannað að bregða upp ljósi. Einar sagði, að það gæti kostað hvorki meira né minna en — lif Indriða. En vitanlega er ljósinu hér út- hýst og haldið dauðahaldi i myrkr- ið, af þvi að lýgi og svik dafna ekki i ljósi. Þan þurfa myrkurs við. Enda höfðu kuklararnir rekið sig ónotalega á áhrif ljóssins í »musteri« sínu einu sinni í vor, er var. Andarnir áttu að flytja stóla og annan stofubúnað, en þá varð raf- magnslampi til að upplýsa, að Indriði hjálpaði stólnum á stað í það skiftið, og það með svo mikl- um fítonskrafti að stóllinn þaul í hengilampa, og lampinn aftur í höfuðið á Birni Jónssyni ritstjóra. Pvi gekk Björn lcngi með um- bundið höfuð i vor. Og auk Ijóssins hafa ólukku andarnir orðið til þess að leika á loddarana. Fyrir nokkrum árum fréttist lát íslenzkrar konu frá út- löndum. Andi hennar fór í Ind- riða og skýrði frá látinu. En svo vitnaðist það, að andlátsfregnin var ósönn. Sama kom fyrir um stúlku á Mýrunum tyrir nokkrum missri- um. Og loks kom sama óhappið fyrir núna á dögunum í Yestfjarða- leiðangrinum. Maður var sagður dauður í blöðunum, meðal annars í »Rvík«, sem allir andar eðlilega lesa. Andi mannsins fór í Indriða og sagði látið, en svo kom það upp úr káfinu, að andlátsfregnin hafði verið kviksaga. A því vör- uðu sig hvorki Indriði né andarnir. En gamanlaust, þér kuklarar, loddarar og ,fjárdráttarmenn‘, sem leikið ykkur bæði að guðs og manna lögum, varið ykkur, varið ykkur á 257. gr. hegningarlaganna. Hún leggur hegningu við »svikum i spilum . . . með sýningum, þul- um, særingum, spám og öðrum slíkum liindurvitnum«. Og umfram alt. Vara þú þigal- menningur. Láttu ekki loddar- ana hafa j)ig að ginningarfífli, og láttu þá að minsta kosti ekki fara i buddu þína. Fundur í „Fram‘,‘ fimtudaginn 12. þ. m. á venjuleguru stab og tnna. Jón Magnússon skrifstofnstjóri talar. Tngir þnsnnða i veði. Lárus H. Bjarnason hreyfði því í bæjarstjórninni fyrir tæpum 4 vikum og aftur fyrir tæpri viku, að vatns- veituverkið gengi alt of seint, að það mundi víða vera lakar unnið en skyldi og verða alt of dýrt. Bæjarstjórnin hummaði málið fram af sér i bæði skiftin, virti ekki einu sinni skriflega, hógværa umkvörtun 3—400 borgara svo mikils að lesa hana upp. Svo tóku borgarar bæjarins málið í sina hönd á sunnudaginn er var, og gjörðu því hæfileg skil. Það er sagt frá borgarafundinuni annarstaðar í blaðinu, enda vísast tit þess. Hér skal að eins þess getið, að meðal annars óvænts kom það frain á fundinum, að bæjarsjóður mundi eiga t u g i þ ú s u n d a á h æ 11 u og að öllum líkindum m i s s a þá, ef ekki verður undinn bráður bugur að. Það er senr sé komið upp úr kaf- inu, að óhæfilega grunt er sumstaðar á vatnspípun- u m á leiðinni frá Rauðará inn að Elliðaám og auk þess sumslaðar i 11 a búiðumþærað öðruleyti. Hr. O. V. Kjögx kevpti verk þetta til framkvæmda. Skurðirnir áttu, samkvæmt samningi, að vera að minsta kosti 5 f i m m fet á dýpt, og alt átti verkið að öðru leyti að vera vel vandað. Samkvæmt eftirfarandi skýrslu 3 borgara bæjarins, sem tóku sig til og athuguðu verkið á ýmsum stöð- um laugardaginn er var, hefir verk- ið verið unnið á þessa leið. Laugardaginn 7. p. m. fór ég meö þeim Þorgrími Guðmundssyni og Eyjólfi Gísla- syni inn med vatnsskuröi þeim, er hr. O. V. Kjögx hefir tekið í akkorð af bænum. Ég fór til þess að skoða frá- ganginn á verkinu, og sérstaklega til þess að prófa dýptina ofan á rörunum. Ég fór alla leið inn að Löngumýri. Rar sem ég prófaði dýptina fyrst var við læk þann, sem rennur neðan við Bústaði. Rörin eru leidd yfir lækinn í timbur- stokk. Austan við timburbrú þá, sem gjörð er yfir stokkinn var dýptin 21 tomma ofan á rörið; utan um röriðvar valið tommu tóverki. Nokkrum álnum austar var 1 alin og 16 tommur ofan á rör; þar næst mældi ég i lítilli laut vestan við Blesagróf og reyndust þar 1 tommur ofan á rör. Ofan á jaröveginum var 10 tomma hár mold- arhryggur, likastur því sem mold hefði verið sópað að frá báðum hliðum meö vendi, svo laus að ég gat sópað motd- inni frá með fætinum. I gildrögum suður af Artúnum er garður úr hnausum hlaðinn ofan á rörin og eru vatnsaugu gegnum garðinn; þar gat ég ekki skoðað nákvæmlega af því að ég vildi ekki rifa upp garðinn, en i vatnsaugunum reyndist dýptin 15 -20 tommur. í Blesugróf hitti ég úllendan mann, sem sagði mér að hann hefði vcrið við verkið. Og þarna sagði hann mér að rörin lægju sumstaðar 2 fet i jörð, en sumstaðar ofanjarðar, og var umbún- aður þar ekki annar en garður iir hnausarusli, sern hrúgað var lauslega saman, en hvergi hlaðið, garðurinn tæp- lega 11/» alin á liæð, og sagði þessi út- lendingur mér að verk þetta væri full- gjört. ' Reykjavik. S i g u r ð u r .1 ó n s s o n Fjöllum.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.