Reykjavík - 23.01.1909, Page 2
10
REYKJAVIK
er drukknaði fyrir nokkrum árum
á hér um bil sama stað. Atti önnur
þeirra heima hér í Reykjavík hjá móður
sinni og var víst í kynnisför.
Eitt líkið að eins heflr rekið, var
það pilturinn framan af Nesi. Rak hann
daginn eftir með bátnum.
Botnvðrpungnr þýzkur strandaði
fyrir skömmu suður í Höfnum, allir
skipverjar komustaf. Skipið hót „Griin-
land“ og var nýtt.
Em Strandasýsln sækja, auk þeirra
sem nefndir hafa verið 1 síðasta blaði
kandídatarnir Björn Þórðarson, Bjarni
Johnsen og Karl Einarsson.
Dáinn er merkisbóndinn Guðlaugur
Jónsson í Hvammi í Eyjafirði.
2 sanðQár kynbótabú segir „Lögr."
að sett hafl verið á stofn í haust, annað
í Norður-Múlasýslu og hitt i Mýra-
sýslu.
Leiðrótting.
í siðasta tbl. „Reykjavikur" var
maður sá nefndur Ingimundur, er varð
úti fyrir norðan. Hann hét Ingimar.
Ættjarðarástin og þjóðræknin ís-
lenzka eru orðin þarfleg þing fyrir
suma stjórnmálamenn vora. Þær
eru jafn ómissandi og grænsápan
iyrir þá, sem vilja láta hverina
okkar gjósa.
í hvert skifti sem kosningarbar-
átta stendur, taka þessir menn með
sér nokkur pund, til þess að kasta
i þjóðina, og fá hana til að gjósa
þingmönnum sér í vil.
Og eftir gosið er svo ættjarðar-
ástin og þjóðræknin horfin — eins
og sápufroðan.
Vilji menn líta á kosningarbar-
áttuna í sumar, sjá menn að þetta
er satt. »ísafold« er handhæg og
þægileg handbók fyrir þennan fróð-
leik, eins og margt annað sem rotið
er i þjóðfélagi voru.
Fyrst í vor, þegar nefndarmenn-
irnir komu heim var »ísafold« hin
spakasta. Hún viknaði af hógværð
og ættjarðarást, setti upp einars-
hjörleifssonar-svip, og var um lang-
an tíma að hugsa um málið.
Altaf að hugsa um málið og altaf
að þakka nefndarmönnum fyrir
hve mikið þeir hefðu afrekað!
Það var beggjaáttaástandið, biðin
eftir því hvaðan vindurinn blési,
eftir hverri pípunni ætti að dansa.
Og þegar »ísaf.« hafði legið þann-
ig undir feldi um nokkurn tíma, þá
kom vitranin — að líkindum frá
öðrum heimi. Sú véfrétt hefir að
sjálfsögðu sagt að nú væri tækifærið
fyrir »anda Napóleons mikla« að
komast í ráðherra-sessinn.
Ritstjórinn tók viðbragð, og ætt-
jarðarástar-grænsápunni var mok-
að í pundum út yfir landið. Sorp-
reka »ísafoldar« var alt af á lofti.
Nú var frumvarpið orðið ófært
með öllu, nefndarmennirnir föður-
landssvikarar og innlimunarmenn,
en gamli maðurinn, þessi marg-
reyndi Birkibeinn, þessi sistaðfasti
stjórnmálamaður stóð eins og klett-
ur ættjarðarástarinnar upp úr haf-
inu, og bauðst til að frelsa ætt-
jörðina!
Ekki svo sem i eigin hagsmuna-
skyni, það var beinlínis móðgandi
að nefna það á nafn. Nei, sei, sei.
Ást hans var algerlega »platonisk«*)
eins og ást hans á Magnúsi Step-
hensen og Dr. Valtýr hafði verið.
Um það var ekki að efast! Sjálfur
tók hann það beinlínis fram, að
sér fyndist sjálfsagt að Hannes Haf-
stein yrði ráðherra áfram, til þess
væru svo sem ekki refarnir skornir
að koma honum frá. Það væri
ættjarðarást »ísafoldar«, sem hér
stæði að eins á verði eins og ófal-
inn Kerúb.
Svo komu kosningarnar, og þá
var sýningu »ísafoldar« lokið.
Kerúbinn ,dematerialiseraðist‘ eins
og sagt er á máli andatrúarmanna.
Og nú var ekki meira talað um
ættjarðarástina, þjóðræðið og þjóð-
ræknina. Hin »platoniska« ást var
horfin, eins og oft vill verða við
nánari sambúð, og »generalinn«
tók til máls og krafðist mála fyrir
sig og hermenn sína.
Til þess voru refarnir skornir.
Mat sinn og engar refjar vildi
hann hafa wmaðurinn sá«.
Eftir mikla mæðu tókst honum
að fá þrjá eða fjóra þingmenn til
að kjósa sjálfa sig og hann í stjórn
hins nýja flokks, og nú var svo
sem skylda H. H. að víkja!
»Generalinn« var kosinn í stjórn
affjórum meðstjórnendum. Þaðvar
þess vegna skýlaust brot á móti þing-
ræðinu ogþjóðræðinu að fá honum
ekki stjórnina í hendui', sagði »ísaf.«
»ísaföld« var spurð, hvort þing-
mennirnir úti um land mættu engu
ráða í þessu efni.
»Það eru bara hinir lítilsigldu,
agnirnar í hala »generalsins« svaraði
»ísafold«.
Og »ísatold« símaði út til Dan-
merkur:
»Það er brot á þjóðræði og þíng-
ræði að generalinn er ekki látinn
taka við. Vér krefjumst að Hannes
Hafstein fari frá.
í stjórn þjóðræðisflokksins
Björn Jónsson general,
Hannes Þorsteinsson adjutant«.
En skeytinu var ekki gegnt.
Hróplegra brot á móti þingræð-
inu hafði ekki heyrst, sagði »ísaf.«
Maður, sem ekki kaus sjálfan sig
i stjórn með »generalnum« varð þá til
að ljósta því upp að þaó væri ekki
satt, að vist væri að allir frumvarps-
andstæðingar myndu fella frum-
varpið, og þar af leiðandi ekki satt
að hinn sjálfkjörni ráðherra —
generalinn — hefði vísan meiri hluta
að baki sér.
Þessi maður rar Kristján Jóns-
son háyfirdómari. Verri snoppung
gat »lsafold« ekki fengið — og siðan
hetlr hún þagnað.
Nú bíður hinn sjálfkjörni eftir,
að hinir lítilsigldu og »minni háttar
þó« utanaf landi.færi honum hnoss-
ið, sem hann offraði refunum sin-
um fyrir i sumar.
Ættjarðarástar-grænsápan er fyrir
löngu gufuð upp, og staðinn fyrir
þjóðræknisslagorðin æfir general-
inn sig nú á að segja :
*) Fýsnalaus.
»Ég er keisarinn!«
Aumingja keisarinn, sem ekki
fær að komast að! — Bara að ráð-
herratignin verði nú ekki — nýju
fötin keisarans?
Það væri hið svívirðilegasta gjör-
ræði og stærsta brot á þjóðræði og
þingræði, myndi »ísafold« segja.
En hvað segir þjóðin og hinir
»Iítilsigldu« ?
Næsta blað á Þriðjudag.
— • —■ -
Ættarm ótið.
Gunnar Hámundarson á Hliðarenda
í Fljótshlíð var einhver mesta og göfug-
lyndasta hetjan, sem um ræðir í forn-
öldinni. En á sama tíma var líka uppi
einhver óhreinlyndasti og huglausasti
maðurinn, sem sögur vorar greina frá,
Mörður Valgarðsson á Hofl á Rangár-
völlum. — Þessir tveir gagnólíku menn
voru þannig uppi um sama leyti og
áttu ætt og óðal í einu og sama hér-
aðinu, Rangárvallasýslu. Og svo sem
enn í dag má hjá býzna mörgum
Rangæingum flnna vott hinna sömu
lyndiseinkunna, sem áttu sér stað hjá
Gunnari á Hlíðarenda, svo gefur og að
skilja að þeir muni einnig til vera,
sem kippir meira eður minna í kynið
til Maiðar Valgarðssonar. En fáir, eða
réttara sagt engir, eru þó þeir Rangæ-
ingar, sem jafnljóslega hafa sýnt and-
legt ættarmót sitt við Mörð á Hofl
sem Sigurður bóndi Guðmundsson á
Selalæk í þeirri pólitisku baráttu, sem
hann hefir verið að heyja nú á siðustu
tímum, en með þeim mikla mismun
þó, að Merði tókst með hyggindum
sínum og viti að láta slægðarbrögð sín
bera tilætlaðan árangur, en hjá Sig-
urði hafa aftur á móti öll járnin,
hversu haganlega sem hann þóttist
hafa þeirn fyrir komið, brunnið gjör-
samlega i eldinum. — Fyrir þessum
andlega skyldleika skulu hér nú færð
augljós rök :
Hinn eiginlegi pólitiski ferill Sigurðar
er að vísu ekki langur, en alleinkenni-
legur er hann þó og harla óbeinn.
Framan af bar næsta lítið á mannin-
um þangað til nú fyrir einu ári siðan,
nema ef vera skyldi, að hann hefði
▼akið sérstaka athygli á sér með þjóð-
minningarræðu þeirri, er hann hélt á
Lambey fyrir fáum árum að áeggjun
Einars Benediktssonar, sem allir þekkja
að gamansemi og glettni. En þeirri
ræðu var svo varið og svo einkenni-
lega snubbótt var hún, að líklegt var
að hún hefði vakið miklu fremur með-
aumkvun en aðdáun 1 brjóstum manna.
Og það þvi fremur sem kunnugt var
að ræðumaður var formaður eða einn
aðalstofnandi þess eina málfundafélags,
sem til var 1 sýslunni. Datt víst eng-
um þá í hug að Sigurður hugsaði til
þingmensku eða findi sig til þess færan.
En svo byrjuðu hin nánu kynni hans
við „Ísaíold* og ritstjóra hennar, er
þóttist víst finna þá eiginlegleika í fari
Sigurðar, er sér mundu henta. Og
til þess að laða hann sem allra mest
að sér, beytti ritstjórinn þeirri aðferð-
inni, sem honum er svo gjarnt til, að
bera hóflaust skjall í langri blaðagrein
á þann, sem hann hugsar til að nota
í þjónustu sina. Og með því að Sig-
urður er ekki, fremur en svo margur
annar, laus við þann eiginlegleika, sem
heitir hégómagirni — svo sem kvein
I'NIERKI - brúkuð - kaupir
háu verði INGER 0STLUND.
Pingholtsstrœti 23.
hans um krossa- og nafnbótavöntun
hér í sýslu ber meðal annars vott um —
þá stóðst hann ekki mátið, heldur lagði
út á hina hálu pólitisku braut, nest-
aður með ráðum ritstjórans, svo sem
Mörður með ráðum Valgarðar hins gráa
föður síns. Var þá fyrsta verkið að
semja Misréttisgreinina Nr. 1. Og eftir
að hafa látið sjálfan meistarann hefla
hana og slétta lagði hann af stað í
sína nafntoguðu undirskriftasmölun.
Og með því að læðast um, sem óírjáls
maður, taka fyrir einn og einn mann
í einu, bregða upp hinum mesta hóg-
værðar- og sakleysissvip, tókst hon-
um að fá nöfn flestra Rangæinga, er
hugðu honum ganga gott eitt til, undir
greinina. En þó með þeim formála af
fiestra hendi, að feldar væru úr stærstu
vitleysurnar, sem stóð þá heldur ekki
á að lofa, þótt efndirnar yiðu minni,
eins og í raun og veru vænta mátti.
Því, ef farið hefði verið að vilja manna
í þeim efnum, þar sem skoðanir svo
margra manna voru eðlilega sundur-
leitar, þá hefði hrófatildrið að sjálfsögðu
fallið alt saman. Til þess að fá menn
því fremur til undirskriftanna voru
málin auðvitað ranglega skýrð fyrir
kjósendum, sem ekki höíðu, þá þegar,
haft tækifæri eða ástæður til að kynna
sér þau. T. d. var því haldið að þeim,
að Rangárvallasýslu væri gert að skyldu,
að halda við Holtavegi og Þjórsárbrú,
án þess að nokkuð hefði komið í stað-
inn, og að hún ein af öllum sýslum
landsins yrði að leggja á sig gjald til
ritsímalagningar. Þá var og heldur
ekki sparað að íæra að mér sem þing-
manni og sýna fram á, hvílíkur þrösk-
uldur ég væri í vegi fyrir framförum
sýslufélagsins, en þess þó jafnframt
getið svo sem í fréttaskyni, að ég
mundi þegar vera á burtu úr sýslunni
og gerast kaupstaðarprestur. Tilgangur
Sigurðar með þeim staðlausu fréttum
er nú öllum auðsær. Greinilega sá,
að gera hugi kjósenda hér sem mest
fráhverfa mér, með hverju móti, sem
unt væri. Hvort nokkuð svipaður til-
gangur heflr verið fyrir fréttaburði hans
á sama ferðalagi um sjóndepru Þórðar
hreppstjóra í Hala skal ósagt látið. En
alleinkennilegur virðist mönnum hann
þó, svona eftir á, og ekki að undra,
þótt mörgum komi til hugar, að hugsun
Sigurðar hafi ef til vill verið sú, að
eftir ferðalagið skyldi ekkert það til
vera, er skygði á sig sem hið skær-
asta pólitiska Ijós sýslunDar, svo að
ekki að eins væri hann sjálfur sjálf-
sagður til þingsetu fyrir hana, heldur
gæti hann lika ráðið því hver hitt
þingmannssætið skipaði.
[Framh.j.
Eggert Pálsson.
Rey kj av í ku rf r étti r.
TÍðlM
ill þessa viku. Oftast nær rok og
byljir.
Bráðkvaddnr
varð Jón Jónasson rakari hér í
bænum hinn 14. þ. m. Hann var son-
ur Jónasar heitins Helgasonar, organ-
ista og tónskálds.
Sí aetur vörðnr
kaupmanna, Magnús Þorsteinsson,