Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.02.1909, Blaðsíða 3

Reykjavík - 13.02.1909, Blaðsíða 3
REYKJAVIK 27 STíœtir yður á miðri leið. Qerir aiia vinnu yðar á hehningi ðtittri tíma og er helmingi ódýrari en grœnsápa. Sunlight varðveitir föt yðar frá skemdum, höndum yðar frá því að verða hrufóttar, og lífi yðar frá þrælavinnu. Hinn fullkomni hreinleiki hennar gjörir það einungis fyrir fíngerða og léreft. gengi til alþingis, að það fengi öll sömu réttindi á við karlmenn í bæjarstjórnar- og sveitamálum, og að það fengi að- gang að öllum embættum. Auk málshefjanda tóku til máls séra Ólafur Ólafsson, Björn Sigfússon al- þingism., og þingmenn Reykjavíkur. Dr. Jón Þorkelsson lýsti því yflr að hann hefði ekkert um málið hugsað, en lofaði að hann skyldi hugsa um það framvegis, og réði konunum til að hafa sig hægar. Fleiri þingmenn fengust ekki til að taka til máls, þrátt fyrir eggjunarorð frú Brietar, sem fór um.þá allhörðum orðum. Af kvenfólkinu töluðu ennfremur ungfr. Laufey Yilhjálmsdóttir og ungfr. Gunnþórunn Halldórsdóttir. Tillögurnar voru samþyktar í einu hljóði. Fundarstýra var frú Sigríður Jensson kosin og fundarskrifari frú Briem. Thore-skipið „Sterling“ kom á þriðjudaginn var frá útlöndum. Farþegar : Magnús Blöndahl alþingis- maður, Guðm. Jónasson kaupm. frá Skarðsstöð, Ólafur konsúll Ólafsson, Jón Björnsson kaupmaður, séra Haf- steinn Pétursson og kandídatarnir Guðm. T. Hallgrímsson og Guðm. L. Hannesson. — Frá Yestmanneyjum komu Magnús sýslumaður Jónsson og Gísli Johnsen konsúll. H.011SÚU Frakka hr. J. F. Brillouin, var meðal far- þega þeirra er komu með „Sterling" frá útlöndum. Hr. Brillouin kvað hafa dvalið í Frakklandi í vetur, en er nú víst alkominn. KirkjU'Saimön^ hélt herra Sigfús Einarsson á flmtu- dagskvöldið. Flokkur hans söng þar lög eftir Hándel, Mozart, Bach, Gunoud, o. fl. ágæt tónskáld — alt kirkjusöngva og sálma. Einna bezt söng flokkurinn „Ave verum corpus“ eftir Mozart' og bisk- upsvígslu-ljóðin eftir Sigfús Einarsson. Frú Yalborg Einarsson söng nokkra einsöngva, sem unun var á að heyra. Sjálfsagt sá bezti söngur sem mönnum hefir geflst kostur á að heyra í Rvík. Einar Indriðason söng og mjög lag- lega. Heflr þægileg og hrein hljoð. Þess gætti á stöku stað, að flokkur- inn er ekki nógu vel æfður, enda eru víst æfingarnar feikimiklum erfiðleikum háðar, og mikið hvað Sigfúsi Einars- syni verður áunnið í því efni. Það er viðurkenningarvert verk, sem hann leysir af hendi með söngstarfl sínu. Vér höfum það helzt við samsöng þennan að athuga, að hann var ekki svo vel sóktur sem skyldi — því söng- fræðilegu gagnrýnina látum vér bíða þeirra sem bærir eru um það að dæma. Gagnrýni vor er dómur þess „almenna“ eyra. Oft cr |irf, si i er mflsyn! að eiga Skóhlífar (Galoscher). Þær fást af 15 tegundnm, sem eru hvor annari betri og ódýri, lijá Lárusi (i. Ijúðví«»ssyin, Þingholtsstræti 2. Allur annar SKÓFATMAÐIJR er ódýrastur og beztur hjá sama Y firlýsing’. Út af ummælum sumra blaðanna, um síðast haldinn borgarafund hér í bænum, fól fundur Framfarafélagsins 7. febr. stjórn sinni, að lýsa því yflr, að engin tillaga hefir verið samþykt á fundum félagsins í þá átt, að lýsa vantrausti til núverandi borgarstjóra; svo tillaga sú, sem kom fram þess efnis á borgarafundinum, er Framfara- félaginu alveg óviðkomandi. Tryggvi Giuniiarssoii. Aðalfundur Áburðarfélags Reykjavíkur verður haldinn í ISárubUð föstud. 26. febr. ki. 5 e. h. Ársreikningar verða lagðir fram og 1 maður kosinn í stjórn. Stjórnin. Dug'leg" stúlka ekki mjög ung, óskast í vist 14 maí næstk. — Hátt kaup í boði. — Semjið við frú A. Christensen, Tjarnar- götu 5. Leikfélag Reykjavikur: Æfintýri á gönguför verður leikið í lðnaðariníinna- liúsinu iunnudaginn 14. |>. m. Nýkomið til \ P. J. Tltorsteinsson & með .s|s‘ „Vesta“ mikið af á 1 n a v ö r u, þar á meðal livíl léreft, er seljast fyrir g / a fv e r ð. Bókaverzlun G. Gamalielssonar: Uanda söngniönnum ! ísl. Rór- og einsöngslög eftir Árna Thorsteinsson, Bjarna Þor- steinsson, HelgaHelgason, JónasHelga- son, Jón Laxdal og Sigfús Einarsson. Pakkar áva rp. Öllum þeim sem hjálpuðu Gísla GuAmnndnsyni heim til sin í síðasta sinn, og þeim sem réttu ást- vinum hans hjálparhönd við fráfall hans og heiðruðu útför hans með ná- vist sinni, vottast hérmeð innilegasta hjartans þakklæti. Fyrir hönd ástvina hans. Laugaveg 68, — 10. febr. 1909. Oddur Ouðmundsson. Stofa til leigu með ágætum hús- gögnum. — Ritstj. vísar á. €ggert Claessen, yQrréttarmálaflutningsmaftur. Póstliússtr. 17. Talsími lö. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. VertiOarstúlka óskast tiJ Vest- mannaeyja nú þegar. Hátt kaup. Fundist hafa í Good-Tempiarhús- garðinum nærföt með fleiru, og getur eig- andi vitjað þeirra til Kristjáns Teítssonar með því, að borga þessa augiýsingu og fundarlaun. 18 aftur, og ratað í allar hugsanlegar raunir. Hér fékk ég loksins stöðu, fékk hana — og misti hana aftur. Skiljið þér það? í þetta skifti var það mér sjálfum að kenna, að ég misti hana, því nú hefi ég slept taumunum lausum.... Nú búum við í þvergötu, hjá hús- næðissölukonu Amaliu Ivanownu Lippewechsel að nafni; mér er sjálfum ókunnugt um af hverju við lifum og með hverju við borgum. í því húsi býr mesti sægur af fólki.... Það er annað Sódóma, beinlínis viðbjóðslegt. . . hm . . . o, jæja. Nú, meðan á þessu liefir staðið, hefir dóttir mín frá fyrra hjónabandi stálpast, og ég ætla að þegja um það, sem hún heíir orðið að þola af stjúpmóður sinni. Að vísu slær stórt og göfugt hjarta í brjósti Katrínar Ivanownu, en samt sem áður er hún skapstór og bráðlynd og getur ekki stjórnað sér.... Nei, — nú er ekki vert að tala meira um það. Eins og þér getið hugsað yður, hefi ég ekki getað látið Sonju ganga í skóla. Fyrir fjórum árum reyndi ég sjálfur ag kenna henni dálítið í sögu og landafræði. En af því ég var nú sjálfur farinn að ryðga töluvert í þeim fræðum, og hafði engar góðar kenslubækur, því bækur þær sem ég átti sjálfur . . . hm, þær á ég ekki lengur — þá fór kenslan nokkuð í mola. Við komumst aldrei lengra en að Cýrusi Persakon- ungi. Seinna, þegar hún var orðin nokkuð stálpaðri, las hún nokkrar skáldsögur, og fyrir skömmu síðan las hún lífeðlisfræði eftir Lewis, átti hún að þakka hr. Lebesetnikow að hún fékk þá bók. Þekkið þér þá bók? Hún las hana ineð miklum áhuga, og sumt úr henni las hún upp fyrir okkur. Þetta er nú öll skólamentun hennar. Og nú sný ég mér sérstaklega að yður. herra minn, og bið yður að svara hreinskilnislega þessari spurningu minni: Hve mikið álítið þér að fátæk og siðsöm stúlka geti unnið sér inn með handavinnu sinni? Herra minn! Það er tæpast að hún vinni sér inn 15 kópek um dag- inn, ef hún er siðsöm og hefir enga sérstaka gáfu í vissa átt, og það er samt sem áður því skilyrði bundið, að hún veiti sér ekki eina einustu hvíldarstund. Ofan á alt þetta bætist að herra stjórnarráð Ivan Ivanovitscli Klopstock — hafið þér lieyrt talað um hann? — hefir ekki borgað henni einn grænan eyri í saunialaun lyrir 6 skyrtur úr hollenzku lérefti, og í stað þess rekið hana á dyr með skömmuni, stappað í gólfið og hreitt að henni ósvífnum orðum, vegna þess að skyrturnar væru ekki saumaðar eftir því máli, sem hann vildi. Og hörnin kúra heima og svelta. Katrín Ivanowna gengur fram og aftur 15 ekki neitt! Mér gremst ekki, þótt menn hristi höfuð; þetta vita allir menn fyrir langa löngu, og það kemst alt af upp, sem maður reynir að leyna. Og ég nefni þetta ekki með fyrirlitningu, heldur með auðmýkt. Þeir niega hrópa upp svo lengi sem þeir vilja: »Horfið á þessa mannfýlu!« ... Fyrirgefið mér ungi maður, en getið þér — . . . auðvitað ekki! . . . til þess ég komi eins ákveðnum orðum að því og hægt er: Getið þér, eða réttara sagt, dyrfist þér að neita því, þegar þér sitjið hér hjá mér og horfið á mig, að ég sé svín?« Hinn ungi maður svaraði ekki einu orði. »Nú, jæja, hélt ræðumaðurinn áfram, eftir að hann hafði beðið þess með hátíðlegum svip, að hlátursköllin kringum hann þögnuðu — »lofið mér þá að vera svin, en hún er mentuð kona. Lofið mér að vera verri en dýrin, en Katrín Ivanowna, kona mín, er samt sem áður mentuð kona og hershöfðingjadóttir. Það getur vel skeð að ég sé ræfill, en i brjósti hennar slær stolt og göfugt hjarta, sem býr enn að hinum göfgandi tilfinningum uppeldisins. Og samt sem áður ... o, ef hún að eins kendi dálítið í brjósti um mig! Herra minn, herra minn, liver maður verður þó að minsta kosti að eiga einn vin, sem kennir í brjósti um hann. En Katrín Ivanowna er óneitanlega skapstór, og í viðbót óréttlát kona . . . Og ég veit það svo vel, að í hvert skifti sem hún rífur í hárið á mér og ber mig, finnur hún samt sem áður til meðaumkvunar með mér, — já, því ég endurtek það, án þess að roðna: hún dregur mig á hárinu, ungi maður«. Þessu bætti hann við enn þá hátíðlegri en áður, þegar hann heyrði að aftur var skellihlegið í kringum hann. »En guð minn góður, ef hún að eins einu sinni . . . enn, nei, nei, það þýðir ekki neitt, það er ekki eyðandi orðum að því! Það hefir alt of oft komið fyrir, og menn hafa alt of oft aumkvast yfir mig, en forlög min eru nú einu sinni svona — ég er í fám orðum sagt óviðjafnanlegur aumingi!« »Já, það er víst satt!« bætti veitingamaðurinn geispandi við. Marmeladow barði hnefanum ákveðinn í borðið. »Því er nú einu sinni svona varið! Getið þér hugsað } ður, getið þér virkilega hugsað yður herra minn, að ég hefi drukkið upp alt sem hún á, jafnvel sokkana hennar. Ekki skóna — hún hefði þá orðið að eiga þá — nei, sokkana, sokkana liefi ég drukkið út. Hún átti dálítinn hálsklút úr geitarhári; hann hefi ég líka urukk-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.