Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 10.11.1908, Síða 2

Reykjavík - 10.11.1908, Síða 2
198 RE'YKJAVlR Hér með vottum við undirskrifaðir, sem vorum viðstaddir rannsókn herra Sigurðar Jónssonar, að framanskráð frásaga er rétt í öllum greinum. Þorgrimur Guðmundsson Laugaveg 70. Eyjólfur Gislason Vitastig 15. Svona er verkið unnið þ a r, sem það var skoðað. Pípurnar liggja þvert ofan í gjörð- an samning, heilbrigða skgnsemi,hvers manns regnslu og dgrt eftirlit, sum- staðar svo ofarlega i jörð. að búast má við að pipurnar, seni allar eru úr steyptum potti, s p r i n g i í fyrstu frostum. Og rnundi ekki víðar geta verið líkt ástatt, eins og þar sem skoðað var? Hér eru tugir þúsunda í hættu, sómi bæjarstjórnar og bæjarbúa og alt hið mikla gagn, sem leiðir af jafn þörfu fyrirtæki og góð vatns- veita er. Fyrir því verður bæjarstjórnin þegarí stað að láta rann- saka atla leiðina frá Rauð- ará innaðám. Og reynist verkið jafn óforsvar- anlegt og ástæða er til að ætla, verð- ur strax að grípa til þeirra úrrœða, sem trygt geta bænum að öllu eða einhverju leyti bætur fyrir óvönd- unina. Rannsóknin mú ekki dragast einn dag. Sómi bæjarstjórnarinnar og eins þeirra manna, sem hafðir eru fyrir sök, þolir það ekki. Og — borgararnir þola það held- ur ekki. Borgari. Borgarafundur var haidinn hér í „Báruhúsinu* á sunnudaginn var, og hófst hann kl. 6 síðdegis. Fundurinn var boðaður að tiihlutun „Framfarafélagsins" hér, til þess að ræða um vatnsveitumálið. Fyrir fjórum vikum siðan hafði því verið hreyft á bæjarstjórnarfundi, að margt væri athugavert við framkvæmd vatnsveituverksins, en fékk ekki byr hjá meiri hluta bæjarfulltrúanna. Á seinasta bæjarstjórnarfundi var málinu hreyft aftur undir umræðunum um fjárhagsáætlunina, og þá lögð fram tillaga um að fækka eftirlitsmönnunum. Á þeim fundi var og fram komin kæra yflr vatnsveituverkinu frá á fjórða hundrað bæjarmanna. En meiri hluti bæjarfuiitrúanna greiddi atkvæði móti því, að kæruskjölin væri lesin upp á fundinum og tiilagan var ekki borin undir atkvæði. Sáu bæjarmenn sér þá ekki annað fært en að stofna til borgara- fundar og bjóða til hans gjaldendum bæjarins, borgarstjóra, vatnsveitunefnd- inni og eftiriitsmönnunum. Fundarsalurinn troðfyltist strax í fundarbyrjun. Fundarstjóri var kosinn Siguiður Sigurðsson ráðunautur, og kvaddi hann til skrifara Þorst. Gíslason ritstjóra. Þegar fundarstjóri hafði sett fundinn hóf Pétur Zóphóníasson banka- ritari umræðurnar, og innleiddi málið af hendi fundarboðendanna. Hann gjörði grein fyrir hvað mönnum þætti að ráðstöfunum vatnsveitunefndarinnar og framdvæmdínni á verkinu, og óskaði upplýsinga frá nefndinni viðvíkjandi þeim aðfinningum. Það sern hann fann að, var einkum þetta : að verkið gengi óhæfilega seint, skurðirnir í götunum stæðu opnir ó- hæfilega iangan tíma o. s. frv. að verkið væri illa af hendi leyst. T. d. væru pípurnar sumstaðar lagðar á kiöpp, sumstaðar í sand, sumstaðar í mold og sumstaðar væri holt undir nokkurn hluta þeirra. Þar sem búið væri að leggja pípurnar og moka ofan yfir, væri sumstaðar svo frá því gengið, að ekki væri nema 4 þuml. þykt lag ofan á pípunum, að eftirlitið væri alltof dýrt, óþarf- lega margir eftirlitsmenn ráðnir og þó virtist eftirlitið slælegt. Þegar P. Z. hafði lokið ræðu sinni tók borgarstjóri til máls. En þegar hann var nýlega byrjaður að tala var kallað frammi í salnum að eldur væri í húsinu. Slokknuðu þá og ijósin svo niðdimt varð í salnum. Gjöiðist þá svo mikill ys og þröng er fólkið rudd- ist út í myrkrinu að lá við meiðslum. Yoru gluggar mölvaðir og stukku sumir þar út, en flestir leituðu þó dyranna. Hefði stórtjón getað af orðið ef nokkrir menn hefðu ekki verið kyrrir inni, sem reyndu að sefa menn og koma viti fyrir þá, fengu þeir kveikt Ijós og skoruðu á menn að fara með hægð út úr húsinu. Kviknað hafði í skúr, sem er áfastur við húsið, en í skúrnum er mótorinn sem framleiðir rafmagnið til ijósanna í húsinu. Tókst fljótt að slökkva, og eftir lítinn tíma en mikið þóf varð hægt að byrja fundinn aftur. Var borgarstjóri þá farinn og kom ekki aftur; kvaðst ekki treysta sér til að vera lengur á fundinum vegna lasleika. Þegar kyrð var aftur á komin var tekið til óspiltra málanna. Töluðu þá Sigurður Jónsson frá Fjöllum, L. H. Bjarnason, Kr. Ó. Þorgrímsson, Þ. J. Thoroddsen, P. Hjaltested, frú Guðrún Björnsdóttir, dr. Jón Þorkelsson o. fl. Allir ræðumenn að Jóni Þorkelssyni og Þ. J. Thoroddsen undanskiidum sýndu íram á hvert óefni vatnsveitu- málið væri komið í, og hve ábótavant flestri tilhögun og framkvæmd verks- ins væri. Verkið gengi óhæfilega seint, væri að ýmsu leyti illa af hendi leyst og yrði óhæfllega og óþarflega dýrt. Töiuðu sumir oft og gjörði þingheimur hinn bezta róm að máii þeirra, enda færðu þeir skýr og ljós rök að að- finnslum sínum. Einhverjir úr vatnsveitunefndinni höfðu komið á fundinn í byrjun, en fóru þegar eidsuppþotið varð og komu ekki aftur nema Þ. J. Thoroddsen, sem varð einn fyrir svörum af hálfu nefnd- arinnar. Talaði hann nokkrum sinn- um og reyndi að bera i bætifláka fyrir nefndina. En svo skýr og vel máli farinn maður sem Þ. J. Thoroddsen er, þá tókst honum þó illa vörnin, og sannar það bezt hve vondur málstaður nefndarinnar er. Sú eina upplýsing hans á fundinum sem gjörður var góður rómur að var sú, að tveir af eftiriitsmönnunum, þeir 0. V. Kjögx og Kn. Zimsen væru búnir að segja af sér með tiiteknum uppsagnarfresti. Annars tókst honum ekki að verja gjörðir nefndarinnar og eftirlitsmann- anna, enda játaði Þ. J. Th. flestu af því sem að hafði verið fundið. Tiilaga var borin fram svohljóðandi: „Borgarafundurinn telur vatnsveitunni miða óhæfllega seint áfram, telur verkið víða illa unnið og auk þess ráðlauslega dýrt, sérstaklega eftirlitið. Fyrir því skorar fundurinn á bæjar- stjórnina að hlutast til um að verk- inu verði haldið áfram með sem mestum hraða, að verkið verði vel vandað og þó gætt sparnaðar. Sérstaklega skorar fundurinn á bæjar- stjórnina að fœkka hinum launuðu eftiriitsmönnum og lætur jafnframt í ijósi að æskilegt, ef ekki nauðsyn- legt sé, að skifta um þá“. Dr. Jón Þorkelsson, þingm. Reyk- víkinga kom með breytingartillögu um að feldur væri burtu allur fyrri hiuti tillögunnar. Kvað J. Þ., sem gjörði hark og hávaða á fundinum, upphaf til- lögunnar of hart, og fór að reyna að blanda pólitík þar ínn í, ætlaði vitan- lega, með því að æsa fundinn gegn tillögunni og tiliögumönnunum. En fundurinn tók illa máli þingmannsins og harki hans. Stöppuðu menn í gólfið og kallað heyrðist hvað et'tir annað : „þaggið þið niður í gráa stráknum" o. fl. Brást þingmanninum bogalistin svo gjörsamlega, að þegar fundarstjóri bar breytingartillögu hans undir atkvæði, fékk hún að eins eitt atkvæði (þing- mannsins sjálfs), en aðaltillagan var samþykt, heil og óbreytt með öllum (um 500) atkvæðum gegn einu (þing- manns Reykvíkinga). Var það „dauft fyrir doktor Jón“ að sigla með svo litlum byr af fundi kjósenda sinna um eitt þeirra allra helzta og þýðingar- mesta áhugamál. Fundarmenn hafa sjálfsagt verið um 500. Að undanteknu eldsuppþotinu og óværðinni á dr. Jóni fór fundurinn mjög vel fram, enda ieysti fundar- stjóri sitt vandasama verk ágætlega af hendi. Sigurður Kristjánsson bóksali átti 25 ára bóksala-afmæli 20. f. m. Til minningar um það sendi iiann þann dag sjúkrasamlagi prentara hér í bænum 1000 kr. að gjöf og lét þau ummæli fylgja, að hann gjörði þetta í minníngu þess að þá væru „liðin 25 ár rá bvi að hann skifti um vist í musteri mentagyðjunnar, gjörðist bókaútgefandi og bóksali, í stað þess að hann var áður prentari". Sigurður Kristjénsson hefir verið ís- ienzkum bókmentum allra bókaútgef- enda þarfastur. Sérstaklega á hann mikið lof skilið fyrir útgáfu fornritanna, sem hann byrjaði fyrir mörgum árum. Hefir hann gefið út allar íslendinga- sögur og Eddurnur, og er nú með Sturlungu. Innan bæjar og utan. Bæjarbruni. Nýlega brann bæt inn á Skógum í Fnjóskadal til kaldra kola um hádag. Ekkert var heima af fólki nema ein kona öldruð. Kviknað hafði í frá ofnröri. Engu varð bjargað, ekki einu sinni peninguin, um 200 kr., sem bóndi hafði átt heima fyrirliggjandi. í Skógum var vel hýst. Sagt er að hvorki hafi verið vátrygt hús né munir og er því skaði hlutaðeigenda mikill. „Sterling“ kom hittgað frá útl. í gær, tveim dögum á undan áætlun. r Islenzku skáldsögurnar: C5 0 •H s X !t b Piltur og; stúlka fflaður og- Kona Eiríknr Ilansson llpp við fossa Ilrazilíufararnir Ilalla Leysing Ileidarbýlid Ofurefli o. fl. H p i—i rn Hs 3 (w O © fást hjá bókbindara SIGURÐI JÓNSSYNi, Lindargötu 1B, Rvík. [—tf. t Frú Olufa Finsen ekkja Hilmars sál. Finsens fyrrum iandshöfðingja andaðist í Kaupm.höfn 5. ágúst síðastl. Frú Olufa sál. Finsen (f. Bojsen) var fædd 16. júní 1836. Foreldrar hennar voru danskir. Hún var hin merkasta kona og mikils metin. Hún átti mikinn og góðan þátt i stofn- un kvennaskóians hér, og hlynti faðir hennar einnig talsvert að stofnun þess skóla, með því að safna handa honum samskotum erlendis. Hún sýndi það bæði 1 afskiftum sínum af skólastofnuninni og öðrum framkvæmd- um hér að hún var einlæglega velviljuð íslandi bæði meðan þau hjón dvöldu hér og eins eftir að þau fluttu héðan. Af börnum þeirra hjóna eru 4 á lífi 2 synir Jón og Ólafur, báðír embm. í Danmörku, og 2 dætur, Anna gift i Noregi og Ólöf ógift í Kaupm.höfn. 2 af börnum þeirra hjóna eru dáin, Árni drukknaði í Kaupmannahöfn á ungum aidri, var kominn á háskól- ann, og Ragnheiður sem var gift Kock adjutant hjá Chr. IX. Athugasemd. Sízt munu óþarfar aðfinningarnar við vatnsleiðsluframkvæmdirnar og meðferð vatnspipnanna 1 bænum, í blaðinu „Reykjavík“ síðast. En með öllu ástœðulaus og öréttmæt sletta er það, að nefna sláturhúsið og „gorfor" þar i því sambandi. Engin bæjar- vainsleiðslupípa liggur mðri í neinni „for“ eða „kviksyndi“, er frá slátur- húsinu stafi, og ekki nær því en upp við Lindargötu, í jafnhæð við þak húss- ins. Engin „gorfor" er til við slátur- húsið. Gorílát hússins er lokaður, steinsteyptur brunnur, inni í hinum steinsteypta, fágaða húsgarði, sem þveginn er daglega. Gorbrunnurinn er einnig tæmdur jafnóðum. Hefir slátur- húsið sitt eigið góða vatnsból og vatns- leiðslu, og sparar eigi vatnið til hreins- unar þess svæðis, er það starfar á. Mættu bæjarbúar þakka fyrir, ef hvergi í bænum væri meiri óþrifnaður, en sláturhúsið veldur. 24/io—’’08. B. B. Athugasemd herra B. B. er óþörf, þvi Bœjarbúi segir rétt frá því í grein sinni að vatnspípur liggja, eða hafa til skamms tíma legið, niðri í for á lóð slátrunar- félagsins.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.